Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 19
viðhalda og vernda fjölskyldubú, fæðuöryggi og sjaldgæfa búfjárstofna þrátt fyrir að aðrar staðreyndir liggi fyrir. Eða var þingnefndinni neitað um þessar upplýsingar? Bændur hafa nú margir heyjað mikil og góð hey. Náttúran er þannig gjöful á krepputímum. En eftir þessa viku er fullkomin óvissa framundan. Allt útlit er fyrir að þingheimur sam- þykki að fara í aðildarviðræður, jafn- vel þeir þingmenn sem í orði eru á móti aðild að ESB. Hvernig í veröld- inni er hægt að vera á móti aðild en sækja svo um inngöngu? Þau sem styðja aðildarumsókn eru að senda bændum skilaboð um að huga sem minnst að framtíðarupp- byggingu búa sinna. Skipuleggja und- anhaldið. Skilaboð þeirra eru að það dregur hratt að endalokum nútíma- landbúnaðar á Íslandi. Því ekki sækj- um við um til að hafna síðan aðild? » Þau sem styðja að- ildarumsókn eru að senda bændum skilaboð um að huga sem minnst að framtíðaruppbygg- ingu búa sinna. NÚ DREGUR að at- kvæðagreiðslu um að- ildarumsókn að ESB á Alþingi Íslendinga. Á miðju sumri, sem ein- hvern tímann hefði ver- ið kallaður hábjargræð- istíminn, verður vélað á þingi um sjálfstæði landsins og þar vill stjórnarmeirihlutinn leggja út í hættulega vegferð. Óhætt er því að vitna í kvæðið um Eggert Ólafs- son, eftir Matthías Jochumsson er segir: „Þrútið var loft og þungur sjór“. Fyrir fáar starfsstéttir skiptir sá dagur, sem ákveðið verður að sækja um aðild að ESB, meira máli en bændur. Líkt og fram kemur í áliti meirihluta utanríkisnefndar um áhrif aðildar verður grundvallarbreyting á forsendum búskapar á Íslandi. Þótt ályktunartextinn reyni að tala fallega um mikilvægi landbúnaðar er ekki hægt að dylja hina nöt- urlegu staðreynd sem fylgir aðild. Þar er t.d. vitnað í aðildarsamning Finna. Nú er vitneskja fyrir hendi um að stjórnvöld hafi nýlega látið meta stöðu og áhrif á íslenskan landbúnað með því að máta hann við finnska samninginn. Útkoman var í grund- vallaratriðum sam- hljóma áliti Bænda- samtakanna á áhrifum aðildar á landbúnaðinn. Það kemur raunar ekki á óvart því að afstaða Bændasamtakanna er byggð á traustum rannsóknum og undirbún- ingsvinnu. Skýrslan er því ekki það vopn sem ESB-sinnar í utanrík- ismálanefnd vonuðust til að geta not- að til að slá af málflutning bænda. Hún er því höfð í skúffu. Meirihlutinn heldur áfram að tala í getgátum og orðagjálfri um hvernig landbúnaði gæti reitt af með sömu að- ferðum og finnskir stjórnmálamenn gerðu á sínum tíma. Því er lofað að Endalok nútímaland- búnaðar á Íslandi? Eftir Harald Benediktsson Haraldur Benediktsson Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 MAÐUR er nefndur Madoff. Upp komst um svik og fjármálasvindl hans í Bandaríkjunum í mars. Hann var dæmdur í 150 ára fang- elsi án reynslulausnar nú þremur mánuðum síðar. Lögmannafélag Bandaríkjamanna hef- ur ekkert látið frá sér fara um málið. Upp komst um stórfellt fjármálasvindl og svik hjá öllum íslensku bönkunum og helstu fjármálajörvum landsins í nóvember sl. Þeir ganga allir enn lausir. Lögmannafélagið hér á landi reis eins og upp úr dauðs manns gröf um daginn og heimtaði að hér yrðu lög réttarríkisins látin ráða. Tilefnið var koma Evu Joly og að hún hafði látið nokkur vel valin