Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Charles Taylor,fyrrverandi leiðtogi Líberíu, sat í gær í fyrsta skipti í vitnastúku sérstaka dóm- stólsins, sem fjalla á um stríðsglæpi í Síerra Leóne. Réttarhöldin fara fram í Haag og Taylor er sakaður um hryðjuverk, morð, nauðg- anir og pyntingar. Í máli Tay- lors hyggst ákæruvaldið sýna fram á að hann hafi stjórnað skæruliðunum í Síerra Leóne og látið þá hafa vopn. Réð ásælni í demantanámur lands- ins gerðum hans. Aldrei áður hefur þjóðarleiðtogi frá Afríku verið dreginn fyrir alþjóð- legan dómstól. Taylor neitaði öllum sakargiftum og kveðst engan þátt hafa átt í grimmd- arverkum skæruliða bylting- arhreyfingarinnar RUF í borgarastyrjöldinni, sem geis- aði í 11 ár í Síerra Leóne. Skæruliðar hreyfingarinnar voru illræmdir fyrir að höggva hendur og fætur af almennum borgurum með sveðjum. Hinum megin á hnettinum, í Kambódíu, var réttarhöldum í gær framhaldið í máli Kaing Guek Eav, sem var fangels- isstjóri í valdatíð Rauðu kmeranna og er sakaður um glæpi gegn mann- kyni og stríðs- glæpi. Þar hefur undanfarnar vikur verið sagt frá grimmilegum pyntingum og óhæfuverkum. Hinn ákærði hefur viðurkennt ábyrgð sína, en kveðst jafn- framt hafa verið í þeirri stöðu að óhlýðni hefði kostað hann lífið. Réttarhöldin fara fram með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Víða um heiminn fer nú fram uppgjör við blóðuga for- tíð. Slík uppgjör eru nauðsyn- leg til þess að skapa sátt í við- komandi ríkjum. Þau eru ekki síður mikilvæg vegna þess að þeir harðstjórar, sem nú eru við völd, mega vita það að þeirra geta beðið sömu örlög – að sitja í vitnastúku fyrir framan alþjóðlegan dómstól og þurfa að svara fyrir gerðir sínar. Harðstjórar eiga ekki að njóta friðhelgi frá umheim- inum til að misbeita valdi og kúga þegna sína. Þeir geta ekki lengur treyst á að komast í skjól með stolinn auð þegar fjarar undan þeim. Harðstjórar eiga ekki að njóta frið- helgi til að kúga og pynta} Glæpir gegn mannkyni Þeir sem önn-uðusteigna- stýringu fimm líf- eyrissjóða hjá Landsbankanum hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá því í mars sl. þar sem þeir liggja undir grun um að hafa fjárfest um of í skulda- og hlutabréfum tengdum Lands- bankanum eða fyrrum eig- endum þeirra. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins á við- skiptasíðu í gær, undir fyr- irsögninni Fé stýrt til Lands- bankans. Þeir lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Íslenski lífeyris- sjóðurinn, Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands, Líf- eyrissjóður Tannlæknafélags- ins, Eftirlaunasjóður ís- lenskra atvinnuflugmanna og Kjölur lífeyrissjóður. Sameig- inleg stærð sjóðanna fimm var um 52 milljarðar króna, sam- kvæmt fréttinni. Þau félög sem grunur leikur á að fjárfest hafi verið í um- fram heimildir eru m.a. Landsbankinn sjálfur, Straumur Burðarás og Sam- son, allt félög sem að stórum hluta voru í eigu Björgólfs- feðga. Hér er um graf- alvarlegt mál að ræða, ef rétt reyn- ist. Vitanlega ber mönnum að bíða niðurstöðu rann- sóknarinnar hjá embætti sér- staks saksóknara, áður en þeir mynda sér endanlega afstöðu til málsins. En fyrir liggur að Fjár- málaeftirlitið vísaði málinu til sérstaks saksóknara þann 17. mars sl. Vart hefur það verið gert án tilefnis. Alvarleiki máls sem þessa er ekki síst í því fólginn, að líf- eyrissjóðaeigendur skuli í góðri trú og trausti hafa falið banka eins og Landsbank- anum eignastýringu á fjár- munum sjóðseigenda sinna og að Landsbankinn og ákveðnir starfsmenn hans skuli með öllu hafa brugðist því trausti, með því að hygla vinnuveit- endum sínum og eigendum þeirra fyrirtækja, sem fjárfest var í, á kostnað sjóðfélaganna. Slíkt athæfi er bæði glæp- samlegt og