Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 44
44 Auðlesið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Tenór-söngvarinn Stefán Helgi Stefánsson, heim-sækir reglulega Alzheimers-sjúklinga á höfuð-borgar-svæðinu, syngur fyrir þá og fær þá til þess að taka þátt í skemmtuninni af lífi og sál. Heim-sóknirnar á stofnanir og heimili eru að frum-kvæði Margrétar Sesselju Magnús-dóttur, sem vildi gleðja móður sína með söng á níræðis-afmælinu í fyrra. Söngurinn hitti í mark og skömmu síðar ákváðu þau Stefán Helgi að halda upp-teknum hætti með öðrum Alzheimers-sjúklingum og nú geta þau ekki hætt. Stefán heim-sótti Fríðukot nýlega og fékk við-stadda strax á sitt band með léttum brandara, en síðan voru sungin nokkur lög. Mesta kátínu vakti þegar hann fékk „tenórana“ Stefán Karl Linnet og Sverri Bjarnason til að syngja með sér og það gerðu þeir með til-þrifum. Syngur fyrir Alzheimers-sjúklinga Morgunblaðið/Kristinn Minnis-varðinn Rósin var afhjúpaður við Þvotta-laugarnar í Laugar-dal. Barna-heill stóðu að upp-setningu varðans í sam-starfi við sam-tökin Roses for Children. Rósin er sameiningar-tákn barna á Íslandi og um allan heim og er ætlað að vera sá staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af völdum sjúk-dóma, illrar með-ferðar, í slysum eða stríðs-átökum. Fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla, Diljá Helgadóttir og Særún Erla Baldursdóttir, afhjúpuðu minnisvarðann með aðstoð Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, en meðal þeirra sem fluttu ávörp var Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla. Rós barnanna afhjúpuð Morgunblaðið/Golli Kona á fimmtugs-aldri varð fyrir alvar-legri líkams-árás í fjöl-býlis-húsi við Hörða-land í Foss-vogi. Hún hlaut alvarlega höfuð-áverka og er fyrr-verandi eigin-maður konunnar grunaður um verknaðinn. Að sögn lög-reglunnar til-kynnti karl-maðurinn um árásina til lög-reglu. Þegar lögreglu-menn komu á vett-vang lá hann með-vitundar-laus á gólfi íbúðarinnar, en hann var þá búinn að vinna sjálfum sér mein með því að drekka ætandi vökva. Þau voru bæði flutt á slysa-deild Land-spítalans í Foss-vogi, þar sem karl-maðurinn lést. Hann var um fertugt. Konan gekkst undir að-gerð á sjúkra-húsinu og er ekki talin vera í lífs-hættu. Alvarleg líkams-árás Breiða-blik er bikar-meistari karla í fyrsta skipti eftir sigur á Fram í bráða-bana eftir fram-lengdan leik og víta-spyrnu-keppni. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leik-tíma, 2:2 eftir fram-lengingu, 6:6 eftir fimm spyrnur í víta-spyrnu-keppni, en í bráða-bananum réðust úrslit þegar Paul McShane skaut í þver-slána á marki Breiða-bliks úr sjöttu spyrnu Framara. Blikar fögnuðu sínum fyrsta stóra titli í sögunni og sæti í Evrópu-deild UEFA á næsta ári. Morgunblaðið/Golli Breiða-blik og Valur bikar- meistarar í knatt-spyrnu Bikar-úrslita-leikur Vals og Breiða-bliks tók heldur betur óvænta stefnu að loknum venjulegum leik-tíma en þá var staðan 1:1. Leikurinn var í járnum eins og leikir þessara liða í sumar og kom því líklega á óvart þegar Valur rúllaði Breiða-bliki upp í fram-- lengingunni og bættu við fjórum mörkum. Vals-konur hafa verið sigur-sælasta kvenna-lið landsins í fót-bolta undan-farin fjögur ár. Valur bikarmeistari í ellefta sinn Stjórnlaga-dóm-stóll Ítalíu hefur ógilt lög sem veittu Silvio Berlusconi, forsætis- -ráð-herra landsins, frið-helgi frá sak-sókn á meðan hann gegnir embættinu. Dóm-stóllinn komst að þeirri niður-stöðu að lögin stönguðust á við stjórnar-skrár-ákvæði um að allir væru jafnir fyrir lögunum. Forsætis-ráð-herrann á nú yfir höfði sér réttar-höld vegna ásakana um spillingu. Úr-skurðurinn er mikið áfall fyrir Berlusconi en hann kvaðst þó ekki ætla að láta af embætti. Tals-maður hans sagði að úr-skurður dóm-stólsins væri af „póli-tískum rótum runninn“. Berlusconi sviptur frið-helgi Lög-reglan, há-skólarnir og Ríkis-útvarpið eru þær stofnanir sam-félagsins sem almenningur treystir best, að því er fram kemur í könnun Markaðs- og miðlunar-rannsókna. Fæstir treysta bönkunum og þá fer traust Íslendinga til Alþjóða-gjaldeyris-sjóðsins hratt dvínandi. Um 81% segist bera mikið traust til lög-reglunnar. Minnsts trausts nýtur banka-kerfið, eða aðeins 2,9% þeirra sem þátt tóku. Um 35,6% segjast ekki treysta fjöl-miðlum landsins. Um og yfir helmingur kveðst ekki treysta ríkisstjórn, ESB, Alþingi og lífeyrissjóðum. Fæstir treysta bönkunum súlunnar. Þá bauð Yoko Ono Rauða krossi Íslands að vera með fjár-söfnun í tengslum við tendrun Friðar-súlunnar og minningar-tónleikana, í þágu fjölskyldna sem orðið hafa fyrir áföllum vegna efnahags-þrenginga undan-farna mánuði. Í tengslum við tendrun Friðar-súlunnar í Viðey í lok vikunnar bauð lista-konan og friðar-sinninn Yoko Ono upp á ókeypis ferðir út í Viðey. Einnig bauð hún á tón-leika til heiðurs John Lennon í Lista-safni Reykja-víkur – Hafnar-húsi, sem haldnir voru 9. október. Sam-tímis tendruninni var dag-skrá í Lista-safninu þar sem meðal annars var hægt að sjá stiklu úr væntan-legri heimildar-mynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Kveikt á Friðar-súl- unni í þriðja sinn Yoko Ono Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.