Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Á ÚTSÖLUNNI Jakki 9.900 Pallíettubuxur 5.990 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is STÚDÍÓ Sýrland stendur í sam- starfi við Rás 2 að verkefninu Sum- ar í Sýrlandi. Miðar það að því að gefa ungum og upprennandi hljóm- sveitum/listamönnum kost á að full- vinna lög í hljóðverinu í Skúlatúni. Skulu þau vera frumsamin en dóm- nefnd skipuð fulltrúum frá Rás 2 og Sýrlandi velur sex aðila til þátttöku. Lögunum verða svo gerð góð skil á Rás 2 í ágúst. Hver þátttakandi fær tvo daga til að taka upp eitt lag og munu starfsmenn hljóðversins leiða þá í gegnum allt vinnsluferlið. Frábært tækifæri Það er S. Björn Blöndal, bassagít- arleikarari með Ham, Rass og fleiri sveitum, sem hefur umsjón með verkefninu. „Það verður lögð áhersla á að fylgja sveitunum þétt í gegnum ferl- ið. Þannig munum við gera okkur ferð alla leið inn í skúr til að tékka hvort allt sé ekki í góðu. Markmiðið er að listamennirnir komi í hljóð- verið eins vel undirbúnir og kostur er, svo að dagarnir nýtist.“ Björn segir að hann hefði alveg verið til í að eiga kost á þessu þegar hann var að byrja sinn feril „fyrir hundrað árum“ eins og hann orðar það. „Þetta er auðvitað frábært tæki- færi sem fólk fær þarna og ekki slæmt að fá tryggingu fyrir útvarps- spilun. Þátttakendum innan handar verða svo upptökustjóri, tveir nem- ar sem eru hérna í hljóðtækninámi og svo verður yfirumsjónarmaður sem er ráðgefandi aðili þannig að það ætti ekki að væsa um menn þarna.“ Gætt að grasrótinni Ungsveitum gefst kostur á að taka upp við toppaðstæður í Stúdíó Sýrlandi Morgunblaðið/Arnaldur Hlúð að S. Björn Blöndal stjórnar grasrótarvænu verkefni fyrir Stúd- íó Sýrland. Eina sem hljómsveitirnar þurfa að gera er að senda hljóðdæmi, nokkrar línur og mynd með gam- aldagspósti á: Poppland – Rás 2, Efstaleiti 1, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út mánu- daginn 27. júlí. Val á þátttak- endum verður tilkynnt í Popplandi fyrir kl. 16 hinn 28. júlí. KNATTSPYRNUKAPPINN David Beckham afþakkaði pent tilboð um að sitja fyrir fáklæddur með leik- konunni Angelinu Jolie. Og ástæð- an; hann er jú giftur. Þótt þau Beckham og Jolie hafi átt að sitja fyrir í undirfataauglýs- ingum fyrir Emporio Armani er lík- legt að þær hafi átt að vera innan siðgæðismarka þar sem viðlíka auglýsingar eru jafnan látnar hanga í yfirstærðum utan á bygg- ingum víðsvegar um heim. En af tilitssemi við eiginkonuna Viktoríu segist Beckham ekki kæra sig um að fækka fötum með Jolie. Hann segist jafnframt viss um að Jolie sé á sömu skoðun, enda sé hún í sambandi með Prad Pitt eins og flestum ætti að vera ljóst. Beckham hefur setið fyrir fá- klæddur fyrir Armani frá árinu 2007. Vill ekki sitja fyrir með Jolie Flott Rétti þeir upp hönd sem vilja sjá þetta fólk á nærklæðunum. LEIKKONAN Maura Tierney þarf að leggjast undir skurðhnífinn á næstunni eftir að hafa fundið æxli í öðru brjóstinu. Í yfirlýsingu frá leikkonunni seg- ir að læknar séu bjartsýnir á að hún muni ná sér að fullu eftir uppskurð- inn og er ekki talið að æxlið sé ill- kynja. Tierney, sem er 44 ára, ætti að vera heimavön á spítalanum en hún fór í 10 ár með hlutverk hjúkr- unarkonunnar og svo læknisins Abby Lockhart í Bráðavaktinni (E.R.). Tierney fer nú með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Parenthood sem sýndir verða á næstunni á NBC-sjónvarpsstöðinni. Fresta varð frumsýningu þáttanna um nokkrar vikur vegna aðgerðar leik- konunnar. Reuters Leikkonan Maura Tierney ætti að ná sér að fullu eftir veikindi sín. Maura Tierney í aðgerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.