Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is EKKI hefur komið fram með skýr- um hætti hversu veðsett eignasafn Landsbankans kann að vera. Það getur haft áhrif á hversu mikið ríkið fær úr þrotabúinu enda ganga kröf- ur sem njóta veðréttar framar for- gangskröfum. Frekari óvissa þykir einnig ríkja um eignirnar enda ljóst að mikið kapphlaup verður milli kröfuhafa að fá greiðslu úr búinu. En það eru frekari spurningar sem vakna við gerð minnisblaðsins. Þannig spyrja lögfræðingarnir, þau Sigríður Logadóttir og Sigurður Thoroddsen, hvers vegna ekki var staðið fastar í fæturna þegar samið var um ábyrgð ríkisins í málinu. Það að taka á sig ábyrgð Tryggingasjóðs hefði, að þeirra mati, ekki þurft að leiða til þess að ríkið sé sett í stöðu einkaréttarlegs samningsaðila þar sem samningsákvæði tryggja stöðu lánveitenda fremur en lántaka. Þá sé ekki að finna neina tilvísun í samningunum til hinna umsömdu Brussel-viðmiða frá 14. nóvember 2008 og geti það haft miður góð áhrif ef leita þarf túlkunar dómstóla, en í viðmiðunum eru Bretar og Hollend- ingar skuldbundnir til að taka fullt tillit til hinna erfiðu og fordæmis- lausu aðstæðna sem Ísland er í. „Þar sem samningarnir eru einkaréttarlegs eðlis og undir breskri lögsögu og breskum lögum fer það eftir þeim lögum hvort túlka megi samningana út frá þessum við- miðum. [Lögfræðingarnir] draga í efa að slík túlkun myndi komast að í breskum dómstól þar sem ekki er vísað til þeirra í sjálfum samn- ingnum.“ Getur þetta til dæmis verið slæmt fyrir ríkið komi til þess að það óski eftir því að taka samningana upp vegna breyttra aðstæðna. Þó er tekið fram í minnisblaðinu að vegna anna hafi lögfræðingarnir ekki getað „stúderað“ samninginn eða gert samanburðarrannsóknir eins og best hefði verið á kosið. Hefðu átt að standa fastar í fætur Tveir lögfræðingar Seðlabankans segja það að taka á sig ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda hefði ekki þurft að leiða til þess að íslenska ríkið sé sett í stöðu einkaréttarlegs samningsaðila Lögfræðingar Seðlabankans fara hörðum orðum um Icesave-samn- ingana í minnisblaði sem kynnt var utanríkismálanefnd Alþingis. Skjalið er hluti af skýrslu sem kynnt verður á morgun og kann að taka einhverjum breytingum. » Ekki var leitað til lögfræðinga Seðlabankans við samningsgerð vegna Icesave » Íslenska ríkið virðist ekki beinlínis eiga rétt á að samningurinn verði tekinn upp og endursamið » Það setur verulegt strik í reikninginn ef neyðar- lögin standast ekki stjórnarskrá Morgunblaðið/Heiddi Seðlabankinn Í umsögn hans kemur fram mat á stöðu eigna og skulda íslenska þjóðarbúsins frá árinu 2009 til ársins 2018, að Icesave-skuldinni meðtalinni. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ERLENDAR skuldir íslenska þjóð- arbúsins, að Icesave-skuldinni með- talinni, munu ná hámarki árið 2010 þegar þær verða 2.953 milljarðar króna. Þær verða þá um 200 pró- sent af landsframleiðslu ársins í ár, en hún er áætluð um 1.430 millj- arðar króna. Þetta kemur fram í skriflegri umsögn Seðlabanka Ís- lands um Icesave-samningana og greiðslubyrði vegna erlendra lána sem kynnt var á fundi fjárlaga- nefndar á mánudag og Morgun- blaðið hefur undir höndum, með þeim fyrirvara að einhverjir út- reikningar gætu breyst. Síðar í um- sögninni segir að „ljóst er að hag- stjórnarákvarðanir næstu ára munu ákvarða í hvaða mæli Icesave- skuldbindingarnar verða byrði á komandi kynslóðir. Ef áhersla verð- ur lögð á hagvöxt, þá þurfa efna- hagsleg áföll að dynja yfir til þess að Icesave-skuldbindingarnar einar og sér leiði til þess að ríkissjóður geti ekki staðið við erlendar skuld- bindingar sínar.