Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
14. október 1979: „Alþýðuflokk-
urinn ber höfuðábyrgð á því hvern-
ig komið er í efnahagsmálum Ís-
lendinga. Flokkurinn vann mikinn
kosningasigur vorið 1978 en glutr-
aði þeim sigri niður á fyrstu dögum
eftir kosningar. Eðlilegt var þá, að
Alþýðuflokkur hefði forystu um
myndun ríkisstjórnar, en allir
þekkja þá sögu, hvernig forysta Al-
þýðuflokksins var niðurlægð og
auðmýkt, þegar að kosningum
loknum, af kommúnistum. Síðan lét
Alþýðuflokkur berja sig til hlýðni
og þátttöku í vinstri stjórn með
þeim hörmulegu afleiðingum fyrir
þjóðarhag, sem þeirri stjórn hafa
fylgt.
Rúmu ári eftir hinn mikla kosn-
ingasigur stendur Alþýðuflokk-
urinn frammi fyrir því, að hann ber
höfuðábyrgð á þeirri óðaverðbólgu,
sem hér ríkir og hefur aldrei orðið
meiri en nú.“
. . . . . . . . . .
15. október 1989: „Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
bendir réttilega á það í Morgun-
blaðsgrein í gær, að eins og sakir
standa sé ekki ástæða fyrir okkur
Íslendinga að huga að aðildar-
umsókn að Evrópubandalaginu.
Hins vegar telur hann að við eigum
að vera opnir fyrir því á síðari stig-
um, þegar viðræðum EFTA og EB
er lokið. Verkefnið sem blasir við
íslenskum stjórnvöldum núna er að
taka ákvarðanir um afstöðuna í
könnunarviðræðum EFTA og EB.
Liður í því máli öllu er afstaða til
þátttöku í efnahagssamvinnu Norð-
urlanda. Þar vilja sjálfstæðismenn
ekki hafa neina fyrirvara en ríkis-
stjórnin hefur gert mjög ákveðna
fyrirvara og telur Þorsteinn Páls-
son það ljósasta vottinn um að
afturhaldið ráði ríkjum í þessum
efnum innan ríkisstjórnarinnar.
Þar sé Alþýðubandalagið fremst í
flokki en innan Framsóknarflokks-
ins ráði afturhaldsöflin miklu með
Pál Pétursson, formann þingflokks,
í broddi fylkingar. Alþýðuflokks-
menn neyðist síðan til að dingla
með.“
Úr gömlum l e iðurum
Kornræktin að koma
í stað innflutts korns
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Í
slenskt bygg er ekki notað enn
sem komið er í miklum mæli í
fóðurblöndur frá Fóðurblönd-
unni og Líflandi, en fyr-
irtækin eru umsvifamikil í
sölu á kjarnfóðri. Þau selja kornbænd-
um einnig sáðkorn og eru því í góðum
tengslum við innlendu kornræktina.
Talsmenn fyrirtækjanna binda vonir
við að notkun íslensks byggs vaxi eftir
því sem kornrækt hér eykst og betri
tök nást á kornræktinni.
Korn fyrir dýr og menn
Þórir Haraldsson hjá Líflandi sagði
að þeir hefðu skoðað íslenskt korn
með tilliti til framleiðslu sinnar, þótt
notkun þess væri enn lítil.
„Það kemur til með að breytast
þegar fram í sækir, reikna ég með,“
sagði Þórir. Hann sagði að íslenska
byggið hefði ekki alltaf náð nægum
þroska. Bændur hefðu því frekar sýrt
það en þurrkað. Í fóðurblöndurnar er
einungis notað þurrkað bygg. Þórir
sagði að þroski íslenska byggsins væri
orðinn mjög góður nú og það því not-
hæft eins og innflutt bygg. Hann taldi
mögulegt að gerð yrði tilraun í vetur
með notkun á íslensku byggi í fóð-
urblöndur Líflands.
Verð á innlendu byggi hefur eink-
um tekið mið af verði á innfluttu byggi
í viðskiptum milli manna, að sögn Þór-
is. Bændur stundi mikið viðskipti með
kornið milliliðalaust.
Þórir sagði að Lífland væri í góðu
sambandi við kornbændur og hefði
skoðað það að fá hjá þeim bygg, þótt
ekki hefði orðið af því enn.
„Við höfum hins vegar tekið ís-
lenskt hveiti og bygg til manneldis,
brauðmjöl, og selt í gegnum Kornax,“
sagði Þórir. Kornið er þurrkað og mal-
að á Þorvaldseyri en dreift með fram-
leiðslu Kornax.
Eyjólfur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar,
sagði að lítið væri notað af íslensku
korni í fóðurblöndur Fóðurblönd-
unnar enn sem komið væri. Það ykist
þó ár frá ári og þeir byndu vonir við
að það ykist þegar kornræktin yxi og
þróaðist. Hann benti á að þurrkunar-
stöðvum fyrir korn væri að fjölga og
þær væru nú komnar víða um land.
