Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 12
12 Hugsjónarstarf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 fög á borð við samfélagsfræði, ís- lensku, sögu og fleira. Ég man t.d. eftir atriðum frá kreppuárunum í gamla daga þar sem allir voru niðri á bryggju að reyna að fá vinnu, frá her- námsárunum og Þvottalaugunum. En þó að uppfærslan sé þverfagleg er erfitt að samþætta þetta á skólatíma enda er eðli leikhússins að keyra á stuttum tíma. Þetta er tarnavinna og menn þurfa að vera á tánum sem ger- ir þetta svo skemmtilegt.“ Eineltið minnkar Anna er myndlistarmaður og kenn- ir myndlist í Hlíðaskóla en hefur alla tíð verið viðriðin leikhús og leiklist- arstarfsemi. „Þegar ég byrjaði vant- aði leiklistarkennara svo ég hjólaði bara í það og byrjaði að kenna. Ég hafði alltaf áhuga á samþættingu list- greinanna því maður sér svo vel að það er t.d. svo mikil tónlist í myndlist og leiklistin er alls staðar. Þess vegna hef ég viljað hefja skapandi greinar til vegs og virðingar, og hef verið svo heppin að stjórnendur hér hafa alltaf haft mikinn skilning á mikilvægi þess að hafa skapandi vinnu í skólunum. Í henni koma oft fram allt öðruvísi per- sónur í krökkunum.“ Meðal annars birtist það í sam- skiptum krakkanna sem breytast þau ár sem söngleikurinn er settur upp. „Við sjáum að unglingadeildin þjapp- ast saman því þau verða svo meðvituð um að einn veikur hlekkur getur eyði- lagt allt. Allt í einu fara þau að hafa áhyggjur hvert af öðru, t.d. af heilsu- fari hvert annars. Við höfum líka séð að krökkum, sem hafa ekki átt upp á pallborðið hjá hinum, tekst að sanna sig í hópnum – eru kannski frábærir að skrifa, frábærir að leika á hljóðfæri eða jafnvel frábær- Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þ riðja hvert ár lofar Anna Flosadóttir sjálfri sér að þetta sé í síðasta sinn sem hún setji upp stórsýningu unglingadeildar Hlíða- skóla. Það bregst hins vegar aldrei að þremur árum síðar er hún aftur kom- in í leikstjórastólinn. Í dag má áætla að um 600 krakkar hafi verið undir stjórn hennar frá árinu 1994 þegar fyrsti söngleikurinn var settur á svið. „Ég hafði þá kennt myndlist við skólann í þrjú ár auk þess sem ég kenndi leiklist í tómstundum hjá ÍTR,“ útskýrir Anna. „Ég varð vör við að unglingarnir voru ekki til í að koma aftur í skólann til að taka þátt í tómstundum eftir að skólatíma var lokið en um leið vissi ég hvað þeir voru áhugasamir um leiklist og myndlist. Ég fór að velta fyrir mér hvernig væri hægt að koma til móts við þá og þá kom þessi hugmynd – að setja upp söngleik. Við ákváðum strax að semja verkið sjálf og tókum saman uppáhaldslögin okkar úr am- erískum söngleikjum og bjuggum til sögugrind utan um þau. Krakkarnir sömdu svo hlutverkin sín í grindina og við hnoðuðum saman textum við lögin sem hæfðu söguþræðinum.“ Sýningin tókst vonum framar svo þegar var ákveðið að slík uppfærsla yrði í skólastarfinu á þriggja ára fresti, svo hver nemandi ætti kost á að taka þátt í slíku verkefni einu sinni á unglingastiginu. Þetta fyrsta ár tóku 45 krakkar þátt í uppfærslunni. „Þremur árum síðar voru þau orðin milli 60 og 70 og eftir það fjölgaði jafnt og stöðugt í hópnum. Þegar sýn- ingin var stærst tóku 120 krakkar þátt en að jafnaði eru milli 140 og 150 nemendur í unglingadeildinni.