ófyrirgefanlegt. Með því er verið að ráðast gegn lífsgæðum ævikvöldsins sem átti með réttu að bíða líf- eyrissjóðsfélaganna. Það verður að koma í veg fyrir að svona háttalag geti endurtekið sig. Slíkt athæfi er bæði glæpsamlegt og ófyrirgefanlegt } Grafalvarlegt mál D avíð Oddsson er afreksmaður, hefur margt gott gert fyrir þjóð sína og hefur greinilega hug á því að gefa henni enn um sinn ráð. En ekki endilega góð. At- hyglisvert var að heyra hann hafa eftir seðla- bankastjóra Breta að Íslendingar ættu ekki að borga Icesave-skuldirnar. Þeir sem hefðu í græðgi sinni lagt fé inn á reikningana til að fá háa vexti yrðu sjálfir að taka skellinn. Ekki við. Mikið gleður það frjálshyggjumenn eins og mig að þessir heiðursmenn vilji ekki að ríkið haldi verndarhendi sinni yfir einkarekstri. Og segi að almenningur eigi einfaldlega ekki að vera kærulaus í fjármálum. Sú viðvörun hefði bara mátt heyrast fyrir löngu. Menn hefðu t.d. getað minnt rækilega á það þegar bankarnir okkar voru einkavæddir. Bankamenn yrðu að kunna fótum sínum forráð. Nei, í staðinn var sagt, þegar gengið var á menn, að seðlabankar væru „lánveitendur til þrautavara“. Stundum slegið úr og í en útlendingum loks sagt að stjórnvöld myndu ávallt styðja við bakið á íslenskum einkabönkum. Seðlabankinn var haldreipi einkareknu bankanna. Þetta skildu allir þannig að venjulegir launþegar væru tryggðir að mestu fyrir áföllum og þannig skildu í reynd allir klaufalega orðalagið í reglum ESB um innistæðutrygg- ingar. Andi reglnanna var skýr. Ríkisstjórnin og seðlabankinn hefðu líka getað sagt, þegar Icesave-hugmyndin var kynnt, að reikningarnir væru vafalaust ágætir en alls ekki tryggðir af íslenska ríkinu. Þetta hefði jafnvel mátt aug- lýsa erlendis, til að taka af allan vafa. Þetta var ekki gert. Menn fullyrða núna að íslenska ríkið hafi aldrei ábyrgst Icesave en viðurkenna samt í hinu orðinu að lagt hafi verið hart að Landsbankamönnum í fyrra að færa reikningana undir breska lögsögu. Hvers vegna? Vorum við þá ábyrg fyrir þessu Ice- save? Ef ekki, hverju átti það þá að breyta að lögsagan væri bresk? Sömu ESB-reglur giltu þar og hér um innistæðutryggingar og bresk stjórnvöld hlytu að gera það sama og við; láta innistæðueigendur blæða. Ef okkar ríkissjóði bar ekki skylda til að ábyrgjast innistæður upp að lágmarkinu bar Bretum auðvitað ekki heldur skylda til þess. Þetta var íslenskt útibú. Bretarnir gátu bara látið fólk éta það sem úti frýs. Var þetta lausnin sem menn vildu að beitt yrði þegar grátandi ekkjur og gamalmenni áttuðu sig á því að tunguliprir Íslendingar höfðu blekkt þau? Var þetta viðhorf manna hér, þeirra sömu og settu neyðarlög til að bjarga okkar eigin innistæðum? Ekki held ég það. Við vildum einfaldlega koma okkur undan því að borga risaskuldina sem glannarnir í Lands- bankanum stofnuðu til, láta Bretana um þetta. Þeir áttu ekki að verða okkar lánveitendur til þrautavara heldur áttu þeir að bjarga okkur ókeypis. Óþveginn sannleikur, kannski landráð – en þá er að bíða eftir aftökusveitinni. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Nú er rétti tíminn til landráða Mikið sótt í ráðgjöf og málin að þyngjast FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is M ikið álag er nú á Ráð- gjafarstofu um fjár- mál heimilanna og hefur það ekki verið meira frá því hún var opnuð fyrir 13 árum, að sögn Ástu Sigrúnar Helgadóttur forstöðu- manns. Nú er í fyrsta sinn í sögu Ráðgjafarstofunnar opið í júlí. „Við erum stöðugt að fá mál inn og ekkert lát þar á,“ sagði Ásta. „Mér finnast málin vera að þyngjast. Það er mikil vinna að sjá hvaða úrræði henta hverjum og einum. Við að- stoðum líka fólk við að sækja um greiðsluaðlögun. Það er mjög mikið álag á starfsemina almennt.