Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Preben Magnús Beck ✝ Preben MagnúsBeck fæddist í Kaupmannahöfn 15. júlí 1927. Hann lést á Gentofte Hospital í Hellerup 18. apríl 2008. Preben Magnús var einkabarn foreldra sinna, Margrétar Magnúsdóttur og Osk- ars Beck. Margrét móðir hans var yngst sex systkina, fædd á Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd 13. apríl 1896. For- eldrar hennar voru Magnús og Ingibjörg. Systkini Margrétar voru Jónína f. 1889, Þorbjörg Vilhelmína f. 6. júlí 1890, d. 29. október sama ár, Vilborg f. 1892, Magn- ús f. 1894 og Guðrún f. 1899. Margrét hélt til Kaupmannahafnar árið 1924 til náms í saumaskap, hattagerð o.fl., þar kynntist hún Oskari Beck, þá iðnverka- manni í Kaupmannahöfn. Þau giftust í Kaupmannahöfn 1926. Eiginkona Prebens Magnúsar var Liz- zie Larsen, f. í Flensborg í Slésvík 26. nóvember 1925, d. 20. október 2005. Þau giftust 23. júlí 1953 og bjuggu allan sinn hjúskap í Kaupmannahöfn. Preben var offsetprentari í Kaup- mannahöfn, velmetinn í sínu fagi. Á ár- unum 1948-1949 bjó hann á Íslandi og vann þá hjá prentsmiðjunni Viðey. Á Ís- landi bjó hann á Hverfisgötu 59 hjá Val- gerði Kristinsdóttur saumakonu á saumastofu Þjóðleikshússins, sem hann jafnan síðan kallaði Vallý mammí. Val- gerður var föðursystir Ólafs móðurafa okkar, ógift og barnlaus. Hún hafði num- ið iðn sína í Kaupmannahöfn, altalandi á dönsku og tók Preben sem sínum einka- syni. Preben var félagi í Litografgrupp- ens pensionist klub, sem stofnaður var 1972. Einnig var hann félagi í Cykel- og snedkerklubben, en reiðhjólið var hans fararskjóti allt til síðasta dags. Útför Prebens fór fram frá Skovl- undekirkje í Kaupmannahöfn 25. apríl 2008. Elsku pabbi minn, mig langar að rifja upp nokkrar stundir sem eru mér svo minnisstæðar. Þegar ég var lítill þá vorum við oft að tefla, við áttum líka ferðatafl sem var með segli á svo að taflmennirnir héldust á réttum reit- um. Þetta var á þeim tíma sem Fisc- her og Spassky voru á Íslandi að tefla. Svo þegar þú varst með bílaleig- una þá unnum við systkinin hjá þér við að þvo og þrífa bílana þangað til allar Wolkswagen-bjöllurnar stóðu glansandi í röð á bílaplaninu. Svo þegar við Hrafnkell frændi og vinur hans unnum hjá þér við að hengja upp og þurrka fisk til að búa til harðfisk. Ég hef verið á Súlunni í allmörg ár og það sem var mér kærast var það hvað vel var hugsað um hana. Þegar veiðitímanum lauk þá var hún alltaf máluð og stóð við höfnina og leit út eins og skemmtiferðaskip. Meira að segja ferðamenn komu og skoðuðu hana og mynduðu í bak og fyrir. Þinn einlægur sonur Magnús. Elsku pabbi minn. Í dag, 15. júlí, hefðir þú orðið sjö- tugur. Byrja ég daginn á að flagga fyrir þér. Það kom ekkert annað til greina hjá mér, en að kaupa og koma fyrir flaggstöng í Stafholtinu, í minningu um þig. Hugur minn fer fram og til baka með margar góðar minningar sem ég ætla að varðveita með Jóa, Auði Eufemíu, Leonard og langaló-afa- strákunum þínum, þeim Jóhanni Sverri nafna þínum og Kristófer Smára. Ég og þú, pabbi minn, erum bæði með tattú, það bætist enn eitt tattúið við sem gert verður í minningu um þig. Þú veist hver mun fá sér það tattú. Ég kem til þín upp í garð í dag, tek Hamraborgina í kvöld og skála við við þig. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín Ásthildur. Sverrir minn, þetta er nú meira árið, mamma í janúar og nú þú. Ég vil minnast þín í fáum orðum. Ég kom inn í fjölskylduna þína 7. júlí 1984 þegar ég og Ragnhildur byrjuðum að vera saman. Alltaf þeg- ar ég kom til Akureyrar var vel tekið á móti mér, Ragnhildur ekki komin með bílpróf en þér þótti nú ekki mál- ið að lána drengnum bílinn, sko sparibílinn brúna, Chevroletinn. Það var þvílíkt gaman hjá okkur í þá daga. Veiðiferðirnar sem við fór- um í, kannski ekki langt, en samt. Tókum oftar en ekki með okkur einn kaldan og þú skáldið: Jæja, Steinar Sigurðsson, settu nú hann sjálfur áð- ur en þú verður hálfur. Þú varst allt- af hrikalega orðheppinn eins og þeg- ar þú komst til okkar í Hrísrima, ekki í þínu besta formi og sagðir ekki orð allt kvöldið sem var nú ólíkt þér. Þá skrifaðir þú í gestabókina: Góður kostur er að kunna að þegja, slæmur ef hann er sá eini. Það sem við hlóg- um þegar við lásum þetta. Við áttum frábærar stundir þegar við fórum í tvígang til Mallorka, skemmtum okkur og þið Auður slóg- uð í gegn með ykkar frábæra dansi við lag með Sinatra. Ferðin í sumarbústaðinn í Skorra- dal sem LÍÚ átti, þar var sko grillað í Hollum og sú grilltækni var notuð eftir það. Þegar við Ragnhildur giftum okk- ur 7. júlí 1990 var gaman að standa í Sverrir Leósson ✝ Sverrir Leóssonútgerðarmaður fæddist 15. júlí 1939. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 25. júní sl. og var útför hans gerð frá Ak- ureyrarkirkju 7. júlí. Meira: mbl.is/minningar þeim undirbúningi með þér. Það varð að passa þetta og hitt því að þetta átti að vera upp á hundrað, þegar því var lokið kom setn- ingin: Skal du ha en øl og svo hlógum við. Svo gleymi ég nú aldrei þegar við sátum öll í kaffi í Víkurás, mamma og pabbi nán- ast að hitta ykkur hjónin í fyrsta skipti og þú öskraðir upp úr eins manns hljóði: „Good Morning Vietnam“ svo að það frussaðist úr öllum bollum … þetta var sko Sverrir Le. Þegar við sigldum með Simrad bátnum út fjörðinn, það þótti okkur mjög gaman. Allir sölumennirnir sem voru að reyna að selja þér tæki og tól í Súluna með gylliboðum á KEA, þá hingdir þú í mig og sagðir: Steinar, við erum að fara út í kvöld. Svo má ekki gleyma öllum Sjalla- ferðunum þar sem var dansað við undirleik Ingimars Eydals. Það var alltaf gott að vinna fyrir þig en samt áskorun því að verkin áttu að vinnast hratt og vel. Ég vil segja að lokum: dugnaður, vel rekið fyrirtæki, útsjónarsemi, snyrtimennska, ákveðni, þetta var Sverrir Leósson. Sverrir minn … þegar ég hugsa til baka um allt sem við gerðum og brölluðum get ég ekki annað en farið að hlæja sem er merki um góðar minningar. að við værum ekki alltaf sammála og snörp orðaskipti ættu sér stað, enda báðir skapmenn mikl- ir, náðum við alltaf sáttum sem er mér mikilvægt í dag. Þinn tengdasonur Steinar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku afi minn og langaló afi litlu strákanna minna. Stundirnar sem við áttum saman munu alltaf lifa í hjarta mér. Ég var svo mikið hjá ykkur ömmu þegar ég var lítil og naut þess að vera með ykkur. Þið sögðuð svo oft að það væri eins og ég væri yngsta dóttir ykkar. Ég ferðaðist oft með ykkur og gleymi þeim stundum aldrei, það var nú mjög fyndið, þegar ég hélt því fram að afi minn ætti Holliday inn og þegar það var sagt við mig að hann ætti það nú ekki, þá fauk í mig og ég var fljót að segja að hann ætti þá að minnsta kosti eitt herbergi. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman og ég gleymi því aldrei. Ég þakka svo vel fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku afi minn. Þú varst svo hrifinn af langaf- astrákunum þínum, þú ljómaðir í framan þegar þeir voru nálægt, þú lofaðir þeim að gera allt sem þeim datt í hug að gera og þeim fannst það ekki leiðinlegt. Megi Guð og englarnir vera með þér, elsku afi og langaló. Sofðu nú rótt í Guðs hlýju, svífðu með englunum yfir fjöll og dal, þar til við hittumst að nýju, í himnanna sal. (Höf. ók.) Þín Auður Eufemía og Elfar Smári og langafastrákarnir þínir, Jóhann Sverrir og Kristófer Smári. Elsku afi, það er skrýtið að þurfa að kveðjast svona fljótt. Það sem ég sakna þó mest er hvað þú hringdir oft í mig þegar þig vantaði aðstoð. En okkar vegna skulum við vona að þú sért með afruglarann á hreinu þarna uppi. Og endilega kíktu við ef þig vantar hjálp. Ég er alltaf tilbúinn til að aðstoða þig við allt. Hafðu það gott, elsku afi. Kær kveðja, en þó ekki hin hinsta. Þinn Sverrir Steinarsson. Elsku pabbi. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós sem að mun ykkur gleðja. (G.Ingi) Elsku pabbi minn. Ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Minning þín lifir í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín dóttir, Ebba. Elsku afi. Þetta er allt svo breytt; við eigum eftir að sakna þín svo mik- ið og við eigum aldrei eftir að gleyma þér. Það var svo gaman að koma nið- ur á skrifstofuna þín og sjá hvað þú varst að bralla og ég minnist allra ferðanna til Danmerkur í afmælin þín í Tívolíinu en nú verðum við á pallinum á 70 ára afmælinu þínu. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og vildir gera allt fyrir alla. Það var svo gott að koma til þín. Við erum mjög sátt- ar við tímann sem við áttum með þér. Við elskum þig. Guð geymi þig, elsku afi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þínar afastelpur, Þórhildur Ólöf og Matthildur Eufemia. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is                                       ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, REYNIR HELGASON, Álfheimum 34, Reykjavík, andaðist mánudaginn 6. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 16. júlí kl. 13.00. Björg Gísladóttir, Berglind Reynisdóttir, Samson Magnússon, Sveinbjörg Jónsdóttir, Jón Helgason, Stefanía Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Maddý, Hagaflöt 9, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 14.00. Davíð Guðlaugsson, Guðmundur Rúnar Davíðsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Davíðsson, Hólmfríður D. Guðmundsdóttir, Harpa Hrönn Davíðsdóttir, Búi Gíslason og ömmubörn. ✝ Systir okkar og mágkona, ELLEN GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Trausti Rúnar Hallsteinsson, Björk Ingvarsdóttir, Guðmundur Ebenezer Hallsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdasonur og mágur, EMILIO DE ROSSI, Via Prudenziana 21, 22100 Como, Ítalíu, lést á sjúkrahúsi á Ítalíu mánudaginn 13. júlí. Bálför verður í St. Augustino kirkju í Como í dag, miðvikudaginn 15. júlí. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samband íslenskra kristni- boðsfélaga. Elsa Waage, Júlía Charlotte De Rossi, Clara G. Waage, Vera Waage, Snorri Waage.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.