Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 37
Andleg veikindi hennar tilheyrðu fortíðinni, hún var búin að sætta sig betur við heyrnarleysið og sá það stundum sem kost að geta skrúfað niður í heyrnartækjunum. Hún byrj- aði líka að hekla af krafti. Hún mátti stundum ekki vera að því að tala við mig þar sem hún var í miðri dúllu og teppið var komið á tíma, enda eigum við hennar nánasta fólk ógrynnin öll af teppum sem hún hefur gert. Húmorinn hennar ömmu var án efa hennar besti kostur. Það fór bara heldur lítið fyrir honum þegar ég var barn, sökum veikinda hennar. Á síð- ari árum tók hún hins vegar út húm- orinn fyrir öll þau ár sem hann var ekki til staðar og gat ég grenjað úr hlátri þegar hún byrjaði á sinni ótrú- legu kaldhæðni. Hún var skemmti- lega klikkuð eins og hún sagði alltaf sjálf. Ég sakna þín ótrúlega amma, en við eigum eftir að hittast aftur, vittu til. Ég vil að lokum þakka starfsfólki Hótels Grundar fyrir að hafa látið henni líða eins og á fimm stjörnu hóteli. Edda María. Ég ætla að skrifa hér nokkur orð um ömmu mína sem ég var svo heppin að alast upp með. Hún amma mín, frú Alda Bjarna- dóttir, var fallegasta kona sem ég hef kynnst. Hún studdi mig í öllu sem ég hef gert og hún elskaði mig eins og ég er. En það sem mig lang- aði að láta hana vita er að núna er hluti af mér sofnaður og farinn til himna. Ég elskaði ömmu mína meira en allt í lífinu og auk þess var hún langbesta vinkona mín því að hún var traustur vinur. Ömmu þótti vænt um alla og öll- um þótti vænt um hana, hún var yndisleg. Amma var líka rosa fyndin og hún kom með allskonar slettur úr öðrum tungumálum og hún kvaddi mig alltaf með „auf wiedersehen“ og auk þess var það seinasta setningin sem hún sagði við mig. Hún sagði líka alltaf rúsínó og klósettó. Hún amma var alltaf létt í lund og mikil dama, hún var oft kölluð Alda bleika því að hún var alltaf í bleikum fötum, með bleikar neglur og varalit. Þann- ig mun ég minnast hennar ömmu minnar. Góða nótt, amma mín og „auf wiedersehen“. Prinsessan þín, Helga Sigrún. Hún amma mín var sú sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún gerði alltaf lítið úr veikindum sínum svo við værum ekki að hafa áhyggj- ur. Amma tók alltaf alla aðra fram- yfir sig, hugsaði hlýtt til allra. Amma var afar falleg kona, feg- urðin geislaði af henni þegar hún brosti sínu fullkomna brosi. Hún hugsaði alltaf stórt til mín og allra, vildi allt það besta fyrir öll sín börn og barnabörn. Við eigum alltaf eftir að hugsa til þín amma mín. Minningin um Öldu Bjarnadóttur á aldrei eftir að gleymast. Við eigum eftir að sakna þín. Megi guð geyma þig. Ég elska þig. Þín Júdit. Elsku amma mín, mikið er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, mér finnst einhvernveginn erfitt að skilja það. Kannski er það vegna þess að ég bý í útlöndum og var ekki hjá þér síðustu dagana þína, þegar þú varst sem veikust. Amma mín var alveg einstök, algjör snill- ingur. Þú sýndir það elsku amma mín hversu mikil kjarnakona þú varst síðustu mánuði, þú ætlaðir sko aldeilis ekki að gefast upp. Þú varst alltaf svo ánægð og stolt af mér og mínu fólki og fannst þér frábært að við værum búsett í Dan- mörku og værum að mennta okkur. Þú hafðir mikla skoðun á því hvaða háskólanám ég ætti að velja mér og hvaða framhaldsmenntun ég ætti nú að fá mér, hvernig hárlit ég ætti að vera með og þar fram eftir götunum. Ef þú hefðir fengið að ráða þá væri ég ljóshærður læknir, en það varð ekki alveg raunin. En þú varst samt alltaf svo stolt af barnabörnunum þínum og þú sást ekki sólina fyrir langömmubörnunum. Mikið var allt- af gaman að koma með Tómas Frey og Harald Daða í heimsókn til þín á Grund, það þurftu ekki að vera lang- ar heimsóknir, bara aðeins að líta við hjá þér, fastur liður í Íslandsferð- unum okkar. Það er erfitt að útskýra fyrir strákunum mínum að amma Alda sé dáin og komi aldrei aftur, en þeir segja að þú sért orðin engill núna, og það er ég alveg viss um, fal- legur engill. Ég er svo ánægð að hafa náð að koma til Íslands í júní og að þú hafir treyst þér að koma í skírnina hans Bjarna Dags. Mikið varstu glöð að heyra nafnið hans, þú sagðir mér að þetta væri fallegasta nafn sem þú hafðir heyrt, enda hugsaði ég mikið til þín, amma mín, þegar við völdum nafnið á prinsinn okkar. Ég er svo ánægð að hann hafi náð að hitta langömmu sína áður en hún dó. Mér finnst gott að hugsa til þess að þú sért komin til afa, mikið hefur hann tekið vel á móti þér. Ég vil trúa því að þið séuð núna saman á góðum stað og fylgist með okkur hinum. Guð geymi þig, elsku amma mín, þín Þórunn Katla. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 í skóla í hverfinu þeirra og kom því í hádegismat til þeirra. Eftir skól- ann labbaði ég svo aftur á Flóka- götuna og beið eftir því að fara niður í Þjóðleikhús í ballett. Þá beið mín alltaf brúnterta eða klessa eins og amma kallaði hana og mjólkurglas, og við amma spil- uðum marías til að stytta biðina. Þegar foreldrar mínir fóru utan eitt skiptið þá gisti ég hjá ömmu og afa. Þegar mamma og pabbi komu aftur til baka var amma svo ánægð með það hvað ég hafði fitn- að og sagði mömmu og pabba stolt frá því að hún hefði alltaf blandað mjólkina mína með rjóma. Ég er enn þann dag í dag að hlæja að þessu, því þótt mér hafi ekki þótt þetta sniðugt í þá daga finnst mér þetta mjög fyndið í dag. Þegar ég og Biggi fluttum svo frá Ameríku með son okkar Jómba fengum við að búa í kjallaranum á Flókagötunni, þar var sko ekki slæmt að búa. Alltaf var hægt að fara upp til ömmu og fá kökur og svo var hún mjög iðin í þvottahús- inu. Þvotturinn okkar var iðulega hreinn og fínn og brotinn saman þegar við komum heim úr vinnunni, þetta var frábært í smá- tíma en svo fór samviskubitið að segja til sín og ég hætti að setja þvottinn fram í þvottahús svo amma kæmist ekki í hann. Eftir að við fluttum í okkar eigið húsnæði fæddist Þórey. Við fórum reglulega í heimsókn til ömmu og fengum klessu, sem krökkunum og mér þótti svo góð. Amma Laufey var hörkudugleg kona. Langt fram á níræðisaldur- inn, á milli þess er hún bakaði, þreif eða sló garðinn, sat hún í ruggustólnum sínum og prjónaði lopapeysur eða saumaði. Amma Laufey var ekki með bílpróf og setti það ekki fyrir sig að labba langar leiðir til að fara að end- urnýja happdrættismiðana sína eða að versla. Hún skellti bara á sig varalit og þá var hún tilbúin, svo arkaði amma af stað í hvaða veðri sem var. Elsku amma, nú ertu komin til afa og ég er þess fullviss að hann keyrir þig hvert sem er. Elsku amma Laufey, hvíl þú í friði. Hlíf Þorgeirsdóttir og fjölskylda. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG EDDA HÁLFDÁNARDÓTTIR, Holtsflöt 6, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Kristján Emil Friðriksson, Dórothea Kristjánsdóttir Madsen, Jørgen Elsted Madsen, Hálfdán Kristjánsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir, Kristján Emil Jónasson og ömmubörn. ✝ Okkar kærleiksríka eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ MARKÚSDÓTTIR, Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, áður bóndi á Ysta-Bæli, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 18. ágúst kl. 15.00. Sveinbjörn Ingimundarson, Örn Sveinbjarnarson, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Sigurður Ingi Sveinbjarnarson, Markús Gunnar Sveinbjarnarson, Selma Filippusdóttir, Ingimundur Sveinbjarnarson, Guðrún le Sage de Fontenay, Hrafn Sveinbjarnarson, Anna Dóra Pálsdóttir, Ester Sveinbjarnardóttir, Magnús Sigurðsson, Helga Sif Sveinbjarnardóttir, Haukur Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN ÞORVALDSSON verkstjóri, Miðtúni 42, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 6. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Ólafía Sigurðardóttir Bergmann, Sigurður Bjartmar Sigurjónsson, Sesselja Gísladóttir, Gísli Geir Sigurjónsson, Herborg Sjöfn Óskarsdóttir, Þorvaldur B. Sigurjónsson, Dagný Hildur Leifsdóttir, Brynja Sigurjónsdóttir, Kjartan Jónsson, Freyja Sigurjónsdóttir, Róbert Leadon, Rúnar Sigurjónsson, Anna Elín Óskarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, RAGNHEIÐUR EGILSDÓTTIR, Fossöldu 7, lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Lárus Svansson, Egill Lárusson, Rúna Pétursdóttir, Höskuldur Örn Lárusson, Svanur Sævar Lárusson, Ragnhildur Erla Hjartardóttir, Örn Egilsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍS ÞÓRARINSSON frá Starmýri, lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum miðvikudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 11.00. Þórný Elísdóttir, Friðrik Kristinsson, Karl Elísson, Sveinn Elísson, Stefanía Mekkín Sigurðardóttir, Haukur Elísson, Stefanía Björg Hannesdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON fyrrv. ráðuneytisstjóri, Furuhjalla 18, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, Margrét María Grétarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Hildur Gyða Grétarsdóttir, Davíð Ingvi Snorrason, Kristín Birna Grétarsdóttir. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.