Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið/Ómar Góður fundur Mikil spenna ríkti fyrir þingflokksfund VG eftir ferð formannsins til Istanbúl. Síðar kom í ljós að ekki hafði þótt ástæða til að spilla þægilegu kaffiboði með umræðum um Icesave. M ikill óróleiki hefur verið hjá Vinstri grænum frá því að Ögmundur Jónasson fór úr ríkisstjórn, ófús að eigin sögn. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sig- fússon, gerði illt miklu verra með tvennum hætti. Hann túlkaði brottför Ög- mundar sem gunguskap en ekki málefn- anlegan ágreining um Icesave-málið. Ögmund- ur hefði ekki haft burði til að laga rekstur og útgjöld síns ráðuneytis að fyrirliggjandi fjár- lagafrumvarpi og þess vegna hefði hann hrokk- ið fyrir borð. Í annan stað sagðist Steingrímur á þingflokksfundi hafa fengið ótvíræða heimild þingflokksins til að ganga frá Icesave-málinu á fundum í Istanbúl fengi hann að eigin mati nið- urstöðu sem væri nógu hagfelld fyrir þjóðina. Þingflokksmenn, jafnt stuðningsmenn Stein- gríms sem efasemdarmenn, furðuðu sig á þess- um túlkunum. Steingrímur hefði einvörðungu fengið heimild til að halda áfram að ræða málið og svo mætti hann bera það á nýjan leik undir þingflokkinn sem væri þó algjörlega óbundinn um stuðning við það. Steingrímur á lyftufundum í Istanbúl Þessi viðbrögð þingflokksins eru auðvitað bæði eðlileg og skiljanleg. Hann veit, sem þjóðin öll, að Steingrímur taldi Icesave-samninginn „frá- bæran“ fyrir þjóðina og hann barðist eins og ljón gegn öllum fyrirvörum sem gerðu þó ekki annað en að draga úr ömurlegustu ágöllunum. Spunameistarar fjármálaráðherrans reyndu að blása mjög upp dugnað hans í Istanbúl. Ráð- herrann hefði átt ekki færri fundi en tuttugu með hverju mikilmenninu á fætur öðru. Nú fullyrða hins vegar traustar heimildir að flestir þessara funda hafi verið svokallaðir lyftu- fundir. Þá er átt við að menn rekast saman, bjóða góðan daginn, telja að veðrið sé gott og að turnspírurnar í Istanbúl séu fleiri en þeir hugðu. Þessar upplýsingar gera þó svo sem ekkert til. Það var hvort eð var barnalegt hjá spunameisturum ráðuneytisins að halda að þjóðin myndi titra af spenningi yfir fundafjölda sinna manna í útlöndum. Hún er orðin svo sjó- uð að hún gerir ekkert með það fremur en þeg- ar Össur Skarphéðinsson rakst á Obama Bandaríkjaforseta í 30 sekúndur og bauð hon- um fyrst góðan daginn og bauð honum svo til Íslands. Forsetinn, sem vissi ekki hvaða rugl þetta væri, sagði að það væri gaman og hélt svo undrandi sína leið en Össur hljóp til að hringja í vini sína á fjölmiðlunum til að segja að Obama væri að koma. Virtist hann óttast mest að Obama yrði á undan honum til Íslands! Góður en gagnslaus fundur En þótt lyftufundirnir skipti ekki máli virðist ljóst að fátt eða ekkert jákvætt kom út úr hin- um fáu alvarlegu fundum. Enda hvað geta menn boðið íslenskum ráðherra sem er löngu búinn að fá „frábæran“ samning um Icesave. Þetta má lesa út úr fundi Steingríms með þing- flokknum sínum. Þar var Steingrími fagnað eins og týnda syninum fyrir framan myndavél- arnar, kysstur betur en Brésneff kyssti Honec- ker á þeirra tíð, en lítið sem ekkert var rætt um eina málið sem var á dagskrá fundarins, Ice- save-málið. Eftir þriggja tíma fundasetu var spenntum fréttamönnum tilkynnt að þetta hefði verið góður fundur. Mikið varð frétta- stofa ríkisútvarpsins fegin. Steingrímur gætti sín á að segja ekki að fundurinn hefði verið „frábær“ enda ekki góð reynsla af því. Það skal ekki dregið í efa að fundurinn hafi verið góður og jafnvel frábær. Langir fundir, þar sem aðaldeilumálið er ekki rætt hafa góða möguleika á því að vera þægilegir. En það hefði verið skysamlegra að ýta ekki vandanum svo áberandi á undan sér eins og þarna var gert. Það vekur ekki traust. Hinn stjórn- arflokkurinn hlýtur að fyllast af áhyggjum þegar aðalmál ríkisstjórnarinnar er svo eldfimt í öðrum stjórnarflokknum að það fær sama um- ræðutímann og snara í hengds manns húsi fær að jafnaði. Nú er það hins vegar svo að það eru góðar málefnalegar forsendur til að fara í ýtarlegar umræður og vel grundaðar í þingflokki Vinstri