Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 PÓLSK kona hefur farið í mál við hótel í Egyptalandi og segir hún að 13 ára dóttir sín hafi orðið vanfær af völdum sæðis í sundlaug hótels- ins, að sögn Jyllandsposten. Læknar segja nær útilokað að skýr- ingin sé rétt og telja að þungunin hafi orðið með hefðbundnari hætti, ella sé um að ræða eitthvað sem nálgist læknisfræðilegt kraftaverk. Heimildarmaður í Póllandi segir að konan, Magdalena Kwiat- kowska, sé sannfærð um að stúlkan hafi ekki hitt neina stráka í ferð- inni. „Sæði lifir ekki af í vatni, það er mjög ólíklegt,“ segir sænskur lækn- ir, Lars Björndal, í samtali við Af- tonbladet. Sæði geti aðeins lifað í fáeinar stundir utan líkama karl- manns og í umræddu tilfelli myndi klórinn í vatninu gera út af við sæð- isfrumurnar á nokkrum mínútum. kjon@mbl.is Frjósemdin blómstr- ar í sundlauginni FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is CHARLES Taylor, fyrrverandi Líb- eríuforseti, vísaði ákærum Alþjóða- glæpadómstólsins á hendur sér vegna stríðsglæpa alfarið á bug þegar réttarhöldin yfir honum hófust á ný í gær eftir nokkurra mánaða hlé. „Ég er faðir 14 barna, barnabarna, sem elskar mannkynið og hefur bar- ist allt sitt líf í þágu þess sem ég áleit rétt og í þágu réttlætisins,“ sagði Taylor í málsvörn sinni, íklæddur dökkum jakkafötum í vitnastúkunni. Taylor er gefið að sök að hafa framið stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í borgarastríðinu í Síerra Leóne á árunum 1991 til 2001. Ákærulistinn er langur en flestir staldra líklega við ákærur um að hann hafi verið á bak við uppreisn- armenn sem hnepptu börn í hernað. Börn þjálfuð til voðaverka Börnin voru þjálfuð til að beita geysilegri grimmd. Þeim var gert að höggva fætur og hendur af fórnar- lömbum sínum og var refsað ef lítið var í strigapokum ætluðum útlimum. Leið Taylors til valda lá í gegnum raðir uppreisnarmanna í Líberíu sem hann leiddi til innrásar í nágrannarík- ið Síerra Leóne. Þar er hann meðal annars ákærður fyrir að hafa látið vopnuðum sveitum vopn í té í staðinn fyrir svonefnda blóðdemanta og með því ýtt undir blóði drifin átökin. Taylor, sem er fyrsta vitnið í vitna- leiðslum varnarinnar, segir engan fót fyrir ásökunum. Harma beri að sak- sóknin skuli tengja hann við slíka glæpi vegna lyga, orðróms og rangra upplýsinga sem vísvitandi hafi verið dreift af illum hvötum. Búist er við að málsvörnin taki nokkrar vikur en þegar saksóknin lauk máli sínu í febrúar hafði hún dregið fram vitnisburði 91 vitnis, en þau lýstu mannáti, morðum á börnum og því hvernig útlimir voru höggnir af varnarlausu fólki með sveðjum. Lýsir sér sem mannvini Charles Taylor segir ákærur Alþjóða- glæpadómstólsins byggðar á sandi Reuters Í Haag Taylor í réttinum í gær. Maðurinn sem sakaður er um hrottalega stríðsglæpi í Síerra Leóne lýsti sig saklausan af ákærum fyrir Alþjóðaglæpadóm- stólnum í gær. Hann segir sak- sóknina byggja málið á lygum. HANNAH Clark, sem er sextán ára og frá Wales, hefur nú náð bata en „aukahjarta“ var fjarlægt úr henni fyrir þremur árum. Hjartað var grætt í hana þegar hún var tveggja ára til að létta á álagi á upprunalega hjartað sem stækkaði óeðlilega hratt. Var þetta í fyrsta sinn sem aðgerð af þessu tagi hafði verið fram- kvæmd. Hannah glímdi árum saman við ýmis vandamál vegna lyfja sem hún tók til þess að líkaminn hafn- aði ekki nýja hjartanu. Auka- hjartað var loks fjarlægt og nú, þremur árum síðar, hefur