Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Þ egar Thomas Gilpin gerði strandhögg í Hafnarfirði og Reykjavík sumarið 1808, höfðu Englend- ingar gjörsigrað Dani í orrustu um Kaupmannahöfn haustið áður. Englendingar voru eftir það allsráðandi á Norðurhöfum og ensk stjórnvöld gáfu herskipum í einka- eigu aðalsmanna víkingaleyfi sem heimiluðu að taka með hervaldi skip og aðrar eigur Danakonungs. Í Sögu Hafnarfjarðar eftir Lúðvík Geirsson segir, að þegar Gilpin sigldi herskipi sínu, Salamine, með tuttugu fallbyssum inn til Hafn- arfjarðar hafi það vakið ótta í landi. Ekki sízt vegna þess að hann var með tvær af fiskiskútum Bjarna Sí- vertsen í eftirdragi, sem hann hafði tekið herskildi í Faxaflóa. Engin kaupskip höfðu komið til landsins um vorið og ekkert frétzt af ferðum Bjarna Sívertsen og annarra kaup- manna í næstum ár. Skipverjar af Salamine leituðu verðmæta í verzlunarhúsum í Hafn- arfirði og lyklar voru gerðir upp- tækir og húsunum læst. Gilpin fór svo með vopnaða sveit til Bessastaða og Reykjavíkur og í húsi landfóg- etans í Reykjavík fundu þeir kistu jarðarbókarsjóðs með tæplega 35 þúsund ríkisdölum, en jarðabók- arsjóður var hinn eiginlegi lands- sjóður, notaður til að greiða embætt- ismönnum laun og kostnað við skóla og kirkju. Sjóðurinn í kistunni var að stærstum hluta í bankaseðlum með íslenzkri áletrun. Þetta þótti Gilpin ótraustir pappírar og skipaði hann kaupmönnum í Hafnarfirði og Reykjavík að reiða fram silfur fyrir pappírana. Hann sigldi svo til Reykjavíkur og beið þar meðan kaupmenn skröpuðu silfurhirzlur sínar, en ekki tókst þeim að finna nema 6.700 ríkisdali. Varð Gilpin að láta það nægja, en hirti afganginn af jarðabók- arsjóðnum. Það var sannfæring Gilpins að verzlun á Íslandi væri í eigu konungs, en þegar honum var sýnt fram á það rétta skilaði hann skútum Bjarna Sívertsen og lykl- unum að vöruhúsunum í Hafnarfirði. En jarðabókarsjóðinn tók hann með sér af landinu. Bjarni Sívertsen var fæddur 1763 og gerðist kaupmaður í Hafnarfirði og var brautryðjandi í verzlun og út- gerð. Hann er nefndur faðir Hafn- arfjarðar og íbúðarhús hans, Sívert- sens-húsið, er elzta hús Hafnar- fjarðar og hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar. Haustið 1807 lagði Bjarni upp í Kaupmannahafnarferð, óvitandi um stríð Breta og Dana. Þegar hafskip hans „De tvende Söstre“ sigldi inn á Norðursjó hertóku Englendingar skipið og beindu því til Leith í Skot- landi, þar sem Bjarni var kyrrsettur sem og Petræus kaupmaður, sem átti margs háttar samvinnu við Bjarna. Annað skip Bjarna og flest önnur Íslandsför voru tekin herfangi og kyrrsett og var þá sigling til Ís- lands og frá í lamasessi. Í Sögu Hafnarfjarðar vitnar Lúð- vík Geirsson til lýsingar Bjarna Sí- vertsen: „Mig lángaði að komast til Kaupmannahafnar eftir að eg hafði verið 11 vikur í Leith, og líklega hefði eg fengið fararleyfi, ef eg hefði þess leitað; en hér kom gleðileg hindrun, sem stansaði mig. Einn af löndum mínum, Etatsráð Steph- ensen, hafði fengið það heppilega innfall, að skrifa til Riddara og Baro- net Jóseph Banks í Lundúnum og bað hann nú gjöra sitt besta til, svo Íslandi verði borgið, að þeir her- teknu kaupmenn frá Íslandi og þeirra skip væru frígefin og fengju leyfi til að fara milli landa í ófrið- artíðinni.