Morgunblaðið - 15.07.2009, Side 17

Morgunblaðið - 15.07.2009, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 Þáttaskil SPRON heyrir sögunni til eftir 77 ár. Hér er unnið að því úti á Seltjarnarnesi að fjarlægja merkið og líklega hafa ófáir horft á það með söknuði. Ómar Hrannar Baldursson | 14. júlí Hvað er glæpur og hvað er ekki glæpur? Að afhenda vinum sínum eignir þjóðarinnar til sölu og lána þeim fyrir kaupun- um með peningum þjóð- arinnar? Að fella krónuna skipulega til að láta árs- fjórðungsreikninga líta betur út með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir alla þá sem skulda verðtryggð lán eða myntkörfulán? Að selja eignir eigin fyrirtækis öðru eigin fyrirtæki og borga ekki þessar eignir með hvorugu fyrirtæk- inu, enda voru kaupin gerð með lánum? Ef einhverjum finnst eitthvað af þessu ofangreindu flokkast undir eðlileg við- skipti eða ásættanlega samfélagshegðun skal viðkomandi vinsamlegast taka til rannsókna á eigin gildum. . . . Meira: don.blog.is Haraldur Hansson | 14. júlí Svona bara gerir maður ekki Ef við ætlum að halda einhverri reisn þá verður að taka ESB-umsókn af dagskrá á meðan Ice- Save-deilan er óútkljáð. Um það ættu allir að vera sammála, hvort sem þeir eru með eða á móti ESB-aðild. ESB var/ er beinn þátttakandi í IceSave-deilunni. Afstaða þess var ekki hlutlaus og að margra dómi vafasöm; það stóð vörð um eigið kerfi frekar en að leita réttlætis. Það má lesa úr gögnum málsins, svörum Ingibjargar Sólrúnar og skrifum um mál- ið. Nú er talað um að samþykkja ríkis- ábyrgð með fyrirvara. . . . Meira: maeglika.blog.is BLOG.IS MARGIR kunna þá list að gera einfalda hluti flókna, en þeir eru færri sem hafa hæfi- leika til að gera flókna hluti einfalda. Kannski er það þess vegna sem málefni Icesave-reikn- inga Landsbankans vefjast fyrir mörgum. En Icesave snýst þó að- eins um þrjár einfaldar spurningar og við þeim öllum verða þingmenn að kunna svörin áður en þeir geta sannfært sig og þjóðina um að hagsmuna okkar Íslendinga hafi verið gætt í samningum við hollensk og bresk stjórnvöld. 1. Ber Íslendingum að borga Icesave- skuldbindingar Landsbankans? 2. Geta Íslendingar borgað? 3. Hvernig og hversu mikið á að greiða? Hér verður það gefið sem forsenda að Íslendingar ætli sér að taka á sig þessa ábyrgð og ekki er hægt að taka afstöðu til greiðslugetunnar í svo stuttri grein. Það sem hér verður skoðað er hvort sá samningur sem nú liggur fyrir lágmarki þann kostnað sem falli á íslenska skattgreiðendur, þó þannig að staðið sé að fullu við (meintar) lagalegar skuldbindingar. Verður hér fyrst og fremst einblínt á samning um jafna stöðu krafna Ís- lands, Bretlands og Hollendinga gagnvart þrotabúi Landsbankans, sem samninganefndin íslenska virðist hafa gert. Hvernig og hversu mikið á að greiða? Áður en hægt er að skoða hvað gæti fallið á hinn íslenska inn- stæðutryggingasjóð verður að skoða hversu langt eignir Landsbanka duga til, enda er það eðlilegt að Lands- banki greiði eigin skuldir, í það minnsta áður en á aðra reynir. Um úthlutunina sjálfa liggja engin gögn fyrir Alþingi. Þá skipta upplýsingar um innstæðu hvers ein- staks innstæðueiganda höfuðatriði, því fjár- munum er úthlutað hlutfallslega upp í hverja einstaka inn- stæðukröfu. Hér eru þessar upplýsingar áætlaðar, þar sem ekki hefur verið upplýst um samsetningu innstæðna gagnvart Alþingi. Íslenski trygginga- sjóðurinn ábyrgist að- eins fyrstu 