orð falla um málið. Þetta er hin nýja O.J. Simp- sonar-lögfræði, allt falt fyrir pen- inga. Í hinni nýju stétt lögfræðinga eru lögmenn, sem telja ávallt mann- réttindi og/eða upplýsinga- og stjórnarfarslög brotin, þegar um glæpamenn er að ræða. En hvað með okkur almenning og aðra þá er verða fyrir barðinu á glæpamönnunum, eiga þeir engan rétt? Icesavemálið er nú til umfjöllunar á Al- þingi, þó ekki hverjir bera ábyrgðina. Nýja lögfræðin er nefnilega þannig: Enginn má segja neitt um að ein- hver hafi svikið eða prettað og bankaleynd á að gilda til að vernda svikahrappa. Blöð og fjölmiðlar skuli jafnvel dæmd fyrir að upplýsa almenning um mál. Fjármálaeftirlitið og dóm- stólar hafa gerst handbendi svika- hrappanna, sbr. nýlegan sýknudóm yfir fíkniefnagengi. Og rannsókn Fjármálaeftirlitsins á, hvort birting upplýsinga í fjölmiðlum um lánamál glæpamanna í bönkum stangist á við bankaleynd, er fáránleg. Ef maður drepur mann, drepur maður mann og er sekur, þótt viðkomandi sé sýknaður eins og O.J. Simpson. Nýja lögfræðin telur einnig lög- legt, að lána megi kúlulán án ábyrgðar og trygginga, af því að það sé ekki bannað. Það stendur heldur hvergi, að það MEGI lána kúlulán án ábyrgðar og trygginga. Það eru svik og stuldur gagnvart öðrum hluthöfum bankanna og sú athöfn að halda uppi hlutabréfaverði á mörk- uðum með þessum hætti er glæp- samleg. Þar að auki hafa þessir menn fengið tugi eða hundruð millj- óna í arðgreiðslur vegna kaupa sinna með kúlulánum, sem ætti allt að vera afturkræft. Ný áskorun frá páfagarði um sið- gæði í viðskiptum eru orð í tíma töl- uð. Ef til vill er nauðsynlegt að stofna kristilegan demókrataflokk á Íslandi, systurflokk CDU í Þýska- landi. Við sem höfum tilheyrt gömlu CDU-línunni í Sjálfstæðisflokknum erum orðnir þreyttir á gróðapung- unum í þjóðfélaginu. Eftir Hreggvið Jónsson » „Það stendur heldur hvergi, að það megi lána kúlulán án ábyrgð- ar og trygginga. Það eru svik og stuldur gagnvart öðrum hluthöfum bank- anna …“ Hreggviður Jónsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins. Madoff, Icesave og Eva KÆRU alþing- ismenn. Á ykkar herðum hvílir mikil ábyrgð. Skýr afstaða þjóðar Miklar deilur hafa spunnist á Alþingi um hvort samþykkja eigi Icesave- samninginn eða ekki. Í nýlegri skoðanakönnun Gallup kom fram að 77% þeirra sem tóku afstöðu til samningsins eru andvíg- ir honum. Virðið vilja þjóðarinnar. Munið að þið starfið í umboði hennar. Eigum við eða getum við Sumir þingmenn og ráðherrar halda því fram að þjóðin hafi efni á að standa við þær skuldbindingar sem felast í samningnum um Ice- save. Hér eru menn á villigötum. Þetta snýst ekki um hvort við get- um borgað heldur hvort okkur beri að borga. Samkvæmt áliti margra af okkar færustu lögfræðingum kemur fram að Íslendingum beri ekki að borga þar sem tryggingarsjóðnum slepp- ir. Þar kemur skýrt fram að engin ríkisábyrgð er til staðar. Því má ljóst vera að okkur ber ekki að borga og í versta falli er lagaleg skylda okkar til þess óskýr. Það er aðalatriðið í málinu. Meðan svo er, er glapræði að samþykkja samn- inginn. Því ber að fella frumvarpið og um leið Icesave-samninginn. Hvað felst í siðferðislegri skyldu? Sumir þingmenn og ráðherrar halda því fram að þó að við berum hugsanlega ekki