Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar voru margir hverjir gagnrýnir á ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismála- nefndar, sem hann lét falla um lögfræðinga Seðlabankans í fjölmiðlum í gær. Þingmönnum Sjálfstæðisflokks var hvað mest niðri fyrir og kröfðust þeir afsökunarbeiðni frá Árna Þór. Ummælin lét Árni falla þegar til umfjöllunar var minnisblað tveggja lögfræðinga Seðla- bankans vegna Icesave-samninganna og tölvu- póstur yfirlögfræðings bankans þar sem fram kom að ekki bæri að líta á minnisblaðið sem umsögn bankans, enda væri hún enn í vinnslu. Árni Þór taldi lögfræðingana hafa villt á sér heimildir þegar þeir kynntu minnisblaðið fyrir hefði ekki ráðfært sig við lögfræðideild bank- ans eins og honum bar lagaleg skylda til. Ef- aðist hann um hæfi bankans í Icesave-málinu og öðrum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist gáttuð á ummælum Árna. Hann hefði vegið að starfsheiðri þessa fólks og það væri honum til minnkunar. Auk þess spurði hún hversu langt væri hægt að seilast í andúðinni á einum manni. Hún krafð- ist þess að Árni bæði starfsmennina afsökunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, gekk svo langt að segja ríkisstjórnina beita ríkisstofnanir skoðana- kúgun. andri@mbl.is Í minnisblaðinu var farið hörðum orðum um Icesave-samkomulagið og sagðist Árni Þór hafa talið sér trú um að lögfræðingarnir hefðu talað fyrir hönd bankans. „En þetta er augljós- lega ekki skoðun Seðlabanka Íslands.“ Vegið að starfsheiðri Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í nefndinni með Árna. Hún sagði að Svein Harald Øygard seðlabankastjóri hefði sjálfur komið á fund nefndarinnar og minnisblaðið hefði verið kynnt sem álit bankans. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði klúður Seðlabankans mikið enda lægi fyrir að fulltrúi samninganefndarinnar nefndinni og sagðist m.a. velta fyrir sér hvort viðkomandi væru enn í vinnu hjá fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni. Kröfðust afsökunarbeiðni af Árna  Þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við ummæli formanns utanríkismálanefndar  Formaður Framsóknarflokks telur ríkisstjórnina beita stofnanir ríkisins skoðanakúgun Morgunblaðið/Eggert Niðurlútur Árni Þór fékk skammir í hattinn. Eftir Andra Karl og Helga Bjarnason SAMKOMULAG er milli þing- flokkanna um að ljúka í dag um- ræðu og atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnar- innar um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Við upphaf um- ræðunnar í gær voru átján þingmenn á mælendaskrá en undir miðnætti þegar leið að frestun fundar voru þeir fimmtán. Tals- menn allra flokka munu ljúka um- ræðunni með 20 mínútna ræðum síðdegis og síðan verða tillögur bornar undir atkvæði. Gert er ráð fyrir því að fimmtu- dagur og föstudagur verði helgaðir nefndastarfi til að ljúka umfjöllun um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave. Það frumvarp verður tekið fyrir á sam- eiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í dag og einnig utanríkismálanefnd- ar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á sumarþinginu í næstu viku. Bætast fleiri úr framsókn við? Ekki var annað á Höskuldi Þór- hallssyni, þingmanni Framsóknar- flokks, að heyra en að hann myndi samþykkja að fara í viðræður – án tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu – væri tekið tillit til skilyrða flokks- ins. Hann taldi þau ekki að finna í meirihlutaálitinu, heldur í breyting- artillögu sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur flutt við þingsályktun- artillöguna. Vigdís var spurð út í það hvort hún myndi styðja álit meirihluta ut- anríkismálanefndar, þar sem kveðið er á um eina þjóðaratkvæða- greiðslu, eða minnihlutaálit Sjálf- stæðisflokks, en í því er gert ráð fyrir tvöfaldri þjóðaratkvæða- greiðslu. Vigdís sagðist fyrst og fremst styðja sína eigin tillögu en yrði hún ekki samþykkt, ætti hún eftir að gera upp hug sinn. Er þar með hugsanlega kominn þriðji framsóknarþingmaðurinn sem styð- ur tillögu meirihluta utanríkismála- nefndar. Annar sem ekki hefur gef- ið upp afstöðu sína er Birkir Jón Jónsson, en gert er ráð fyrir að hann geri grein fyrir afstöðu sinni í ræðustól í dag. Brýtur í bága við stjórnarskrána Vigdís Hauksdóttir kom einnig inn á það í ræðu sinni í dag að hún teldi að Alþingi gæti ekki sam- þykkt tillögu meirihluta nefndar- innar enda bryti hún í bága við stjórnarskrána. Sagði hún að þar sem ekki væri ákvæði um fullveld- isafsal í stjórnarskrá, hlyti sú til- laga að ganga til aðildarviðræða við Evrópusambandið að fela í sér stjórnarskrárbrot. Er hún var spurð hvort hennar eigin tillaga fæli ekki í sér sama stjórnarskrárbrot og hún teldi hina gera, svaraði Vigdís því til að til- laga hennar væri neyðarúrræði til að bjarga ríkisstjórninni frá stjórn- skipulagsslysi. Í henni væri alla vega staðinn vörður um það sem skipti máli, s.s. auðlindir þjóðarinn- ar. Síðar lýsti Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, því að fimm sérfræðingar í stjórnskip- unarlögum hefðu komið á fund nefndarinnar. Þeir hefðu ekki séð neitt athugavert við tillöguna og sagðist hann frekar ætla að treysta málflutningi þeirra en Vigdísar. Atkvæði greidd um ESB- tillögur síðdegis í dag Morgunblaðið/Ómar Spjallað Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, fyrir miðju, ræðir við formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri grænna, í sölum Alþingis í gær.  