20.887 evr- urnar á hverjum reikningi og ekkert umfram það, samkvæmt lögum um sjóðinn, en Bretar og Hollendingar ábyrgjast tilteknar fjárhæðir umfram þetta án skyldu. Hér verður það gefið sem forsenda að hefðbundin inn- stæða á hverjum reikningi í Bretlandi hafi numið 40.000 evrum og að hefð- bundin innstæða í Hollandi hafi num- ið 26.000 evrum, sem ætti ekki að vera fjarri lagi miðað við tölur birtar í greinargerð með frumvarpi til laga um svokallaða Icesave-ábyrgð, s.s. um heildarfjárhæð innan og utan ábyrgð Íslands. Úthlutun miðað við 60% endurheimt innstæðukrafna Hér er það gefið sem forsenda, í dæmaskyni, að allar eignir Lands- bankans verði seldar strax í dag með afföllum þannig að 60% aflist á móti forgangskröfum, sem að mestu eru erlendir innstæðueigendur. Samtals endurheimtast þá 15.600 evrur inn á hverja hefðbundna innstæðu í Hol- landi (60% af 26.000) og 24.000 evrur inn á hverja hefðbundna innstæðu í Bretlandi (60% af 40.000). Niðurstaðan verður þá sú að ekk- ert fellur á hinn íslenska trygg- ingasjóð vegna breskra innstæðna, því endurheimt er hærri en 20.887 evrur, og um 330 milljón evrur falla á íslenska ríkið vegna hollenskra inn- stæðna, eða um 60 milljarðar íslenska króna, þar sem ekki næst að greiða þessum aðilum umfram lágmarks- trygginguna. Með öðrum orðum, ef eignir Landsbankans væru seldar með afföllum í dag og þeim úthlutað í samræmi við lög um gjaldþrotaskipti falla um 60 milljarðar íslenskra króna á íslenska ríkið og skuldbindingin að fullu greidd. Þessi niðurstaða er mjög fjarri þeim tölum sem nú liggja á borðinu jafnvel þótt beðið verði með að selja eignir Landsbankans. Þessi aðferðafræði við úthlutun hefur verið staðfest með áliti hæstaréttarlög- mannanna Ragnars H. Hall og Harð- ar F. Harðarsonar hjá Mörkinni lög- mannsstofu. Hér er miðað við að eignir séu seldar strax eða í það minnsta sem fyrst, þó með afföllum sé, til þess að vextir falli ekki á trygg- ingasjóðinn sem ekki er hægt að end- urheimta til þrotabúsins. Innlausn erlendra ríkja á inn- stæðukröfum skiptir ekki máli Það skal tekið fram að hér skiptir engu máli hvort hollenski eða breski tryggingasjóðurinn, eða seðlabanki viðkomandi ríkis eða stjórnvöld, hafi leyst til sín viðkomandi innstæðu. Þessir aðilar öðlast hvorki betri né verri stöðu við það að framkvæma slíkar aðgerðir. Viðkomandi opin- berir aðilar koma í stað innstæðueig- andans en ekkert meira en það. Ís- land ábyrgist enn 20.887 evrur á hverjum innstæðureikningi, í sam- ræmi við íslensk lög og evrópska til- skipun, og hin erlendu ríki ábyrgjast það sem umfram er án þess að það tengist evrópskum tilskipunum. Þetta hefur jafnframt verið stað- fest gagnvart undirrituðum með framangreindu áliti hæstaréttarlög- mannanna Ragnars H. Hall hrl. og Harðar F. Harðarsonar hrl., en Ragnar hefur raunar þegar staðfest þennan skilning með innsendri grein til Morgunblaðsins. Þessi niðurstaða er að teknu tilliti til áhrifa svokallaðra neyðarlaga. Hin erlendu ríki eru þannig ekki jafnsett Íslendingum við úthlutun úr búi Landsbankans, held- ur þvert á móti eftirstæð. Samningur umfram skyldu og ekki í samræmi við lög Þrátt fyrir framangreint virðist ís- lenska samninganefndin hafa samið við Breta og Hollendinga um að kröf- ur Íslendinga, Breta og Hollendinga skulu jafnsettar gagnvart þrota- búinu. Þetta hefur skelfilegar afleið- ingar fyrir endurheimt íslenska tryggingasjóðsins. Hann eignast