lagalega skyldu til að greiða þá berum við siðferð- islega skyldu til þess. Hvaða bull er þetta? Ef þið þingmenn kjósið að blanda siðferðislegri skyldu inn í þessa umræðu þá spyr ég: Hver er þá siðferðisleg skylda ykkar gagnvart Íslendingum? Ykkar er valdið og ábyrgðin Ef þið nú, kæru alþingismenn, samþykkið samninginn án þess að sýnt sé fram á greiðsluskyldu okk- ar, hafið þið með atkvæðum ykkar látið undan kúgunarvaldi viðsemj- enda ykkar og hneppt Íslendinga í skuldafjötra um ókomin ár. Lífs- kjör sem þjóðin hefur byggt upp með hörðum höndum mann fram af manni verða með þessu sam- þykki ykkar af okkur tekin á einu augabragði. Teljið þið ykkur hafa umboð til þess? Það er engin afsökun að skýla sér bak við gjörðir fyrri þinga eða embættismanna. Þið eruð þeir einu sem berið endanlega ábyrgð á þessu máli. Ykkar er valdið – ykk- ar er ábyrgðin. Fordæmisgefandi Hafið þið leitt hugann að því hvaða þýðingu það getur haft fyrir þá innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi sem ekki fá greiðslur að fullu ef þið samþykkið Icesave- samninginn? Mun það blása eld- móði í þá sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði? Mun það hafa áhrif á réttarstöðu þeirra gagnvart Íslandi? Hryðjuverkaárás Breta Bretar eru hernaðarþjóð. Þeir eru sérfræðingar í hernaði. Með beitingu hryðjuverkalaganna þann 8. október 2008 gerðu Bretar í raun efnahagslega hryðjuverka- árás á Íslendinga. Með þessum fordæmalausu aðgerðum sínum ollu þeir þessari litlu „vinaþjóð“ sinni og þegnum henn- ar miklum efnahags- legum og ímynd- arlegum skaða. Framferði rík- isstjórnar Bretlands var ósvífið og með öllu ófyrirgefanlegt. Með svona óvæntri árás „vinaþjóðar“ komu þeir þjóðinni al- gerlega í opna skjöldu og lömuðu hana og ráðamenn hennar, enda er það tilgangur svona árása. Þeim tókst að rugla bæði Íslend- inga og vinaþjóðir okkar í ríminu og um leið rangfæra réttlætið í þessu máli. Vaknið! Því komið þið fram við andstæð- inga okkar með slíkri linkind? Eina leiðin til að umgangast þá er að svara þeim af fullri hörku og láta engan bilbug á sér finna. Sæk- ið fram! Hver er ábyrgð þeirra með beit- ingu hryðjuverkalaganna? Hver er ábyrgð Evrópusambandsins með innleiðingu gallaðrar tilskipunar um innistæðutryggingar gagnvart þegnum sínum? Fáið svör við því hvernig Bretar ætla að bæta Ís- lendingum þann skaða sem þeir hafa valdið okkur með svívirðilegri framkomu sinni. Hvar er baráttuandinn? Alþingismenn, hvar er íslenski baráttuandinn og íslenska seiglan? Haldið þið að íslenska handbolta- landsliðið hefði unnið silfrið á síð- ustu Ólympíuleikum í Kína ef „strákarnir okkar“ hefðu ekki sýnt þor, dugnað og áræði? Hvað með þorskastríðin? Haldið þið að við Íslendingar hefðum unn- ið stríðin við Breta ef þeir menn sem þá stóðu í eldlínunni hefðu sýnt einhverja linkind við þjóð sem hélt að hún gæti komið fram við okkur Íslendinga af hroka og yf- irgangi eins og þeir gera nú? Að sitja hjá – sama og segja já Sjaldan eða aldrei hefur jafn- mikið hagsmunamál legið fyrir Al- þingi. Hagsmunir Íslendinga eru einsleitir. Því er þetta mál yfir alla flokkspólitík hafið og þingmönnum ber að snúa bökum saman. Þeim ber að verja hagsmuni okkar sem einn maður óháð fyrri yfirlýs- ingum um afstöðu þeirra í