Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Ómar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FJÖLDI ferðamanna sem fara í hvalaskoðun hérlendis hefur á sl. áratug farið úr rúmlega 30 þúsund manns á ári í tæplega 115 þúsund manns. Þannig hefur gestum að meðaltali fjölgað um 14% á ári frá 1998. Í fyrra voru heildartekjur í greininni hérlendis meira en 16,5 milljónir Bandaríkjadala eða rúm- lega tveir milljarðar íslenskra króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt sem gerð var fyrir Al- þjóðadýraverndunarsamtökin (Int- ernational Fund for Animal Welfare, IFAW) og kynnt var um borð í vetn- isskipinu Eldingu við Reykjavíkur- höfn í gær að viðstöddu m.a. fjöl- miðlafólki, alþingismönnum, borgar- fulltrúum og fulltrúum dýravernd- unarsamtaka. Skýrslan var unnin hjá ástralska fyrirtækinu Economists at Large á sl. 18 mánuðum og nær til hvala- skoðunar í 119 löndum á heimsvísu. Draumur ef veiðum yrði hætt „Skýrslan sýnir okkur svart á hvítu að það er mikil aukning í hvalaskoðun á Íslandi sem og annars staðar í heiminum,“ sagði Robbie Marsland, yfirmaður IFAW í Lond- on. Benti hann á að þegar litið væri til heimsins alls mætti sjá að hvala- skoðunarferðum hefði fjölgað um 3,7% á ári sl. áratug en vöxtur grein- arinnar er mjög mismikill eftir heimsálfum. „Þannig kemur það okkur ánægjulega á óvart að sjá að vöxturinn hefur verið ríflega 17% á ári í Asíu að undanförnu en á sama tíma hefur hann aðeins verið 7% í Evrópu. Það eru því mikil sóknar- færi í hvalaskoðun í Evrópu,“ sagði Marsland. Tók hann fram að eftir sem áður færu flestir í hvalaskoðun í Norður-Ameríku en 38% allra hvaðaskoðunargesta í heiminum fara þar í sínar ferðir. Í samtali við Morgunblaðið sagði Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, að skýrslan sýndi að enn væru mikil sóknarfæri á Íslandi í hvalaskoðun að því gefnu að réttar pólitískar ákvarðanir yrðu teknar sem styddu við greinina en sköðuðu hana ekki. „Það væri auðvitað draumastaða ef hvalveiðum hér við land yrði hætt, en sé það vilji stjórnvalda að stund- aðar séu hvalveiðar væri best ef hægt væri að skipuleggja þær þann- ig að ekki væri verið að veiða á hvalaskoðunarsvæðum,“ sagði Rannveig. Tók hún fram að góðar líkur væru til þess að gestum í hvala- skoðunarferðum við Íslands- strendur gæti fjölgað um 5-10% á ári næsta áratuginn. Sóknarfæri í hvalaskoðun  Ný skýrsla sýnir að í fyrra fóru 13 milljónir manna í hvalaskoðun í 119 löndum  Á árunum 1998-2008 fjölgaði gestum í hvalaskoðun um 3,7% á ári á heimsvísu Ný úttekt, sem gerð var fyrir Al- þjóðadýraverndunarsamtökin, leiðir í ljós að hvalaskoðun á Ís- landi hefur vaxið hröðum skref- um á sl. árum og veltir nú yfir tveimur milljörðum króna á ári.                            ! " #           13.200 manns hafa atvinnu af hvalaskoðun í heim- inum öllum. 270 milljaðar ísl. kr. var heildarveltan af hvala- skoðun á heimsvísu í fyrra. 17% aukning hefur orðið á hvalaskoðun í Asíu sl. áratug. 251% aukning varð í hvala- skoðun hérlendis á árabilinu 1994-1998. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 „VIÐ teljum að það sé hag- kvæmt að hefja skipulagða hvalaskoðun í Ísafjarðardjúpi, annaðhvort út frá Ísafirði eða Bolungarvík,“ segir Sig- ursteinn Más- son, talsmaður IFAW á Íslandi. Vísar hann máli sínu til stuðnings til nýrrar skýrslu sem samtökin hafa gert um hagkvæmni þess að bjóða upp á hvalaskoðun á Vestfjörðum. Skýrslan byggist á viðtölum við á annað hundrað sjómenn og aðra sjófarendur um reynslu þeirra af því að sjá hvali í Ísafjarðardjúpi. „Af við- tölunum að dæma hefur fólk séð mikið af hval í mynni fjarðarins,“ segir Sigursteinn og telur skyn- samlegt að bjóða upp á skoð- unarferðir þar sem bæði hvalir og selir væru skoðaðir. Að sögn Sigursteins verður skýrslan kynnt heimamönnum nán- ar síðar í sumar. Segir hann nokkurn áhuga meðal þeirra á að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir og ljóst að ný skýrsla IFAW um aukna aðsókn í hvalaskoðun á heimsvísu, sem kynnt var í gær, geti veitt mönnum innblástur til frekari landvinninga. Hvalaskoðun hagkvæm á Vestfjörðum Sigursteinn Másson Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is „ÞAÐ er náttúrlega ekki einsdæmi að málum ljúki svona hratt en þarna var ekki um játningamál að ræða,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari. „Þá verður líka allt að ganga upp hjá lögreglu og ákæru- valdinu sem og fyrir dómstólum en þar var vilji til þess að setja þetta mál í forgang.“ Málið sem Valtýr vísar til er nýlegt nauðgunarmál þar sem málsmeðferðartími frá broti og til þess að dómur gekk var aðeins um sjö vikur. Valtýr segir málsmeðferðarreglur ríkissaksóknara miðast við að rann- sókn nauðgunar taki að jafnaði ekki lengri tíma en sextíu daga og tekin sé ákvörðun um málsókn hjá rík- issaksóknara inn- an fimmtán daga. Tæknivinnan skiptir sköpum „Þó að stytting málsmeðferðar- tímans sé já- kvæð, þá veldur hún líka gríð- arlegu álagi á embættið,“ segir Valtýr. Það hafi orðið miklar framfarir í rann- sóknum sakamála og tæknivinna lögreglu skipti æ meira máli þegar komið er fyrir dóm. Sífellt erfiðara sé að koma málum í gegn með því að nýta eingöngu hefðbundnar vitnaleiðslur til sönnunar. Aukin harka verjenda hafi þau áhrif að tæknivinnan geti skipt sköpum fyrir dómsúrskurð og því þurfi allur málatilbúnaður og rannsóknarvinna að vera óaðfinnanleg. Valtýr segir mál sem koma til meðferðar hjá embættinu umfangs- meiri og flóknari en áður. „Ákær- andinn er jafnan einn á móti fjölda verjenda. Ábyrgðin er því mikil þar sem hann þarf að fylgjast með öll- um þráðum málsins fyrir dómi, boða vitni, útvega túlka, halda utan um tæknivinnu, auk þess að reka málið lögfræðilega.“ Ógnun við réttaröryggi Valtýr telur ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun sem gæti jafnvel leitt til réttarspjalla. Í fjölda mála séu margir ákærðir og því margir verjendur á móti einum ákæranda. Það ætti að vera meg- inregla að í stærri málum væru tveir ákærendur eða ákærandi og aðstoðarmaður. Hann segir ekki til fjármagn til að bæta við starfsfólki, en starfsmannafjöldinn, 14 manns sé nánast sá sami og fyrir tíu árum. Hraðari málsmeðferð jákvæð Valtýr Sigurðsson Í HNOTSKURN »Árið 2005 voru ákærumálhjá ríkissaksóknara 243 talsins en voru orðin 486 á síð- asta ári. »Þá fjölgaði kærumálumfrá lögreglu úr 85 í 173. »Málum sem rekin voru fyr-ir Hæstarétti fjölgaði úr 92 í 116.  Saksóknari fagnar skjótri afgreiðslu í kynferðisbrotamáli  Þýðir um leið aukið álag hjá embættinu  Umfangsmeiri mál geta jafnvel leitt til réttarspjalla STOFNUÐ hefur verið Facebook- síða þar sem skorað er á Davíð Oddsson, fyrrver- andi formann Sjálfstæðis- flokksins, að snúa aftur í stjórn- málin. Davíð útilokaði ekki endurkomu í stjórnmálin í þættinum Málefnið sem sýndur var á Skjá einum á mánudagskvöld. Stofnandi síðunnar segist hafa gert það til þess að sýna Davíð að það sé vilji þjóðarinnar að hann snúi aftur í stjórnmálin og hjálpi þjóðinni út úr þeim vanda sem hún er í. „Þú virðist vera eini maðurinn með bein í nefinu og með allt á hreinu varðandi skuldbindingar Íslands,“ skrifar stofnandinn, Jóhann Bragi Birg- isson, í kynningu á síðu sinni. Skora á Davíð Davíð Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.