“ Þrátt fyrir að hópurinn sé stór er markmiðið að allir krakkar sem vilja fái að leika á sviðinu, og það vilja flestir, segir Anna. En til þess þarf ákveðna útsjónarsemi. „Það hefur verið vinsælt að fylgjast með sex, sjö unglingum og fjölskyldum þeirra en sú nálgun gefur okkur tækifæri til að velta fyrir okkur mismunandi að- stæðum fólks. Samhliða tökum við hliðarsögur úr fortíðinni og höfum m.a.s. aðeins farið í framtíðina. Við reynum að hafa engin aðalhlutverk þannig að það verði engar sérstakar stjörnur. Hins vegar gera sum meira úr sínu hlutverki en önnur og þeir krakkar, sem svo augljóslega skína í gegn, hafa margir síðar meir lagt leiklistina fyrir sig.“ Fleira þarf þó en leikara. Tónlistin er t.a.m. óaðskiljanlegur hluti söng- leikjaruppfærslu, það þarf að stýra ljósum, búa til leikmyndir, æfa dansa, sjá um búninga og förðun og skrifa sýningarskrá. „Það er hægt að taka allar listgreinar inn í þetta en einnig Það vakti athygli að þegar Björn Thors leikari tók á móti Grímuverðlaununum fyrir besta leik karla í aðal- hlutverki í vor tileinkaði hann verðlaunin gamla kennaranum sínum í Hlíðaskóla, Önnu Flosadóttur. „Ég var í fyrstu uppsetning- unni hennar Önnu í unglingadeildinni í Hlíðaskóla 1994,“ út- skýrir hann inntur eftir þessu. „Þá vorum við ákveðinn kjarni úr skólanum sem hafði verið að vinna í leiklist úti í Tónabæ og Anna lamdi það í gegn í skólanum að unglingunum yrði fylgt í gegnum svona verkefni.“ Hann segir framlag Önnu ómet- anlegt, ekki bara sem leiklistarkenn- ara heldur ekki síður sem myndlist- arkennara. „Það er svo mikilvægt að börn og unglingar fái að kynnast listum og menningu í skólastarfi því innblástur skiptir svo miklu máli í lífinu. Og það er einstakt við Önnu að hún nálgast unglingana á eins konar jafningjagrundvelli – verður einhvern veginn ein af hópnum. Að sama skapi nýtur hún mikillar virð- ingar hjá krökkunum. Hún leggur mikla rækt við einstaklinga innan hópsins og fyllir þá af sköp- unargleði. Hún var t.d. mjög dugleg að fylgjast með þeim sem höfðu gaman af listum í myndlistarkennsl- unni og hvetja þá til að gera meira úr sínum hæfileikum.“ Þótt Björn segist löngu hafa verið búinn að ákveða að leggja leiklistina fyrir sig áður en hann tók þátt í sýningunni hjá Önnu segir hann hana klárlega einn þeirra kennara sem hafi haft mest áhrif á sig á skólaferlinum. „Margt af því sem hún sagði og gerði í skólanum hefur fylgt manni alla ævi, sem innlegg í lífið. Þannig eiga kennarar að vera, að veita manni innblástur jafnvel í eitthvað allt annað en stendur í bók- inni fyrir framan þig. Þegar mér verður hugsað til Önnu finn ég hvað sköpunin skiptir miklu máli. Hún skiptir sköpum í lífinu.“ Engar stjörnur en allir á tánum Myndlistarkennarinn Anna kennir fyrst og fremst myndlist í Hlíðaskóla þótt hún segir allar listgreinar ákaflega samtvinn Morgunblaðið/RAX Leiklistartími Bæði Anna og nemendur hennar gefa sig alla þegar undraheimar leiklistarinnar eru kannaðir. Fólk, sem á unglingsárum tók þátt í uppfærslu Hlíðaskóla á söngleik skólans, virðist vera sam- mála um að með framlagi sínu til sýningarinnar geri Anna Flosadóttir myndlistarkennari krafta- verk á þriggja ára fresti. SKÖPUNIN SKIPTIR SKÖPUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.