Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 21
✝ HallgrímurHelgason fæddist á Akureyri 7. maí 1935. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 3. júlí sl. For- eldrar hans voru Helgi Pálsson kaup- maður, f. 14.8. 1896, d. 19.8. 1964, og eig- inkona hans Kristín Pétursdóttir, f. 8.1.1900, d. 5.12.1989. Systkini Hallgríms voru Mar- grét, f. 20.3. 1929, d. 28.12. 1992, Guðrún, f. 1.9. 1930, d. 18.6. 1993, Pétur, f. 27.7. 1932, d. 30.11. 2004, og eftirlifandi systkini eru Sigurlaug, f. 3.4.1934, Björg, f. 25. 11.1938, og Páll, f. 23.10.1944. Útför Hallgríms fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 15. júlí, og hefst athöfnin kl. 13,30. Meira: mbl.is/minningar Haggi minn, bara nokkur kveðjuorð til þín. Ekki óraði mig fyrir því að þú færir svona snemma, þessi hrausti karl. Fékkst ekki einu sinni kvef. En nú er ævi þinni lokið. Þú kemur ekki oftar til okkar Palla í steikt kindalæri með brúnni sósu og grænum baunum. Og ferðum okkar í Tröllagil lokið, enginn kaffisopi hjá Hagga. Takk fyrir samfylgdina í þau 47 ár sem liðin eru síðan ég kom inn í fjöl- skylduna. Hinsta kveðja til Hagga frænda frá börnum okkar Palla og fjölskyldum þeirra. Hvíldu í friði, elsku mágur. Kveðja, Bjarney Einarsdóttir. (Badda mágkona) Bróðir minn Hallgrímur Helgason, lést 3. júlí s.l. Hallgrímur ólst upp og átti heima á syðri brekkunni eða Spít- alavegi 8 fyrstu þrjá áratugina í faðmi stórrar fjölskyldu, foreldra sinna og sex systkina. Ungur að árum fékk Hallgrímur heilahimnubólgu sem skildi eftir sig ör í heila sem truflaði hreyfiskyn hans og málfar sem ágerðist mjög síðustu árin, en að öðru leyti var Hallgrímur mjög hraustur andlega og líkamlega. Það var oft mikið fjör á heimilinu því hluti af fjöl- skyldunni var nokkuð músíkalskur. Tvær elstu systur okkar sungu mikið, elsti bróðir okkar spilaði á munn- hörpu sem hann var alltaf með og yngsti bróðirinn spilaði á píanó og söng og á sinn hátt tók Hallgrímur þátt í þessu öllu. Í þessu heimilisum- hverfi ólst bróðir minn upp. Hallgrímur átti sína vini á syðri brekkunni í leik og starfi. Hann klár- aði sína skólaskyldu og síðar bílpróf og meirapróf. Stundum fékk hann lánað mótorhjól eldri bróður okkar og fékk ég stundum að sitja aftan á hjá honum og þá var nú gaman hjá okkur. Hallgrímur fór ungur til sjós og var sjómaður á síðutogurum Útgerðar- félags Akureyringa um nokkurra ára skeið. Er hann hætti til sjós gerðist hann bílstjóri á flutningabíl hjá Vöru- flutningum Stefnis, síðar starfaði hann sem vörubílstjóri hjá Möl og sandi alllengi. Á milli þessara starfa keypti Hallgrímur sér vörubíl, Bens, með lyftu og gerði hann út sjálfur. Man ég eftir mynd af honum við bíl- inn sinn og húsi sem hann flutti upp til heiða. Þegar árin færðust yfir hann tók hann að sér að starfa sem næturvakt- maður hjá ÚA. Einn hlut átti Hall- grímur sem hann gat ekki verið án, það var bíllinn hans, sem hann fór vel með og var alltaf tilbúinn að keyra frændfólk og vini. Eftir að pabbi okk- ar dó, Helgi Pálsson, var Spítalaveg- ur 8 seldur og Hallgrímur flutti með móður okkar að Vanabyggð 7. Að henni látinni bjó hann þar einn allt þar til hann eignaðist eigin íbúð í Tröllagili 14. Hann var ótrúlega mikið snyrtimenni í umgengni, aldrei óupp- vaskað í eldhúsinu eða flík á stól, allt- af gengið frá öllu jafnóðum og allir hlutir á sínum stað. Innan vinahóps gat hann verið fundvís á skoplegar hliðar mála og kom þá oft með bráð- Hallgrímur Helgason fyndnar athugasemdir. Hallgrímur var stundvís og strangheið- arlegur, staðfastur í skoðunum og hann hafði sterkan karakter. Erfiðleikar Hallgríms byrjuðu fyrir um 3 ár- um er hann lærbrotn- aði og síðan hefur mátt- ur fótanna alltaf verið að minnka, síðast á göngu í Kjarnaskógi í sumar datt hann og höfuðkúpubrotnaði. Síðan hefur hver