Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 12
12 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SEÐLABANKINN ráðgerir að selja hinn danska FIH Erhvervs- bank, sem áður var í eigu Kaup- þings, á árinu 2012 fyrir rúmlega 70 milljarða króna. Þeir peningar eiga að renna í gjaldeyrisvarasjóð bank- ans. Kaupþingi var veitt 500 milljóna evra lán frá Seðlabankanum með veði í FIH skömmu áður en að bank- inn féll. Núvirði þess láns er 89,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans um Icesave- samningana sem lögð var fram á fundi fjárlaganefndar á mánudag. Ef gengi krónunnar lagast ekki fram til ársins 2012 þá mun Seðlabankinn tapa á annan tug milljarða króna á láninu. Bankinn reiknar þó með því að gengi krónunnar styrkist um 20% á þeim tíma. Tap vegna veðlána eykst Íslenska ríkið keypti ónýtar veð- kröfur Seðlabankans í janúar síðast- liðnum. Kröfurnar voru vegna svo- kallaðra endurhverfra viðskipta sem fólust í því að íslensku fjármálafyrir- tækin seldu Seðlabankanum verð- bréf en sömdu um leið um að kaupa þau aftur. Eftir hrun bankanna í haust varð ljóst að þau gátu ekki keypt umrædd bréf aftur. Virði krafnanna var 345 milljarðar króna en ríkið „keypti“ þær á 270 milljarða króna með útgáfu skulda- bréfs. Seðlabankinn tók á sig 75 milljarða króna sem niðurfærslu á eigin fé. Ef ríkið hefði ekki stigið inn með þessum hætti þá hefði Seðla- banki Íslands verið gjaldþrota. Í umsögninni kemur fram að sam- kvæmt bráðabirgðamati á eignum og skuldum hans og ríkissjóðs þá mun tap vegna þessara veðlánakrafna aukast úr 270 milljörðum króna árið 2008 í 323 milljarða króna árið 2013. Samkvæmt þeim útreikningum mun tapið vegna veðlánanna því aukast um 53 milljarða króna á fimm árum. Seðlabankinn ætlar að selja hinn danska FIH árið 2012 Í umsögn Seðlabanka Íslands kemur fram að tap vegna veðlána muni aukast Í HNOTSKURN »Seðlabankinn tók FIH aðveði fyrir 500 milljóna evra láni til Kaupþings í byrjun október. Kaupþing féll nokkrum dögum síðar og því á Seðlabankinn nú FIH. »Endurhverf viðskipti fel-ast í því að selja Seðla- bankanum verðbréf og semja um að kaupa þau aftur síðar. »Við fall bankakerfisinsgátu þau fjármálafyrir- tæki sem stunduðu þessa iðju ekki greitt til baka veð- skuldirnar og verðbréfin urðu á sama tíma verðlaus. Seðlabankinn ætlar sér að selja hinn danska FIH árið 2012 og láta andvirðið renna í gjaldeyrisvara- sjóð. Reiknað er með því að tap vegna veðlána muni aukast um milljarða á næstu fimm árum. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,45% í viðskiptum gær- dagsins og endaði í 746,14 stigum. Bréf Icelandair lækkuðu um 10,53%, Marels um 1,11% og Össurar um 0,88%. Þá lækkuðu bréf færeyska ol- íufyrirtækisins Atlantic Petroleum um 6,95%. Ekkert félag hækkaði í verði, en velta nam rúmum 87 milljónum króna. Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 10,53% ● SKÚLI Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir að skattayfirvöld hafi verið full- vissuð um að yf- irtaka Rowland- fjölskyldunnar á Kaupþingi í Lúx- emborg muni ekki hafa slæm áhrif á upplýsingagjöf til embættisins en í Lúxemborg er mikil bankaleynd. Hann vonast til að þær upplýsingar sem kallað var eftir verði veittar svo unnt sé að meta hvort skattaundanskot hafi átt sér stað. M.a. er spurt um eignarhald á fé- lögum og hvaða starfsmenn