Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 41
Auðlesið efni 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
„Ríkis-stjórnin stendur sig illa í að
kynna mál-stað okkar í
Icesave-málinu, enda er hún með allt
kerfi gömlu stjórnarinnar í vinnu. Og
hvar er forsetinn með öll sín
sam-bönd? Eða þekkir hann bara
auð-jöfra og fjár-glæfra-menn,“ sagði
Einar Már Guðmundsson á
sam-stöðu-fundi
Indefence-samtakanna á Austur-velli
síðast-liðinn fimmtu-dag. Þar var
samnings-drögum í Icesave-málinu
mót-mælt og skorað á ráða-menn að
ná lendingu í málinu sem þjóðin gæti
sætt sig við. Um 3000 manns sóttu
sam-stöðufund
Indefence-samtakanna og voru
tals-menn sam-takanna ánægðir með
hvernig til tókst. „Allir Íslendingar
hljóta að taka undir þann mál-stað
sem hér kemur fram. Eða hvaða þjóð
er það, sem ber ekki hönd fyrir höfuð
sér þegar að henni er gengið með
órétt-mætum kröfum,“ sagði Ólafur
Elíasson sem er í forystu InDefence.
Fjöl-menni á samstöðu-fundi
Morgunblaðið/Ómar
Tékkneski leik-stjórinn Milos
Forman verður heiðurs-gestur
Alþjóð-legu kvik-mynda-hátíðarinnar,
RIFF, í ár. „Hann er einn af þessum
risa-stóru og er svo sannar-lega
búinn að setja sitt mark á
kvik-mynda-söguna,“ segir Hrönn
Marinós-dóttir, stjórnandi
hátíð-arinnar, en á meðal þeirra
mynda sem Forman á að baki má
nefna Man On The Moon, The
People vs. Larry Flint, Hair, One
Flew Over the Cuckoo’s Nest og
Amadeus. Forman hlaut
Óskars-verðlaun sem besti
leik-stjórinn fyrir tvær síðast-nefndu
myndirnar. Forman er orðinn 77 ára
og vinnur nú að myndinni The Ghost
Of Munich. Nokkrar mynda Formans
verða sýndar á hátíð-inni, auk þess
sem hann mun ræða við ís-lenska
á-horfendur.
Virtur leik-
stjóri heim-
sækir Ísland
Reuters
Hæsti-réttur hefur
stað-fest úr-skurð
Héraðs-dóms Reykjaness
um að-farar-gerð
bandarísks her-manns á
hendur fyrr-verandi
íslenskri konu sinni,
Borghildi
Guðmundsdóttur. Hún
skal því fara til
Banda-ríkjanna með tvo
drengi þeirra á barns-aldri
fyrir sunnudaginn 16. ágúst.
Í dómnum kemur fram að
Borghildur hafi flutt drengina til
Íslands frá Bandaríkjunum í upp-hafi
árs 2008 og haldið þeim hér á landi
með ólög-mætum hætti í skilningi
laga og ákvæða Haag-samningsins.
Borghildur giftist her-manninum í
september 1998, en þau
slitu sam-vistir seinni-part
árs 2007. Í héraðs-dómnum
er tekið fram að óum-deilt
sé að hjú-skap máls-aðila
hafi ekki verið slitið að
lögum þegar Borghildur fór
með börnin til Íslands og að
þau hjónin hafi farið
sam-eiginlega með for-sjá
barna sinna. Faðir
drengjanna hyggst höfða
forræðis-mál í Bandaríkjunum og
freista þess að fá börnin til sín.
Borghildur segir að milli sín og
föðurins hafi verið munnlegt
samkomu-lag um til-högun skilnaðar
og forræðis. Hann hafi ekki haft
sérlegan áhuga á forræði, hvað þá
heldur forræðis-máli.
Vísað til Banda-ríkjanna
Borghildur
Guðmundsdóttir
Fæð-ingum hefur fjölgað á
Land-spítalanum það sem af
er ári miðað við árið í fyrra. Í
ár eru fæðingar orðnar 2.101
á Land-spítala Háskóla--
sjúkra-húsi, en til 10. ágúst í
fyrra voru fæðingar 2.029 og
er aukningin um 3,5%.
