Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 25
því hvernig var að vera Reykvík- ingur á stríðsárunum eða hvernig það var að flytjast með heila fjöl- skyldu til Argentínu árið 1961. Á síðastliðnum árum fór ég oft á Skólavörðustíginn og rakti úr hon- um garnirnar með þetta allt sam- an. Hvernig hann fann týnda skip- ið, Brúarfoss, fyrir Eimskipafélagið, í höfninni í Ros- ario, eða hvernig byltingin skall á rétt eftir að fjölskyldan var komin út úr argentískri landhelgi svo að segja. Þetta voru æsilegar sögur. Enda var afi minn magnaður náungi. Margsigldur heimsborgari sem vitnaði í erlend tímarit og dagblöð, eins og ekkert væri sjálf- sagðara, þó að hann væri orðinn níræður. Það var gaman að vera með þér, afi. Kærar þakkir fyrir samveruna. Nú lifir glæsileg minn- ing þín áfram. Frosti Logason. Elsku afi minn, það er söknuður sem ég finn fyrir í hjartanu þegar ég hugsa til þín. Ég hugsa til þess þegar ég var í Ísaksskóla og fékk að bíða uppi hjá ömmu eftir skóla, skrifborðið þitt við stigann var allt- af svo virðulegt með öllu dótinu sem þar var. Ég man eftir litlum steintening sem ég tók einn daginn og mamma sagði mér að skila hon- um og biðja þig afsökunar. Þú varðst ekkert reiður en þakkaðir mér fyrir að skila honum aftur. Oft sastu með mér við flygilinn og spilaðir fyrir mig eða hlustaðir á mig spila, stundum kom Röggi vinur þinn og alltaf spilaði hann eitthvað. Ég hugsa til Álftavatns þar sem þið amma áttuð sumarbú- stað, það var gaman að koma þangað og fara á bátnum út á vatn- ið og leika sér í skóginum. Ég hugsa til allra kvöldanna sem við áttum saman í mat hjá mömmu minni og pabba og ég er svo ánægð að hafa átt með þér þín síð- ustu jól. Það var gaman um ára- mótin þegar öll fjölskyldan hittist hér í Mosó og þú tókst þátt í sprellinu eins og hinir og náðir að festa skeið á nefinu á þér, það var mikið hlegið yfir því og margar myndir teknar sem ég mun varð- veita. Þú varst svo hrifinn af Andra Má sem kallaði þig alltaf afa gamla og svo varstu svo glaður að fá að hitta Daða Má, litla stubbinn minn, þegar við komum í heimsókn til þín um daginn, daginn áður en þú lagðist inn á spítalann í síðasta sinn. Ég verð að segja þér frá því, afi minn, að loksins er ég byrjuð að æfa mig í golfinu, þú reyndir oft að fá mig til að fara að spila golf þeg- ar ég var yngri og það er skrýtin tilviljun að þú kvaddir þennan heim nóttina eftir að ég og pabbi fórum á æfingasvæðið og ég byrj- aði að slá. Ég mun sakna þín en veit að núna líður þér betur, ég bið að heilsa ömmu Nönnu og Loga frænda. Hekla. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbú- staðinn! Steini, sími 663 6666, Kolla, sími 663 7666. Visa/Euro l t i Túnþökur og túnþökurúl ur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn! Kolla, sími 663 7 66, Steini, sími 3 6666. Visa/Euro Flug TF-FAL til sölu Nýlegur mótor, frábær tímasafnari. Skemmtileg flugvél. Ásett verð 2,3 m. Tilboð óskast. Uppl. í síma 869 6652, villibj@hotmail.com Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, women and couples. Tel. 698 8301. www.tantra-temple.com Hljóðfæri KLARÍNETT TIL SÖLU - ÓNOTAÐ Barrington Bb Clarinet til sölu. ÓNOTAÐ. Verð 45.000. Uppl. í síma 696 2178 eftir kl. 17:00. Húsnæði óskast Lítil íbúð í 101 eða nágrenni í Reykjavík óskast til leigu Upplýsingar gefur: Einar, s. 551 6610 eða 893 1335. Húsnæði óskast 26 ára stúlka, nemi í HÍ, óskar eftir einstaklingsíbúð til leigu frá 1. sept. Reyklaus og reglusöm, skilvísum greiðslum heitið. Sími 899 5688. 