Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:00 Í ÁLFABAKKA SÝND Í AKUREYRI OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2D - 5D - 8D - 10D - 11:10D 10 DIGITAL BRÜNO kl. 6D - 8D - 10:10 - 12 14 DIGITAL ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 23D - 43D L DIGTAL 3D THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6 - 8 12 HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 1 - 2D - 4 - 5D - 7 - 8D - 10:10 - 11:10D 10 DIGTAL BRÜNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 8:30 - 10:10 - 10:30 - 12:10 14 HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 örfá sæti laus í VIP, tryggðu þér miða LÚXUS VIP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI STÆRSTA KVIKMYNDASERÍA ALLRA TÍMA ER KOMIN Í BÍÓ! HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 ÖRFÁ SÆTI LAUS – FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ Ég er ekki viss um að arfleifðokkar í rímnakveðskap ogöðrum þjóðlegum söng hafi átt sjö dagana sæla bróðurpart síð- ustu aldar. Eftir kreppu, þegar stór hluti þjóðarinnar fluttist á mölina, fór kveðskapurinn smám saman að hljóðna, þótt enn eimdi eftir af hon- um þar sem hefðin var sterkust. Borgarmenningin tók við, nútím- inn, tæknin, menntun þjóðarinnar og allt það sem til framfara þótti horfa. Rímnakveðskapurinn sem átti rætur aftur í öldum varð tákn lið- inna tíma, tákn bændasamfélags og sjálfsþurftarbúskapar, harðræðis og fátæktar eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar. Rímnakveðskap- urinn, sem samkvæmt fræðunum var ekki skilgreindur sem söngur, þetta gamaldags söngl, vék fyrir sönglögum lifandi tónskálda við rómantísk ljóð lifandi skálda.    Í mínu ungdæmi, svo ég noti þágömlu klisju, var ekki talað um rímur, og ég minnist þess ekki að í grunnskóla hafi verið talað um þær, en þó þekktum við fáein lög, eins og stemmuna Hani, krummi, hundur svín, sem fæstir settu í sam- hengi við þennan þjóðlega arf. Jú, maður vissi af tilvist Kvæðamanna- félagsins Iðunnar og fáeinum körl- um sem dunduðu sér við þetta forna gaman.    Eva María Jónsdóttir sjónvarps-kona hitti heldur betur á óska- stund þegar hún leiddi saman kvæðamanninn Steindór Andersen og hljómsveitina Sigur Rós í þætti sínum í sjónvarpinu. Rímnakveð- skapurinn lifnaði við á svipstundu og nýjar kynslóðir fengu áhuga. Unga fólkið tengdi rímurnar við rappið, og gamlar vísur flestum gleymd- ar voru dregnar fram í dags- ljósið. Útgáfa Andra Snæs Magna- sonar árið 1998 á upptökum af rímnakveðskap úr safni Árnastofnunar á plötunni Raddir var tímamótaútgáfa. Þar gat almenningur heyrt hvernig kvæðafólk alið upp með rímunum fór að. Í kjölfarið, árið 2002, fylgdi listahátíðarplata Péturs Grét- arssonar og Sigurðar Flosasonar, Raddir þjóðar, þar sem þeir sýndu að rímnaarfurinn átti fullt erindi í nútíma-listsköpun. Önnur tímamót urðu þegar Kvæðamannafélagið Iðunn gaf út á 75 ára afmæli sínu, 2004, heilmik- inn doðrant, sem hafði að geyma fjórar plötur með 200 fyrstu stemmunum sem félagið lét hljóð- rita, og voru teknar uppá silfur- plötur á árunum 1935-36 og allar vísur sem kveðnar voru við þær, auk þess sem stemmurnar voru skrifaðar út á nótum til hægðar- auka og aðgengis þeim sem vildu læra þær. Að þessari viðamiklu út- gáfu var gríðarlegur fengur og ég fullyrði að menningarlegt gildi hennar fyrir íslenska þjóð sé ekki minna en að öðrum þeim verkum sem talin eru til þjóðargersema. Og enn hefur bæst í þennan sjóð.    Á tíu ára afmæli nýliðinnar Þjóð-lagahátíðar á Siglufirði kom út mynddiskur, Raddir Íslands, þar sem þeir Gunnsteinn Ólafsson tón- listarmaður og Dúi J. Landmark kvikmyndagerðarmaður hafa safn- að saman lifandi dæmum af rímna- kveðskap og ýmsum öðrum grein- um þjóðlegar tónlistar- og dans- menningar á mynddisk. Þar kennir margra grasa. Það er upplifun að heyra Ásgeir Fallega leist mér hana á »Kveðandi Erlings ámeira skylt við bænakallið í moskur múslima en formlegan söng á vestræna vísu, smækkuð tónbil og flúr gera það að verkum AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Gamalt, nýtt Þeir Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson og Jón Þór Birgisson eru á meðal þeirra sem hafa unnið rímnakveðskapnum gagn á síðustu árum. Minnast margir flutnings Steindórs og Hilmars á Læknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.