Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 14
Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Búnaður TF-Sifjar gerirLandhelgisgæslunni(LHG) kleift að fylgjastmeð margfalt stærra svæði en áður og hafa eftirlit með stöðum sem erfitt hefur verið að fylgjast með. Fullkominn rat- sjárbúnaður gerir henni fært að fylgjast með skipum í allt að 200 sjómílna radíus og öflugar mynda- vélar geta myndað firði af ná- kvæmni án þess að vélin sjálf hætti sér inn í þá. Áætlað er að starfs- menn LHG verði orðnir fullnuma og vélin komin í fulla notkun í sept- ember. „Þetta er alger bylting hvað eftir- lit og leitarflug snertir, alveg klár- lega,“ segir Auðunn Kristinsson, yf- irstýrimaður TF-Sifjar, og segir vélina opna Gæslunni áður óþekkta möguleika til eftirlits og leitar að næturlagi. Hitamyndavél auðveldar leit að fólki í sjó og gerir að verkum að hægt er að bera kennsl á skip og sjá hvað þau aðhafast í skjóli nætur. Auðunn segir ólöglegar veiðar að næturþeli hafa viðgengist árum saman en nú verði hægt að sporna við slíku. „Annað sem breytist líka er mengunareftirlitið,“ segir Auðunn en mengunarratsjá er meðal bún- aðar Sifjar. Hingað til hefur Gæslan þurft að leita mengunar með ber augun ein að vopni. Auðunn segir að strax í öðru æfingarfluginu hafi uppgötvast olíuflekkur í Faxaflóa sem sennilega er úr skipi á botni fló- ans. „Spurning hvort þetta er bara lítill bátur eða annar El Grillo,“ seg- ir Auðunn meira í gamni en alvöru. Sif er búin til sjúkraflugs og segir Auðunn „toppaðstæður fyrir sjúkra- flutninga“ í vélinni en hún getur tekið þrennar sjúkrabörur um borð. Þurfi að rýma svæði og sækja fólk til brottflutnings tekur Sif 22 far- þega í sæti. Þá er sérstakur bún- aður til að varpa út björgunarbátum á hafi úti en í eldri vélum var enginn slíkur búnaður og vandasamt að kasta út bátum. Öryggi sjófarenda eykst því með tilkomu Sifjar. Auðunn telur töluverða mögu- leika á að nota megi Sif til björg- unar og ýmissa verka í landi. Hann vill ekki fullyrða neitt en segir að Sif skapi tækifæri sem vert er að skoða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirlit Auðunn við annað tveggja eftirlitsstjórnborða um borð sem sýnir meðal annars ratsjá og myndir úr myndavél og hitamyndavél Sifjar Flugstjórar Benóný Ásgrímsson og Hafsteinn Heiðarsson við stjórnvölinn TF-Sif Hin byltingarkennda vél Landhelgisgæslunnar nýlent á flugvellinum á Ísafirði í fyrradag Leit Hreggviður Símonarson stýrimaður við sérstakan leitarglugga Sifjar Sleppibúnaður Björgunarbátarnir blásast sjálfkrafa upp í tíu metra hæð Farrými Farþegasætin eru lögð niður svo koma megi sjúkrabörum fyrir TF-Sif byltir starfi Landhelgisgæslunnar TF-Sif, ný og gríðarlega vel búin flugvél Land- helgisgæslunnar, er mik- il bylting fyrir starfsemi stofnunarinnar. Hún hefur verið nánast sleitu- laust í æfinga- og eft- irlitsflugi síðan hún kom til landsins fyrsta júlí. 14 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009  Myndavélar flugvélarinnar eru búnar öflugum að- dráttarlinsum. Með þeim má hafa eftirlit með svæð- um inn til fjarða sem Sif sjálf kemst ekki að.  Hitamyndavélin gerir LHG kleift að stórefla eftirlit sitt að nóttu til og nýtist hún vel þegar leitað er að fólki í sjó. Athugandi er að nota hana einnig til leitar í landi.  Mengunarratsjáin er mjög nákvæm ratsjá sem sendir frá sér tíðar radarbylgjur. Með upplýsingunum sem bylgjurnar veita má „kort- leggja“ hafflötinn og greina mengun á honum. Hugsanlegt er að síðar verði hún notuð til að kort- leggja yfirborð jökla.  Ratsjá Sifjar dregur 80- 100 sjómílur í 15.000 feta hæð. Sé flogið hærra má stækka radíusinn í 180- 200 sjómílur. Um búnað TF-Sifjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.