Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala Ótrúlegt úrval af yfirhöfnum Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is M b l1 12 32 48 Taxfree dagar frá fimmtudegi til mánudags Tax free Stærsta töskuverslun landsins VERÐ á bensíni lækkaði um eina krónu á lítrann hjá N1 í gær og á dísilolíu um tvær krónur á lítra. Skýring þessa er lækkandi heims- markaðsverð. Önnur olíufélög höfðu ekki tilkynnt um breytingar á eldsneytisverði í gærkvöldi. N1 lækkar eldsneytisverðið Morgunblaðið/Frikki Jákvætt Bensínverð að lækka. 76,3% telja það skipta miklu eða frekar miklu máli að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kem- ur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Heims- sýn. 17,9% töldu það skipta litlu eða frekar litlu máli. Svarendur í könn- uninni voru 788. 76% vilja kjósa UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Róbert Spanó, hefur kom- ist að þeirri nið- urstöðu að jákvæð og bein skylda geti hvílt á ráðherra að taka eineltismál á vinnustað til um- fjöllunar. Ýmis kvört- unarmál hafa borist embættinu sem tengjast einelti á vinnustað og voru þau tilefni þess að umboðsmaður ákvað að kanna að eigin frumkvæði hvort og hvaða skyldur hvíldu á ráðherra til að bregðast við slíkum tilvikum með raunhæfum og virk- um hætti. Í áliti sínu bendir um- boðsmaður m.a. á að huga þurfi að sérstöðu hins opinbera í svona mál- um. Ráðherrum skylt að taka á einelti Róbert Spanó Í VOR stóð TM Software fyrir ár- legri forritunarkeppni milli nem- enda í háskólanámi. Ásgeir Bjarni Ingvarsson hreppti fyrstu verðlaun og fékk að launum sumarvinnu hjá TM Software ásamt 100.000 króna úttekt í Nýherja í Borgartúni. Ás- geir er nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Í öðru sæti var Jón Ingi Sveinbjörnsson sem hlaut 50.000 króna gjafabréf í Nýherja. Verðlaunin afhent Ásgeir (t.v.) ásamt forstjóra TM Software. Ásgeir fékk sumar- vinnu að launum Í VIÐTALI við Xavier Rodriguez Gallego í Morgunblaðinu 12. júlí sl. kemur fyrir millifyrirsögnin Um- hverfisstofnun mismunar, en í við- talinu lýsir Xavier sinni hlið á máli sem hann vísaði til Umboðsmanns Alþingis. „Þannig vill til að umboðsmaður hefur þegar komist að niðurstöðu í þessu máli þar sem Umhverf- isstofnun er ekki talin hafa mis- munað Xavier,“ segir í yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun. Xavier var ekki mismunað STUTT Vísur um Bjarna Har misfórust Mistök urðu í tölvuvinnslu blaðsins við birtingu á tveimur vísum Krist- jáns Runólfssonar um Bjarna Har- aldsson, kaupmann á Sauðárkróki, í blaðinu í gær. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum eru vís- urnar hér birtar réttar: Teygjur, kort og kantskerar, klemmur, glös og farmiðar, brjóstsykur og blýantar, bækur, grjón og náttsloppar. Kleinujárn og kjöthamrar, kerti, sápa og vettlingar, þvottaefni og þurrklútar, þetta fæst hjá Bjarna Har. LEIÐRÉTT SAMNINGUR sem Elkem Ísland og Skógrækt ríkisins hafa gert um notkun á fersku viðarkurli úr ís- lenskum skógum í framleiðsluna í Járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga markar nýja tíma í íslenskri skógrækt. Útlit er fyrir að eftirspurn eftir íslenskum viði verði langt um- fram mögulegt framboð og ný störf skapast við grisjun, flutning og úr- vinnslu grisjunarviðar. Um 1.000 tonn af grisjunarviði verða notuð í tilraunaverkefni í vetur en í framhaldinu er stefnt að lang- tímasamningi um notkun íslensks iðnviðar á Grundartanga. helgi@mbl.is Skjalfest Magnús Gunnarsson vottar samninginn sem Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri og Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, skrifuðu undir á Mógilsá. Hinn votturinn er Edda Björnsdóttir, lengst til vinstri. Viðurinn eftirsóttur Morgunblaðið/Ómar Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Sjómenn á strandveiðibátum, sem gera út frá Þórshöfn, hafa fengið þokkalegan afla að und- anförnu en fjórir Þórshafnarbátar eru nú á strand- veiðum. Fréttaritari hitti feðgana Halldór Jóhannsson og Stefán Þorgeir á Leó þegar þeir komu að landi með rúm 600 kíló af spriklandi þorski. Það hefði þó verið hægt að veiða fleira en þorskinn því skammt undan landi hefði allt verið vaðandi í makríl. „Það var sjóðandi sjór af makríl allt um kring, að- eins fjórar sjómílur norður af Grenjanesinu, og hef- ur verið undanfarna daga,“ sagði Halldór, sem ekki hefur séð slíkt áður á löngum sjómannsferli sínum. Smábátarnir hér eru þó ekki á makrílveiðum og síldveiðiskipin hafa ekki heimild til að veiða hann þótt fullur hugur væri til þess. Makríllinn má aðeins vera 10% af heildarafla skips en alltaf eru líkur á að hann slæðist með í flottrollið. Góður matfiskur Full kör af glænýjum fiski eru falleg sjón og vekja líka góða matarlyst. Nýr þorskur beint upp úr sjó er veislumatur, einnig er makríllinn góður matfiskur. Sjómaðurinn Halldór var ekki nema augnablik að flaka þorsk, makríl og karfa handa svöngum fréttaritara sem dreif sig heim, skellti ný- metinu svo í ofn með hvítlauk, sveppum og fetaosti, nýrra gat það ekki verið. Lífið er vissulega ljúft á landsbyggðinni. Sjóðandi sjór af makríl  Fjórir Þórshafnarbátar eru á strandveiðum og aflinn þokkalegur  Makríll í stórum torfum skammt frá landi en síldveiðiskipin mega ekki veiða hann Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Öruggt handbragð Fiskurinn var flakaður á staðnum og þaðan beint á diskinn, betra gerist það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.