Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Gætu fengið bankana  Ekkert samkomulag um að kröfuhafar eignist Kaupþing  Aðalsamningamað- ur Íslands segir koma til greina að kröfuhafar eignist bankana ef þeir vilja reka þá Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞORSTEINN Þorsteinsson, sem stýrir viðræðum við kröfuhafa gömlu bankanna fyrir hönd stjórn- valda, segist ekki geta staðfest að neitt samkomu- lag liggi fyrir um að kröfuhafar Kaupþings muni eignast bankann í vikulok, en þá á viðræðunum að ljúka samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME). „Ríkisstjórnin hefur alla tíð verið opin fyr- ir því að kröfuhafar eignuðust bankana, einn eða fleiri, ef þeir hefðu áhuga á því að fjármagna þá. Hún hefur hins vegar ekki verið opin fyrir því að gömlu bankarnir eignuðust þá nýju til að leggja þá niður eða gera þá að eignastýringarfyrirtækjum. Skilyrði hennar hefur verið að það yrðu settir upp öflugir bankar sem gætu styrkt atvinnulífið og það er opið gagnvart bönkunum þremur. En engum viðræðum er lokið og þær halda því áfram.“ Skuldabréfaeigendur stærstu kröfuhafar Samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Kaup- þings eru skuldabréfaeigendur stærstu kröfuhaf- ar bankans. Vitað sé til þess að einhver skuldabréf hafi skipt um eigendur en ógjörningur sé að gera sér ljóst hverjir þeir eru fyrr en þeir lýsa kröfum sínum. Því vill hún ekki staðfesta fréttaflutning þess efnis að bandarískir vogunar- og trygginga- sjóðir séu að fara að eignast Kaupþing. Þorsteinn segir að afar erfitt sé að meta hvort samkomulag náist fyrir næsta föstudag. „Staðan er sú að það eru viðræður í gangi við alla gömlu bankana. Þær fóru fram í London síðustu tvær vikur og fara fram í Reykjavík í þessari viku. Þær standa mismunandi í bönkunum þremur, þannig að það er mjög erfitt að meta það á þessu stigi hvort takist að ljúka þeim.“ Hann segist telja að vilji sé hjá kröfuhöfunum til að klára viðræðurnar fyrir vikulok. „Þetta eru mjög flóknar viðræður og það er bil á milli samningsaðilanna. En á föstudag munum við tilkynna FME hvar við stöndum og síðan verða teknar ákvarðanir eftir það.“ Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is LÍFEYRISSJÓÐURINN Kjölur mun skerða lífeyrisréttindi um 19% frá og með 1. júlí og að öllum lík- indum enn frekar á næsta ársfundi. Þetta staðfestir Halldór Kristinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, en hon- um er stýrt af Landsbankanum. Sér- stakur saksóknari rannsakar sjóð- inn. Raunávöxtun sjóðsins á síðasta ári var neikvæð um 28%. Tapið er að mestu vegna taps á skuldabréfum fyrirtækja og banka, að sögn Hall- dórs. Skerðingin er til þess að fara að lögum um tryggingafræðilega út- tekt, þ.e. að mismunur á framtíðar- skuldbindingum og eignum sé ekki yfir mínus 15%. Við síðustu trygg- ingafræðilegu úttekt sjóðsins var staðan um -30%. Því þurfti að skerða réttindin, að sögn Halldórs. Sérstakur saksóknari hóf í mars síðastliðnum rannsókn á þeim sem stýrðu fimm lífeyrissjóðum, þar á meðal Kili, vegna gruns um að fjár- festingar sjóðanna í tilteknum fé- lögum, þar á meðal Landsbankan- um, hefðu farið yfir lögbundið hámark. Sjóðirnir voru allir í stýr- ingu hjá Landsbankanum. Í kjölfarið setti fjármálaráðuneyt- ið stjórnina og framkvæmdastjóra af 17. mars. Í síðustu viku var sjóðnum skilað aftur í hendur réttkjörinnar stjórnar sjóðsins. Hálfdán Hermannsson, stjórnar- formaður Kjalar, segir að settur um- sjónarmaður hafi tekið ákvörðun um skerðingu lífeyrisréttinda. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir hann spurður um tap lífeyrissjóðs- ins. „Það er svo margt í þessu sem þarf að draga saman og er alveg stórfurðulegt,“ segir Hálfdán. Kjölur skerðir lífeyri  Fjárfestingar lífeyrissjóðsins eru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara  Er í umsjón Landsbankans Í HNOTSKURN » Sjóðsfélagar eru 5 þús-und. Lífeyrisþegar sjóðs- ins voru 798 um áramótin. » Hrein eign sjóðsins er 8milljarðar. » Sjóðurinn er lokaður. Ið-gjöld eru því ekki greidd. » Fjórir aðrir lífeyrissjóðir,sem Landsbankinn stýrði, eru í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti í gærkvöldi, á löngum fundi, samkomulag við Geysi Green Energy um sölu á hlut bæjarins í HS orku og kaup á viðbótarhlut í HS veitum. Þessi fyrirtæki urðu til við uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að kaupa land og jarð- hitaréttindi í Svartsengi og á Reykjanesi af HS orku og að leigja fyrirtækinu rétt til nýtingar þeirra í 65 ár. Samningarnir voru samþykktir með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins sem hafa meirihluta í bæjarstjórn. Fulltrúar A-listans lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað og það borið undir íbúa í at- kvæðagreiðslu og greiddu atkvæði á móti. Í samþykkt bæjarstjórnar er kveðið á um skilmála samninga um hlutabréfaviðskiptin við Geysi Green en bæjarráði falin útfærsla og end- anleg afgreiðsla kaupsamninga. Að sögn Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs, er reiknað með að gengið verði frá kaupsamningi á fundi bæj- arráðs á morgun. Áður en samning- urinn taki gildi þurfi að uppfylla viss skilyrði, svo sem varðandi veð fyrir skuldabréfi og þátttöku kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Samþykkt bæjarstjórnar á landa- kaupunum er hins vegar endanleg afgreiðsla þess hluta málsins. helgi@mbl.is Sala HS orku samþykkt A-listinn vildi frestun HEILBRIGÐISYFIRVÖLD rann- saka nú hvort fimmta tilfelli svína- flensu sé komið upp hér á landi. Þetta segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir, sem vill þó ekki tjá sig frekar um málið. Yfirlýsing um mál- ið verður gefin út í dag. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að grunur léki á að unglingsstúlka, sem er nýkomin heim frá Bandaríkjun- um, hefði smitast af flensunni. „Það er ekkert ótrúlegt við það að hér greinist flensutilfelli. Hún er alls staðar í kringum okkur, í Evrópu og Bandaríkjunum og því ekki ólíklegt að flensan berist hingað,“ sagði Har- aldur í samtali við mbl.is. Skoða mögulegt svínaflensutilfelli BETUR fór en á horfðist þegar sjúkrabifreið fór á hliðina eftir harðan árekstur við fólksbifreið laust fyrir klukkan hálftvö í gær. Sjúkrabíllinn, sem var í forgangsakstri á leið í útkall, var á leið vestur Hringbraut þegar fólksbíll á leið suður Njarðargötu ók inn í hlið hans með þeim afleið- ingum að hann endaði á hliðinni uppi á eyju. Tveir sjúkraflutningamenn sem voru í sjúkra- bílnum sluppu ómeiddir en ökumaður fólksbíls- ins, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysa- deild. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn. Harður árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í gærdag Ekið inn í hliðina á sjúkrabíl í forgangsakstri Morgunblaðið/Júlíus Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.