Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
ÁRIÐ 1997 var lagður á sérstakur
fjármagnstekjuskattur og síðan þá
hafa tekjur landsmanna verið skatt-
lagðar á tvennan hátt. Almennar
tekjur eru skattlagðar með tiltekinni
skattprósentu sem samanstendur af
tekjuskatti til ríkisins og útsvari til
sveitarfélaga. Staðgreiðsluhlutfallið
er í dag 37,2%. Frá þessum skatti
dregst persónuafsláttur upp á rúm-
ar 42.000 krónur. Fjármagnstekjur
eru hins vegar skattlagðar með 10%
skatti sem rennur í ríkissjóð.
Vegna þess hvernig er hið al-
menna tekjuskattskerfi er uppbyggt
byrja skattgreiðendur að greiða
mjög lágt hlutfall tekna í skatt en
hlutfallið fer stöðugt vaxandi með
auknum tekjum. Þannig eru hjón
sem eru í miðjum hópi
með u.þ.b. 350.000
krónur á mánuði í
tekjur að greiða um
22% af sínum tekjum í
skatt – eða 77.000
krónur. Af fjármagns-
tekjum greiðir fólk
hins vegar 10% skatt af
fyrstu og síðustu krón-
unni, þar er skatthlut-
fallið ætíð það sama.
Sá aðili sem er með
300.000 í fjármagns-
tekjur greiðir 30.000
krónur og aðili með
500.000 krónur greiðir 50.000 krón-
ur.
Á myndinni sem fylgir hér með
má sjá samsetningu skattekna rík-
issjóðs hjá hjónum árið 2008. Á
myndinni hefur öllum hjónum verið
raðað í 100 jafnstóra hópa og þeim
raðað eftir því hversu miklar heild-
artekjur þeirra eru. Myndin sýnir að
hlutfall skatta hækkar með hækk-
andi tekjum en nær hámarki um
24%, en þeir allra efnuðustu greiða
lægra hlutfall skatta af heildar-
tekjum. Skýringin er
sú að þeir sem mestar
tekjur hafa eru með
hærra hlutfall sinna
tekna sem fjármagns-
tekjur sem einungis
bera 10% skatt, og þeir
greiða því lægra hlut-
fall af sínum tekjum í
skatt en meginþorri al-
mennra launamanna.
Lágur fjármagns-
tekjuskattur hefur
þannig flutt skattbyrð-
ina frá þeim efnaminni
til venjulegra launamanna. Þeir allra
ríkustu í samfélagi okkar greiða
lægra hlutfall af sínum tekjum til að
halda uppi samfélagsþjónustu en
þeir sem eru með meðaltekjur og
greiða ekkert til sinna sveitarfélaga.
Þetta er hrópandi óréttlæti, og
eitt af meginmarkmiðum skatta-
breytinga núverandi ríkisstjórnar er
að leiðrétta þennan mismun. Stefán
Ólafsson, prófessor við HÍ, hefur
bent á hvernig þetta ósamræmi birt-
ist. Fyrir upptöku fjármagns-
tekjuskatts höfðu ríkustu 10% heim-
ila 21% allra fjölskyldutekna í
landinu. Árið 2007 hafði sami hópur
um 40% allra fjölskyldutekna á Ís-
landi og greiddi lægra hlutfall af sín-
um tekjum til samfélagsins en hin
90%.
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks
undanfarin ár höfðu það sem mark-
mið að létta skattbyrði hátekjufólks
en auka skattbyrði lágtekjufólks.
Það óréttlæti þarf að leiðrétta hið
allra fyrsta.
Tekjuskattar á Íslandi
Eftir Magnús Orra Schram
»Ríkisstjórnir Sjálf-
stæðisflokks höfðu
það sem markmið
að létta skattbyrði
hátekjufólks en auka
skattbyrði lágtekjufólks.
Það þarf að leiðrétta.
Magnús Orri Schram
Höfundur er þingmaður.