hremmingin af annarri gengið yfir hann þar til yfir lauk. Hallgrímur hafði oft á orði alveg frá því hann brotnaði fyrst og þurfti á hjálp að halda hvað allt þetta hjúkrunarfólk væri gott við sig, hann sagðist aldrei hafa fengið aðra eins hjálp og ljúf- mennsku. Vil ég þakka læknum og starfsfólki á FSA og Víðilundi, lækn- um og vistmönnum á Kristnesi og öllu öðru góðu fólki sem hefur sýnt bróður mínum vináttu og hlýleika Björg Ólafsdóttir fær sérstakar þakkir. Hvíl í friði, elsku bróðir minn. Björg Helgadóttir. Í minningunni um Hallgrím móð- urbróður minn eða Hagga eins og við kölluðum hann dettur mér fyrst í hug gjafirnar sem hann færði okkur systrum þegar við vorum börn. Þá sigldi hann á togurum frá Ú.A. með viðkomu í mörgum hafnarborgum. Dúkkurnar svo fínar og sætar í flottu svampkjólunum með barðastóru hattana, ekki ólíkar Diddu systur hans sem hann þá efalaust hefur verið að hugsa til en hún var stóri klett- urinn í lífi hans. Eftir margra ára sjó- mennsku var kominn tími til breyt- inga og fara að vinna í landi . Haggi var á þessum tíma tíður gestur á heimili okkar Kristjáns og var góður vinskapur á milli þeirra tveggja. Haggi hafði mikinn áhuga á hestamennsku og því var ákveðið að hann fengi pláss fyrir einn hest í hús- inu hjá Kristjáni sem staðsett var í lækjargilinu, þetta þótti frænda al- deilis ekki slæmt þar sem hann var al- inn upp í innbænum og þekkti nánast hverja þúfu þar og alla kallana í næstu húsum sem flestir voru gamlir innbæingar. Hestamennskan átti hug Hagga í mörg ár og var hann ótrúlega duglegur að sinna hrossunum en ekki reið hann oft út, áhuginn snerist meira um að kemba, snyrta og hafa góða nærveru. Ekki áttum við frændi alltaf skap saman, hann átti til að æsa sig út af ótrúlegustu hlutum, jafnvel rjúka upp þegar setið var yfir kaffibolla og skella hurð duglega á eftir sér; ég vissi nú ekki alltaf tilefnið en það skipti svo sem ekki máli, en oft liðu dagar, já, og jafnvel vikur sem hann kom ekki, en alltaf bráði af þessari elsku og hann kom aftur eins og ekk- ert hefði í skorist. Í mörg ár bjó Haggi í Vanabyggð 7, fyrst ásamt móður sinni Kristínu og þegar hún fór á dvalarheimilið Hlíð bjó hann þar einn. Mikill vinskapur myndaðist á milli Hagga og fjölskyld- unnar á efri hæðinni, þá sérstaklega húsmóðurinnar Bjargar Ólafsdóttur og Óla sonar hennar og hafa þau reynst honum betur en nokkur annar. Alltaf gat hann leitað til þeirra og er slíkur vinskapur ómetanlegur. Haggi var farinn að notfæra sér dagþjónustuna fyrir aldraða í Víði- lundi, þar leið honum vel og hældi mikið því frábæra fólki sem þar vinn- ur, hafi það miklar þakkir fyrir. Starfsfólki lyfjadeildar á Akureyri ber einnig að þakka fyrir frábæra hjúkrun og notalegheit. Elsku frændi, þá ert þú farinn og þrautum þínum í þessu jarðlífi lokið. Það var erfitt að horfa upp á þig berj- ast síðustu vikurnar en einhvernveg- inn fannst mér ég skilja að þú þráðir hvíld og frið og loksins varð þér að þeirri ósk. Hvíl í friði, elsku frændi. Helga Nóa, Kristján og börn. Hann kemur niður landganginn, myndarlegur maðurinn með tinandi höfuðið, brosandi af tilhlökkun – loks- ins kominn í land! Hann heldur á stórum gráum bangsa og sest í aftur- sætið hjá mér. Þetta er handa þér, vinurinn, segir hann og bangsinn kúrði í fanginu á mér næstu árin. Viku síðar hirðum við sjóarann upp einhvers staðar úti í bæ. Mamma og amma búnar að hafa til sjópokann hans úr appelsínugula seglinu og Hallgrími er komið upp landganginn, pokanum kastað á eftir honum yfir lunninguna. Þannig voru sjómannsárin og þau voru býsna mörg: Vinnusemi á hafi úti og slark í landi. Hallgrímur tók vel á því öllu saman. En Haggi kunni að koma á óvart og ég held að allir í fjöl- skyldunni hafi orðið gjörsamlega kjaftstopp þegar vínið hvarf úr lífi hans eins og dögg fyrir