Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 48
48 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Þórhallur Sigurðsson, sem landsmenn þekkja allir undir nafninu Laddi, hefur skemmt þjóðinni í nærfellt fjóra áratugi. Hann ætlaði reyndar að vera alvarlegur til að byrja með en svo tók galsinn völdin og eftir það hefur hann verið hjartfólg- inn þjóðinni, ekki síður en allar furðupersónurnar sem hann hefur skapað í gegnum tíðina. Í vikunni verður frumsýnd fyrsta kvikmyndin sem Laddi leikur aðalhlutverk í og því ekki úr vegi að rýna aðeins í gengi hans í gegnum tíðina. Haustið 1987 sýndi Stöð 2 gamanþættina Heilsu-bælið, en þeir státuðu af Ladda, Gísla Rúnari Jónssyni, Pálma Gestssyni, Júlíusi Brjánssyni og Eddu Björgvinsdóttur. Þau kölluðu sig Gríniðjuna, en handritið að þáttunum sömdu þeir Laddi og Gísli Rúnar. Í Heilsubælinu í Gervahverfi birtust ýmsar ódauðlegar persónur, þar á meðal Saxi læknir sem hér framkvæmir vandasama aðgerð. Um það leyti sem Laddi varðsextugur ákvað hann að rifja ferilinn upp á skemmtun yfir eina helgi, fjórar sýningar alls. Frum- sýning var í byrjun febrúar 2007 og þegar seldist upp á sýningarnar fjórar á einum degi ákvað Laddi að halda nokkra til viðbótar. Þær urðu þó fleiri en hann hafði ætlað, því verkið gekk í vel á annað ár og sýningarnar urðu nærfellt 140 og alltaf fyrir fullu húsi. Skemmtunin var svo gefin út á mynddisk sem seldist metsölu. Eins og rakið er á síðunni lékLaddi í sinni fyrstu bíómynd 1980 en það er ekki fyrr en í kvikmyndinni Jóhannesi að hann leikur aðalhlutverk, en myndin verður frumsýnd á næstu dögum. Þorsteinn Gunnar Bjarnason leik- stýrir myndinni, en hún er gerð eftir bókinni Andsælis á auðnuhjólinu eftir Helga Ingólfsson. Í myndinni leikur Laddi litlausan kennara sem býr undir hæl tengdamóður sinnar og lendir í ótrúlegum hremmingum á einum degi. Ein lífseigasta persónaLadda er lúðinn Eiríkur Fjalar sem birtist fyrst 1980 á smáskífu með lögunum Skammastu þín svo og Stór- pönkarinn, en síðarnefnda lagið var ádeila á Bubba Morthens og félaga sem Ladda þótti vera frekir til fjörsins. Pönkarinn gleymdist þó fljótt en Eiríkur Fjalar lifði alllengi og lifir líklega enn, en síðast heyrðist til hans á jólaplötu fyrir tveimur árum. Goðsögn Stjarna Víðfrægur Þekktur af afspurn Algjört núll Laddi var búinn aðleika í sjónvarps- þáttum, þar á meðal áramótaskaupinu þegar hann tók að sér hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd, Veiðiferðinni eftir Andrés Indriðason, en þeir komu fram saman í myndinni Laddi og Haraldur bróðir hans. Myndin var frumsýnd í febrúar 1980 og í gagnrýni um hana sagði í Morgunblaðinu: „Þeir eru húmorskur burðarás myndarinnar og hljóta að launum ómældan hlátur áhorfenda.“ 2 6 Laddi hóf ferilinn sem trommuleikari hljómsveitarinnarFaxa, sem fór meðal annars í frægðarför til Noregs og Svíþjóðar, en um tíma var Haraldur bróðir hans líka með í sveitinni. Laddi lék síðan um tíma með hljómsveitinni Örnum, fór svo aftur í Faxa en gerðist loks söngvari í Tárinu, sem sést hér 1970. 1 4 5 3 Gengisvísitala Ladda ‘65 ‘66 ‘67 ‘68 ‘69 ‘70 ‘71 ‘72 ‘73 ‘74 ‘75 ‘76 ‘77 ‘78 ‘79 ‘80 ‘81 ‘82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 6 1965 Laddi ákveður að verða rokkstjarna, fær sér gítar og tekur þátt í að stofna hljómsveit- ina Faxa. Hann er aftur á móti svo slappur gítarleikari að hann er rekinn úr sveitinni áður en hún byrjar en svo ráðinn inn aftur samdægurs sem trommuleikari. 