“ Endanleg útgáfa umsagnarinnar verður kynnt á sam- eiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í dag. Hrein skuldastaða víða verri Matið sem kemur fram í umsögn- inni er háð nokkrum forsendum á borð við að endurheimt eigna Landsbankans verði 75 prósent, að gengisþróun verði hagstæðari en núverandi staða segir til um og hag- vöxtur verði á tímabilinu. Seðlabankinn segir að mun erf- iðara sé að meta áhrif Icesave- samningsins í heild á stöðu þjóðar- búsins en á stöðu ríkissjóðs og því sé „heppilegast að halda einkageir- anum fyrir utan mat á sjálfbærni Icesave-samningsins“. Í umsögninni kemur fram að hrein skuldastaða ríkissjóðs og Seðlabankans verði 44 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2010 og að til samanburðar sé hrein staða ýmissa ríkja mun verri en staða Íslands. Meðal annars verði hrein skuldastaða Ítala 117,5 prósent af landsframleiðslu á næsta ári og Japana um 114,8 prósent. Þá verði Bandaríkin, Bretland, Þýska- land og Frakkland öll með hærri skuldastöðu sem hlutfall af lands- framleiðslu en Íslendingar. Þó er tekið fram að sá samanburður „sé ekki alveg hafinn yfir gagnrýni“ þar sem tölurnar um Ísland hafi ekki tekið til sveitarfélaga. Skuldum um 3.000 milljarða  Erlendar skuldir ná hámarki á næsta ári samkvæmt mati Seðlabanka  Verða um 200 prósent af landsframleiðslu  Hrein skuldastaða ýmissa ríkja mun verri Erlendar skuldir þjóðarbúsins munu verða um 200 prósent af landsframleiðslu þegar þær ná hámarki. Í umsögn Seðlabankans kemur fram að efnahagsleg áföll þurfi til að ríkissjóður geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. ERLENDAR EIGNIR ÞJÓÐARBÚSINS 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Icesave-eign* 376 322 269 250 221 110 89 0 0 0 Gjaldeyrisstaða 673 986 845 956 956 996 1.018 966 922 904 FIH** 81 74 74 0 0 0 0 0 0 0 Eignir lífeyrissj. 496 476 501 547 578 603 621 647 686 728 Alls 1.625 1.857 1.689 1.752 1.755 1.710 1.728 1.613 1.608 1.632 ERLENDAR SKULDIR ÞJÓÐARBÚSINS 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Icesave skuld 575 527 530 522 427 419 342 301 261 220 V/gjaldeyrisforða 584 836 617 576 454 374 299 241 194 147 skuldir í erl.mynt 59 54 54 56 56 56 55 54 55 55 Skuld SÍ utan forða 97 97 97 97 97 97 97 97 97 97 Aðrar skuldir*** 206 206 206 206 206 206 206 206 206 206 Opinb.f/einka**** 1.312 1.235 1.238 1.279 1.276 1.270 1.254 1.248 1.256 1.265 Alls 2.832 2.953 2.740 2.725 2.516 2.422 2.252 2.146 2.067 1.989 Hrein skuld 1.207 1.096 1.051 973 761 711 524 533 460 357 Heimild: Seðlabanki Íslands og fjármálaráðuneytið * Miðað við 75 prósent af eignum endurheimtist ** Seðlabankinn tók danska bankann að veði fyrir 500milljóna evra láni til Kaupþings. Hann á að selja árið 2012 og andvirðið rennur í gjaldeyrisvaraforðann. *** Aðrar skuldir hins opinbera í íslenskum krónum **** Sameiginlegar skuldir opinberra fyirtækja og einkaaðila Erlendar eignir og skuldir þjóðarbúsins Allar tölur eru í milljörðum króna og miða við stöðuna í lok hvers árs Seðlabankinn og Icesave Seðlabankinn telur að hægt verði að greiða fyrir Icesave með ýmsu móti og hann hefur meðal annars gert greiningu á því hversu mikið þyrfti að hækka virðisaukaskatt til að fjár- magna skuldina. Skýrt er þó tekið fram að bankinn er ekki að mæla með þessari leið, heldur sé einungis um dæmi að ræða. Þar er tiltekið að virðisaukaskattur gæti hækkað ann- ars vegar úr 7 prósentum í 7,83 pró- sent, og hins vegar úr 24,5 prósent- um í 27,39 prósent. Seðlabankinn segir að ef þessi leið verði farin muni uppsafnaður ávinningur ríkissjóðs í lok árs 2025, þegar Icesave-skuldin verður að fullu greidd, verða meiri en heildargreiðslur vegna hennar. Bankinn gerir ekki ráð fyrir því að tekjurnar, sem fáist með hækkun- inni, verði notaðar til að borga inn á skuldina, heldur að þær verði látnar safna vöxtum, sem verði hærri en Icesave-vextirnir, út tímabilið. Icesave greitt með virðisauka Seðlabankinn setti upp greiðsludæmi Í umsögn Seðlabankans kemur fram að öll lánshæfismatsfyrirtækin þrjú hafi verið upplýst um efni þeirra lána- samninga sem Íslendingar ætla að gangast undir. Fram hafi komið að sérfræðingur Moodýs í málefnum Ís- lands telji jákvætt að óvissu verði eytt varðandi skuldastöðu Íslands og að skuldastaðan með Icesave verði viðráðanleg. Fulltrúi Fitch hafi einnig verið jákvæður í garð þess að óviss- unni verði eytt í málinu. Orðrétt segir síðan í umsögninni „að lokum má nefna að fram hefur komið í sam- tölum við erlenda fjárfestingarbanka að ekki er talið útilokað að ríkissjóður gæti kannað markaði fyrir lok ársins ef endurreisnaráætlunin [innsk. blaðam. áætlun IMF og stjórnvalda] fer fram samkvæmt áætlun.“ Markaðir gætu opnast Umsögn Aðstoðarseðlabankastjóri og Seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.