Hann- ah náð fullum bata að sögn lækna hennar sem segja hann líkastan „töfrum“. kjon@mbl.is Hólpin Hannah Clark, upprunalega hjartað í henni óx í fyrstu of hratt. Ótrúlegur bati eftir aðgerð Hjarta 16 ára stúlku aftur orðið eðlilegt SUÐUR-kóreskur stuðningsmaður dýraréttinda, dulbúinn sem hundur, í búri í Seoul í gær. Mað- urinn tók þátt í mótmælum gegn þeim gamla sið að leggja sér til munns kjöt af hundum og kött- um. Á spjaldinu stendur: „Við viljum fá að lifa“. Fleiri þjóðir borða kjöt af þessu tagi, Kínverjar ala sérstakt hundakyn til kjötframleiðslu. Sleða- hundum hefur stundum verið slátrað í hallærum á Grænlandi og víðar í heimskautalöndum. Reuters „VIÐ VILJUM FÁ AÐ LIFA“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DEILD í samtökum Sádi-Arab- ans Osama bin Ladens, al- Qaeda, hótar nú að ráðast á Kín- verja í löndum Norðvestur-Afr- íku til að hefna fyrir meðferð ráðamanna í Peking á Uighur- um í Xinjiang. Á vefsíðu Times í London segir að þetta sé í fyrsta sinn sem al-Qaeda hafi beinlínis í hótunum við Kínverja. Stjórn- völd hafa viðurkennt að hátt á annað hundrað manns hafi fallið í átökum milli Uig- hura og aðfluttra Kínverja í Xinjiang undanfarnar vikur. En útlægir Uighurar segja raunverulegu töl- una miklu hærri, ef til vill hafi þúsundir fallið. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Peking, Qin Gang, sagði að Kínverjar berðust gegn öllum hryðjuverkum. „Við munum fylgjast vel með þróun mála og eiga samstarf við þau ríki sem við á um að tryggja öryggi fyrirtækja og stofnana Kínverja er- lendis og starfsmanna þeirra,“ sagði hann í gær. Hundruð þúsunda Kínverja starfa í Mið-Austur- löndum og N-Afríku, þ.á m. um 50.000 í Alsír, segir í nýrri skýrslu áhættumatsfyrirtækisins Stirling As- synt í London. Þar segir að á spjallrásum íslamskra hryðjuverkamanna séu merki um hratt vaxandi áhuga á átökunum í Xinjiang. Hóta hermdarverkum vegna meðferðarinnar á Uighurum Deild í al-Qaeda segist munu ráðast á Kínverja sem starfa í Norðvestur-Afríku Í HNOTSKURN »Uighurar eru múslímar og tala tungusem skyld er tyrknesku. Bandaríkja- menn handsömuðu á sínum tíma 17 meinta hryðjuverkamenn Uighura í Afganistan en þeir reyndust saklausir. »Kínverjar vildu samt fá mennina fram-selda sem hryðjuverkamenn en Banda- ríkjamenn neituðu. Nú hefur eyríkið Palau í Suður-Kyrrahafi boðist til að taka við mönnunum. Osama bin Laden Hver er Charles Taylor? Hann er fæddur í janúar 1948 og var forseti Líberíu 1997 til 2003. Hvernig komst hann til valda? Taylor fór fyrir innrás uppreisnar- manna í Líberíu 1989. Tveimur ár- um síðar hófst vopnuð uppreisn í Síerra Leóne sem hann studdi. Við tók tíu ára blóðugt borgara- stríð, en talið er að 400.000 manns hafi týnt lífi í átökum sem Taylor átti aðild að í ríkjunum tveimur á árunum 1989 til 2003. S&S VIÐ strendur nokkurra ríkja V-Afríku eru hundruð olíu- borpalla sem vestræn olíu- fyrirtæki hafa yfirgefið eftir að vinnslu var hætt. Óttast er að olía geti lekið úr mannvirkjunum og valdið um- hverfistjóni. Nú hefur Benín, eitt fátækasta ríki heims, beðið ráð- herra umhverfis- og þróunarmála í Noregi, Erik Solheim, um aðstoð vegna palls sem norska félagið Saga reisti á níunda áratugnum með styrk stjórnvalda í Ósló. „Ég tel Norðmenn bera siðferðislega ábyrgð á málinu,“ segir norskur milligöngumaður Benín-búa, Ingolf Andersen. kjon@mbl.is Hreinsi upp eftir sig Erik Solheim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.