Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 28
28 Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 HJÓNIN David Schlaffke org- anisti frá Þýskalandi og Mar- iya Semotyuk flautuleikari frá Úkraínu leika á tónleikum í Fella- og Hólakirkju annað kvöld kl. 20. Bæði hafa þau unnið til verðlauna fyrir tón- listarflutning, haldið fjölda tónleika víða um lönd og hlotið mikið hrós fyrir vandaðan leik. Á efnisskránni verða mest- megnis rómantísk verk eftir þýsk tónskáld m.a. Sigfrid Karg-Elert, August Gottfried Ritter og Josef Gabriel Rheinberger en einnig verða flutt verk eftir Jóhann Sebastian Bach. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröð- inni Sumartónar í Elliðaárdal. Tónlist Þýsk rómantík í Elliðaárdalnum David Schlaffke og Mariya Semotyuk ORGELANDAKT verður haldin kl. 12 á hádegi í dag í Kristskirkju í Landakoti í Reykjavík. Þar leikur ungur og efnilegur organisti, Eyþór Franzson Wechner, í 30 mín- útur á hið ágæta Frobeniusar- orgel Kristskirkju en á undan og eftir mun prestur lesa bæn og fara með blessun. Áætlað er að þessar stundir verði á há- degi hvern miðvikudag í sumar til ágústloka, og koma ýmsir organistar þar fram. Í frétt frá kirkjunni segir að í andaktinni sé til- valið að draga sig um stund úr erli dagsins og hlýða á andlegt orð og tónlist í fögrum hljómburði Kristskirkju. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tónlist Orgelandakt í Kristskirkju Kristskirkja LOVÍSA Elísabet Sigrún- ardóttir slær í eina tónleika með stuttum fyrirvara á Café Rósenberg í kvöld. Lovísa hef- ur allt þetta ár verið á ferð um heiminn við spilamennsku og er nýkomin af Glastonbury- hátíðinni, þar sem hún spilaði við góðar undirtektir, að því er fram kemur í frétt um tónleika hennar. Síðustu tvo mánuði hefur Lovísa komið fram erlendis sem þriðjungur tríós með Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jóni Geir Jóhannssyni trommuleikara. Þrátt fyrir stutt stopp á Íslandi langaði þau að halda eina litla, sæta tríótónleika í Reykjavík áður en þau halda aftur út í heim. Tónlist Lay Low á Café Rósenberg í kvöld Lay Low Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÓÐURINN til endurskoðunarinnar er þema útgáfu 3. tölublaðs Rafskinnu, sem kemur út í dag, en Raf- skinna er fyrsta og eina dvd-tímaritið sem gefið er út á Íslandi. Rafskinna er helguð sjónrænum listum í víðasta skilningi, og þar er að finna heimildamyndir, stuttmyndir, myndbandsverk, teiknimyndir, viðtöl, tónlistarmyndbönd, lifandi tónlistarflutning og fleira, bæði eftir íslenska og erlenda listamenn. Rafskinna framleiðir mikið efni sjálf en þar er líka að finna vandfundin og einstök verk eftir aðra. Sigurður Finnsson er einn fjögurra ritstjóra tímaritsins. „Fyrstu tvö eintökin voru með mjög áþreifanlegt þema; fisk og hús, og okkur langaði til að vera á ab- strakt nótum í þetta sinn. Við vorum byrjuð að und- irbúa þetta tölublað þegar hrunið varð, og þá small þetta þema, endurskoðun og endurvinnsla, enn betur inn í umræðuna í þjóðfélaginu. Okkur langaði líka til að fá fólk til að endurvinna og endurgera eldri verk og hugsa eldri hugmyndir upp á nýtt. Það var út- gangspunktur, án þess að við hengdum okkur beinlín- is í hann.“ Myndlist, tónlistir, kvikmyndir, hönnun Listamaður 3. tölublaðs Rafskinnu er Hrafnhildur Arnardóttir, sem kallar sig Shoplifter, og tvö verk eftir hana eru á diskinum, auk þess sem fjölprent eft- ir hana fylgir með. Hrafnhildur endurskoðar gamla handverkshefð í vinnslu sinni með mannshár. Kokkur Rafskinnu, rapparinn Dälek, endurskoðar sömuleiðis gamla íslenska hefð, pönnukökubaksturinn. Kristján Loðmfjörð endurskoðar og endurklippir Börn náttúrunnar. „Þetta er hans eigin útgáfa af myndinni, tíu mínútna löng ný mynd.“ Sigurður segir fleira myndefni á diskinum og nefnir dæmi. „Við er- um með mynd eftir franska experimental kvikmynda- gerðarkonu, Marie Losier, og íslenska heimildamynd um fjósalykt.“ Þá er líka á diskinum myndbandsverk eftir Finnboga Pétursson, Óður, frá árinu 1992, sem Curver Thoroddsen og Darri Lorenzen endurskoða hvor á sinn hátt. Í tilefni af útgáfunni verður útgáfu- gleði á Klapparstígsreitnum milli Laugavegs og Hverfisgötu kl. 17 í dag. Retro Stefson leikur og DJ Árni Sveins snúðar upp á gamla slagara og spilar eingöngu ábreiður og tvíbökur. Hugsa hugmyndir upp á nýtt Þriðja tölublað Rafskinnu kemur út í dag, sneisafullt af nýrri og endurskoðaðri list, myndlist, gjörningum, viðtölum, heimildamyndum, teiknimyndum, tónlist og pönnukökum Fjósalykt Úr heimildamynd Þóru Fjeldsted um fjósalykt og átöppun ilmsins á flöskur. SJÓNARRÖND er heiti sýningar Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar sem opnuð verður í Gallerí Turpentine á Skólavörðustíg 14 kl. 18 á morgun. Sýningin stendur til 26. júlí. Viðfangsefni sitt sækir Guðmundur Ármann í náttúruna, síbreytilega birtu sem ljær land- inu, himninum, vatninu, fjöllunum og gróðr- inum litbrigðin sem við nemum. „Þetta eru vatnslitamyndir og olíumálverk í þeim dúr sem ég hef verið að vinna síðasta ára- tug. Þetta eru abstraktverk sem byggjast á náttúruupplifun og náttúrustemningu. Ég hef verið að fást við lárétta litafleti sem ég hef kallað lárétta birtu eða sjónarrönd.