Eyjólfur benti á að bændur notuðu
kornið sjálfir til að fóðra skepnur sín-
ar og skæru þá niður kaup á fóður-
blöndum úr innfluttu korni. Rækt-
unin hefði því bein áhrif á
innflutninginn.
Gæðin á íslenska bygginu eru mis-
jöfn. Eyjólfur sagði það oft ekki vera
fullþroskað þegar það væri tekið í
hús. Það þyrfti því að standa og taka
sig í allt að tvo mánuði.
Verð á innfluttu korni sveiflast með
gengi krónunnar. Eyjólfur benti á að
gengið hefði líka bein áhrif á verð ís-
lenska kornsins. Þar sveifluðust flest-
ir kostnaðarliðir, aðrir en laun bónd-
ans, með genginu. Vélarnar,
eldsneytið, sáðkornið og áburðurinn
væri flutt inn.
„Okkur er mjög umhugað um að
korn sé ræktað hér innanlands,“
sagði Eyjólfur. „Menn hafa ræktað
sérstök yrki sem þola íslenskt veð-
urfar. Þetta er mjög jákvætt. Von-
andi förum við að komast á það stig
að markaður fyrir kornviðskipti opn-
ist hér innanlands.“
Ljósmynd/Ólafur Eggertsson
Hveitikorn Í haust voru skorin upp 15 tonn af hveiti á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum. Hæstu fjöll rétt stóðu upp úr nýþresktum hveitibingnum!
Kornuppskeran í ár gæti nálgast
20 þúsund tonn. Kornið er notað
í fóður og kemur þar í stað inn-
flutts korns. Framleiðendur fóð-
urblandna nota þó lítið íslenskt
korn enn sem komið er.
KORNRÆKT hefur vaxið hér hröð-
um skrefum. Áætlað er að í fyrra
hafi uppskeran numið 15.413 tonn-
um af 4.316 hekturum. Tvö árin þar
á undan var uppskeran um 11.250
tonn hvort ár. Það er mikil aukning
frá árinu 2000 þegar heildar-
uppskeran af korni var talin vera
um 6.300 tonn, samkvæmt upplýs-
ingum frá Bændasamtökunum.
Kornræktin gæti slegið met á
þessu ári og orðið um 20 þúsund
tonn. Ólafur Eggertsson, bóndi á
Þorvaldseyri og formaður Lands-
sambands kornbænda, sagði nýlega
að nú stefndi í metuppskeru undir
Eyjafjöllum. Hann reiknaði með að
þar yrðu þreskt yfir þúsund tonn af
korni í haust. Ólafur kvaðst vona að
kornið gæti nýst sem best í fóður
fyrir kúa- og svínabú. Þá skoraði
hann á fóðurstöðvarnar að fara nú
að líta til íslenskra kornbænda í
meiri mæli en þær hafa gert.
KORNIÐ VEX
OG VEX
››
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FormaðurFramsókn-arflokksins
hefur að und-
anförnu verið í
Ósló ásamt sam-
herjum sínum og
leitað eftir því, hvort frændur
okkar þar, sem áður hafa sýnt
okkur vináttu, þegar á hefur
bjátað, vildu einnig rétta okk-
ur hjálparhönd nú, illa leikn-
um eftir efnahagslegt fárviðri.
Það er ekki laust við að reynt
hafi verið að gera lítið úr þessu
framtaki formannsins. Það er
óþarft. Sumir virðast helst
vilja að þeir framsóknarmenn
fari sneypuför. Hvernig skyldi
standa á þessum viðbrögðum.
Það má vera að formaður
Framsóknarflokksins komi
tómhentur heim. En viðleitni
hans er mjög virðingarverð.
Og það blasir við að Sigmund-
ur Davíð er að vinna verk, sem
aðrir hefðu átt að sinna, og það
fyrir löngu. Og það skyldi ekki
vera þannig, að samherjum
þeirra Steingríms og Jóhönnu
í Noregi sé ekki rótt að stuðla
að árangri hans, þar sem þau
tvö sem nú stýra Íslandi yrðu
þá sett í óþægilegt ljós. Sé sú
tilgáta rétt, þá er sú vinátta
Íslendingum dýrkeypt.
En þessar vangaveltur eru
ekki settar fram að tilefnis-
lausu. Því miður er það svo, að
þegar fyrra stríðið stóð um
Icesavemálið í þinginu síðsum-
ars fékk ríksstjórnin Norð-
manninn, sem þá var staddur í
stól seðlabankastjóra um
stundarsakir, til að setja sam-
an skelfingarplagg um allar
þær hörmungar sem yrðu
samþykkti þingið ekki þegar í
stað ríkisábyrgð á Icesave
samninginn! Hann
tók verkið að sér,
sem sýnir hverjum
augum hann leit
sjálfstæði Seðla-
banka. Og plaggið
var vont. Sem bíó-
mynd hefði það verið bannað
fyrir börn og viðkvæma. Þar
var allt tínt til. Og til þess að
plaggið yrði nægjanlega ógn-
vænlegt var fengin yfirlýsing í
plaggið frá ráðuneyti sér-
stakrar vinkonu íslenska fjár-
málaráðherrans, þar sem því
var efnislega lýst yfir að Norð-
menn myndu alls ekki hjálpa
Íslendingum nema Icesave-
málið yrði klárað. Engin slík
yfirlýsing lá áður fyrir frá
Norðmönnum. Þessi yfir-
lýsing, sem ráðuneytisstjórinn
í norska fjármálaráðuneytinu
var látinn gefa gerir Norð-
mönnum nú erfitt fyrir. Þetta
plagg var afhent leiðtogum
stjórnarandstöðunnar sem
mikið trúnaðarskjal. Af
hverju? Og af hverju í ósköp-
unum virða þeir þann trúnað?