sólu, þónokkr- um árum eftir að hann hætti á sjón- um. Haggi hafði einarðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var sér- lundaður og skapstór og gat verið til- ætlunarsamur við sína nánustu. Það var oft í honum einhver hundur en þó var skopskynið aldrei langt undan og oftar en ekki hárbeitt og alltaf kald- hæðið. Sjálfum þykir mér kaldhæðið að maðurinn sem hafði strítt við það að hætta að reykja síðasta áratuginn eða tvo, vildi reyna að þjálfa upp líkam- ann með daglegum gönguferðum í Kjarnaskógi og víðar þegar hann fann að elli kerling gerði að honum harða hríð – að hann skyldi detta á höfuðið í einum af gönguferðum sín- um, detta síðan tvisvar aftur þegar hann reyndi að strjúka af spítalanum og heyja loks baráttu upp á líf og dauða. Þá skipti tóbakið engu máli. Þegar við Guja frænka heimsóttum hann á spítalann skömmu eftir þriðja fallið og höfðum setið hjá honum dá- góða stund, tilkynnti ég Hallgrími að núna þyrftum við að fara. Þá svaraði hann að bragði: Guði sé lof. Þegar ég heimsótti hann aftur á Hlíð eftir að hann var færður þangað um nokkurra daga skeið, var hann hér um bil búinn að missa málið. Ég fór með hann í reykherbergið og gaf honum rettu. Ég hélt henni upp að vörum hans og hann reyndi að sjúga. Þegar rettan var brunnin upp, sagði hann: Aðra. Og það var næstsíðasta orðið sem ég heyrði hann segja. Ég hafði skotist úr vinnunni til að heimsækja hann og mátti því ekki staldra lengi við. Ég útskýrði það fyr- ir honum og sagði að líklega yrði hann bara guðs lifandi feginn að ég færi. Þá sagði hann: Já, og kímdi með augun- um. Ég kveð þennan einstaka frænda minn með trega, þakka fyrir grá- brúna bangsann og öll árin sem við Hallgrímur áttum slitrótt saman. Ég þakka fyrir síðasta fasta handtakið og að hann skyldi ná að láta rofa aðeins í augun þegar við sáumst hinsta sinni. Ragnar Hólm Ragnarsson. Hann fæddist á Akureyri, heil- brigður, en veiktist á fyrsta ári, lík- lega af heilahimnubólgu, og fatlaðist líkamlega. Hann lauk barnaskóla- og skyldunámi, og síðar meiraprófi bíl- stjóra. Hann varð nokkuð hraustur og það var ekki fyrr en ellin hrjáði hann að stoðkerfi líkamans brást og hann átti til að falla um koll, hvort sem var á heimili sínu eða í göngu- túrum. Enda fór það svo að í einum göngutúrnum féll hann og höfuð- kúpubrotnaði. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og þar var gerð á honum aðgerð. Eftir aðgerðina var hann aftur fluttur norður til Ak- ureyrar. Hann virðist hafa fengið smávægilega heilablæðingu sem síð- an ágerðist og leiddi hann að lokum til dauða. Þrátt fyrir líkamlega fötlun starf- aði hann allt fram á elliár. Hann átti um tíma vörubifreið og varð sjálf- stæður verktaki. Hann fór ungur til sjós og var sjómaður á síðutogurum Útgerðarfélags Akureyringa um margra ára skeið. Síðar gerðist hann bílstjóri á flutningabíl hjá Stefni og í mörg ár starfaði hann við bifreiða- keyrslu hjá Möl og sandi. Þegar hann eltist gerðist hann næturvaktmaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Hallgrímur hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á þeim. Hann var í eðli sínu feiminn og hlédrægur en gat ver- ið fundvís meðal vina á skoplegar hliðar mála. Hann var stundvís, ná- kvæmur og heiðarlegur. Hallgrímur bjó með móður sinni um langt árabil að Vanabyggð 7 og eftir að hún andaðist bjó hann þar einn þar til hann keypti sér íbúð í Tröllagili 14. Á efri hæð Vanabyggðar bjuggu Jósef Kristjánsson og Björg Ólafsdóttir ásamt börnum sínum. Björg reyndist Hallgrími mikil hjálp- arhella og einnig sonur hennar, Óli. Við hjónin söknum Hallgríms og syst- ir hans, Sigurlaug, hafði mikið og náið samband við hann, sérstaklega á ár- um áður, og síðar höfðu þau vikulega símasamband. Friður veri með hon- um. Sigurlaug Helgadóttir og Ragnar Ásgeir Ragnarsson. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 vini, það gerist ekki nema menn standi við orð sín og skili góðu verki. Við létum það eftir okkur að fara nokkuð um landið og einnig út fyrir landsteinana. Minnisstæðust er mér ferðin þegar við héldum upp á fimm- tíu ára vináttu okkar með því að fara til Mekka fótboltans, Manchester- borgar á Englandi til að horfa á hið margfræga fótboltalið Manchester United sýna snilli sína á grasinu. Frammistaða mótherjanna, Full- ham, er löngu gleymd og nokkuð sérkennilegt að við færum í þessa sérstæðu pílagrímsferð því hvorug- ur okkar taldist til þess hóps sem er heltekinn af þessari annars merku íþrótt. Hin síðari ár átti Pétur við van- heilsu að stríða en var ætíð með koll- inn í lagi og tilbúinn í spjall hvenær sem var. Lát hans kom því ekki á óvart og á síðustu hérvistardögum hans hitti ég hann þar sem hann lá á sjúkrabeði, það varð okkar síðasta spjall. Við Sigríður sendum konu hans og börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sævar Björnsson. Mig langar með fáum orðum að minnast vinar míns, Péturs Vetur- liðasonar. Hann var góður vinur föður míns og seinna allrar fjölskyldunnar. Oft leitaði ég til Péturs er ég þurfti á starfssviði hans að halda. Alltaf gat ég reitt mig á traust hans og kær- leika í öllu viðmóti. Eftir að faðir minn lést hringdi hann ætíð til móður minnar á afmæl- isdögum þeirra. Með því sýndi hann í verki sanna vináttu og ljúfar minn- ingar liðinna ára. Það þótti öllum vænt um. Nú er Pétur laus frá þrautum lík- amans og farinn til fundar við Drott- in sinn. Óska ég honum góðrar heim- komu. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Ég kveð þig með orðum Jónasar Hallgrímssonar. Flýt þér vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Ingibjörg Marteinsdóttir. indi og trúarbragðafræði og ekki síst það sem ekki hafði verið skráð um þær greinar á íslenska tungu. Guðjón fann fljótt að norðanmaður- inn hafði þar lítið til málanna að leggja og urðu samræður okkar um þau efni fremur lágfleygar, enda reyndi Guðjón ekki að prédika eða snúa mönnum á sitt mál. Skömmu seinna fór að bera á geð- veilu hjá Guðjóni sem ágerðist, og þurfti hann á sjúkrahúsvist að halda af þeim sökum í nokkur ár. Hann fékk þar góða aðhlynningu og nokk- urn bata. Hann gerði sér grein fyrir veikindum sínum og hélt sinni reisn en varð þó ekki samur maður. Guð- jón var í seinni tíð einfari. Hann hélt þó alla tíð sambandi við sitt fólk. Hann tók þátt í fjölskyldusam- kvæmum og skaut þá gjarnan inn í samræðurnar athugasemdum sem lýstu hans gömlu snilli og dóm- greind. Einhverju sinni var til um- ræðu mataræði og fæðuval og einn ættingjanna lýsti því yfir að hann væri alfarið farinn að neyta græn- metis „eða kominn í grasið“ eins og hann sagði. Guðjón frá Mörk hafði þetta til málanna að leggja: „Ég var nú á Kleppi í tíu ár en aldrei át ég gras.“ Við Guðjón sendum hvor öðr- um kort á jólum, gjarnan með bundnu máli, og höfðum báðir gam- an af. Fylgir hér ein jólakveðja frá árinu 1993: Það glitrar á jólaglysið. Glatt er í hverjum hól. Jarðneskir jólasveinar, Jeltsín, Major og Kohl, hrekkja fátæka fólkið og flot af börnunum sníkja. Ennþá er grunnt á gömlu Grýlu ýmissa ríkja. Við Hólmfríður kveðjum Guðjón Jónsson frá Mörk hinstu kveðju með þökk og virðingu. Stefán Yngvi Finnbogason.                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, ATLI THORODDSEN flugmaður, Þrastarási 24, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. Einnig viljum við benda á reikning til styrktar dætrunum: 0101-15-381886, kt: 201071-4619. Ásta Hallgrímsdóttir, Andrea Thoroddsen, Júlíana Thoroddsen, Þórunn Christiansen, Björn Thoroddsen, Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Guðríður Þórhallsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.