Morgunblaðið - 16.08.2009, Page 51
Menning 51FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
OpiD:
laugardag: 10-17 - sunnudag: 13-17
Lykur um helginaenn meiri
afslattur!
F
A
B
R
IK
A
N
Aðeins þessa helgi! Helgartilboð í verslun Tekk Companys
Tekk Company * Holtagörðum og Kringlunni * Sími 564 4400 * www.tekk.is
Opið virka daga kl. 10-18:30, laugardaga 10-17 og sunnudaga 13-17
Gerum hús að heimili
AFSLÁTTUR AF
SIA, UMBRA OG
SERAX VÖRUM
AFSLÁTTUR AF
ETHNICRAFT OAK
HÚSGÖGNUM
ÞEIR netnotendur sem gaman hafa af mál-
efnalegri og upplýsandi umræðu ættu að
kynna sér vefsíðuna ted.com. Um er að ræða
lítið samfélag, bæði í net- og raunheimum, er
leggur sig fram við að gefa góðum hug-
myndum brautargengi. Ted stendur fyrir
Technology, Entertainment and Design en í
raun er ekkert umræðuefni af kortinu. Frá
árinu 1984 hafa samtökin staðið fyrir árlegri
ráðstefnu í Long Beach í Kaliforníu, en í dag
standa samtökin fyrir svipuðum ráðstefnum í
öðrum heimshornum líka. Ráðstefnurnar eru
svo vinsælar að nú þegar er uppselt á ráð-
stefnu næsta árs. Einnig hafa samtökin veitt
verðlaun frá árinu 2005 til einstaklinga er
þykja hafa borið af í vitsmunalegum fram-
lögum sínum til mannkyns.
Netsíðan ted.com er í raun að mestu sam-
ansafn af fyrirlestrum er haldnir hafa verið á
Ted-ráðstefnum í gegnum árin. Hún er ein-
staklega vel upp sett og auðvelt að ráfa inn á
viðfangsefni sem vekur áhuga vafrarans. Þar
er t.d. hægt að hlýða á og sjá fyrirlestra þar
sem Harvard-sálfræðingurinn Dan Gilberts
ræðir um hvers vegna við upplifum hamingju,
Richards Dawkins reynir að afsanna tilvist
Guðs, Jeff Han sýnir næstu þróun snertiskjáa,
Bill Clinton ræðir um mál Rúanda, Ólafur Elí-
asson ræðir um listaverk sín og landkönnuður-
inn Bill Stone ræðir um dýpstu hella heims og
af hverju maðurinn ætti að rannsaka hella
tunglsins. Í stuttu máli fyrirlestra um allt á
milli himins og jarðar. Síða sem hreyfir við
þér, veldur þér endalausum heilabrotum og
fær þig til þess að horfa á heiminn í kringum
þig í nýju ljósi … í hvert einasta skipti sem þú
staldrar við.
biggi@mbl.is
Vitræn ofhleðsla
Reuters
Bill Clinton Góður ræðumaður. Það eru allir
hinir sem finna má á ted.com líka.
VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.TED.COM»
LEIKKONAN Demi Moore segist
kunna mjög vel við það þegar kon-
ur reyna við eiginmann hennar,
leikarann Ashton Kutcher. Moore,
sem er 46 ára gömul, segir að hún
átti sig á því hversu heppin hún sé
þegar aðrar konur reyna við
Kutcher, sem er 31 árs gamall.
„Ég tek því bara sem hrósi,“ seg-
ir Moore sem er greinilega ekki af-
brýðisöm manneskja.
Á twitter-síðu sinni gefur Moore
annars ýmislegt upp sem varðar
einkalíf þeirra hjóna. Þannig segir
hún til dæmis frá því að hún vakni
iðulega upp við það um miðjar næt-
ur að Kutcher sé að biðja hana um
kynlíf.
Engin
afbrýðisemi
Flott par Ashton Kutcher og Demi
Moore eru greinilega hamingjusöm.
LEIKARINN og leikstjórinn Mel
Gibson er fjölhæfur maður, að
minnsta kosti ef marka má nýjustu
fregnir af kappanum. Gibson er
nefnilega gestasöngvari á vænt-
anlegri plötu kærustunnar sinnar,
rússnesku söngkonunnar Oksana
Grigorieva, en platan nefnist
Beautiful Heartache. Hann lætur
þó ekki þar við sitja, heldur hefur
hann nú þegar leikstýrt fjórum
myndböndum við lög af plötunni.
„Mel er magnaður listamaður.
Og hann er með frábæra rödd og er
algjör hugsjónamaður,“ segir
Grigorieva sem gengur með átt-
unda barn Gibsons.
„Myndböndin eru eins og drama-
tískar stuttmyndir – uppfullar af
spennandi en björtum skotum.“
Það var í apríl á þessu ári sem
Gibson tilkynnti um skilnað sinn og
eiginkonu sinnar, Robyn, en saman
eiga þau sjö börn. Nokkrum vikum
seinna greindi hann frá sambandi
sínu við Grigorieva, sem er 28 ára,
en sjálfur er Gibson 53 ára. Grigo-
rieva segist hins vegar ekki hafa
borið neina ábyrgð á skilnaðinum.
„Það var ekki eins og ég væri að
reyna þetta sérstaklega. Ég hélt að
hann væri hamingjusamur í sínu
hjónabandi en svo kom annað í ljós.
Í kjölfarið gerðist þetta,“ segir
Grigorieva.
Reuters
Hamingja Gibson og Grigorieva
koma til frumsýningar á X-Men
Origins: Wolverine í L.A. í apríl.
Syngur með
kærustunni