Margar fæðingar eru bókaðar
á næstu mánuðum þannig að
út-lit er fyrir að þær verði fleiri
á LSH en nokkru sinni.
Guðrún Eggertsdóttir, yfir--
ljósmóðir fæðingar- deildar,
sagðist ekki hafa skýringu á
þessari fjölgun fæðinga.
Margt gæti spilað þar inn í,
en hún sagðist ekki neita því
að starfs-fólk á fæðingar--
deildinni hefði velt því fyrir
sér hvort kreppan sem skall
á síðasta haust ætti hlut að
máli. Mikið álag hefur verið á
starfs-fólki fæðingar-deildar
undan-farnar vikur.
Fæðingum
fjölgar
Eftir fjóra tap-leiki náðu
Íslendingar að rétta úr
kútnum þegar þeir öttu kappi
við Slóvaka í vináttu-leik á
Laugar-dals-vellinum er þeir
gerðu jafn-tefli, 1:1.Slóvakar
hafa verið á blússandi
siglingu í undan-keppni HM
þar sem þeir tróna á toppi
síns riðils og eru 50 sætum
ofar á FIFA-lista.
Kristján Örn Sigurðsson
tryggði Íslendingum stigið
þegar hann skoraði
skalla-mark í seinni hálf-leik.
. Gunnleifur Gunnleifsson
varði í tví-gang meistara-lega
í fyrri hálf-leik. Aron Einar
Gunnarsson kom sterkur til
leiks þegar Sölvi Geir þurfti
að yfir-gefa völlinn vegna
meiðsla. Brynjar Björn tók
stöðu hans í vörninni og Aron
fór á miðsvæðið.
Gerðu jafn-tefli
Morgunblaðið/Ómar
Her-foringja-stjórnin í Búrma
þóttist hafa sýnt Aung San
Suu Kyi mildi með því að
forða henni frá þriggja ára
hegningar-vinnu í fanga-
búðum en
stjórnar-andstöðu-
leið-toginn lét sér fátt um
finnast þegar dómur yfir
henni var kveðinn upp í
vikunni, hún var dæmd í
áframhaldandi
stofu-fangelsi í eitt og hálft
ár í húsi í Yangon,
höfuðborg Búrma, en þar
hefur hún verið í haldi nær
sleitu-laust í 14 ár. Þótt
fangelsis-dómurinn hafi
verið styttur kemur hann í
veg fyrir að Suu Kyi geti
tekið þátt í bar-áttu
stjórnar-andstöðunnar fyrir
þing-kosningar sem eiga að
fara fram á
næsta ári.
Leið-togar
hersins eru
stað-ráðnir í
að tryggja
banda--
mönnum
sínum sigur í
kosningunum
og vilja fyrir alla muni
afstýra því að stjórnar-
and-staðan sigri eins og í
kosningunum árið 1990
þegar flokkur Suu Kyi fékk
mikinn meiri-hluta
þingsæta.
Suu Kyi er orðin að tákni
frið-sam-legrar bar-áttu
gegn ein-ræði hersins og
lítur al-menningur Búrma á
hana sem sam-visku
þjóðarinnar.
Her-foringja-stjórnin
hræðist Suu Kyi
Aung San
Suu Kyi
Stjórnar-and-staðan sótti fast
að setja stíf efna-hags-leg
skil-yrði fyrir ríkis-ábyrgð á
lánum Trygginga-sjóðs
inn-stæðu-eigenda vegna
Icesave-reikninganna.
Breytingar-til-laga gerir ráð fyrir
að ekki megi greiða meira
ár-lega en 3,5% af
lands-fram-leiðslu. Einnig var
rætt um greiðslur vegna ríkis-
ábyrgðarinnar yrðu alltaf í takt
við þróun efna-hagsmála hér á
landi og mögu-leiki væri á því
að fella niður eftir- stöðvar
skulda. Í breytingar- til-lögunni
kemur einnig fram að hvergi
sé haggað við yfir- ráðum
Íslands yfir auð- lindum
landsins og rétti hand-hafa
íslensks ríkis- valds til að
kveða á um auð-linda-nýtingu
og eignar-hald á
náttúru-auð-lindum.
Breytingar-
til-laga rædd