Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 8
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Næsta námskeið byrjar 21. október 2009
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
M
organ Tsvangirai barðist til að ná
völdum úr höndum harðstjórans,
Roberts Mugabes. Mugabe beitti
öllum brögðum til þess að halda
völdum og hikaði ekki við að
grípa til ofbeldis til að stöðva andstæðinga sína.
Nú sitja þessir svörnu fjendur saman í stjórn og
verkefnið er ærið. Slík hefur óstjórnin verið í
valdatíð Mugabes að landið er að hruni komið.
Tsvangirai og Mugabe mynduðu stjórn saman í
febrúar, en tortryggnin er mikil á báða bóga.
Tsvangirai gegnir embætti forsætisráðherra og
Mugabe situr í stóli forseta eins og hann hefur
gert frá árinu 1987. Mugabe ætlaði alls ekki að
hleypa Tsvangirai að þrátt fyrir að sá síðarnefndi
hefði verið sigurvegari í kosningum í mars í fyrra,
en lét undan þrýstingi alþjóðasamfélagsins.
Á liðnum árum hefur verið grunnt á því góða á
milli þeirra. Úlfúðin hófst þegar Tsvangirai ýtti
yngri bróður Mugabes úr forustu regnhlífar-
samtaka stéttarfélaga landsins. Árið 2000 fékk
Lýðræðishreyfing Tsvangirais tæpan meirihluta á
þingi kosningum og hafði Mugabe sennilega rangt
við til að halda völdum. Í kosningunum 2002 sigr-
aði Mugabe Tswangirai, ef sigur skyldi kalla, því
að ofbeldi af hálfu forsetans setti svartan blett á
þær. Árið 2002 var Tsvangirai sakaður um land-
ráð. 2004 var hann sýknaður eftir átján mánaða
málaferli, sem tóku mjög á hann og fjölskyldu
hans. Árið 2007 réðust bullur á vegum stjórn-
arinnar á Tsvangirai og börðu hann til óbóta.
Tsvangirai hefur því litla ástæðu til að treysta
Mugabe. „Störf Mugabes á undanförnum árum
eru óverjandi, en við höfum fallist á að vinna sam-
an,“ sagði Tsvangirai nýverið í samtali við viku-
blaðið Time. „Hjólið snýst hægt.“
Ýmislegt hefur þó gerst í landinu frá því að hin
nýja stjórn var mynduð. Í lok sumarsins 2008 er
talið að verðbólga í Simbabve hafi verið tíu milljón
prósent og fjórir af hverjum fimm vinnufærum
mönnum atvinnulausir.
Tsvangirai hefur haft fjármálin á sinni könnu.
Nokkrum vikum eftir að hann komst til valda
skipti hann út simbabveska dollaranum fyrir
Bandaríkjadollar. Þetta hafði þegar þau áhrif að
framleiðni jókst og samkvæmt tölum frá Alþjóða-
bankanum hefur hagvöxtur í landinu verið 3,7% á
þessu ári. Ástandið í landinu hefur róast. Verðlag
hefur lækkað og framboð á mat aukist. Mugabe
hótar hins vegar að innleiða simbabveska doll-
arann aftur.
Mugabe heldur hins vegar enn um mikilvægar
valdastoðir í samfélaginu. Hann er yfir hernum,
lögreglunni og dómstólunum. Lýðræðishreyfing
Tsvangirais er með meirihluta á þingi, en þing-
menn sæta hins vegar ofsóknum og þrýstingi. Í
september höfðu að minnsta kosti 16 þingmenn
Lýðræðishreyfingarinnar verið handteknir fyrir
upplognar sakir að því er flokkssystkin þeirra
halda fram. Tsvangirai hefur nóg að gera við að
finna varaþingmenn.
Í kringum Mugabe er fjölmenn valdaklíka, sem
hefur makað krókinn í valdatíð hans og vill halda
því áfram. Tsvangirai hefur reynt að nota tangar-
hald sitt á fjármálaráðuneytinu til að slá á puttana
á þeim, sem reyna að seilast í hirslur ríkisins.
Reuters
Fjendur í einni sæng
Fyrir ári var verðbólga í Simbabve 10.000.000% Hagvöxtur á þessu ári mælist 3,7%
Forsetinn starfar með höfuðandstæðingi sínum og ofsækir um leið liðsmenn hans
Reuters
Áratugur Tíu ára afmæli Lýðræðishreyfing-
arinnar fagnað 13. september.
Andstæðingar og samherjar
Morgan Tsvangirai forsætis-
ráðherra og Robert Mugabe
forseti takast í hendur við jarð-
arför í ágúst.