“ Guðmundur kveðst oft vinna myndir sínar út frá teikningum og vatnslitamyndum sem hann gerir útivið, – til dæmis við veiðar. „Svo vinn ég myndirnar þannig að mótívið hverfur að mestu og eftir standa litfletirnir. Ég kalla þetta lagskipt, og vinn meðvitað með ákveðna undirliti sem mynda litbotn undir það sem ég legg hálfgegnsætt yfir. Þannig fæ ég fram einhvers konar birtustemningu, hvort sem undirliturinn er dökkbrúnn, svartur, bleikur, ljósblár eða gulur. Undirliturinn ljær myndinni þá birtu sem mér finnst ég sjá í nátt- úrunni, hvort sem það er vorbirta eða haust- birta. Ég er voðalega jarðbundinn,“ segir lista- maðurinn. Guðmundur Ármann er kennari við list- námsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Fyrsta einkasýning hans var á Mokka árið 1962, og síðan þá hefur hann sýnt víða, einn og með öðrum. Sýningin er opin frá þriðjudegi til föstudags kl. 12-18 og laugardaga frá 13-17. begga@mbl.is Undirtónar birtunnar Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýnir vatns- litamyndir og olíumálverk í Gallerí Turpentine Jarðbundinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson á vinnustofu sinni á Akureyri. ÞAÐ var nú í lok júní sem hljóm- sveitarstjórinn kunni Lorin Maa- zel lagði frá sér sprotann í síðasta sinn sem aðal- hljómsveit- arstjóri og list- rænn stjórnandi Fílharm- óníusveitarinnar í New York, enda orðinn 79 ára. En það var aldrei ætlun meist- arans að hætta í tónlistinni og setj- ast í helgan stein því nú í byrjun júlí blés hann í fyrsta sinn í hátíðarlúðra á heimili sínu á búgarði í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þar hyggst hann halda úti vinnubúðum fyrir unga tónlistarmenn og sviðslistafólk og halda árlega listahátíð, sem dregur nafn sitt af búgarðinum, Castleton Festival. Var búinn að byggja leikhús Reyndar var Maazel búinn að undirbúa það sem koma skal, því ár- ið 1997 vígði hann lítið leikhús á landareign sinni, og tekur það 130 manns í sæti og skartar gryfju fyrir 20 manna hljómsveit. Hann hefur boðið þekktum vinum sínum að halda þar tónleika, þar á meðal Mstislav Rostropovits, José Carre- ras og James Galway, auk þess sem hann hefur safnað liði til að setja þar upp kammeróperur eftir Benjamin Britten. Fyrir fyrstu hátíðina, sem nú stendur yfir, lét hann reisa risastórt tjald sem tekur 250 manns í sæti, og þar er allt sem til þarf til tónleika- halds. Um 200 ungir listamenn taka þátt í hátíðinni í ár. Árið 1997 stofnaði Lorin Maazel sérstaka stofnun ásamt konu sinni, Châteauville Foundation, og var henni ætlað að styðja við tónlistar- menntun hvers konar. Maazel breytti þeim áherslum, og í staðinn býður hann ungum listamönnum til dvalar tvær annir á ári á búgarði sín- um, þar sem þeir njóta leiðsagnar færustu listamanna og mentora. Lorin Maazel heldur hátíð Sinnir ungdómnum kominn á eftirlaun Lorin Maazel Britten Lúkretía svívirt er ein af óperunum á hátíðinni. Sigurður segir það ennþá basl að halda úti listtímariti af þessu tagi. „Við vonuðumst til að geta komið út tveimur eintökum á ári, en þau hafa verið eitt á ári til þessa. Samt mjakast þetta og nú erum við að fá dreifingu á Rafskinnu á nokkrum stöðum í Ameríku og á Norðurlöndunum. Þar er áhugi að kvikna. Fólk hér heima hefur kannski ekki séð svona tímarit áður og það tekur tíma þar til það áttar sig á því hvað þetta er. En kannski verður það alltaf sama sagan á litla Íslandi að svona verk- efni verða basl. Það er í sjálfu sér ekki dýrt að gera disk- inn, en við gerum okkur erfiðara fyrir með því að leggja mikla áherslu á efnisþáttinn. Þetta er líka myndarleg pakkning og ann- að og meira en bara diskurinn. Með honum eru fylgihlutir; prentefni, fjölfeldi og fleira. En þannig viljum við hafa það.“ Meðal fylgihluta Rafskinnu er geisla- diskurinn Rafsprengi sem gefinn er út í samstarfi við Rás 1 og inniheldur fjórar endurgerðir ungra tónskálda á verkum fjögurra af virtustu tónskáldum þjóð- arinnar. Annað og meira en bara diskur Fólk fríkaði út þegar það sá mig leika á það... 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.