1967 Föxum er boðið til Noregs að spila með söngvaranum Al Bishop og lifa þar við sult og seyru í nokkra mánuði, en Laddi entist ekki nema þrjá mánuði í harkinu ytra. 1976 Þeir bræður Halli og Laddi og Gísli Rúnar, allir samstarfs- menn af Sjónvarpinu, gefa úr breiðskífuna, Látum sem ekkert c sem gengur bráðvel. 1977 Næstu plötu, Fyrr má nú aldeilis fyrrvera, gera þeir einir bræðurnir og nú slá þeir rækilega í gegn með lög eins og Roy Ro gers og Austurstræti. 1971 Fígúrurnar Glámur og Skrámur eru skapaðar fyrir Stundina okkar. Andrés Indriðason fær þá Halla og Ladda til að leggja þeim til raddir, en síðar leika þeir bræður í Krossgátunni og svo í Ugla sat á kvisti. Eftir það berast þeim bræðrum óskir um skemtana- hald víða um land. 1979 Björgvin Halldórsson fékk þá hugdettu að setja sama hljómsveit sem spila myndi gamla rokkslagara í íslenskum búningi og kallaði til þá Ladda og Halla. Sveitina kölluðu þeir HLH flokkinn, gáfu út breiðskífuna Í góðu lagi og slógu rækilega í gegn. 1984 Litla Hryllingsbúðin var frumsýnd í ársbyrjun 1985 og naut mikilla vinsælda. Laddi var í nokkrum hlutverkum í söngleiknu, en túlkun hans á tannlækninum með kvala- lostann er ógleymanleg. 1979 Fyrsta sólóskífa Ladda, Deió, kemur út og verður gríðar- lega vinsæl, aðallega fyrir lögin Búkolla (sem krakkar kölluðu Deió), Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot og Jón Spæjó. 2 3 1981 Laddi gefur út smáskífuna Skammastu þín svo / Stór- pönkarinn, en síðarnefnda lagið var ádeila á Bubba Morthens og félaga sem Ladda þótti vera frekir til fjörsins. Pönkarinn hvarf þó í skuggann af Eiríki Fjalar sem birtist í fyrsta sinn. 4 1987 Laddi hafði leikið talsvert í sjónvarpi og einnig í nokkrum kvikmyndum þegar hann sló í gegn í bíómyndinni Stella í orlofi. Um líkt leyti voru sýndir á Stöð 2 geysivinsælir gaman- þættir, Heilsubælið, um stór- einkennilegt sjúkrahús. 1990 Laddi og Ómar Ragnars- son slá saman í skemmtun á Hótel Sögu undir yfirskriftinni Ómladí, Ómlada, en í henni siglir Ms. Saga suður til Horremolinos. 1995 Platan Haraldur í Skrýplalandi, sem kom út 1979, var endurgerð og hét nú Halli og Laddi í Strumpalandi. 1995 Segja má að Laddi sé þekktastur fyrir öll þau ótölulegu gervi sem hann hefur brugðið sér í, en haustið 1995 tók hann upp á því að koma fram með uppistand, einn og sjálfur og „tuskulaus“ eins og hann kallaði það. 1997 Laddi kaupir staðinn Sir Óliver og heldur þar upp á fimmtugsafmæli sitt. 2000 Laddi hélt upp á 30 ára starfsafmæli sitt með sýningu sem kölluð var Laddi 2000, en Halli bróðir hans kom einnig við sögu og fleiri frá ferlinum. 5 2007 Þegar sextugsafmælið nálgaðist ákvað Laddi að halda smá skemmtun, bara fjórar sýningar í litlu leikhúsi, en þær urðu 140 og safndiskurinn Hver er sinnar kæfu smiður varð lang söluhæsti diskur ársins. 2002 Laddi tekur að sér að selja sumarhús á Spáni. 1 1970 Eftir að hljóm- sveitarferlinum lauk fór Laddi að vinna hjá Sjónvarpinu sem smiður, en ekki leið á löngu að hann var orðinn vinsæll skemmti- kraftur. Hann kom fyrst fram í Áramóta- skaupinu 1970 og síðan í Stundinni okkar, Kross-gátunni og gamanþáttunum Ugla sat á kvisti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.