“ Í Morgunblaðinu í gær var rætt við konu sem kvaðst hafa sótt um ráðgjöf hjá Ráðgjafarstofunni fyrir um sex vikum og ekki enn komist að. Ásta kvaðst ekki geta útskýrt þessa töf því hún þekkti ekki mál fólksins sem um ræðir. „Stundum bíða mál því fólk skilar ekki inn fullnægjandi gögn- um,“ sagði Ásta. Hún benti á að nú væru í raun engir biðlistar eftir við- tali. Fólk gæti komið fyrirvaralaust í nýja starfsstöð Ráðgjafarstofunnar í Sóltúni 26 og fengið þar fyrstu ráð- gjöf. Ef mál þörfnuðust frekari grein- ingar gæti biðin eftir henni orðið 4-5 vikur, enda hluti starfsfólks að fara í eða farinn í sumarleyfi. Morgunblaðið fékk bréf frá fólki sem fékk ráðgjöf á liðnu vori. Það sagði að stærsti lánardrottinn þess, Landsbankinn, hefði neitað að fylgja tillögum Ráðgjafarstofunnar. Ásta sagði að auðvitað hlytu að vera dæmi um að bankar vildu ekki fara eftir til- lögum Ráðgjafarstofunnar. „En ég heyri meira um að bank- arnir fari eftir okkar tillögum. Þeir fagna því að fá þetta heildaryfirlit yf- ir stöðuna frá okkur,“ sagði Ásta. Oft þarf einnig að leiðbeina fólki og gera því ljós réttindi þess. Til dæmis hafa sumir ekki nýtt skattkortið sitt. „Við höfum líka verið í ákveðinni sálu- hjálp, að hvetja fólk til að halda áfram. Leiðbeina því um úrræðin og hvað þetta þýðir allt saman.“ Margir hafa notað ráðgjöf VR VR er eitt þeirra stéttarfélaga sem bjóða upp á fjármálaráðgjöf. Margir hafa nýtt sér hana frá 22. júní þegar þjónustan hófst. Árni Freyr Árnason, ráðgjafi hjá VR, sagði að fyrstu vik- urnar hefði verið mikið að gera. Nú hefði aðeins hægst á enda margir í sumarfríum. Árni sagði að þörfin fyr- ir fjárhagsráðgjöf virtist meira knýj- andi á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Árni sagði það sína reynslu að bankarnir tækju yfirleitt vel tillögum sem fólk kemur með úr fjár- málaráðgjöfinni. „Þegar fólk vill standa við sínar skuldbindingar eru bankarnir tiltölulega liðlegir við að láta dæmið ganga upp. Það er okkar reynsla,“ sagði Árni. Hann sagði að væri fólk komið rétt yfir mörk þess að vera gjaldfært væru bankarnir duglegir við að finna ráðstafanir svo fólk yrði aftur gjaldfært. Árni sagði flest málin snúa að fyr- irbyggjandi aðgerðum hjá fólki sem horfir fram á tekjumissi vegna minni vinnu eða atvinnumissis. Fólki sem ekki er komið í vanskil en er að end- urskipuleggja fjárhag sinn svo það standi af sér tekjumissinn. Morgunblaðið/Ómar Ráðgjöf Ekkert lát er á straumi þeirra sem leita sér ráðgjafar vegna skulda og fjárhagserfiðleika eða til að búa sig undir væntanlegan tekjumissi. Ráðgjafarstofa um fjármál heim- ilanna verður opin í júlí, í fyrsta sinn í sögu stofunnar, til að mæta þörf fyrir ráðgjöf. Margir hafa leit- að eftir henni hjá VR eftir að fé- lagið hóf að veita þá þjónustu. GYLFI Magnús- son viðskipta- ráðherra sagði búið að kynna fjölmörg úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda. Ef fólk fengi ekki úrlausn sinna mála væri spurn- ing hvort fólk fengi ekki þau úrræði sem búið er að kynna eða hvort þau dygðu ekki. „Það er fylgst með hvoru tveggja af hálfu hins opinbera. Ef í ljós kem- ur að úrræðin duga ekki þá stendur upp á stjórnvöld, eða bankana eftir atvikum, að koma með önnur úr- ræði,“ sagði Gylfi. Hann benti á að ef fólk fengi ekki úrræði sem búið er að kynna hjá banka þá gæti fólk tal- að við umboðsmann skuldara í við- komandi banka. Gylfi minnti á að stutt væri síðan reglugerð um skattskyldu eftir- gjafar skulda tók gildi. Áður hefði ekki verið víst að bankarnir gætu samið um niðurfellingu skulda án þess að fólk fengi bakreikning frá skattinum. Hann kvaðst reikna með að bankarnir myndu nú gera meira af því að semja við skulduga ein- staklinga og leysa þeirra mál. Úrræðin vöktuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.