Samkomulag um lok umræðunnar  Forseti stefnir að þingfrestun í næstu viku Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORMAÐUR þingflokks sjálfstæðismanna, Illugi Gunnarsson, segir ekki tryggt að þjóðin hafi síðasta orðið verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt samnings um aðild að Evrópusamband- inu ráðgefandi. Menntamálaráðherra segir að skoða þurfi betur útfærslu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Illugi segir vandann við atkvæðagreiðsluna ekki aðeins fræðilegan, heldur mjög raunverulegan. Þingmenn séu aðeins bundnir sinni sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá Íslands og því geti ríkis- stjórnin ekki talað um að niðurstaða atkvæða- greiðslu verði móralskt bindandi. Ásmundur Einar sem dæmi Í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar segir: „Verður að telja fullvíst að slík þjóðaratkvæða- greiðsla væri þá pólitískt bindandi fyrir flesta ef ekki alla stjórnmálaflokka og kjörna fulltrúa.“ Illugi telur að komi til þess að kosið verði um samning í málinu, verði væntanlega mjög mjótt á munum. Og þó svo að samningurinn yrði sam- þykktur af 51% þjóðarinnar, þá gæti þingið samt sem áður hafnað honum. „Því þó svo þingmenn segist móralskt bundnir af ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu, þá eru þeir það alls ekki.“ Illugi tekur sem dæmi Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. „Hann var spurður um þetta, þ.e. hvort hann myndi hlíta ráðgefandi niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann svaraði því neitandi og að hann myndi að sjálfsögðu fara eftir sannfæringu sinni.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fór að- eins yfir orðalag í meirihlutaáliti utanríkismála- nefndar á Alþingi í gær. Hún benti á að notað væri orðalagið „leiðbeinandi“ sem væntanlega merkir að niðurstaðan verði leiðbeining inn í þingið. Hún sagði þó að yrðu stjórnmálaflokkarnir ásáttir um að binda sig pólitískt, hlyti niðurstaðan að vera bind- andi upp að því marki. Hún vill hins vegar að þetta verði rætt frekar og segir raunar að afar mikilvægt sé að taka umræðu um þennan lið og hvernig hann eigi að fara fram. Síðasta orðið ekki tryggt þjóðinni  Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir þingmenn ekki geta bundið sig „móralskt“  Þeir séu bundnir sannfæringu sinni samkvæmt stjórnarskrá Orðrétt á Alþingi ’ Ef gengið styrkist um meira enþrjátíu prósent þá verða nýjubankarnir gjaldþrota. Þeir sem kynntuþetta fyrir okkur höfðu ekki áhyggjuraf þessu máli sökum þess að Seðla- bankinn hefði svo sterk tök á að halda genginu niðri. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ’ Seðlabankinn hefur ekki áhyggj-ur af því að krónan muni styrkjastmjög mikið. Við búum hér við gjaldeyr-ishöft og það kom fram í máli seðla-bankamanna að við gætum átt von á því að þau yrðu að vera hér í nokkur ár í viðbót. LILJA MÓSESDÓTTIR ’ En það alvarlegasta er nú líklegaþað að nú er þessi ríkisstjórn far-in að beita skoðanakúgun gagnvartfólki úti í bæ. Ríkisstofnanir mega ekkitjá sig öðruvísi en með þeim hætti sem stjórnin getur sætt sig við. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ’ Öll efnisatriðin úr samþykktFramsóknarflokksins, öll, eru innií nefndaráliti meirihlutans. Hvert eittog einasta. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ’ Það er alveg sama hversu hart ertekið hér til orða. Skilyrði Fram-sóknarflokksins er ekki að finna íþessu nefndaráliti. HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ’ Þarna er orðið sjónarmið inni enekki skilyrði. Samkvæmt venju-legri málvenju þýða þessi tvö orð ekkiþað sama. HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ’ Það verður sótt um aðild hvorleiðin sem farin er.PÉTUR H. BLÖNDAL ’ Þjóðin á að hafa lokaorðið íþessu máli. Ég treysti ekki ríkis-stjórn þeirri sem nú situr fyrir því aðfara að vilja þjóðarinnar. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR ’Æi, ég man ekki fimmta skilyrðið.Sleppum því.TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON ’ Úr því að háttvirtur þingmaður,Vigdís Hauksdóttir, telur að undir-ritaður sé svo skilningssljór að hannskilji ekki þann texta sem hann hefursjálfur samið þá er það bara byrði sem háttvirtur þingmaður, Vigdís Hauks- dóttir, verður að bera inn í framtíðina. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.