Mynd: Hlutfall skatta og fjármagnstekna af skattskyldum
tekjum eftir hlutfallsbilum 2008
Á ÞESSU ári hefur
rafmagnskostnaður
garðyrkjunnar aukist
um 30%. Afleiðingar
láta heldur ekki á sér
standa en fyrstu 8
mánuði ársins hefur
raforkunotkun í garð-
yrkju minnkað um 8%
og bara í maí um heil
25%. Þetta er í fyrsta
skipti síðan raflýsing
hófst í garðyrkju árið 1990 að notk-
un hefur minnkað sem hefur leitt til
minni framleiðslu. Það leiðir af sér
aukna eftirspurn eftir erlendu
grænmeti sem kostar okkur dýr-
mætan gjaldeyri.
Aðeins um forsögu þessa máls.
Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu
rafmagns frá árinu 2005. Í vetur
ákvað það að spara sér 39 milljónir
króna með því að skerða nið-
urgreiðslur sem leiddi til þess að
garðyrkjubændur tóku á sig stærri
hluta dreifikostnaðar.
Hvað ber að gera?
Garðyrkjubændur hafa óskað eft-
ir því við stjórnvöld að gripið verði
til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta
lagi að garðyrkjan eigi kost á hag-
kvæmu rafmagni og að útbúinn
verði sérstakur taxti garðyrkj-
unnar. Í öðru lagi að skilgreiningu á
þéttbýli verði breytt þannig að allar
garðyrkjustöðvar yrðu skilgreindar
sem þéttbýlisstaðir.
Í dag er taxti garðyrkju í dreif-
býli hærri en taxti heimila í þéttbýli
(ekki tekið tillit til niðurgreiðslu).
Garðyrkjubændur telja að atvinnu-
grein sem kaupir gríðarlegt magn
af rafmagni eigi að njóta þess í
verði. RARIK, sem hefur einkaleyfi
til dreifingar rafmagns, hefur ekki
léð máls á slíkri útfærslu og þar við
situr. Í staðinn hækk-
aði verðskrá RARIK
um 15% hinn 1. janúar
síðastliðin og síðan aft-
ur um 5% hinn 1.
ágúst. Allt til þess að
fylgja neysluverðs-
vísitölu. Það þýðir að
hækki innflutt epli,
skór eða morgunkorn
hækkar rafmagns-
kostnaður garð-
yrkjubænda! Á sama
tíma hafa aðföng garð-
yrkjunnar hækkað á
milli 100 og 200%.
Þær garðyrkjustöðvar sem eru á
skilgreindum dreifbýlisstöðum
greiða töluvert hærra en þær sem
eru í þéttbýli. Skýringa á því er að
leita í reglugerð nr. 1040/2005 um
framkvæmd raforkulaga en þar
segir að viðmið á mörkum dreifbýlis
og þéttbýlis eru við 200 íbúa. Garð-
yrkjubændur hafa bent á að rangt
sé að miða við íbúafjölda heldur sé
réttlátara að miða við orkumagn í
þessu sambandi.
Garðyrkjubændur hafa reiknað
út svokallað íbúajafngildi raf-
orkunotkunar sinnar. Með því er
orkunotkun garðyrkjustöðva sam-
anburðarhæf við notkun heimila.
Meðalorkunotkun garðyrkjustöðva
er samkvæmt útreikningum jafn
mikil og notkun 1.175 íbúa. Stærsta
garðyrkjustöðin notar jafnmikið
rafmagn og 3.452 íbúar eða gott
betur en samanlögð notkun íbúa
Þorlákshafnar, Eyrarbakka,
Stokkseyrar og Flúða (samtals
2.999 íbúar). Til samanburðar eru
íbúar Ísafjarðar um 2.704 og íbúar
á Seltjarnarnesi um 4.454.
Á Laugalandi í Borgarfirði er
rekin öflug garðyrkjustöð. Orku-
notkun hennar jafngildir notkun
1.959 íbúa. Íbúar Borgarnes eru
1.960. Munurinn er sá að garð-
yrkjustöðin er í dreifbýli og því er
taxti hennar hærri en íbúa Borg-
arness sem nota jafn mikið raf-
magn. Á Bifröst, sem einnig er skil-
greint sem þéttbýli, eru skráðir 257
íbúar. Taxti þeirra er lægri en hin-
um megin við ána. Svari því hver
fyrir sig hvort það sé réttlátt.
Hver er lausnin?
Það er ljóst að lausnin er pólitísk.