200-1 108-9. Skilvís og traustur leigjandi óskar eftir notalegri íbúð 15. ágúst. Verð 50-70 þús. Banka- trygging ef óskað er. Sími 695 6395. Sumarhús Sumarhús til leigu. Staðsett á fallegum útsýnisstað við árbakka í Borgarfirði. Ekkert rafmagn, ekkert sjónvarp, bara kertaljós, arineldur og rómantík. Hentar ekki hópum. Sumarhúsaþjónustan sf., símar 565 0631 og 821 0631. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum.til sölu Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Við eigum líka alvöru frysti- og kælikubba! Tilboðsverð á 65 lítra kistlinum! kr. 18.675,- m/vsk afgreitt hvar sem er á landinu Einangrunargildi og ending í sérflokki Pöntunarsími 460 5000 Alvöru kælibox fyrir ALVÖRU ferðalanga! Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Strax Laugarvatni, Strax Mývatni, Strax Seyðisfirði, Strax Flúðum, Úrval Selfossi, Úrval Egils- stöðum, Hyrnan Borgarnesi, Strax Búðardal. Bækur til sölu Landfræðisaga Íslands Þ.Th. 1-4, 1. útg. Dýraríki Íslands Benedeikt Gröndal, Sléttuhreppur, Kolls- víkurætt, Krossætt 1-2, Byggðir og bú S.Þ. ´63, Ættir Síðupresta, Deildartunguætt 1-2. Upplýsingar í síma 898 9475. Óska eftir KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is , í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Byggingar Experienced builders available Experienced builders available. Plastering, painting, tiling, dry-lining, paving, flooring, window & door in- stallation etc. Quality work guaran- teed, contact: 845 0757. Ýmislegt Vandaðar dömumokkasíur úr sérlega mjúku leðri. Sóli mjúkur og þægilegur. Stærðir. 36 - 42. Verð 9.985. Léttir og mjúkir dömuskór úr leðri. Litir: Svart, svart lakk og rautt. Stærðir: 36 - 40. Verð 12.450. Sumarskór úr leðri fyrir dömur á öllum aldri. Skór sem maður gleymir á fótum sér! Litir. Rautt, svart og hvítt. Stærðir. 36 - 40. Verð: 12.450.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg. 11001 - þessi frábæri BH nýkominn aftur í CDEF skálum á kr. 3.950, buxur í stíl á kr. 1.950. Teg. 4457 - sívinsæli íþróttahaldarinn í BCD skálum á kr. 3.950, aðhaldsbuxur í stíl á kr. 2.650. Teg. 27001 - flottur í CD skálum á kr. 3.950,- boxerbuxur í stíl kr. 1.950. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, . Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Vélar & tæki Til leigu með/án manns Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, mössun, teflon, bryngljái, djúphreinsun. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Hreingerningar Heimilishjálp Þriggja manna fjölskylda í 101 óskar eftir aðstoð við hreingerningar á föstudögum, 3-4 tíma í senn. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Önnu í síma 862-4146. Varahlutir www.netpartar.is PARTASALA ...NOTAÐIR VARAHLUTIR Í NÝLEGA BÍLA 772 6010 772 6011 Íslensk frímerki og minnis- peningar - Vil kaupa íslensk frímerki og íslenska minnispeninga. Söfn eða minni einingar. Vinsamlegast hringið í síma 699 1159. Atvinnuauglýsingar • Upplýsingar gefur Hugrún í síma 824 4812 Blaðbera vantar í Grindavík bæði fast og í afleysingar Blaðbera vantar Raðauglýsingar Óska eftir Afrakatæki óskast Vélsmiðjan Normi leitar eftir afrakatækjum til kaups eða leigu, með mikla afkastagetu. Vinsamlegast hafið samband við Sævar í síma 897 9741 eða Ásbjörn í síma 821 2696. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Félagslíf Bátar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.