Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Girnileg ný grillbók eftir Thomas Möller, höfund Eldaðu maður. Frábærar uppskriftir Rjúkandi grillráð Gómsætir og fjölbreyttir grillréttir Hálfdan Ármann Björnsson,góðvinur Vísnahornsins, sendi nýverið frá sér sína aðra ljóðabók, Rúmhendur. Sú fyrri nefndist Fjóshendur og kom út árið 2003. Vel er vandað til nýju bókarinnar, sem inniheldur fjölda ljóða sem flest hafa verið samin á síðustu 5 árum. Áhugasamir geta sent tölvupóst á son hans á netfangið: Benedikt@internet.is. Í Rúm- hendum er meðal annars ljóðið Ber: Vaxa á lyngi lítil ber, ljúfan ávöxt þetta ber. Margur þunga byrði ber, af burðinum verður sinaber. Sakir einn á annan ber, óvininn með hnefum ber. Fjallið hátt við himin ber. Halur skít á túnið ber. Ýmislegt fyrir augu ber, sem á þó jafnan lítið ber, einkanlega, ef til ber að þér mæti kona ber. Hagyrðingurinn Sigrún Haraldsdóttir varð sér úti um eintak og fékk það auðvitað áritað: Fleygði sér frjálsleg í hnakkinn, fimlega taumana strauk. Mætti þar augunum makkinn, molla af sjónunum rauk. Hver var hinn frísklegi knapi? og hver var hinn mjúkgengi jór? Í svipinn þar allir sáu hvar Sigrún á Pegasus fór. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Rúmhendur og Hálfdan KYNLÍF unglinga getur þegar vel tekst til verið skemmtilegt. Þetta er boðskapurinn í nýrri herferð breskra heilbrigðisyfirvalda sem miðar að því að breyta tóninum í kynfræðslu fyrir ungmenni. Í stað þurrar kynfræðslu og varn- aðarorða um þær hættur sem felast í kynmökum skal nú lögð áhersla á að þau geti verið heilsusamleg og umfram allt skemmtileg. Gerð er grein fyrir þessari nýju áherslu í bæklingnum „Pleasure“, eða „Unaður“, og hefur útgáfan valdið nokkrum deilum í Bretlandi. Þunganir táningsstúlkna eru al- gengar og tíðni kynsjúkdóma há og vilja margir meina að svo opinská skilaboð muni ýta undir lauslæti. Aðrir halda því fram að stefnu- breytingin sé af hinu góða þar sem hún stuðli að fræðslu um hina mannlegu hlið kynlífs þar sem áherslan er fremur á mannleg sam- skipti en þrönga, líffræðilega nálg- un. Fulltrúar breskra heilbrigðisyfir- valda í Sheffield fóru fyrir útgáfunni sem teljast verður djörf en þar er meðal annars að finna kaflann „Ein fullnæging á dag“, þar sem hin já- kvæðu áhrif kynlífs og sjálfsfróunar á líðan ungmenna eru útskýrð út frá ýmsum hliðum. Kynlíf getur verið góð skemmtun Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is GERA má ráð fyrir að um 4.500 manns ferðist um Hornstrandir á þessu sumri. Fjöldinn í ár er svipaður og verið hefur, en Jón Björnsson landvörður segist þó skynja þá breyt- ingu að gangandi fólki fjölgi. „Það eru ferðamenn sem bera allt sitt á bakinu og ganga úr einum stað í annan. Það er duglegt fólk sem umgengst landið af virðingu og skilur engin ummerki eftir sig,“ segir Jón. Um það bil helmingur Horn- strandafara er fólk sem dvelst í sum- arleyfi sínu í húsum í Fljótavík, Að- alvík og Látravík, að sögn Jóns. Hann segir sömuleiðis að margir fari í dags- ferðir á Hesteyri í Jökulfjörðum og að Hornbjargi. Landið ber álagið „Eins og staðan er í dag ber landið al- veg það álag sem er á svæðinu. Aukist það hins vegar að einhverju ráði þarf að mæta því, til dæmis með því að bæta aðstöðu á tjaldstæðum og fleira slíkt,“ segir Jón. Hann segir fyrstu ferðamennina sjást á Hornströndum um 20. júní og vertíðin sé úti í kring- um 15. ágúst. Á þessum ystu strönd- um sé sumarið aðeins um sex vikur og upp úr miðjum ágúst hafi gróður tek- ið haustliti. Líðandi sumar er það nítjánda sem Guðmundur Hallvarðs- son er fararstjóri hópa Ferðafélags Íslands á Hornströndum. „Baráttan við björgin“ er yfirskrift ferðar sem hann fór fyrir í síðustu viku, en þá var gert út frá Hlöðuvík og Hornbjargs- vita í lengri og skemmri dagsferðir. Guðmundur fer tvær Hornstranda- ferðir seinna á sumrinu. Í þeirri sem næst er verður gengið frá Hlöðuvík, þar sem Guðmundur á sumarhús, og þaðan svo yfir í Fljótavík og á Hest- eyri. Hin ferðin er sérstaklega ætluð ungu fólki en á vettvangi Ferðafélags Íslands er sérstök áhersla á að ná til þess hóps. Þar sem sumarið er sex vikur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hornstrandir Guðmundur Hallvarðsson hefur í 19 sumur verið fararstjóri á Hornströndum fyrir Ferðafélag Íslands og því svæðinu vel kunnugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.