Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 ✝ Runólfur Sæ-mundsson fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 1. júlí síðastliðina. For- eldrar hans voru hjónin Guðríður Otta- dóttir, f. á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi 20. október 1884, d. 18. nóvember 1940, og Sæmundur Guðni Runólfsson, f. í Há- holti á Bráðræðisholti í Reykjavík 28. ágúst 1883, d. 18. nóvember 1966. Systkini Runólfs eru Haraldur, f. 18. maí 1911, d. 13. október 1990, Otti, f. 20. október 1918, d. 7. júní 2008, og Sigríður f. 9. febrúar 1920. Runólfur kvæntist hinn 20. febr- úar 1940 Nönnu Halldórsdóttur, f. í Reykjavík 22. júlí 1918, d. 4. desem- ber 1997. Þau eignuðst þrjá syni, þeir eru: 1) Logi, f. 31. janúar 1941, d. 2. janúar 2001, var kvæntur Önnu Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Nanna og Kristján Frosti. 2) kvæmdastjóri Sveins Egilssonar hf., hjá Agli Vilhjálmssyni og hann stofnaði ásamt Börge Petersen raf- geymaverksmiðjuna Pólar hf. Run- ólfur fór síðan til Véladeildar SÍS og varð forstöðumaður Dráttarvéla hf., dótturfyrirtækis í eigu SÍS. Ár- ið 1961 rættist Argentínudraumur Runólfs og hann flutti með fjöl- skyldu sína til Buenos Aires og starfaði þar hjá Calefonis Heiniken. Eftir heimkomu stundaði Runólfur ýmis störf en stofnaði árið 1964 ásamt sonum sínum Loga og Daða fyrirtækið Blossa sf. sem sameinast Framtaki ehf. árið 2001. Runólfur lét af störfum hjá sameinuðu fyr- irtæki árið 2003. Runólfur sinnti ýmsum trúnaðarstörfum samhliða starfi sínu og hann var mikil áhuga- maður um tónlist alla tíð og sótti víða tónleika. Á yngri árum var Runólfur liðtækur íþróttamaður og spilaði knattspyrnu með Val, hann stundaði síðar bæði sjóstangveiði og golf. Runólfur var tungu- málamaður góður, erlend tímarit voru hans ær og kýr fram á síðasta dag og hann var óspar á að miðla fróðleik sínum. Runólfur var félagi í Frímúrarareglunni. Útför Runólfs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 15. júlí, og hefst at- höfnin kl. 15. Sæmundur Daði, f. 30. nóvember 1945, kvæntur Ragnheiði Ríkharðsdóttur, börn þeirra eru Ríkharður og Hekla Ingunn. 3) Halldór Björn, f. 4. október 1950, kvænt- ur Margréti Árna- dóttur Auðuns, börn þeirra eru Árni og Sigrún. Barna- barnabörn eru 5. Runólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Laufásvegi og Lokastíg 24. Hann gekk í Barna- skólann við Tjörnina og síðan í Verzlunarskóla Íslands og lauk þar verzlunarprófi. Runólfur var í nokkur sumur leiðsögu- og aðstoð- armaður breskra aðalsmanna við laxveiðar í Þverá í Borgarfirði. Ár- ið 1938 hélt hann til London til að freista þess að fá áritun til Argent- ínu en það misfórst vegna ástands í Evrópu og hélt hann því heim árið 1939. Starfsferill Runólfs upp frá því var tengdur bifreiða- og vara- hlutainnflutningi, m.a. sem fram- Elskulegur tengdafaðir minn hefur nú kvatt þetta jarðlíf, saddur lífdaga á 93. aldursári. Já ég tel það víst að hann hafi verið saddur lífdaga, þó að hann hafi ekki talað um það, en hann hafði misst alla bestu vini sína og samferðafólk og síðastliðið sumar missti hann Otta, bróður sinn, en það var honum af- ar erfitt þar sem þeir voru mjög samrýndir og héldu góðu sambandi sérstaklega hin síðari ár eftir að báðir höfðu misst maka sína. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann Runólf sem tengdaföður því annað eins ljúfmenni er vart hægt að hugsa sér. Hann kom ávallt fram við mig sem væri ég hans besta dóttir. Aldrei sá ég hann skipta skapi og aldrei heyrði ég hrjóta af vörum hans hnjóðsyrði um nokkurn mann. Já, hann var sannarlega mörgum kostum búinn hann tengdapabbi. Hann var skarpgreindur, vel lesinn, fróð- leiksfús og minnugur. Ef ég sagðist vera á förum til einhvers fjarlægs lands bjó hann ævinlega yfir einhverjum fróðleik um þann stað sem hann gat upp- lýst mig um. Ef ég gaukaði að hon- um spánska mogganum, El pais er ég kom heim, var það eins og ég hefði gefið honum gull. Þetta las hann bæði til að viðhalda spænsk- unni en einnig gat verið skrifað um eitthvað þarna sem var ekki endi- lega í fréttunum hér heima. Ekki má gleyma tónlistaráhuganum en hann hafði yndi af klassískri tónlist og ekki var komið að tómum kofunum hjá honum um þau fræði frekar en önnur. Sjálfur lék hann á píanó og þegar við stórfjölskyldan hittumst um áramót, sem við höfum alltaf gert var það hann sem sá um und- irleikinn þegar við sungum saman áramótalögin. Það voru góðar stundir sem ljúft er að minnast. Það væri lengi hægt að halda áfram að lofa þennan mann en ég læt hér staðar numið, þó verð ég að bæta því við að hann tengda- pabbi var afar glæsilegur maður og það voru þau reyndar bæði hjónin og hef ég heyrt að þau hafi verið eitt flottasta parið í bænum á sínum yngri árum. Nú óska ég þess að þau hafi fundið hvort ann- að á ný í fögru landi sem laust er við kreppu og harm. Blessuð sé minning Runólfs og hafi hann þakkir fyrir allt sem hann var mér. Anna Kristjánsdóttir. Elsku afi. Að þú skulir vera farinn er skrýtin tilfinning sem erfitt er að meðtaka. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi okkar frá því við fædd- umst og það verður ótrúlega erfitt að geta ekki kíkt til þín á Skóla- vörðustíginn með mjólk og brauð og fengið smá-afaknús. Einnig er erfitt að ímynda sér reglulega við- burði án þín, eins og hangikjöt á jóladag, fjölskylduboð á gamlárs- kvöld eða bara venjulega sunnu- dagseftirmiðdaga þegar þú komst og borðaðir með okkur fisk og hlustaðir á óperur fram eftir kvöldi með pabba. Það var alltaf gaman að tala við þig, setjast hjá þér í stofunni heima og hlusta á þig ræða um alla heima og geima en þú hafðir ótrú- lega þekkingu á öllum málefnum. Umburðarlyndi þitt gagnvart því sem breyst hefur í þinni tíð var með eindæmum og hægt var að spjalla við þig um allt sem manni lá á hjarta, jafnvel hluti sem marg- ir teldu öfum og ömmum framandi. Þú hafðir alltaf eitthvað til mál- anna að leggja, hvort sem það voru heilræði eða einhverjar hnyttnar athugasemdir sem komu okkur til að hlæja en þú hafðir frábæran húmor alla tíð. Hægt væri að taka ótrúlega mörg dæmi um það en of- arlega í huga er þó síðasta gaml- árskvöld. Þá sátum við með þér og stórfjölskyldunni allri við borð- stofuborðið og biðum eftir að eft- irrétturinn yrði borinn á borð. Við krakkarnir vorum að leika okkur að því að reyna að festa teskeið- arnar sem áttu að fara í eftir- réttinn á nefin á okkur og gekk það misvel. Eftir nokkrar tilraunir varð okkur litið til þín þar sem þú sast á enda borðsins, búinn að festa teskeiðina þína á nefið á þér. Þetta lýsir þér svo vel en þú hafðir einstakt lag á því að heilla alla í kringum þig. Við systkinin munum aldrei eftir þér öðruvísi en í góðu skapi. Þú studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og sýndir því áhuga. Oftar en ekki laumaðirðu að okkur peningi til þess að fjár- magna skólann eða áhugamálin. Öllum var vel við þig og alls staðar eignaðistu vini og kunningja, svo sem í búðum og bakaríum í hverf- inu. Þú varst ljúfur og skemmti- legur hvert sem þú fórst og var það ekki óvíða. Daglegir göngu- túrar um allan