Það er sjálfsagt að virða trún-
að, ef eitthvert vit er í því. En
hver má ekki fá að vita um all-
ar þær skelfingar sem áttu að
dynja á þjóðinni ef hún sam-
þykkti ekki Icesavesamning-
inn óbreyttan og möglunar-
laust. Er það þjóðin, sem mátti
ekki vita það? Getur það ver-
ið? Varla. Og örugglega ekki
lengur. Samningurinn var ekki
samþykktur óbreyttur og ekk-
ert af því sem spáð var hefur
gerst. Hins vegar er pöntunin
á yfirlýsingunni frá Noregi að
verða okkur dýr. Er það
ástæðan fyrir því að þetta
ólánsskjal er enn þá leyni-
plagg?
Sem bíómynd hefði
plaggið verið bann-
að fyrir börn og við-
kvæma}
Af hverju leyniskjal?
F
róðlegt væri að vita hver af for-
vígismönnum Samfylkingarinnar
fékk þá fáránlegu hugmynd
skömmu eftir bankahrunið að
hægt væri að vinna með Vinstri-
grænum í ríkisstjórn. Einnig væri áhugavert
að vita af hverju það tókst svo vel að telja öðr-
um áhrifamönnum Samfylkingar trú um að
þetta samkrull væri einmitt það sem þjóðin
þyrfti á að halda. Sjálfsagt á einhver sagn-
fræðingurinn eftir að útskýra þetta allt fyrir
manni í enn einni hrunabókinni. Samt er hætt
við að maður muni aldrei skilja hvað samfylk-
ingarfólkinu gekk til. Enda hefur sjálfsagt lítil
hugsun verið á bak við þessa furðulegu
stjórnarmyndun með Vinstri-grænum, nema
þá taugaveiklunarhugsunin. Það var æpandi
lýður á Austurvelli sem samanstóð að mestum hluta af
kjósendum Vinstri-grænna. Og Samfylkingin þoldi ekki
endalaust pottaglamrið fyrir utan Alþingishúsið og öll
ógeðfelldu öskrin og ópin. Samfylkingin reis ekki undir
álaginu, neitaði að axla ábyrgð og hljóp fagnandi í fangið
á mesta pólitíska afturhaldi nútíma stjórnmálasögu, sem
er Vinstri hreyfingin – grænt framboð.
Nú, einhverjum mánuðum seinna, er Samfylkingin al-
veg gáttuð á því að samstarfsflokkurinn skuli ekki starfa
af ábyrgð. En þetta er nákvæmlega það sem búast mátti
við allan tímann. Vinstri-græn eru í eðli sínu stjórnar-
andstöðuflokkur. Þeim líður afskaplega notalega í
stjórnarandstöðu þar sem önnur hver setning sem þau
láta út úr sér er: Samviska mín leyfir mér
ekki að ...
Þegar Vinstri-græn álpast svo í ríkisstjórn,
sem hefði betur aldrei gerst, kemur í ljós að
samviska þeirra leyfir þeim ekki að gegna
ráðherraembættum vegna þess að því fylgir
sú óþægilega staða að verða að taka óvinsæl-
ar ákvarðanir. Samviska þeirra leyfir heldur
ekki málamiðlanir því það eru svik við sann-
færinguna. Af hverju var þessi samviskufulli
flokkur að leggja það á sig að fara í ríkis-
stjórn þegar hann hefur ekki minnsta áhuga
að takast á við vandamál og leysa þau í sam-
vinnu við aðra?
Sjálfstæðismenn geta leikið sér að því enn
um stund að gera Ögmund Jónasson að sér-
stökum samviskudýrlingi. En vitaskuld vita
sjálfstæðismenn að svona fólki er ekki treystandi. Þetta
hljóta Framsóknarmenn sömuleiðis að sjá. Vinstri-græn
hafa stimplað sig út úr íslenskum stjórnmálum sem
marktækur flokkur en munu þó sennilega hanga innan
ríkisstjórnar enn um sinn. En hver ætlar að vinna með
þeim í annað sinn, eftir næstu kosningar sem kunna að
verða fyrr en seinna? Flokkar sem vilja daðra við loft-
kenndar hugsjónir eiga að vera utan ríkisstjórnar. Þar
þrífast þeir best og þegnunum vegnar sömuleiðis best án
afskipta þeirra.
Saga Vinstri-grænna í ríkisstjórn er dapurleg og verð-
ur, þjóðarinnar vegna, vonandi ekki löng. Það er komið
nóg. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Mikið er varasamt að treysta þeim
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon