Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 27
n við hornið voru algengar á seinni hluta kalda stríðsins rnaodd. Bomban 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Kvikmyndir eins og „The Day Af- ter“ frá 1983 ýttu undir vangavelt- ur um heimsendi. Þegar kvikmynd- in var sýnd á sínum tíma vakti hún gríðarlega athygli og var umtöluð um allan heim. Sumir líktu kvik- myndinni við Jólasögu Charles Dic- kens, um það sem gæti gerst ef maðurinn gætti ekki að sér. Sjón- varpsstöðinni ABC sem framleiddi kvikmyndina var ljóst hve áhrifa- mikil kvikmyndin væri og því var haldinn umræðuþáttur, ABC Viewpoint, á eftir sýningu myndar- innar. Það er kannski til marks um hve hættan á kjarnorkuárás var talin mikil og efnið mikilvægt að í sjónvarpssal ABC mættu fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Henry Kissinger, Elie Wiesel, sem þremur árum síðar fékk friðar- verðlaun Nóbels, William Buckley jr., útgefandi National Review, vísindamaðurinn Carl Sagan, Brent Scowcroft aðmíráll, sem starfaði um langt skeið sem þjóðarörygg- isráðgjafi, fyrrverandi varna- málaráðherra Bandaríkjanna, Ro- bert McNamara, og George P. Shultz, utanríkisráðherra í stjórn Ronalds Reagans 1983, sem ávarp- aði salinn í sérútsendingu. Útrýming mannkyns Stjörnufræðingurinn Carl Sagan var orðinn áhrifamikill á þessum tíma og hann lýsti því yfir í View- point að það væru raunverulegar líkur á því að mannkynið gæti þurrkast út í kjarnorkustríði. Sagan hafði sama ár skrifað nokkuð mikið um svokallaðan kjarnorkuvetur, sem yrði bein afleiðing sprengi- krafts tveggja megatonna kjarn- orkusprengju. Tveggja megatonna sprengja, sagði Carl Sagan, hefði sama sprengikraft og allar sprengj- ur sem sprengdar voru í seinni heimsstyrjöldinni til samans – og það á nokkrum sekúndum og á svæði sem aðeins spannar nokk- urra tuga kílómetra radíus. Því til viðbótar var samanlagður sprengikraftur kjarnorkuvopnabúrs Sovétríkjanna og Bandaríkjanna á þessum tíma milljónfalt afl Hiro- shima-sprengjunnar. Svigrúmið fyr- ir hverskonar mistök var því ekkert og margir höfðu þungar áhyggjur af því. Robert McNamara sagði að eina haldreipið væri að það væru sam- eiginlegir hagsmunir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna að forðast kjarnorkustríð, því eins og myndin The Day After sýndi, þá væri tor- tímingin þvílík að enginn gæti hugsað hana til enda. Elie Wiesel, sem hafði lifað af helförina, hafði hins vegar aðeins öðruvísi viðhorf. Hann sagði heim- inn hjálparvana, eins og gyðingar voru á sínum tíma gagnvart Þýska- landi Hitlers. Wiesel sagðist hins vegar ekki óttast stórveldin heldur minni ríki og nefndi hann í því sambandi Íran sem hann sagði að myndi ekki ræða notkun slíkra vopna, heldur nota þau án þess að hika ef ógnað. Ummælin eru at- hyglisverð í ljósi stöðu Írans og kjarnorkuáætlunar landsins í dag. Með slíkar spár yfir hausamót- unum er ekki furða að ungdómur þessa tími yrði dálítið þungt hugsi. Flestir töldu sig raunverulega standa andspænis þeim möguleika að lífið á jörðinni myndi þurrkast út og allt myndi það velta á leið- togum stórveldanna. Daginn eftir Öflugasta kjarnorkusprengja sem smíðuð hefur verið var sprengd af Sovétmönnum hinn 30. október 1961 yfir kjarnorkuprófunarsvæði Sovétríkjanna á eyjunni Novaya Zemlya. Sprengingin skaut vísindamönn- um skelk í bringu og í fyrsta skiptið er talið að þeir hafi gert sér grein fyrir því að raunverulega væri auð- velt að tortíma jörðinni, jafnvel með fáum kjarnorkusprengjum. Sú sprengja fékk heitið Tsar Bomba (Keisari sprengjanna) og fékk hún hið undarlega gælunafn Iv- an og var engin smásmíði. Ein al- gengasta og öflugasta kjarnorku- flaug kalda stríðsins var Titan II sem bar níu megatonna sprengju- hleðslu. Áður en Ivan var sprengdur hafði öflugasta sprengjan verið 15 megatonn – Ivan var hins vegar hvorki meira né minna en 50 mega- tonn eða um 3.800 sinnum öflugri en sprengjan sem varpað var á Hi- roshima. Sprengigeta Ivans var tífalt allt sprengjumagnið sem var notað alla seinni heimsstyrjöldina. Þetta eru skuggalegar tölur en samt átti Ivan upprunalega að vera 100 mega- tonn. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund hvernig hægt er að réttlæta slíka bilun. Sovétríkjunum var í mun að sýna Bandaríkjunum hernaðar- mátt sinn og það tókst þeim svo um munaði. Gríðarleg áhrif Sprengjunni var varpað úr TU-95- flugvél, sem þekkt er undir nafninu Björninn á Íslandi, í 34.500 feta hæð, sem eru rúmir tíu kílómetrar. Sprengjan var það stór að hlerarnir fyrir lestinni voru fjarlægðir svo hún kæmist fyrir. Ennfremur fékk flug- vélin sérstaka málningu sem átti að endurvarpa geislahitanum ef flug- vélin væri ekki komin nægjanlega langt í burtu þegar Ivan spryngi. Þegar Ivan sprakk varð hrylling- urinn bókstaflega ljós. Skær birtan sást í þúsund kílómetra fjarlægð og það tók hljóðið 49 mínútur að ber- ast svo langt í burtu. Eldhnötturinn er talinn hafa verið átta kílómetrar í þvermál og sveppurinn sem mynd- aðist náði sextíu kílómetra hæð, næstum sjö sinnum hærra en Ever- est, og var fjörutíu kílómetrar að ummáli. Ekki er víst að Sovétmenn hafi sjálfir gert sér grein fyrir eyðilegg- ingarkraftinum. Jónatruflun sló út öll radíósamskipti í næstum klukku- tíma og talið er að höggbylgjan hafi farið þrjá hringi í kringum jörðina áður en hún fjaraði út. Til marks um aflið og víðfeðm áhrif sprengingarinnar má nefna að sprengingin fannst í Svíþjóð og Finnlandi og þar brotnuðu rúður. Á Richter-skala mældist sprengingin 5 til 5,25. Talið er að afl Ivans hafi jafnast á við 1,4% af afli sólarinnar. Hægt er að sjá myndskeið af sprengingunni á Youtube ef leitað er eftir Tsar Bomba. Ivan hinn ógurlegi Ógurleg Ivan var skelfilegt tól - öflugasta kjarnorkusprengja sem sprengd hefur verið. Hún var svo öflug að höggbylgjan fór þrjá hringi í kringum jörðina og braut rúður í Svíþjóð og Finnlandi á leiðinni. Fólk sem ólst upp á áttunda ára- tugnum man ekki bara eftir bresk- um popphljómsveitum, svitabönd- um, Bravoblöðum og tómri hamingju heldur líka hrollvekjandi tilkynningum frá Almannavörnum. Viðmælandi blaðsins lýsti því hvaða áhrif ógnin hafði á æsku hennar: „Þó að ég hafi reglulega æft mig að hlaupa undir dyrakarma á sem skemmstum tíma ef jarðskjálfti skylli á, þar sem mér var vel ljóst að nokkur hætta væri á Suður- landsskjálfta hvenær sem er, var jarðskjálftinn ekki helsta ógnin í lífi mínu heldur var það biðin eftir kjarnorkusprengjunni. Þetta var aldrei spurning um það hvort það yrði kjarn- orkusprenging á Íslandi, heldur hvenær. Ég lá yfir síðum Almanna- varna í símaskránni til að vera örugglega vel undirbúin og það veitti mér ákveðna öryggiskennd að skoða myndirnar og undirbúa viðbrögð mín. Einstaka sinnum tók ég niðursuðudósir og laumaði þeim í skúffur niðri í kjallara til að eiga forða fyrir langa viðveru þar. Það truflaði mig eilítið að það væru gluggar í kjallaranum og var ég yfirleitt rólegri þegar kassar fullir af ónotuðum leikföngum huldu þá alla. Ég hafði líka áhyggj- ur af því að ég væri sú eina sem tæki þessa ógn alvarlega, læsi leiðbeiningar Almannavarna og hefði skipulagða flóttaáætlun. Ég fékk svo annað áhyggjuefni út af því – ég yrði líklega sú eina á Ís- landi sem myndi lifa kjarnorku- sprengjuna af.“ Safnaði birgðum Skjól Í Bandaríkjunum var for- varnarmyndböndum á borð við Duck and Cover reglulega sjón- varpað en þeim var ætlað að kenna skólabörnum réttu við- brögðin við kjarnorkuárás.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.