Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Halldór Guðmundsson ✝ Halldór Guð-mundsson fædd- ist á Akureyri 25. mars 1939. Hann andaðist 23. júní 2009. Útför Halldórs fór fram frá Akureyr- arkirkju 3. júlí síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Inga Valborg Einarsdóttir ✝ Inga ValborgEinarsdóttir fæddist í Mennta- skólanum í Reykja- vík 29. nóvember 1928. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 1. júlí sl. Inga var jarðsungin frá Langholts- kirkju 10. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Sigurður M. Jakobsson ✝ Sigurður M. Jak-obsson var fædd- ur á Skarði á Snæ- fjallaströnd 18. mars 1929. Hann lést mánudaginn 6. júlí 2009 á bráða- móttöku Landspít- alans Hringbraut. Foreldrar hans voru hjónin Símonía Sigurðardóttir og Jakob Kolbeinsson. Hann var yngstur systkina sinna sem voru: Bjarnveig sem er látin, María, Sig- urborg, Ása sem lést barnung, Guð- björg sem er látin, Guðjóna sem er látin og Kolbeinn. Sigurður flutti með fjölskyldunni til Ísafjarðar ungur að árum og þaðan til Súðavíkur. Hann gekk þar í barnaskóla og síðar í Reykjanesskóla og fór á mót- oristanámskeið á Ísafirði. Hann var vél- stjóri á bátum í nokkur ár, vann hjá Kópavogskaupstað í tæp 40 ár sem bíl- stjóri, vélamaður, verkstjóri og síðast sem hafnarvörður. Sigurður kvæntist Ragnhildi Að- alsteinsdóttur 1960 og synir þeirra eru: Agnar, Viðar og Helgi. Fyrir hjónaband átti Sigurður soninn Ingvar Jóhann f. 1951. Barnabörnin eru sjö og einn lang- afastrákur. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira: mbl.is/minningar Margrét Helga Gísladóttir ✝ Margrét HelgaGísladóttir fædd- ist á Selnesi á Breið- dalsvík 3. apríl 1924. Hún lést á líknardeild LSH á Landakoti 28. júní síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði 3. júlí síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Hrafn Franklin Friðbjörnsson ✝ Hrafn FranklinFriðbjörnsson fæddist í Vest- mannaeyjum 8. febr- úar 1965. Hann lést á heimili sínu, Bylgjubyggð 61 í Ólafsfirði, 28. júní 2009. Útför Hrafns hefur farið fram. Meira: mbl.is/minningar ✝ Jón Páll Péturssonfrá Hafnardal í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp fæddist 1.9. 1921. Hann lést á Landspítala við Hring- braut að kvöldi 6. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 19.11. 1892, frá Tungu í Mosvallahreppi, V.- Ís., d. 21.5. 1937 og Pétur Pálsson, f. 11.2. 1886, bóndi í Vatns- firði í Reykjafjarð- arhreppi, síðar Hafnardal, Naut- eyrarhreppi, d. 4.5. 1966. Systkini Jóns voru: a) Ragna, f. 14.8. 1904, d. 21.11. 1955, b) Páll, f. 2.7. 1910, d. 8.7. 1922, c) Björg Sigríður, f. 23.7. 1912, d. 4.3. 1948, d) Arndís, f. 24.1. 1914, d. 10.10. 2002, e) Gróa Bjarn- fríður, f. 29.8. 1917, d. 13.3. 2000, f) Gunnar Friðrik, f. 17.8. 1920, d. 17.11. 2003, g) Guðmundur Garðar, f. 16.8. 1923, d. 14.5. 1927, h) Þórður, f. 25.7. 1924, i) Fríða, 11.4. 1926, j) Gerður, 19.3. 1927, k) Garðar, f. 25.6. 1928, l) Hannes, f. 10.12. 1931, m) Sigríður, f. 25.1. 1939. Kona Jóns var Ólafía Gísladóttir frá Neskaupstað, f. 23.11. 1921, d. 8.1. 1975. Börn þeirra eru: 1) Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 16.5. 1952, maki Bjarni A. Agnarsson, f. 5.8. 1952, börn a) Agnar, maki Brynja Ár- mannsdóttir, börn Ármann Bjarni og Bríet Aðalbjörg. b) Ólöf, sam- býlismaður Helgi Már Þorsteinsson. c) Kjartan Jón. 2) Þórunn Ísfeld Jónsdóttir, f. 12.9. 1958, maki Ragn- ar H. Kristjánsson, f. 15.9. 1959, börn a) Kristján Atli, maki Lilja Sig- urðardóttir, barn: Guðrún Elva. b) Hauk- ur Ísfeld, unnusta Hrönn Arnardóttir. c) Stefán Páll. Börn Ólafíu og fóst- urbörn Jóns eru: 1) Jón Viðar Arnórsson, f. 2.5. 