Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is T uttugu árum eftir að Berlínarmúrinn féll horfir helmingur Austur- Þjóðverja á gamla alþýðulýðveldið já- kvæðum augum, 49% telja að þar hafi verið fleira jákvætt að finna en nei- kvætt og 8% segja að þar hafi einungis góðir hlutir átt sér stað. „Ég verst því að fordæma DDR sem ríki allsherjar óréttlætis, þar sem ekki hafi verið til vottur af hinu góða,“ sagði Erwin Sellering í ný- legu viðtali en hann er forsætisráðherra Mecklen- burg, eins fátækasta sambandsríkis Þýskalands sem áður var hluti Þýska alþýðulýðveldisins (DDR). 20 og 60 ár frá sögulegum atburðum Hinn 7. október síðastliðinn voru 60 ár liðin frá stofnun Þýska alþýðulýðveldisins en þann dag voru árlegar glæsisýningar haldnar í Austur- Berlín þar sem lýðveldið og Kommúnistaflokk- urinn voru hyllt. Í nóvember eru ennfremur 20 ár frá því að Berlínarmúrinn féll og alþýðulýðveldið liðaðist í sundur. Eftir 20 ára sambúð austurs og vesturs er enn töluverður munur á kjörum þessara hópa Þýskalands. A-Þjóðverjar eru svartsýnni á fram- tíðina en landar þeirra í vestri, þar var atvinnu- leysi tvöfalt hærra í september en í vestri og um 20% fleiri þiggja félagslega aðstoð auk þess sem skattgreiðslur í austri eru um 50% lægri en vestanmegin. Markmið þýskra stjórnvalda er að sambands- ríkin sem áður tilheyrðu A-Þýskalandi standi efna- hagslega á eigin fótum árið 2019 en þau eru enn háð gömlu sambandsríkjum vestursins. Fram- leiðsla á íbúa nemur aðeins um 70% af framleiðslu gömlu sambandsríkjanna samkvæmt nýrri rann- sókn auk þess sem fyrirtækin eru smærri, flytja lítið úr landi og stunda litlar rannsóknir og þróun- arvinnu. Sé horft til þessara staðreynda er ef til vill ekki að undra að A-Þjóðverjar sjái gamla tíma í hyll- ingum þar sem „ríkið sá um sína“. Leikskólapláss og atvinna voru trygg þó njósnir, ferðatakmark- anir, vöruskortur og ólýðræðislegir stjórnarhættir hafi verið ríkjandi. „Ný tegund ostalgíu hefur litið dagsins ljós,“ segir sagnfræðingurinn Stefan Wolle, sem sjálfur ólst upp austanmegin, í samtali við tímaritið Spiegel. En orðið ostalgía hefur verið notað til að lýsa nostalgíu eða söknuði A-Þjóðverja eftir gamla einræðisríkinu. Wolle hefur gefið út fjölda bóka um lífið í gamla alþýðulýðveldinu. „Söknuðurinn eftir öruggri veröld einræðisríkisins er ekki bara lengur meðal fyrrverandi embættismanna,“ segir Stefan Wolle. Tilvistarangist og betlarar eftir sameiningu Wolle segir að nú sé alþýðulýðveldið einnig hafið í hæstu hæðir af ungu fólki sem hafi fæðst eftir sameiningu Þýskalands og hann varar við því að of lítið sé gert úr einræðisvaldi gamla Kommúnista- flokksins. Wolle hefur fengið þúsundir bréfa og tölvupósta vegna skrifa hans í tengslum við niður- stöður ofangreindrar skoðanakönnunar sem sýnir að hátt hlutfall A-Þjóðverja horfi jákvæðum aug- um til baka. Bréfin gefa innsýn í hugsanagang reiðra og vonsvikinna borgara: „Þegar horft er á hlutina út frá núverandi aðstæðum tel ég að með falli múrsins höfum við verið hrakin úr Paradís,“ skrifar 38 ára karlmaður. Hann þakkar Guði fyrir að hafa fengið að upplifa alþýðulýðveldið í nokkurn tíma og hann hafi fyrst komist í kynni við tilvistar- angist, betlara og útigangsmenn eftir sameiningu austurs og vesturs. „Frelsið særir einnig,“ segir Wolfgang Tiefensee sem hefur umsjón með þróun nýju sambandsríkjanna. „Óttinn við þá háttsettu hefur vikið fyrir óttanum um að tilheyra þeim lægst settu,“ segir Tiefensee. Reuters Hrakin burt úr Paradís  60 árum eftir stofnun A-þýska alþýðulýðveldisins og 20 árum eftir fall Berlínarmúrsins er þýska þjóðin enn klofin  Bág kjör og atvinnuleysi varpa gullnum ljóma á liðna tíma Einstakir Trabantinn var tákn- mynd A-Þýskalands og Trab- antklúbbar funda nú reglulega þar sem safnarar bera saman glæsibifreiðar sínar. SÖKNUÐUR eftir gamla Þýska- landi lifir ekki einungis meðal Aust- ur-Þjóðverja. Margir Vestur- Þjóðverja telja fórnarkostnaðinn við sameiningu austurs og vesturs hafa verið of mikinn. Blaðamað- urinn og rithöfundurinn Maxim Biller opinberaði nýlega andúð sína á a-þýskum „röflurum“ og varð þannig að einskonar talsmanni v-þýskra „röflara.