Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 4 20. júlí „ÉG er búinn að sjá það að haf- straumarnir meðfram ströndinni á Austurlandi ráða mestu um ferða- hraðann á kajak,“ sagði Gísli H. Friðleifsson í gær, þá staddur á miðjum Reyðarfirði. „Það var hálf- gerð kleppsvinna að róa þegar ég kom fyrir Barðsnesið. Ég reri og reri og alltaf var sama landið við hliðina á mér.“ Markmiðið var að ná til Breiðsdalsvíkur fyrir kvöldið. Gísli er kominn langt með að róa einsamall á sjókajak hringinn í kringum landið. Á leið til Breiðdals- víkur Ljósmynd/Ari Magnús Benediktsson Þakklátur Gísli þurfti að halda kyrru fyrir á Neskaupstað í fyrradag vegna veðurs. Hann sagði gott fyrir kajakmenn að verða strandaglópar þar. FISKAFLI íslenskra skipa í júní er tæpum 36% meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning varð í upp- sjávarafla en líka töluverð í botnfisk- afla. Botnfiskaflinn var 42.266 tonn samanborið við 28.632 tonn í júní í fyrra sem þýðir 47,6% aukning. Þorskafli er heilum 70% meiri nú en í júní 2008. Í mánuðinum veiddust 12.332 tonn en 7.254 í júní á síðasta ári. Afli flestra annarra botnfiskteg- unda jókst. Ýsuafli var 6.002 tonn en var í fyrra á sama tíma 5.142 tonn. Uppsjávaraflinn í júní sl. var 83.836 tonn en var 30.071 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta helgast af makrílafla sem var í síðasta mánuði 38.989 tonn en í júní 2008 var hann 2.433 tonn. Afli úr norsk-íslenska síldarstofnin- um var talsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. 44.227 tonnum var land- að í júní en í sama mánuði síðasta árs var síldaraflinn 27.520 tonn. Rækjuafli síðasta mánaðar var 801 tonn en 149 tonn á sama tíma í fyrra. Afli 36% meiri nú en á sama tíma fyrir ári Mikil aukning í uppsjávarafla ÖFLUG spreng- ing varð í fólksbíl við Æðarodda, hesthúsabyggð- ina í útjaðri Akra- ness, aðfaranótt mánudags eftir að tvítugur piltur hafði verið að sniffa gas í bíln- um. Við sprenginguna rifnaði þak bílsins upp og afturrúðan þeyttist um 35 metra frá bílnum. Piltur sem í bílnum var brenndist í andliti og á höndum en má þakka fyrir að vera á lífi, að sögn lögreglu. Þegar pilturinn hafði lokið við að sniffa gasið ákvað hann að kveikja sér í sígarettu með þeim afleiðingum að gaskúturinn, sem hann notaði við að sniffa, sprakk í loft upp, að sögn lögreglu. „Til marks um kraftinn í þessu þá þeyttist afturrúðan ein- hverja 35 metra í burt og þakið rifn- aði upp. Strákurinn er náttúrlega stálheppinn að vera á lífi.“ Lögregla telur bílinn ónýtan eftir atvikið en pilturinn brann í andliti og á höndum og var fluttur á Sjúkra- húsið á Akranesi með sjúkrabíl. Ekki fengust upplýsingar þar um líðan piltsins. ben@mbl.is „Stálhepp- inn að vera á lífi“ Gaskútur sprakk í bíl eftir að eigandinn hafði verið að sniffa STJÓRNIR Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Sjómannafélagsins Jötuns, Útvegsbændafélagsins Heimaeyjar og Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðanda hvetja Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra til að endurskoða ákvörðun um leyfilegan hámarksafla fyrir komandi fiskveiðiár. „Miðað við kvótaúthlutanir síðustu ára teljum við að niðurskurður á ýsu sé of mik- ill. Fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi geta á engan hátt búið við svo mikla sveiflu á milli ára og viljum við því skora á hæstvirtan sjávarútvegs- ráðherra að endurskoða ákvörðun sína,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá fé- lögunum. Mótmæla niðurskurði á kvóta Útvegsbændur Skora á ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.