hafi feng- ið skuldaniðurfellingu. helgivifill@mbl.is Ekki minni upplýsingar við yfirtöku á Kaupþingi Skúli Eggert Þórðarson ● SEÐLABANKI Íslands seldi í gær rík- isvíxla fyrir alls 40 milljarða króna. Víxlarnir eru á gjalddaga eftir fjóra mánuði og miðað við söluverðið bera þeir 6,93% flata vexti að meðaltali. Alls bárust tilboð að fjárhæð 66,5 millj- arðar. Er þetta hæsta upphæð í einni út- gáfu frá áramótum, en á því tímabili hefur Seðlabankinn sjö sinnum gefið út stutta ríkisvíxla, annaðhvort til þriggja eða fjögurra mánaða. Hefur ávöxt- unarkrafan lækkað töluvert frá þeim tíma. Var hún 15,4% í janúar. Hefur hún hins vegar hækkað frá því í maí, þegar hún var 5,74%. bjarni@mbl.is Seðlabanki tekur 40 milljarða lán ● SKATTTEKJUR bandarísku alrík- isstjórnarinnar á öðrum fjórðungi þessa árs voru 30,9% lægri en á sama tímabili árið 2008. Í mán- aðarlegu yfirliti bandaríska fjár- málaráðuneytisins kemur fram að skattur af tekjum einstaklinga lækkaði um 43,5%, eða úr 453 milljörðum dala í 256 milljarða. Skattur af tekjum fyrir- tækja lækkaði meira, um 57,3%. Fór hann úr 107 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi 2008 í 45,7 milljarða á sama tímabili í ár. Heildartekjur alríkisins fóru úr 866,7 milljörðum á öðrum fjórðungi í fyrra í 599 milljarða í ár. Langtímaspár Bandaríkjastjórnar um þróun efnahagsmála eru of bjartsýnar, að mati sumra hagfræðinga. Ráðgjaf- arráð Baracks Obama, Bandaríkja- forseta, í efnahagsmálum hefur komist að sömu niðurstöðu. Formaður ráðsins, Christina Romer, sagði í samtali við fréttasíðuna Politico.com að Banda- ríkjastjórn hefði vanmetið dýpt krepp- unnar og að Hvíta húsið muni end- urmeta spár sínar. Verði efnahagsbatinn hægari en gert hefur verið ráð fyrir, mun hallarekstur rík- issjóðs Bandaríkjanna verða meiri en gert hefur verið ráð fyrir. bjarni@mbl.is Staðan alvarlegri en talið hefur verið Barack Obama, Bandaríkjaforseti. því í áætlunum um efnahag ríkis- sjóðs að endurfjármögnun nýju bankanna muni kosta ríkið 385 milljarða. Nú hefur komið fram að efnahagur bankanna verður mun minni en talið var áður og því muni 280 milljarðar duga til endur- fjármögnunarinnar. Þrátt fyrir það mun ætlunin vera að leggja 385 milljarða í bankana og nýta þá 105 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VIÐ endurfjármögnun ríkisbank- anna þriggja verður gert ráð fyrir ríflega 100 milljarða króna við- bragðasjóði, sem notaður verður til að mæta afskriftum af útlánum bankanna. Kom þetta fram á fundi við- skiptanefndar Alþingis fyrir helgi, en þar kynntu starfsmenn Fjár- málaeftirlitsins, ásamt Helgu Val- fells, aðstoðarmanni viðskiptaráð- herra, stöðu bankakerfisins fyrir þingmönnum. Þeir sem sátu fundinn eru bundn- ir þagnarskyldu um það sem þar fór fram, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru nefndarmenn slegnir yfir því hvernig stöðu kerf- isins var þar lýst. Ríkið tekur skellinn Þegar flutningur á eignum gömlu bankanna í þá nýju verður gerður upp verður miðað við bókfært virði eignanna en ekki „brunaútsölu- verð“ eins og það var orðað á fund- inum. Langstærstur hluti þessara eigna er útlán til íslenskra ein- staklinga og fyrirtækja og má flest- um vera það ljóst að mikil afföll verða á þeim, einkum lánum til fyr- irtækja. Eins og skiptingunni var lýst á fundinum munu það því vera nýju