“ Og af hverju þessi andúð? „Því Bonnar-lýðveldið var um það bil svalasta og frjálsasta land í heimi,“ segir Biller í dag- blaðinu Frankfurter Allgemeine. En varð svo fyrir „lamandi áhrifum frá útlendingahatandi, þjóðernissinn- uðum og að eilífu bolsévískum bleyðum austursins,“ segir Biller. jmv@mbl.is Reuters Gleði Fjöldi Vestur-Þjóðverja sakn- ar tímanna fyrir sameiningu. Fórnin var of mikil Óánægjan er ekki bara austanmegin VALDAMESTI Austur-Þjóð- verjinn hlýtur að teljast vera Ang- ela Merkel sem nú tekur senn við embætti kanslara Þýskalands í ann- að sinn. Á Degi þýsku sameining- arinnar hinn 3. október sl. sagði Merkel mikilvægt að Þjóðverjar tækju kjarkinn og ákveðnina sem hefði leitt til samein- ingar austurs og vesturs sér til fyr- irmyndar í framtíðinni. Nú þegar 20 ár séu liðin frá falli Berlínamúrsins ætti munurinn á austri og vestri að vera yfirstiginn. „Nú er kominn tími til að móta framtíðina saman,“ sagði Merkel. Þýskaland þyrfti á „stöð- ugum og skapandi óróleika“ að halda eins og árið 1989, til að takast á við efnahagskreppuna sem sé ein stærsta sameiginlega áskorun þýsku þjóðarinnar. jmv@mbl.is Stöðugur óró- leiki nauðsyn Angela Merkel Í SEPTEMBER 1949 fór sendinefnd undir forystu Walter Ulbrichts til Moskvu í því skyni að fá leyfi Stal- íns fyrir stofnun eigin ríkis undir verndarvæng Sovétríkjanna. Hinn 7. október 1949 var Þýska alþýðu- lýðveldið (DDR) stofnað, tæpum mánuði eftir að Konrad Adenauer var vestanmegin settur í embætti fyrsta kanslara þýska lýðveldisins. Walter Ulbricht, sem hélt í taum- ana við stofnun alþýðulýðveldisins undir merkjum Sósíalíska samein- ingarflokks Þýskalands (SED), hafði látið það orð út ganga að ferlið yrði að hafa lýðræðislegt yf- irbragð en að SED yrði að „hafa alla þræði í hendi sér.“ Hugmyndir með hljómgrunn Efnahagslegur uppgangur og stjórnmálalegur stöðugleiki tóku smám saman að milda áhyggjur eftirstríðsáranna vestanmegin. Austanmegin var takmarkið hins- vegar ekki bara efnisleg velferð heldur einnig nýtt hugmynda- fræðilegt upphaf eftir hörmungar Þriðja ríkisins. Margir íbúar Aust- ur-Þýskalands deildu þessum hug- myndum árið 1949 og fyrir þeim var sósíalískt ríki rétt svar við fas- ismanum, stríðinu og helförinni. Greinarhöfundur á fréttavef Deutsche Welle segir fæðingar- vottorð alþýðulýðveldisins hafa í senn verið dánarvottorðið. Tak- markað ferðafrelsi og eftirlit með eigin þjóð í gegnum „Öryggisráðu- neytið“ hafi rétt eins orðið til að fella ríkið eins og bygging Berlínarmúrsins í ágúst 1961 eða innantóm slagorð hrumra embætt- ismanna SED. Áður en Berl- ínarmúrinn var reistur flúðu þrjár og hálf milljón manna frá austur- hluta Þýskalands og yfir í vest- urhlutann. Aðfaranótt 17. ágúst 1961 var byrjað að reisa múr utan um Vestur-Berlín, sem var stað- sett í miðju Austur-Þýskalandi. Múrinn var 156 km langur og hans gættu 50.000 manna lið sem átti að gæta þes að enginn færi yfir og skjóta ef nauðsyn kræfi. 136 manns létu lífið við flóttatilraunir. Fæðingar- og dánarvottorð í senn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.