1945, maki Sig- rún Briem, f. 8.4. 1945, börn a) Páll Við- ar, maki Þorbjörg Ró- bertsdóttir, börn Guð- björn Viðar, Sigrún Berglind og Róbert Helgi. b) Ólafur Arn- ar, maki Hildur Ingvarsdóttir, börn Þórdís og Sigrún. c) Arnór. 2) Stein- unn Karólína Arnórsdóttir, f. 26.11. 1946, var gift Svani Auðunssyni. Þau skildu. Börn a) Karl Ísfeld. b) Eyrún Björk, maki Gunnar Gylfason, börn Glódís Björt, Marteinn Úlfur, Hug- rún Erla og Steinunn María. c) Ólafía Erla, maki Ólafur Jónsson, börn Svanur Áskell og Annika. Jón Páll ólst upp í foreldrahúsum í Hafnardal en missti móður sína á unglingsaldri. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi en fór snemma að vinna fyrir sér við hin ýmsu verkamannastörf. Hann fluttist til Ísafjarðar 1946 og bjó þar lengstum til ársins 1976 er hann fór alfarinn til Reykjavíkur. Á Ísafirði starfaði hann m.a. sem vörubílstjóri og afgreiðslumaður hjá ÁTVR. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hann áfram hjá ÁTVR þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1991. Jón Páll bjó síðustu tvö æviár- in á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jón Páll verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudag- inn 15. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Ég kynntist tengdaföður mínum, Jóni Páli Péturssyni, árið 1973. Hann og kona hans, Ólafía Gísla- dóttir, bjuggu þá á Ísafirði, en Sig- ríður, dóttir þeirra, var þá við nám í Reykjavík, enda á þeim tíma enginn menntaskóli á Ísafirði. Eftir að ég kynntist Sigríði og við hófum sam- búð hitti ég því fyrstu árin tengda- foreldra mína mjög stopult. Tengdamóðir mín lést í ársbyrjun 1975 langt um aldur fram og tók þá við erfiður tími hjá Jóni Páli. Hann ákvað að flytja til Reykjavíkur, þar sem hann keypti íbúð við Njálsgöt- una, og bjó Þórunn, yngsta systirin, hjá honum fyrstu árin, en eldri syst- kinin, Jón Viðar og Steinunn, voru þá þegar flutt til Reykjavíkur. Jón Páll var á þessum árum tíður gestur hjá okkur í Tjarnargötunni, kom yf- irleitt fótgangandi frá Njálsgötunni, enda hafði hann yndi af því að ganga um miðbæinn, einkum Laugaveginn, og fylgjast með mannlífinu. Við fjölskyldan fórum til fimm ára dvalar í Boston 1983 og minnist ég ánægjulegrar heimsóknar Jóns Páls til okkar þar sumarið 1985, og var þá gaman fyrir börnin að fá að hitta elsku afa sinn. Við fórum vítt og breitt um Massachusetts og allt var þetta talsverð nýlunda fyrir hann, enda hafði hann þá aldrei áður farið í skemmtiferð til útlanda. Í Reykjavík fór Jón Páll að stíga gömlu dansana og þar kynntist hann nýjum vinum, þar á meðal Guðmundu Gunnarsdóttur, en sam- an fóru þau m.a. í nokkrar hópferðir til útlanda. Mögulega hefur Boston- ferðin kveikt í honum ferðaþrá, en óneitanlega kom það okkur á óvart er hann tilkynnti okkur að hann væri á leið til Kúbu, enda Jón Páll aldrei verið þekktur fyrir aðdáun sína á stjórnskipulaginu þar. Árið 1999 var Jón Páll svo óhepp- inn að lenda í bílslysi og urðu þá mikil umskipti í lífi hans. Hann þurfti í kjölfarið hvað eftir annað að liggja á sjúkrahúsi, oft mikið veikur, en sýndi þá hvaða styrkur í honum bjó. Eftir slysið átti hann erfitt með gang, flutti fyrst í þjónustuíbúð við Norðurbrún og síðan á Skjól. Hann naut þá umhyggju barna sinna, en jafnframt skal starfsfólki á báðum þessum stöðum þakkað fyrir alla að- stoðina sem þau veittu honum. Jón Páll var ekki maður sviðs- ljóssins, en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var gegn- heill maður og hlýr og