bankarnir, og þar með ís- lenska ríkið, sem taka munu á sig skellinn í stað kröfuhafa erlendu bankanna. Lengi hefur verið gert ráð fyrir milljarða sem eftir standa í áð- urnefndan viðbragðasjóð. Fækkun útibúa og uppsagnir Þann 6. júlí var greint frá því að FME hefði framkvæmt álagspróf á viðskiptaáætlun bankanna og sagði eftirlitið að nýju bankarnir gætu þolað umtalsverð afföll í sjóð- streymi. Hins vegar mun ein af for- sendum prófsins hafa verið að við- bragðasjóður væri til að mæta afföllum vegna tapaðra útlána. Hingað til hefur helsta áhyggju- efnið varðandi nýju bankana verið talið gjaldeyrisójöfnuður milli vaxtagreiðslna á innlendum inn- lánum og erlendum útlánum. Sam- kvæmt því, sem kom fram á fund- inum, hefur FME hins vegar aðallega áhyggjur af lausafjárstöðu bankanna, útlánaáhættu og stærð bankakerfisins. Kom fram á fundinum að mat FME væri að bankakerfið væri of stórt og að líklega þyrfti að grípa til þess að loka útibúum og segja upp starfsfólki. Útibú nýju bank- anna þriggja eru alls tæplega 100 talsins á Íslandi og eru starfsmenn þeirra samtals innan við 2.800. Slegnir yfir stöðu bankanna  FME kynnti stöðu bankakerfisins fyrir viðskiptanefnd  Nýju bankarnir munu taka á sig afföll á útlánum  Kerfið sagt of stórt og að loka þurfi útibúum Morgunblaðið/Árni Sæberg Útlánatap Gera má ráð fyrir því að stór hluti útlána bankanna til fyrirtækja muni glatast. Gert er ráð fyrir sérstökum sjóði, sem taka á á sig þetta högg. Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is ÍSLANDSBANKI framlengdi lok- un tveggja skuldabréfasjóða sem eiga fyrirtækjabréf, Sjóð 1 og 11, til 30. janúar nk., en áður var stefnt að því að opna þá 1. júlí sl. Þetta staðfestir Agla Hendriks- dóttir, framkvæmdastjóri hjá bankanum. Sjóðunum var lokað síðastliðið haust við bankahrunið, á sama tíma og peningamarkaðs- sjóðum var lokað. Hún segir þetta fyrst og fremst gert til þess að vernda hagsmuni sjóðsfélaga. Eftirmarkaður með bréfin sé erfiður og komi áhlaup á sjóðina, þ.e. margir vilji selja bréf- in, geti það skaðað þá sem eftir eru í sjóðunum. Sjóðseigendur geta valið um að fara í slitameð- ferð og fá þá greitt sína sneið af innistæðum og ríkisbréfum. Hún segir hinsvegar að það geti tekið mörg ár að innheimta fyrirtækja- bréfin. Eignir Sjóðs 1 hafa verið afskrifaðar um 40% en 25% hjá Sjóði 11, sem Agla segir svartsýnt mat. Hjá Landsbankanum er lokað fyrir viðskipti með sjóðinn Safn- bréf – varfærin og óvíst er hvenær það breytist. Fyrirtækjabréf eru í slitameðferð. Enginn sjóður er lokaður hjá Kaupþingi en þrír eru í slitameðferð, samkvæmt upplýs- ingum frá bönkunum.Morgunblaðið/Golli Framlengir lokun sjóða MP Banki hefur stefnt kaupsýslu- manninum Guðmundi A. Birgissyni, oft kenndan við Núpa. Um er að ræða innheimtumál. „MP er að kæra ákvörðun sýslumanns um að þeir verði að leggja fram tryggingu fyrir matskostnaði upp á 200 þús- und krónur,“ segir Lárus Blöndal, lögmaður Guðmundar. „Varla þess virði að reka mál út af því, held ég.“ Mat er verið að leggja á eign sem Guðmundur leggur fram sem tryggingu. MP Banki vildi ekki tjá sig um ákæruna. Ákæran var tekin fyrir hjá Héraðsdómi Suðurlands í gær. helgivifill@mbl.is MP stefnir Guðmundi á Núpum  $         % &           ! "        #$%& '           '        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.