bæ voru meðal stærstu áhugamála þinna. Ef þú fékkst bílferð hjá okkur þá urðum við að hleypa þér út áður en heim til þín var komið því þú vildir ganga síðasta spölinn. Þú áttir ótal önnur áhugamál, svo sem tónlist, golf, sund og lestur. Tungumála- kunnátta þín var aðdáunarverð; reiprennandi í dönsku, ensku og spænsku og ágætur í þýsku. Þú varst óstöðvandi og lífsgleði þín, ákveðni, kraftur og þraut- seigja vöktu aðdáun. Þú sást hið jákvæða hvert sem þú fórst og í þínum augum voru hversdagslegir hlutir alltaf einstæð upplifun. Þessa eiginleika viljum við systk- inin gjarnan tileinka okkur eins og við getum, elsku afi. Allar þessar ljúfu og skemmtilegu minningar hafa án vafa reynst okkur gríð- arlegur styrkur við að komast yfir sorgina og söknuðinn sem fylgir því að þurfa að kveðja þig. Elsku afi, við hugsum til þín með söknuði og viljum þakka þér fyrir allt. Minning þín mun að eilífu fylgja okkur. Árni og Sigrún Halldórsbörn. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn á 93. aldursári. Á nær fjöru- tíu ára samleið er ljúft að láta hug- ann reika og minnast þessa heið- ursmanns. Elstu minningarnar eru frá Álftavatni þar sem dyttað var að bústaðnum, róið út á vatn, göngustígar lagfærðir, bætt í eld- inn. Runólfur var alltaf að, aldrei féll honum verk úr hendi. Síðan var brunað í bæinn á Bjúkkanum, með Runólf aldeilis í essinu sínu undir stýri. Ég minnist heimsóknar tengda- foreldra minna til okkar Halldórs Björns, þar sem við bjuggum í Toulouse, í Suður-Frakklandi. Þar var Runólfur eins og fiskur í vatni, sannur heimsborgari á ferð. Hann fann sér huggulegar, spænskætt- aðar bódegur þar sem hann gat lesið spænsku blöðin, spjallað við franska eldri borgara af spænskum uppruna. Hann sýndi áhuga á öllu, stóru sem smáu, og drakk í sig suðræna stemninguna. Skömmu síðar dvöldum við hjá Runólfi og Nönnu á Suður-Spáni í fallegu húsi með appelsínulundum allt um kring. Það voru ljúfar stundir sem ber að þakka. Áhugamál af öllum gerðum hafa vafalaust gert Runólf að þeim skemmtilega og líflega manni sem hann var alla tíð. Klassísk tónlist skipaði háan sess í huga hans sem og sund, golf, gönguferðir, sjóst- angveiði og lestur um allt milli himins og jarðar. Mér er enn í fersku minni kvöld þegar Runólfur og Rögnvaldur Sigurjónsson, aldagamlir vinir og báðir nýorðnir ekklar, komu við hjá okkur á kvöldgöngu. Matarboð var í fullum gangi og öldungunum var samstundis boðið til borðs, þar sem veisluhöldin héldu áfram rétt eins og kynslóðabilið hefði verið þurrkað út. Aldursforsetarnir tveir gerðu þetta kvöld ógleymanlegt í hugum allra viðstaddra enda léku þeir við hvern sinn fingur og voru hrókar alls fagnaðar. Runólfur var sérlega afslappað- ur og þægilegur í samskiptum við fólk enda held ég að honum hafi verið algerlega framandi sú tilfinn- ing að taka illa eða móðgast yfir skoðunum og yfirlýsingum ann- arra. Sem gamalmenni var hann einstakur, ljúfur, áhugasamur um umhverfið, óvenjulega sjálfbjarga og hispurslaus um ellina og dvín- andi þrótt. Það var í mesta lagi að þverrandi hreyfigeta pirraði hann lítilsháttar. Ég á í huga mér fallega mynd af þessum glæsilega öldungi sitjandi á bekk úti í garði hjá okkur, á spjalli við Magnús heitinn Kjart- ansson myndlistarmann. Ekki mátti í millum sjá hvor þeirra var áhugasamari í heimspekilegum umræðum sem tók hug þeirra all- an. Þá finnst mér örstutt síðan þeir feðgar sátu inni í stofu eftir kvöldmat með plötu á fóninum og allt stillt í botn. Þeir voru að hlusta á klassíska tónlist framundir myrkur og skeggræða um mismun- andi flutning á ýmsum verkum. Runólfur var mér ávallt góður og traustur tengdafaðir og börn- unum okkar yndislegur afi. Hann var ætíð fallegur, utan sem innan. Hann var alls ekki fullkominn heldur dásamlegur í ófullkomleik sínum. Hans verður sárt saknað. „Hafðu þökk fyrir allt, elsku tengdapabbi!