Iðnaðarráðherra þarf að taka
ákvörðun um að koma til móts við
ofangreindar óskir og breyta m.a.
reglugerð. Að sjálfsögðu er til í
stöðunni að hreinlega láta vera að
koma til móts við garðyrkjubænd-
ur. Áður en slík ákvörðun er tekin
er rétt að stjórnvöld átti sig á
kostnaðinum. Hann verður í formi
minni atvinnusköpunar, minni fram-
leiðslu á heilnæmu íslensku græn-
meti, lægri tekna orkufyrirtækja,
minni skatttekna sveitarfélaga.
Hann er einnig falinn í auknu út-
streymi gjaldeyris, hærri fram-
lögum til atvinnuleysisbóta og
auknum kostnaði sveitarfélaga.
Síðari kosturinn getur leitt til
rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni
auk stöðnunar og engrar framþró-
unar. Hinn leiðir til áframhaldandi
mikils framboðs á hollu, fersku og
næringaríku grænmeti. Þetta eru
tveir skýrir valkostir. Ég tel mig
vita hvað neytendur vilja en því
miður vita stjórnvöld ekki hvað þau
vilja. Ég spyr því: Á kannski að
slökkva á garðyrkjunni?
Á að slökkva á garðyrkjunni?
Eftir Bjarna
Jónsson » Garðyrkjubændurtelja að atvinnugrein
sem kaupir gríðarlegt
magn af rafmagni eigi
að njóta þess í verði.
Bjarni Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda.
RÍKISSJÓÐUR
reiknar með að bera
vexti af um kr. 2000 –
tvo þúsund – millj-
örðum á næsta ári
samkvæmt nýfram-
lögðum fjárlögum fyr-
ir árið 2010.
Í frétt í Morg-
unblaðinu sunnudag-
inn 4. október 2009
var ágætt yfirlit yfir
heildarpakkann þar sem fjár-
lagagatið er áætlað um 87 millj-
arðar eða tæpar kr 300.000 á hvert
mannsbarn í landinu. Vaxtabyrðin
er auk þess áætluð um 100 millj-
arðar eða ca. 322.000 á hvert
mannsbarn og það þarf ekki að út-
skýra fyrir neinum að þessi staða
er óviðunandi. Þá er ekki komið að
því að ræða Icesave-vandamálið.
Þessi staða sem er sú versta í
sögu þjóðarinnar því þarf að koma
útgjöldum niður í það hlutfall að
við ráðum við þetta og ganga í það
að arður af auðlindum þjóðarinnar
skili sér í vasa ríkisins. Að öðrum
kosti verður ekki líft í landinu.
Það þarf að leggja af allar gaml-
ar venjur í útgjöldum og einnig er
ljóst að gæluverkefni tiltekinna
stjórnmálaflokka verða nú að fara
undir hnífinn, sama hvaða málefni
það er. Spillingunni þar að ljúka
hér og nú.
Greiðslur til mjólkurframleiðslu
og sauðfjárræktar eru áætlaðar um
tíu milljarðar sem við höfum ekki
efni á lengur, því miður. Eða á að
taka neyðarlán fyrir því?
Þetta þarf að fara í nýja skoðun
með tilliti til stöðunnar og þjóð
sem þarf að greiða um 100 millj-
arða í vexti af neyðarlánum getur
ekki greitt niður eða gefið eða
styrkt eitt né neitt. Það er einfald-
lega búið að eyðileggja alla slíka
styrkjastarfssemi.
Niðurgreiðslur á hitakostnaði
eða jöfnun eldsneytisgjalds og
flutningssjóður olíuvara er bara
liðin tíð miðað við stöðuna, því mið-
ur. Allt annað er bara óraunhæfur
draumur.
Sameina þarf alla málaflokka
sem ríkið er að kosta. Dæmi um
það eru málefni aldraðra sem eru
nú undir tveimur ráðuneytum. All-
ar öldrunar- og hjúkrunarstofnanir
og aðrar heilbrigðisstofnanir sem
ríkið kostar eiga að hafa eina sam-
eiginlega yfirstjórn hver, eitt sam-
eiginlegt fjárhagseftirlit hver, til
að unnt sé að greina í heildina
hvernig reksturinn gengur og
hvort unnt sé að samnýta ein-
hverja þætti og auðvelda innkaup
til að spara.
Margt af þessu er á herðum
sveitarfélaga og það kann að þurfa
að skoða samstarfið hvort það sé
ekki hagkvæmt, en ríkið á ekki að
kosta margar stjórnir öldr-
unarstofnana. Samnýta á allt sem
hægt er á vegum ríkisins til að ná
fram sparnaði án þess að skerða
þjónustuna.
Með samkeyrslu á heildar-
upplýsingum fyrir öldrunar- og
hjúkrunarstofnanir, skóla og
sjúkrahús sem líklega er allt til í
kerfinu hvort sem er þá er unnt að
ná fram miklum sparnaði með
auknu eftirliti í formi
betri greiningar á upp-
lýsingum.
Hafrannsókn-
arstofnun og Fiski-
stofa kosta okkur á
þriðja milljarð á ári
sem ætti alfarið að
vera kostað af útgerð-
inni. Úrvinnslusjóður,
Landgræðslan og End-
urvinnslan kosta einn-
ig langt á þriðja millj-
arð og það verður
frekar að setja alla þessa starfsemi
í bið frekar en að skera niður þjón-
ustu sjúkrahúsa og skóla og vel-
ferðarkerfisins yfirleitt í stað þess-
ara stofnana.
Sama má segja um alla tíu millj-
arðana sem fara undir utanrík-
isráðuneytið að það verður því
miður að setja þessa málaflokka í
bið meðan þjóðin er á hnjánum að
biðja allar erlendar þjóðir um
neyðarlán.
Samgönguverkefni og jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga alls um
þrjátíu milljarðar hljóta að hafa
minni forgang er sjúkrahús og
skólar eða velferðarkerfið. Þannig
er staðan í dag.
Ófyrirséð útgjöld fjármálaráðu-
neytisins, ríkisábyrgðir og önnur
óskilgreind útgjöld sama ráðu-
neytis fyrir á annan tug milljarða
hljóta að þurfa að nærri þurrkast
út eins og staðan er. Svona nammi-
liðir eiga ekki að sjást í reikn-
ingum ríkisins.
Hafnarframkvæmdir, Siglinga-
málastofnun og aðrir óskilgreindir
útgjaldaliðir Samgöngumálaráðu-
neytisins fyrir um fjóra milljarða
er eitthvað sem þarf að skoða
miklu nánar og fær varla staðist. Á
að taka neyðarlán fyrir þessu?
Sama má segja um tíu milljarða
óskilgreinda útgjaldaliði til dóms-
málaráðuneytisins og 26 milljarða
til menntamálaráðuneytisins. Alger
steypa.
Fækka þarf ríkisbönkunum um
tvo og hafa einn ríkisbanka auk
þess sem einn milljarður sem áætl-
aður er til reksturs Fjármálaeft-
irlits þarf að greiðast af bönkunum
en ekki ríkissjóði beint.
Sumar ríkisstofnanir eru þannig
að það virðist hafa gleymst að
minnka þær eða leggja þær niður
þegar verkefni þeirra hurfu og sem
dæmi um þetta er Framkvæmda-
sýsla ríkisins sem hefur engin
verkefni í dag.
Þrátt fyrir tilveru þessarar
stofnunar sem er í beinni sam-
keppni við verkfræðistofur á tím-
um samdráttar virðist ekki merki
um að leggja embættið niður. Fyr-
ir stuttu voru þeir að dúlla sér við
að leita að leiguhúsnæði fyrir
Lyfjastofnun, enda ekkert að gera.
Fjöldi annarra ríkisstofnanna og
einhver ráðuneyti reka einnig
framkvæmdadeildir sem má sam-
eina eða senda út á einkageirann
og stærst þeirra er Landsvirkjun.
Minnka afskriftir skattakrafna
og herða innheimtu á tekjum rík-
isins þannig að það sem ríkið á að
fá skili sér frekar auk þess sem
greina á betur í framtíðinni hvar
ríkið getur verið að tapa pen-
ingum.
Fjárlagagatinu er hér með lokað.
Engan 87 milljarða
fjárlagahalla, takk
– burt með bruðlið
Eftir Sigurð
Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
» Þessi staða er sú
versta í sögu þjóð-
arinnar og því þarf að
koma útgjöldum ríkisins
niður í það hlutfall að
við ráðum við þetta
Höfundur er cand. phil.
byggingaverkfræðingur.
Stórfréttir
í tölvupósti