Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 29
Egill á kafi í hestamennsku. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í læknisfræði. Eftir fyrsta árið þar lét hann gamlan draum rætast og réð sig sumarlangt sem kaupamann í sveit. „Það var yndislegt sumar enda þótt starf mitt fælist aðallega í því að moka út úr fjárhúsunum,“ segir hann hlæjandi. Ein handmjólkuð kýr var líka á bænum. Egill hélt utan til Svíþjóðar í sér- nám í heimilislækningum og enn tók bóndinn sig upp í honum. Nú fyrir al- vöru. Hann festi kaup á bóndabæ í Värmland og hóf sannkallaðan sjálfs- þurftarbúskap. „Við vorum með grísi, kindur, norskan fjarðarhest og Hjalt- lands-dverghest, tvær handmjólkaðar beljur, hænsni, dverghænsni, gæsir og kalkúna, svo eitthvað sé nefnt. Þarna var fjós og hlaða, fimmtán hektara akurlendi og þessi fíni mat- jurtagarður og gróðurhús. Sem sé allt til alls. Við vorum sjálfum okkur næg, tókum slátur, svið og hvaðeina,“ upp- lýsir Egill. Þarna komst hann líka upp á lagið með býflugnaræktina. Hættulegra á Hafnarfjarðar- veginum en í Karíbahafinu Egill bjó í ellefu ár í Svíþjóð ásamt eiginkonu sinni, Svövu Jónsdóttur, og þremur börnum þeirra, og segir hann frítíma sinn hafa farið meira og minna í búskapinn. „Það var lítill tími í ann- að. Ætli ég hafi ekki komið fimm sinn- um heim til Íslands á þessum ellefu árum. Þetta var virkilega gaman en svolítið slítandi.“ Áður en fjölskyldan flutti heim brá hún sér í fjögurra mánaða siglingu um Karíbahafið sumarið 1999 á 42 feta skútu. „Það var heilmikið æv- intýri, ekki síst í ljósi þess að við höfð- um aldrei stigið fæti um borð í segl- skútu áður,“ segir Egill glottandi. Hann fékk að vísu leiðsögn í sigl- ingum áður en látið var í haf. „Ég hugsaði sem svo, fyrst menn hafa siglt öldum saman hlýt ég að geta lært þetta. Í raun eru siglingar alls ekki flókið mál, þær snúast aðallega um að gæta sín á veðrinu. Ég er oft spurður hvort við höfum ekki verið í bráðri hættu þarna í Karíbahafinu en svara því alltaf til að ég hafi verið í mun meiri hættu veturinn sem ég hjólaði úr Hafnarfirði á Slysó í Foss- voginum. Það er ruddakeyrsla á mönnum í umferðinni á höfuðborg- arsvæðinu, eins og fólk veit.“ Þegar Egill og fjölskylda hófu leit að framtíðarheimili sínu á Íslandi höfðu þau fyrst og fremst þrennt í huga. Það þurfti að vera aðstaða fyrir matjurtargarð, býflugur og hesta. Þau byrjuðu að svipast um á Suður- landinu, í nágrenni Selfoss, en þótti það heldur langt frá Reykjavík. „Til- gangurinn með heimkomunni var öðru fremur að umgangast vini og ættingja meira og í augum margra Reykvíkinga er Selfoss jafn langt í burtu og Svíþjóð,“ segir Egill hlæj- andi. Frúin gaf sig ekki Þá rak á fjörur þeirra gamall sum- arbústaður við Melahvarf í Kópavogi, niðri við Elliðavatn. Kallast það Garður. „Ég verð að viðurkenna að mér leist ekkert á þetta í fyrstu, enda lá fyrir að við þyrftum að ráðast í miklar endurbætur á húsinu. En frú- in gaf sig ekki,“ segir Egill sposkur á svip. Þau slógu því til og Egill sér ekki eftir því í dag. Búið er að gera tölu- verðar endurbætur á húsinu, stækka það og reisa sólstofu. „Þetta er orðið ljómandi huggulegt og okkur líður mjög vel hérna. Það er samt ýmislegt eftir. Maður þarf ekki sumarbústað þegar maður býr svona.“ Ekki nóg með endurbæturnar á íbúðarhúsinu, á umliðnum árum hafa risið hesthús og hlaða, hænsnakofi og gróðurhús á lóðinni. Það sem meira er, Egill hefur átt snaran þátt í að hanna og reisa þetta sjálfur. „Ég hef auðvitað verið með smiði mér til halds og trausts, en það sem ég get gert, geri ég sjálfur,“ segir hann. Egill segir búskapinn ekki svo tímafrekan frá degi til dags. „Ég hendi heyi í hestana áður en ég fer að vinna á morgnana og opna fyrir hænsnunum í leiðinni. Þau spóka sig svo bara úti fram undir kvöld. Þegar við komum heim úr vinnunni ríðum við venjulega út og gefum hestunum aftur. Það er unaðslegt að hafa þetta svona nálægt sér. Það sparar heilmik- inn tíma.“ Egill og Svava eru ekki bara tóm- stundaknapar, þau eru hægt og bít- andi að fikra sig út í keppnismennsku. „Við höfum verið fimm ár á baki í þeim skilningi en talað er um að menn þurfi tíu til fimmtán ár til að verða al- vöru keppnisknapar. Við eigum tvo allgóða keppnishesta, fjóra aðra reið- hesta, auk merar og folalds. Við bind- um miklar vonir við merina, hún á örugglega eftir að gefa okkur fleiri keppnishesta.“ Þyrfti 36 klukkustundir Egill vinnur á heilsugæslustöðinni á Selfossi og líkar það ágætlega. „Ég er svona 35 til 40 mínútur að keyra í vinnuna – á löglegum hraða! – og það er svona andleg hreinsun fyrir og eft- ir vinnu.“ Hann segir búskapinn og lækning- arnar fara vel saman. „Mín reynsla er sú að nauðsynlegt sé að hafa tóm- stundagaman sem er þvert á vinn- una.“ Spurður um önnur áhugamál upp- lýsir Egill að hann stundi líkamsrækt nokkrum sinnum í viku. Hafandi hlýtt á mál hans hlýtur sú spurning að vakna hvort hann sofi yfir höfuð nokkuð. „Jú, jú, ég halla mér yfir blá- nóttina,“ svarar Egill hlæjandi, „en það mættu alveg vera 36 klukku- stundir í sólarhringnum.“ fa dýr Egg Landnámshænurnar eru duglegar að framleiða egg ofan í fjölskylduna. Bóndi Egill R. Sigurgeirsson læknir og bóndi í matjurtargarðinum. Í baksýn eru íbúðarhúsið og hesthúsið. Reffilegir Egill er mikill hestamaður og er farinn að keppa á mótum. Hér er hann á gæðingnum Skúmi. au una glöð við sitt í girðingunni. Jurtir Margra grasa kennir í gróðurhúsum Egils bónda og fjölskyldu. ‘‘VIÐ ERUM STAÐRÁÐNIR ÍAÐ GEFAST EKKI UPPFYRR EN VIÐ HÖFUMFUNDIÐ AÐFERÐ TIL AÐ LÁTA BÝFLUGURNAR LIFA AF VETURINN. 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.