setti mark sitt á samfélagið með störfum sínum og ljúfri framkomu. Blessuð sé minning Jóns Páls Péturssonar. Bjarni A. Agnarsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þegar við kveðjum Jón Pál bróð- ur okkar hér í dag koma upp í hug- ann margar góðar minningar. Við minnumst æskuáranna okkar í Hafnardal við Ísafjarðardjúp. Þær minningar eru bjartar og skemmti- legar, stór systkinahópur sem ólst þar upp við leik og störf eins og tíðkaðist í sveitum í þá daga. Við höfum alltaf verið í góðu sambandi systkinin og var það ekki síst hon- um Jóni Páli að þakka. Hann var duglegur að hringja í okkur og vita hvernig öllum liði. Jón Páll var með afbrigðum ættrækinn, hann vildi frétta af sínu fólki. Jón Páll kynntist konunni sinni henni Ollu, yndislegri og góðri konu. Heimili þeirra var lengst af við Seljalandsveg á Ísafirði. Það var gaman og gott að heimsækja þau enda bæði skemmtileg og gestrisin. Jón Páll vann lengi í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á Ísafirði. Eftir andlát Ollu konu sinnar flutt- ist hann suður til Reykjavíkur þar sem hann undi hag sínum vel, enda voru börnin farin að heiman og bjuggu í návígi við hann. Jón Páll átti við heilsuleysi að stríða hin síð- ustu ár. Það var einstakt hversu vel börn hans og Ollu hugsuðu um hann og hlúðu að honum. Jón Páll var stoltur af fjölskyldu sinni og fylgdist hann vel með afkomendum sínum. Að leiðarlokum viljum við þakka Jóni Páli allt það sem hann var okk- ur, við eigum eftir að sakna allra símtalanna frá þér. Elsku Sigga, Þórunn, Nonni og Steinunn, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar samúðarkveðjur. Hvíl í frið, kæri bróðir. F.h. systkinanna frá Hafnardal, Sigríður Pétursdóttir. Jón Páll Pétursson ✝ Okkar elskulega MARGRÉT GUÐBRANDSDÓTTIR, Ljósheimum, áður Birkivöllum 3, Selfossi, er lést á Ljósheimum fimmtudaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan Þ. Ólafsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞURÍÐUR HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit, sem lést á Kristnesspítala fimmtudaginn 2. júlí, verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju fimmtu- daginn 16. júlí kl. 14.00. Kristján Baldursson, Þórey Eyþórsdóttir, Benjamín Baldursson, Hulda M. Jónsdóttir, Guðrún Baldursdóttir, Ingvar Þóroddsson, Snorri Baldursson, Fanney Baldursdóttir, Björn Rögnvaldsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREIÐAR G. VIBORG, áður Barmahlíð 34, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánudaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Helgadóttir, Helgi Þór Viborg, Hildur Sveinsdóttir, Guðmundur Viborg, Sigríður María Hreiðarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA STEFÁNSDÓTTIR, Engihjalla 19, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Jóna Karlsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Jóhannes G. Pétursson, Stefán Þ. Karlsson, Þóra Vilhjálmsdóttir, Guðbjörg Edda Karlsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sólveg Gyða Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Grund ll, Borgarfirði eystri, sem lést fimmtudaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 18. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar, innanlandsstarf. Sveinlaugur Hannesson, Unnur Guðrún Davíðsdóttir, Þórdís Hannesdóttir, Grétar Breiðfjörð Þorsteinsson, Sigurður Hannesson, Árni Jón Hannesson, Oddur Hannesson, Katrín Sigurlín Markúsdóttir, Gunnar Hannesson, Ingibjörg Kristín Jóhannesdóttir, Eymundur Garðar Hannesson, Iðunn Kröyer, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.