Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.07.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MAGNÚS Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands, segir að lán Búnaðarbanka Ís- lands til Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgúlfssonar hafi verið veitt í apríl 2003. Þá hafði ríkið selt bankann og nýir eigendur skipað nýtt bankaráð. Síðar var Búnaðarbankinn sameinaður Kaupþingi, að því er segir í yfirlýsingu frá Magnúsi. Skrifað var undir samning vegna kaupa Samsonar á Landsbankanum um áramótin 2002 og 2003. Greiðslan til ríkisins var hins vegar innt af hendi í lok árs 2003, eftir að gengið hafði verið frá láni frá Búnaðarbankanum. Endanlegt kaupverð nam um 11,5 milljörðum króna og við undirritun sýndi Samson fram á greiðslugetu og lagði t.a.m. fram bréf Björgólfs Thors Björgólfssonar í Pharmaco til tryggingar á greiðslu. Tíminn sem leið frá undirritun kaupsamningsins og afhendingar kaupverðs- ins var nýttur til að ljúka fjármögnun kaupanna, þar á meðal með láni frá Búnaðarbankanum. Skuld Samsonar við Búnaðarbankann nemur nú um 4,9 milljörðum króna auk dráttarvaxta, eða samtals um sex milljörðum króna. Tveimur vikum eftir söluna á Landsbankanum, eða 16. janúar, var gengið frá kaupum S-hópsins svokallaða á Búnaðarbankanum. Hluta kaupverðsins fengu kaupend- ur að láni hjá Landsbankanum, en sú skuld mun hafa ver- ið greidd að fullu. Fengu lán eftir undirritun Í HNOTSKURN »Samningurinn um kaupSamsonar á Landsbank- anum var undirritaður um áramót 2002 og 2003. Kaup- verðið var greitt til ríkisins í lok árs 2003. »Fjármögnun var lokið ímillitímanum, m.a. með láni frá Búnaðarbankanum.  Lán Búnaðarbankans til Samsonar vegna kaupa á Landsbankanum var veitt um fjórum mánuðum eftir undirritun samnings  Kaupverð greitt í árslok 2003 UMHVERFIS- og samgönguráð Reykjavíkurborgar telur nauðsyn- legt að skilyrði fyrir endurfjár- mögnun Strætó bs. verði endur- skoðuð og hvetur borgarráð til að gera það. Í samhljóða bókun umhverfis- og samgönguráðs kemur fram stuðn- ingur við það að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, eigendur fyr- irtækisins, taki yfir hluta af skuld- um Strætó eins og samkomulag varð um í stjórn byggðasamlagsins. Það skilyrði er jafnframt sett að fargjöld verði hækkuð á næstu ár- um. Fram kemur í tilkynningu um- hverfis- og samgönguráðs að full- trúarnir telja að skilyrðin geti verið of takmarkandi fyrir eflingu og uppbyggingu Strætó. helgi@mbl.is Skilyrði talin of takmarkandi fyrir Strætó „ÉG ER ósam- mála því að það sé ekki samrým- anlegt okkar stefnu þó hluti okkar þing- manna styðji þessa tillögu enda er okkar stefna óbreytt,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son, formaður VG, um opið bréf sem nokkrir samflokksmenn hans rituðu til hans í gær. Þar segir m.a. að með stuðningi sínum við tillögu ríkisstjórnarinnar um aðild- arviðræður við ESB geri Stein- grímur ekki aðeins sjálfan sig ómerking orða sinna, heldur einnig alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda kosninganna í vor. Er vísað í stefnuskrá flokksins þar sem inngöngu í ESB er hafnað. Steingrímur undirstrikar enda að þingmenn flokksins áskilji sér rétt til að hafna málinu á öllum stig- um þess, en að flokksráðsfundur hefði samþykkt þátttöku í ríkis- stjórninni, m.a. á grundvelli þess að málið yrði sett í þennan farveg. „En auðvitað eru heitar tilfinn- ingar í þessu máli og ég skil vel að ýmsum sé þungbært að farið sé af stað í þetta.“ ben@mbl.is ESB-málið vissulega ýmsum þungbært Steingrímur J. Sigfússon Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ SEM við sögðum við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sig- fússon er að það þarf að taka Icesave og slá það út af borðinu, annars mun- um við greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópu- sambandsmálinu,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, um viðræður við leiðtoga stjórnar- flokkanna í gær. Þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir standa með Þór í málinu en Þráinn Bertels- son, fjórði þingmaður flokksins, deil- ir ekki þessari afstöðu þeirra. Að því gefnu að þrír þingmenn VG vilji hafna samningnum er meirihluti fyrir honum þar með fallinn en Þór telur aðspurður meirihluta fyrir þjóðaratkvæðinu. Spurður um skilyrðið segir Þór „Icesave-málið svo eitrað að það muni valda þjóðarbúinu miklum skaða í áratugi ef það fari í gegn“. „Ég er búinn að vera í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd þar sem við erum búin að fjalla um málið í bráðum tvær vikur og ég sé hvernig það er vaxið, hve samningurinn er vondur og hvern- ig hann stenst ekki Evrópulög. Ég sé hagfræðina á bak við það sem framkvæmda- valdið er að setja fram og hvernig það setur fram tölur sem eru algjörlega út úr kort- inu. Mér býður við svona vinnu- brögðum og get ekki tekið þátt í þeim. Fjármálaráðuneytið setur fram tölur um 40% hagvöxt á árun- um 2016 til 2024. Það hefur aldrei verið svona hagvöxtur í sögunni, fyr- ir utan að við erum stórskuldug þjóð að stefna í heimskreppu.