grænna. Þar eru margir sem hafa sett sig mjög vel inn í það mál og geta rætt það efnislega af alvöru og þunga. Í þingflokki Samfylkingar geta þess háttar umræður ekki átt sér stað. Forsætisráðherrann sjálfur hefur sýnt að hann er mjög illa að sér um samningsgerðina þótt ekki sé öðru trúað en hún hafi loks fundið sér tíma til að lesa Icesave-samninginn. Enginn þingmaður þess flokks hefur hins vegar op- inberlega rætt þetta mál svo vitglóra sé í og er þó ræða Sigmundar Ernis ekki undan skilin. Gagnrýni Atla Gíslasonar á Samfylkinguna Ögmundur Jónasson þekkir málið út í hörgul eins og fram hefur komið víða opinberlega, meðal annars hér í blaðinu. Sama má segja um Guðfríði Lilju og Lilju Mósesdóttur og reyndar fleiri þingsystkin þeirra. Þannig sýnir þingmaðurinn Atli Gíslason að þar kemur enginn að tómum kofunum í ræðu sem hann flutti um ráðstafanir í ríkisfjár- málum 19. desember sl. Þar spyr Atli: „Hvað varð til þess að ákveðið var að ríkissjóður tæki ábyrgð á einkabönkum sem honum bar engin lagaleg skylda til samkvæmt ESB-tilskip- uninni?“ Og enn segir Atli Gíslason þingmaður sem einnig er reyndur hæstaréttarlögmaður: „En ég vil taka sérstaklega fram að íslenska ríkið uppfyllti tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Það verður full- komlega ljóst þegar skýrsla Ríkisendurskoð- unar un endurskoðun ríkisreiknings 2007 er skoðuð, en þar lagði ríkisendurskoðandi til að fella ætti Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr B-hluta ríkissjóðs. Að mati Rík- isendurskoðunar voru ekki lagalegar for- sendur fyrir birtingu sjóðsins í ríkisreikningi því hann gat með engu móti talist eign ríkisins og það bæri ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.“ Og skömmu síðar í ræðu sinni bætir þingmaðurinn við: „Þetta er alveg með ólík- indum og ég verð að ítreka að tilskipun Evr- ópusambandsins um innstæðuábyrgðina legg- ur ekki þessar skyldur á herðar ríkissjóðs. Það er óumdeilanleg staðreynd. „Og enn nokkru síðar í ræðunni segir: „… ólögmæt viðbrögð Evrópusambandsins, sem Samfylkingin kné- krýpur nú fyrir því að íslenska þjóðin verður bundin á skuldaklafa næstu áratugi og traust efnahagskerfi er hrunið“. Og undir lok ræðu sinnar segir Atli Gíslason, þingmaður og hæstaréttarlögmaður: „Ríkisstjórnin er blóðug upp fyrir axlir og almenningi í landinu blæðir. Það sem verra er; blóðugri niðurskurður í fjár- lögum er boðaður fyrir árið 2010 í stað þess að taka slaginn við ESB og Breta. Öllu er fórnað á grundvelli staðfasts vilja Samfylkingarinnar til að ganga í ESB.“ Af þessum tilvitnuðu orðum þingmannsins má ráða að hann er ekki í neinum vafa um eðli og inntak Icesave-samningsins. Hann veit að lög standa alls ekki til þess að þjóðin taki á sig drápsklyfjar til þess að standa undir ESB- áráttu Samfylkingarinnar. Ekki getur Stein- grímur J. Sigfússon látið sér nægja sem rök í málinu að afgreiða Atla Gíslason sem gungu á borð við Ögmund Jónasson. Hann hlýtur fyrr eða síðar að þurfa að eiga málefnalegar og efn- islegar rökræður við flokkssystkini sín í Vinstri grænum. Hótun forsætisráðherra um stjórnarslit Hvernig sér fjármálaráðherrann fyrir sér framhaldið? Hann er með fjárlög í fullkomnu uppnámi þar sem honum láðist að hafa samráð við fagráðherrana sem eru hver af öðrum að af- neita ýmsum þáttum í frumvarpinu sem að þeim snúa. Hann er búinn að setja stöð- ugleikasáttmálann í uppnám með því að standa ekki við neitt af því sem stuðla átti að atvinnu- uppbyggingu en er byrjaður að flækjast fyrir. Hann veit ekki hvar hann stendur í Icesave- málinu og helsti samstarfsaðilinn er forsætis- ráðherra sem situr með hendur í skauti á milli þess sem hún hótar sinni eigin ríkisstjórn slit- um ef þetta eða hitt gengur ekki eftir. Stein- grímur hlýtur að hafa velt fyrir sér að vera lengur í Istanbúl. Mennirnir sem hann hitti í lyftunum þar voru ekki með þetta eilífðar þras út af engu og hóta í sífellu að hoppa út úr lyft- unni ef Steingrímur gæti ekki ýtt á réttu takk- ana eftir pöntun. Innri átök og aðgerðaleysi ríkisstjórnar Reykjavíkurbréf 101009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.