málinu. Batnandi mönnum er best að lifa og munið, að saman stöndum við, sundraðir föllum við. Að sitja hjá er sama og segja já. Að segja nei sýnir þor og andstöðu við að láta óvinaþjóðir kúga sig til samninga. Það lýsir sönnum þjóð- hetjum. Nei við samningnum Nú ríður á að þjóðin standi sam- an og felli Icesave-samninginn. Ég segi NEI við Icesave-samningnum. Ég skora á ykkur, kæru alþing- ismenn, að segja einnig NEI. Ég skora á alla íslensku þjóðina að segja NEI við Icesave-samn- ingnum og standa vörð um hags- muni okkar. Stöndum vörð um vel- ferð og framtíð barna okkar. Eftir Eggert Árna Gíslason Eggert Árni Gíslason » ...að engin rík- isábyrgð er til stað- ar. Því má ljóst vera að okkur ber ekki að borga og í versta falli er laga- leg skylda okkar til þess óskýr. Höfundur er atvinnurekandi. Nei við Icesave Fáðu úrslitin send í símann þinn LÖGFRÆÐINGAR Seðlabankans voru kall- aðir fyrir þingnefndir og spurðir álits á Icesave- samningnum vegna sér- fræðiþekkingar sinnar og voru ekki ánægðir með frágang hans og innihald eins og við var að búast. Sama dóm hafa ýmsir af virtustu lögfræðingum landsins fellt eins og Ragnar Hall, Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal. Þá bregður svo við, að formaður ut- anríkisnefndar, Árni Þór Sigurðsson, vinstri grænum, sproksetur aðallög- fræðing Seðlabankans, Sigríði Loga- dóttur, og vænir hana um óheiðarleika með því að segja „málið lykta af póli- tík“ og veltir því fyrir sér, hvort við- komandi sé „enn í vinnu hjá fyrrver- andi seðlabankastjóra“ (væntanlega Davíð Oddssyni) eins og greint er frá í vefmiðli Morgunblaðsins. Ég fylgdist fyrst með störfum Al- þingis sem blaðamaður árið 1961 og síðan sem varaþingmaður og þing- maður til ársins 2007. Ég man aldrei eftir því á þessum langa tíma að formaður þingnefndar hlypi í blöðin með per- sónulegar dylgjur um sérfræðinga og embætt- ismenn af því tilefni, að þeir svöruðu spurn- ingum undan- bragðalaust og létu í ljós efasemdir, ef svo bar undir. Til þess var einmitt ætlast að menn segðu hug sinn eins og t.a.m. Jakob Jakobsson fiskifræðingur gerði jafnan. Og ekki minnist ég þess, að menn hafi dylgjað með hans pólitísku skoðanir, hverjar sem þær nú hafa verið. Ummæli Árna Þórs Sigurðs- sonar lykta af ritskoðun. Hann er að gefa tóninn, hvers embættismenn og sérfræðingar megi vænta, ef þeir gæta ekki tungu sinnar á nefnd- arfundum Alþingis. Ég tel, að forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, beri að kalla Árna Þór Sigurðsson ásamt for- manni þingflokks vinstri grænna á sinn fund til þess að það liggi fyrir, að þvílík háttsemi sé í óþökk Alþingis og óvirðing við þing og þjóð. Þá hlýt ég að lýsa undrun minni yfir viðbrögðum Svavars Gestssonar sendiherra, sem var formaður samn- inganefndarinnar um Icesave- samningana. Honum dugir ekki að vísa á aðra. Hann ber höfuðábyrgð á samningsgerðinni ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Þeir hafa unnið saman áður og þekkja vinnubrögð hvor annars. Eftir Halldór Blöndal »Ég man aldrei eftir því á þessum langa tíma að formaður þing- nefndar hlypi í blöðin með persónulegar dylgjur... Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. Pólitískur rétttrúnaður á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.