“ Margrét Árnadóttir Auðuns. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr – þannig fer unaðssönnum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson.) Við áttum samleið í tæp fjörutíu ár. Brúðkaupsdagurinn minn var afmælisdagurinn hans. Hann var tengdapabbinn minn og afi barnanna minna, hann afi Rönsi sem nú hefur kvatt þennan heim og haldið annað. Hann var heið- ursmaður í hvívetna, glæsilegur heimsmaður sem farið hafði víða en fyrst og síðast var hann góður maður. Hann var hlýr í viðmóti og brosmildur en hann gat líka sýnt á sér aðrar hliðar en það var sjaldan. Okkur samdi vel, við ræddum margt og mikið, mismerkilegt stundum, vorum ekki alltaf sam- mála en það gerði ekkert til. Hann hrósaði og hvatti sem var mér mik- ils virði. Hann tengdapabbi minn var tungumálamaður góður, las helst erlend fagtímarit og var óspar á að miðla fróðleik þaðan, hann var líka músíkmaður mikill og spilaði golf sjálfum sér til ánægju. Hann var um margt sér- stakur maður. Hann tengdapabbi minn fylgdist vel með fólkinu sínu, börnin mín og barnabörn nutu elsku hans og umhyggju. Hann var flottur maður að utan sem innan og ég kveð hann með hlýju og þökk fyrir allt það sem hann var mér og mínum. Hvíldu í friði. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Eins lengi og ég man hefur afi minn Runólfur Sæmundsson verið ein af mínum helstu fyrirmyndum. Flottur töffari með stíl og sann- kallaður heiðursmaður fram í fing- urgóma. Sem smápolli man ég eftir því að hafa farið með honum í bíl- túra á stóra bláa ameríska kagg- anum sem var þá flottasti bíll landsins í huga litla afadrengsins. Ég man eftir því að hafa horft af aðdáun þegar hann tók golfsettið úr skottinu og spýtti svo úr munn- vikinu eins og ungur Marlon Brando. Þetta var við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum, rétt áður en hann kenndi mér að slá golfbolta með tilþrifum. Þar var hann í essinu sínu. Golfið var ástríða. Seinna meir kenndi hann mér að hlusta á klassíska tónlist, píanó- konserta og sinfóníur. Tónlistin var ómissandi krydd í líf okkar beggja. Maður var innblásinn af því að hlusta á hann spila á flyg- ilinn og ekki var síðra að heyra manninn bara tala. Segja sögur af Runólfur Sæmundsson ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur ómetan- lega vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS LEÓSSONAR útgerðarmanns, Aðalstræti 68, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Auður Magnúsdóttir, Magnús Sverrisson, Unnur Dóra Norðfjörð, Ásthildur Sverrisdóttir, Jóhann Björgvinss., Ebba Sverrisdóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Ragnhildur Sverrisdóttir, Steinar Sigurðsson, afabörnin og langafastrákarnir. ✝ Við þökkum þann hlýhug og hluttekningu sem okkur var sýnd vegna andláts G. HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, sem lést miðvikudaginn 1. júlí. Sérstakar þakkir til krabbameinsdeildar E-11, Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Jónsson. ✝ Þökkum auðsýnda hlýju og vinarhug vegna fráfalls föður og fósturföður okkar, GESTS GUÐMUNDSSONAR bónda, Kornsá, Vatnsdal. Gunnhildur Gestsdóttir, Birgir Gestsson, Guðrún Gestsdóttir, Hjálmur St. Flosason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.