“ Jóseph Banks brást vel við hjálp- arbeiðninni og flutti mál Íslands við stjórnvöld í Bretlandi. Í Skútuöld- inni segir Gils Guðmundsson, að þegar mikið lá við hafi Banks – illa haldinn af gigt og öðrum kvillum – risið úr rekkju sinni og látið tvo þjóna bera sig í stjórnarskrifstof- urnar, svo að hann gæti sjálfur talað máli Íslendinga. Þeir Bjarni Sívertsen og kaup- maður Petræus fá að fara til Lund- úna og eftir mörg samtöl og miklar bréfaskriftir hafa Banks og Bjarni sigur og Íslandsförin fást lauslátin. „Þess er að gjæta,“ segir Bjarni Sí- vertsen, „og að er líka auðskilið, að Riddara Banks er einum að þakka, hvaða heppni öll vor bónarbréf höfðu.“ Um veturinn hafði Bjarni frétt af strandhöggi Gilpins, þess „enska reifara“ og einsetti sér að ná aftur jarðabókarsjóðnum og koma honum í íslenzkar hendur. „Ég hélt það nú skyldu mína við mitt föðurland, að segja til þess, að nefndur kassi væri sá eini í landinu, af hvörjum embættismanna laun væru tekin og stiftunum við haldið; já; að sumar stiftanir ættu vissa til- tekna summu í þessum kassa, hvar- uppá ég, með kaupmanni Petræusi gaf eiðgildan vitnisburð, og bað þá Volf og Dorvilli í Lundúnum, að setja sig móti því, að sá fengi þessa penínga, er þá tók, þar til frekari upplýsing fengist. Ávöxturinn varð, að peníngarnir vóru frádæmdir reif- aranum. Nú hafa yfirvöldin á Íslandi eftir þessum peníngum kallað, og sú enska ríkisstjórn hefir þeim skilað. Árið 1811 hafði ég þá ánægju, að vera við, þegar þeir vóru afhentir úr þeim enska bánka.“ Bjarna Sívertsen er svo falið að flytja jarðabókarsjóðinn heim og Danakonungur sæmir hann ridd- arakrossi fyrir framgöngu hans í málinu meðal annars. Upp frá því var hann jafnan nefndur Bjarni riddari. Bjarni riddari Sívertsen var kvæntur Rannveigu Filippusdóttur og eftir að hann missti hana giftist hann danskri konu og flutti til Kaup- mannahafnar. Hann andaðist þar 1833. Enskur „reifari“ rændi íslenzka landssjóðnum Enskur víkingur stal ís- lenzka jarðabók- arsjóðnum 1808. Hon- um var skilað í London þremur árum síðar í hendur Bjarna Sívert- sen, sem Danakon- ungur sæmdi ridd- arakrossi fyrir vikið. Sjóður Kista jarðabókasjóðs sem Bjarni Sívertsen flutti heim á sínum tíma. Morgunblaðið/Ásdís Riddarinn Bjarni Sívertsen lenti í miklum hremmingum í utanför sinni. Ljósmyndarinn Irving Penn léstá miðvikudag, 92 ára aðaldri. Hann þótti ásamt Rich-ard Avedon bera höfuð og herðar yfir aðra tískuljósmyndara, en stíll þeirra var þó afar ólíkur. Ljós- myndir Penns voru jafnan form- hreinar og glæsilegar, en hann var þó gagnrýninn á yfirborðsmennskuna. Það sást glöggt á því er hann mynd- aði sígarettustubba fyrir sýningu í Museum of Modern Art árið 1975. Nálgunin var sú sama, stílhrein og allt að því tignarleg. Penn hóf ferilinn hjá Vogue árið 1943 og var aðalljósmyndari tísku- tímaritsins um áratugaskeið, en smám saman mjakaði hann sér einn- ig yfir í aðra geira. Á meðal þeirra sem hann myndaði voru bændur í Perú, ættbálkahöfðingjar í Afríku, kunnir rithöfundar og listamenn og Hells Angels. Allt með sömu ná- kvæmninni og formfestunni. Hann giftist mjóslegnu fyrirsætunni Lisu Fonssagrives og myndaði hana oft- sinnis á sjötta áratugnum. Eftir að hún lést árið 1992 tók hann röð sjálfsmynda, sem sýndu andlit gam- als manns í nærmynd, hrukkað og af- myndað. Þær „sýndu hvernig honum leið á þeim tíma,“ sagði sagnfræð- ingurinn Diana Edkins. „Ástarsaga þeirra entist þeim ævina.“ Reuters Ljósmyndarinn Irving Penn stillir upp fyrir myndatöku, en eiginkona hans fyrirsætan Lisa Fonssagrives-Penn var að þessu sinni á bak við linsuna. Irving Penn Sotheby’s Kona skoðar ljósmyndir Penns, sem boðnar voru upp í New York 30. mars sl., en í forgrunni er myndin „Kona í marokkóskri höll“. SERÍUMARKAÐUR Í ÖLLUM VERSLUNUM BLÓMAVALS FRÁBÆRT VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.