þá aðeins eina kröfu á þrotabúið, jafn- setta hinum erlendu ríkjum, samtals að fjárhæð 3.679.242.850 evrur. Tryggingasjóðurinn fær miðað við þennan samning úthlutað 60% af þeirri fjárhæð og situr eftir með um 2,2 milljarða evra tap, eða um 400 milljarða íslenska króna. Tapið ætti, miðað við sömu forsendur, með réttu að vera 60 milljarðar íslenskra króna, samanber það sem að framan er rak- ið. Munar hér 340 milljörðum ís- lenskra króna, sem falla til viðbótar á íslenska skattgreiðendur vegna þessa viðbótarsamnings! Það er eitt að taka á sig hina svokölluðu Icesave- skuldbindingu, annað er að gera það með þeim hætti að hin erlendu ríki beinlínis hagnast á samningsniður- stöðunni. Ábyrgð íslenska innstæðusjóðsins nýtur þannig forgangs á kröfur Breta og Hollendinga samkvæmt íslenskum lögum. Íslenska samninganefndin hefur hins vegar án ástæðu eða skyldu samið um jafna stöðu krafn- anna. Það samkomulag hefur í för með sér að Bretar og Hollendingar hagnast yfir 300 milljarða íslenskra króna, sé miðað við 60% úthlutun upp í innstæðukröfur, greitt úr vasa ís- lenskra skattgreiðenda. Hverju breytir þetta um Icesave? Þeir sem talað hafa um mikilvægi þess að komast til botns í Icesave- deilunni hljóta að fagna framan- greindum niðurstöðum. Hægt er að ljúka Icesave án þess að leggja í það minnsta 350 milljarða byrðar á ís- lenska þjóð, sem Gylfi Magnússon telur að samkomulagið muni kosta. Hægt er að útkljá deiluna algerlega í samræmi við lög og tilskipanir með nokkurra tuga milljarða skuld og um leið standa við skuldbindingar Íslend- inga að fullu. Hér þarf ekki að breyta svoköll- uðum Icesave-samningi þó svo það væri æskilegt, heldur eingöngu ein- stöku ákvæði í hliðarsamkomulagi þar sem gerð voru stórkostleg mistök sem byggðust ekki á íslenskum lög- um. Þeir sem hafa talað og skrifað um að Icesave sé vond niðurstaða en sú skásta í stöðunni hljóta að styðja að breytingar séu gerðar á þessum samningum í samræmi við eðlilega kröfuhafaröð. Einnig hljóta aðilar fylgjandi ESB- aðild, sem vilja skrifa undir Icesave í þeirri von um að við getum komist inn í sambandið, að styðja að þetta verði lagað. Það hlýtur að skipta máli að þjóðin sé ekki með óbragð í munni gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að því að ræða um aðild. Eða halda þeir að auðvelt verði að sann- færa almenning á Íslandi um það að við fáum „góðan samning“ við ESB eftir þessa útreið? Þeir þingmenn sem samþykkja að Icesave-skuldir Landsbankans verði greiddar hljóta að ætlast til þess að farið sé eftir íslenskum lögum þegar kemur að því að úthluta verðmætum úr búi Landsbankans og tilkostnaði haldið í lágmarki. Því hlýtur meiri- hluti þings að vilja tryggja að íslensk lög séu höfð í heiðri. Það verður að- eins gert með því að koma í veg fyrir að Bretar og Hollendingar hagnist um að minnsta kosti 300 milljarða úr vasa íslenskra skattgreiðenda. Ábyrgð þeirra þingmanna er mikil sem ætla sér að leyfa slíkum mistök- um að eiga sér stað. Ætla þingmenn að gefa Bretum og Hollendingum 300 milljarða? Eftir Einar Sigurðsson » Íslenska samninga- nefndin hefur hins vegar án ástæðu eða skyldu samið um jafna stöðu krafnanna. Það samkomulag hefur í för með sér að Bretar og Hollendingar hagnast yfir 300 milljarða ís- lenskra króna, sé miðað við 60% úthlutun upp í innstæðukröfur... Einar Sigurðsson Höfundur er bankastarfsmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.