“ Fjórða þjóðin miðli málum Aðspurður um hvað þau leggi til að gert verði fari svo að samningnum verði hafnað segir Þór sér þykja eðli- legast að fjórða þjóðin sé fengin til að miðla málum í þessu. „Frakkar buðust til þess í upphafi en það varð ekkert úr því. Íslend- ingar geta ekki ráðið við það einir að semja við svona stór- og nýlendu- þjóðir eins og Breta og Hollendinga. Við ráðum ekki við það.“ – Telurðu líklegt að Frakkar séu tilbúnir til að taka að sér hlutverk málamiðlara í deilunni? Ekki gjaldgengur innan ESB „Ég hugsa það, þeir eru búnir að gera það einu sinni. Annað sem er mikilvægt í þessu máli er að Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, lítur svo á að Icesave-samningurinn sé þess eðlis að hann yrði ekki gjaldgengur innan Evrópusambandsins vegna þess að hann sé svo gallaður. Það hallar allt of mikið á annan samningsaðilann og skv. Evrópurétti er óheimilt að gera svoleiðis samn- inga. Þannig að ég held að Íslend- ingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að það væri ekki hægt að ná hag- stæðari samningi eða að farið yrði með málið fyrir dómstóla.“ Þór er harðorður í garð Svavars Gestssonar, formanns samninga- nefndarinnar um Icesave, og segir augljóst að hann valdi ekki starfinu. Mendez hafi bent á að lagatextinn sem Bretar lögðu fram sé á gömlu lagamáli sem engir nema þeir skilji. Icesave út af borðinu, ellegar kosið um ESB Þingmenn Borgarahreyfingarinnar setja stjórninni skilyrði Þór Saari POLLAR verða framvegis dregnir upp til að loka Pósthússtræti við Kirkjustræti á góðviðrisdögum. Þeir leysa af hólmi búkkana og skiltið sem notast hefur verið við til þessa. Pósthússtræti hefur verið lokað við Austurvöll einstaka góðviðris- daga síðustu sumur. Upphaflega kom hugmyndin frá borgarbúa. Kaffihúsaeigendur á svæðinu og gestir þeirra hafa tekið þessu vel. Venjulega er götunni lokað þeg- ar líður að hádegi og svo er hún opnuð aftur undir kvöld þegar fólki fækkar í miðbænum. Vegna þess hversu gott veðrið hefur hefur ver- ið í sumar hefur gatan verið lokuð samtals í þrjár vikur. „Vonandi verður hægt að nota pollana mikið það sem eftir er sumars, spáin er fín,“ segir Pálmi Randversson, sér- fræðingur á umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkurborgar. Hann vonast til að hliðinu í Austur- stræti verði einnig lokað og jafnvel farið upp á Laugaveg. helgi@mbl.is Pollar í stað búkka og skiltis Nýr búnaður til að auðvelda lokun Pósthússtrætis á góðviðrisdögum Morgunblaðið/Ómar INNBROT eru stærsta vandamálið að mati 56% svarenda í könnun á reynslu íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu, öryggi og afbrotum. Þetta er talsverð aukning frá könn- un sem gerð var í fyrra en þá nefndi tæplega þriðjungur innbrot sem al- varlegasta vandamálið. Könnunina gerði Capacent Gallup fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu í apríl sl. og voru niðurstöðurnar birtar á dögunum. 16,9% telja umferðarlagabrot mesta vandamálið en í fyrra var sambærileg tala 30,4%. Þá telja 7,4% eignaspjöll og skemmdarverk vera mesta vandamálið, sem er um 10 prósentustigum minna en í fyrra. Almennt eykst ánægja með störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um 4% frá í fyrra en tæp 91% telja lögregluna skila góðu starfi í sínu hverfi við að sporna gegn afbrotum. Tæp 11% segjast aldrei sjá lög- reglumann eða lögreglubíl í sínu hverfi en lögreglumenn og -bílar virðast sýnilegri í Mosfellsbæ, Breiðholti og í miðborginni en á öðr- um stöðum skv. niðurstöðunum. Könnunin var gerð í gegnum síma. Úrtakið var 2.145 manns á höf- uðborgarsvæðinu og var svarhlut- fallið 62,1%. ben@mbl.is Innbrot mesti vandinn í borginni Morgunblaðið/Júlíus Sýnileiki Íbúar verða mismikið var- ir við lögreglu eftir hverfum. Í HNOTSKURN »Tæp 52% segjast mjögörugg er þau ganga ein í sínu hverfi eftir myrkur. Karl- ar eru öruggari en konur. »14,5% sögðust hafa orðiðfyrir eignaskemmdum, 11,4% fyrir innbroti eða þjófn- aði og 3,25% fyrir ofbeldis- broti í fyrra. Ánægja með störf lögreglunnar eykst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.