Morgan Tsvangirai fæddist 1952 í
Suður-Ródesíu. 1974 hóf hann störf
í nikkelnámu, varð virkur í stétta-
baráttu og reis brátt til metorða.
Hann varð foringi regnhlífars-
amtaka stéttarfélaga í Simbabve ár-
ið 1988 og á tíunda áratugnum
leiddi hann verkföll til að mótmæla
skattastefnu Roberts Mugabes for-
seta og hafði betur. 1999 sagði hann
af sér forustunni í sambandi stétt-
arfélaga og stofnaði stjórnarand-
stöðuflokk, Lýðræðishreyfinguna. Í
þjóðaratkvæði árið 2000 tókst hon-
um að hnekkja stjórnarskrárbreyt-
ingum, sem Mugabe hugðist inn-
leiða til að styrkja sig í sessi. Sama
ár fékk flokkur hans næstum jafn
mörg sæti á þingi og Zanu-PF, flokk-
ur Mugabes.
Tsvangirai varð forsætisráðherra
11. febrúar 2009. Nokkrum dögum
síðar lést Sarah, eiginkona hans til
rúmlega 30 ára, í bílslysi. Tveimur
vikum síðar drukknaði barnabarn
hans í sundlaug.
Robert Mugabe fæddist árið 1924 í
Suður-Ródesíu. Árið 1964 var hon-
um varpað í fangelsi fyrir „und-
irróður“. 1975 var hann látinn laus.
Mugabe var einn af forustumönnum
uppreisnarinnar gegn stjórn hvíta
minnihlutans, sem var undir forustu
Ians Smiths. 1979 var samið um frið
og 1980 sigraði flokkur Mugabes
með yfirburðum í kosningum. Hann
var forsætisráðherra í landi, sem
fékk nafnið Simbabve. Hann sat í sjö
ár. Þá varð hann forseti og þar til í
byrjun þessa árs hefur eins flokks
stjórn verið í landinu.
Eftir því sem vinsældir Mugabes
hafa dvínað hefur stjórnarfarið
versnað í landinu. Frelsi fjölmiðla
var heft og stjórnarandstæðingar
beittir ofbeldi. Svokallaðar land-
búnaðarumbætur fólust í því að
hrekja hvíta bændur af jörðum sín-
um og fá þær í hendur stuðnings-
mönnum forsetans, sem ekkert
kunnu í landbúnaði. Afleiðingin var
uppskerubrestur og hungursneyð.
Frelsishetja Simbabve endaði sem
illa þokkaður harðstjóri.
Leiðtogarnir
Um miðjan september kom
sendinefnd frá Evrópusamband-
inu til Simbabve í fyrsta skipti
frá árinu 2002 þegar ESB greip
til viðskiptaþvingana á hendur
liðsmönnum í stjórn Roberts
Mugabes. Mörg vestræn ríki létu
af aðstoð við Simbabve vegna
óstjórnar og mannréttindabrota
Mugabes. Niðurstaða nefnd-
arinnar var sú að Mugabe hefði
ekki staðið við samninginn um
að deila völdum með Morgan
Tsvangirai og mannréttindabrot
viðgengjust enn í landinu.
Evrópusambandið mun veita
90 milljónir evra í mann-
úðarskyni eins og verið hefur, en
viðskiptaþvingununum verður
ekki aflétt vegna mannréttinda-
brotanna.
Mugabe hefur ekki verið leiði-
tamur í samstarfinu við Tsvang-
irai. Hann skipaði einhliða seðla-
bankastjóra og dómsmála-
ráðherra og neitar að gefa eftir í
þeim efnum. Hann hefur reynt
að standa í vegi fyrir lagasetn-
ingu og koma í veg fyrir skipan
liðsmanna Tsvangirais í emb-
ætti.
Þvermóðska Mugabes hefur
reynt á þolinmæði Lýðræðis-
hreyfingarinnar.
Tsvangirai var harðorður á úti-
fundi nýverið í tilefni af tíu ára
afmæli Lýðræðishreyfingarinnar:
„Ég ætla ekki að standa
aðgerðarlaus á meðan þeir
brjóta lögin, ofsækja þingmenn
okkar, breiða út orðfæri haturs
og ráðast á bóndabæi.“ „Við
höfum gert allt til að koma til
móts við þá og ekkert fengið í
staðinn,“ sagði ónefndur emb-
ættismaður Lýðræðishreyfing-
arinnar við Financial Times.
„Þolinmæðin er á þrotum.“
Enn mannréttindabrot