Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 29
Morgunblaðið/Jakob Fannar Sigga og Heiðurspiltar Sigríður Thorlacius með þeim Sigurði Guðmundssyni, Magnús Trygvasyni Eliassen og Guðmundi Óskari Guðmundssyni í Hljóðrita í gær þar sem verið var að snurfusa nýju plötuna, Á Ljúflingshól. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ er leyndarmál af hverju Sig- ríður Thorlacius, kölluð Sigga, og hljómsveitin Heiðurspiltar ákváðu að taka upp plötu með völdum lög- um eftir Jón Múla og Jónas Árna- syni. Í bili, að minnsta kosti, þar til platan kemur út í ágúst en þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hana, hljóðblanda og hanna um- slag meðal annars. Heiðurspiltar eru bræðurnir Guðmundur Óskar (úr Hjaltalín) og Sigurður (úr Hjálmum) Guðmundssynir og Daní- el Friðrik Böðvarsson og Magnús Trygvason Eliassen úr Moshes High Tower. Falleg lög, hnyttnir textar „Þetta eru lög úr fjórum leik- ritum eftir Jónas Árnason,“ segir Sigga. „Þetta eru náttúrlega ótrú- lega falleg lög, finnst mér, og text- arnir sérlega skemmtilegir og hnyttnir margir hverjir. Okkur fannst líka áskorun að taka þessi lög, reyna að taka leikhúsið úr þeim og láta lögin standa eftir sem lög. Þess vegna völdum við þau líka út frá textum, sum lögin eru bara svo ótrúlega mikið leikhús og mikið leikrit einhvern veginn að við létum þau eftir liggja. Völdum bara þau lög sem okkur fannst fallegust og mest spennandi. Heiðarleg, al- mennileg lög,“ segir Sigga um laga- val hennar og Heiðurspilta. „Við gerðum það svolítið í sam- einingu, ég og strákarnir og leynd- ur aðili … eða aðallega bara við,“ segir hún leyndardómsfull. En hvað heitir platan? „Mmmm … sko, það er eitthvað svona debatt en segjum bara, og þá erum við búin að ákveða það, að hún heiti Á Ljúflingshól. Þá er það bara frá,“ segir Sigga röggsöm en titill- inn vísar í texta við lagið „Ljúflings- hóll“. Platan er sæt og lögin tekin sanngjörnum tökum, engir stælar, að sögn Siggu. Heiðarleikinn í fyr- irrúmi. Plötuútgáfan Borgin mun sjá um kynningu og dreifingu á plötunni en einnig eru væntanlegar síðsumars nýjar plötur á hennar vegum frá Baggalúti og Agli Sæbjörnssyni, tónleikaplata með Megasi og Senu- þjófunum og Hjálmum. Í kvöld verða haldnir fyrstu tónleikar Borg- arinnar og koma þar annars vegar fram Sigga og Heiðurspiltar og hins vegar hiphop-súpergrúppan Fal- legir menn. Tónleikarnir verða haldnir á nýjum stað, Batteríinu, þar sem Organ var áður til húsa og hefjast kl. 21.30. Þúsundkall inn. Hjaltalín í stuði Ekki má sleppa Siggu úr síman- um án þess að ræða gæðasveitina Hjaltalín sem hún ljær rödd sína. Sveitin hefur verið við upptökur í Hljóðrita og áætlað að breiðskífa komi út með haustinu. „Ég held að þar sé ýmislegt nýtt en náttúrlega haldið í gamlan fíl- ing,“ segir Sigga um þær smíðar. „Kannski meira stuð, ég veit það ekki,“ bætir hún við. „Ótrúlega falleg lög“  Sigríður Thorlacius hefur nýlokið tökum á plötu með völdum lögum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni  Heldur tónleika í kvöld með Heiðurspiltum Menning 29FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009  Útón og Iceland Express munu halda áfram samstarfi um íslensku tónleikaröðina Norðrið sem keyrð hefur verið í Þýskalandi. Sjö tón- leikaferðir verða skipulagðar vet- urinn 2009 til 2010 og ríður Kira Kira á vaðið í september og síðan Gus Gus í október. Verkefnið verð- ur rekið með breyttu sniði, þar sem leitað hefur verið til hljómsveita og tónlistarmanna sem eru þegar með bókunarskrifstofur í Þýskalandi og munu þær bera ábyrgð á fram- kvæmd tónleikaferðanna. Iceland Express gefur átta til tólf flugmiða í hverjum mánuði vegna þessa og allt að 350 kg í yfirvigt. Að þessu sinni verður auglýst eftir upphit- unarhljómsveitum til að fara í tón- leikaferðirnar með viðkomandi listamönnum. Norðrið heldur áfram af krafti í Þýskalandi Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er fátt sem stöðvar útgáfuna Kima um þessar mundir. Í kvöld verður hent í alls- herjar sumargleði, á líkan hátt og gert var í fyrra, en hljómsveitum, vinum og vandamönn- um sem tengjast þessari spútnikútgáfu er hrúgað upp í rútu og svo er spólað af stað um sveitir landsins. Rokkvæn stopp verða svo í Keflavík, Höfn, Seyðisfirði, Vopnafirði, Húsa- vík, Grundarfirði, Ísafirði, Hvammstanga og Reykjavík. Mun meira er undir nú en í fyrra og farið verður í tveimur hollum. Í fyrri leggnum leika Sudden Weather Change, Reykjavík! og Swords of Chaos en í þeim síð- ari verða FM Belfast, Sudden Weather Change, Skakkamanage og Miri. Auk þess verða tilfallandi upphitunarsveitir í ein- hverjum plássum. Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Kima og sumargleðistjóri, er að sjálfsögðu vígreifur vegna væntanlegs ferðalags og bendir blaðamanni á að fylgjast vel með á heimasvæði sumargleðinnar (www.kim- irecords.net/sumargledi) þar sem er að finna nánari upplýsingar um hljómsveitir og dag- skrá, fría safnskífu með lögum eftir sum- argleðisveitir og síðast en ekki síst blogg um bráðkomandi ævintýramennsku. Styrktarað- ilar sumargleðinnar eru tónlistarsjóðurinn Kraumur, Eymundsson, Rás 2 og Grapevine. Sumargleði Kima brestur á í dag  Viðtal þeirra Sölva Tryggvason- ar og Þorbjörns Þórðarsonar við Davíð Oddsson í þættinum Málefn- inu á Skjá einum í fyrrakvöld vakti mikla athygli. Svo mikið var áhorf- ið á þáttinn á vefsíðu Skjás eins, skjarinn.is, að vefurinn fór um tíma á hliðina og þurftu forsvarsmenn hans að grípa til neyðarráðstafana og gera tímabundnar tæknilegar breytingar til þess að anna álaginu. Áhorf á þáttinn með gamla laginu var einnig nokkuð gott, en um 15% þjóðarinnar fylgdust með honum. Athygli vakti annars að Kastljós Sjónvarpsins var kallað úr sum- arfríi þetta sama kvöld, og var sent út á sama tíma og Málefnið. Að sögn Sigríðar Margrétar Odds- dóttur, sjónvarpsstjóra Skjás eins, hafði hún samband við Þórhall Gunnarsson hjá Sjónvarpinu því henni þótti skrýtið að Kastljósið væri kallað úr fríi einmitt þennan dag, sérstaklega í ljósi þess að Mál- efnið hafði mikið verið auglýst í heila viku á undan. Þórhallur mun þó hafa þverneitað því að Kastljós- inu hafi verið stillt upp til höfuðs Málefninu þetta kvöld. Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞÓ svo kreppan geri mörgum lífið leitt þá líta aðrir fram á veginn fullir bjartsýni. Það á a.m.k. við um fjóra háskólanema sem ákváðu í at- vinnuleysinu að hrinda af stað vef- síðunni Netvarpið sem hefur að geyma myndbandsviðtöl þeirra við fólk sem sinnir áhugaverðum störf- um, að þeirra mati. Allt er þetta unnið launalaust að sögn eins fjór- menninganna, Marinós Páls Valdi- marssonar verkfræðinema. „Við erum að skapa okkur eigin atvinnu, í rauninni, síðan sjáum við hvort tekjur koma seinna,“ segir Marinó. Eina hugsanlega tekjulind- in sé að selja auglýsingar á vefinn. „Það var eitthvað fátt um at- vinnutilboð og okkur fannst spenn- andi að gera eitthvað sjálfir og þetta varð úr. Við vorum búnir að „brainstorma“ svolítið,“ segir Mar- inó en samstarfsmenn hans þrír eru þeir Björn Brynjúlfur Björns- son og Hrólfur Andri Tómasson verkfræðinemar og bókmennta- fræðineminn Ingólfur Halldórsson. Stefnt að sjálfbærni Nú virðast margir viðmælendur ykkar vinna í sprotafyrirtækjum? „Það er svolítið verið að kynna þau en síðan eru líka önnur viðtöl, t.d. við Birnu (Einarsdóttur) bankastjóra Íslandsbanka. Áhuga- vert fólk er útgangspunkturinn hjá okkur.“ Þið eruð greinilega að reyna að peppa fólk upp í kreppunni? „Já, alla vega ekki að leggja áherslu á það neikvæða, heldur það jákvæða,“ segir Marinó. Er síðan komin til að vera? „Já, við ætlum að halda þessu áfram og reyna að gera þetta sjálf- bærara, þannig að við verðum ekki þeir einu sem búa til efni og svona, þannig að þetta fljóti aðeins fram í veturinn og vonandi lengur.“ Ætlið þið þá að auglýsa eftir efni, myndböndum? „Já, fólk getur komið til okkar og sótt um að búa til efni á vefinn,“ segir Marinó en þeir fjórmenning- arnir muni, eftir sem áður, sjá um síðuna og taka upp myndbönd með námi. Fjórir háskólanemar gera út vefsíðu með viðtölum við áhugavert fólk Morgunblaðið/Jakob Fannar Þrír af fjórum Hrólfur, Marinó og Ingólfur. Á myndina vantar Björn. Jákvæðir, ungir menn Lögin á plötunni Á Ljúflingshól: Í hjarta þér Ljúflingshóll Hvað er að? Ástardúett Kavatína Kristínar Sjómenn íslenskir Djákninn Án þín Það sem ekki má Sérlegur sendiherra Fröken Reykjavík Lagalistinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.