Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
SAGA ferðaþjón-
ustu á Íslandi spann-
ar ekki marga áratugi
en mikilvægi hennar
hefur aukist jafnt og
þétt.
Gildi hennar er
ótvírætt og snertiflet-
irnir margir og efa
má að byggð í sveit-
um landsins hefði
haldist jafn víða og
raun ber vitni ef heimamenn
hefðu ekki tekjur og atvinnu af
fjölbreyttri afþreyingarstarfsemi,
þjónustu og sölu til ferðamanna.
Vegna ferðaþjónustunnar er
mögulegt að halda úti fjöl-
breyttum verslunarrekstri, af-
þreyingu og ýmiss konar menn-
ingarstarfsemi víða um land sem
ekki myndi þrífast annars. Skiptir
þá engu hvort um er að ræða
Reykjavík, Akureyri, Ísafjörð, Vík
í Mýrdal eða minni staði. Jafnvel
íbúar stórborga eins og London
eða New York geta þakkað ferða-
mönnum þá fjölbreytni sem þeir
hafa að velja úr í þjónustulegu og
menningarlegu tilliti. Þrátt fyrir
kosti ferðaþjónustunnar og hversu
mjög hún hefur vaxið að umfangi
og mikilvægi fyrir þjóðarbúið, á
hún víða erfitt uppdráttar og nýt-
ur ekki jafnræðis sé hún borin
saman við aðrar atvinnugreinar
og þann stuðning sem þær fá.
Meðal mikilvægra stuðningsþátta
atvinnugreina eru rannsóknir og
þróunarvinna en þar hallar mjög á
ferðaþjónustuna sé hún borin
saman við aðra atvinnuvegi, sér í
lagi landbúnað og sjávarútveg.
Þar hefur mikilvægri stoðþjónustu
verið haldið uppi og þar með hef-
ur verið lagður grunnur að öflugri
nýsköpun, vöru- og markaðs-
þróun, sérstaklega innan sjáv-
arútvegsins.
Í dag starfa hjá tveimur meg-
inrannsóknarstofn-
unum sjávarútvegs
og landbúnaðar um
210 manns. Þar fyrir
utan kemur mikill
fjöldi einstaklinga,
stofnana og fyr-
irtækja að fjölþætt-
um rannsóknum,
þróun og liðsinni við
báðar þessar grein-
ar. Það væri fróðlegt
að vita hversu marg-
ir landbún-
aðarráðunautar eru
að störfum hér á landi, en árið
2008 störfuðu um 4.400 manns
við landbúnað og hefur fækkað
um 2.000 frá árinu 2006 sam-
kvæmt tölum frá Hagstofunni.
Til samanburðar þá störfuðu um
8.200 manns í ferðaþjónustunni
árið 2006 og ætla má að þeim
hafi fjölgað allverulega frá því þá
þrátt fyrir áður óþekktar at-
vinnuleysistölur hér á landi. Það
er ótvírætt að rannsóknir og ný-
sköpun eru grunnur að vexti og
viðgangi starfsgreina og grunn-
forsenda þess að þróun, framfar-
ir og aukin verðmætasköpun eigi
sér stað.
Þessari staðreynd hafa menn
lengi gert sér grein fyrir. Það
var mjög ánægjulegt fyrir rétt-
um tíu árum þegar Háskóli Ís-
lands og Háskólinn á Akureyri
stofnuðu til samstarfs með það
að markmiði að efla rannsóknir í
ferðaþjónustu. Til varð Rann-
sóknarmiðstöð ferðamála (RMF)
og síðar kom Háskólinn á Hólum
einnig til þessa samstarfs.
Ferðamálastofa hefur stutt
fjárhagslega við bakið á RMF
frá upphafi og átt þar fulltrúa í
stjórn ásamt fyrrnefndum há-
skólum og fulltrúa frá Samtökum
ferðaþjónustunnar. Rann-
sóknamiðstöðinni hefur frá upp-
hafi verið þröngt sniðinn stakk-
urinn; í dag starfa hjá RMF
fjórir starfsmenn í tveimur og
hálfu stöðugildi. Þar að auki
starfar einn sérfræðingur hjá
Ferðamálastofu að rannsóknum
svo og fáeinir einstaklingar hjá
einkafyrirtækjum.
Hægt er að fullyrða að þeir
sem starfa að rannsóknum í
ferðaþjónustu í dag að há-
skólafólki meðtöldu séu því mið-
ur einungis um eða innan við 15
manns. Þetta stendur þróun
ferðaþjónustunnar fyrir þrifum,
hvort heldur sem litið er til
skipulagsmála, stefnumótunar,
atvinnusköpunar eða markaðs-
setningar. Það er fyrirséð að
vaxandi fjöldi ferðamanna, bæði
innlendra sem erlendra, á eftir
að sækja þjónustu og afþreyingu
til íslenskra ferðaþjónustufyr-
irtækja á næstu árum. Ef við
byggjum ferðaþjónustuna upp af
skynsemi á vel ígrunduðum áætl-
unum, sem byggðar eru á grunn-
rannsóknum, getur íslensk ferða-
þjónusta vaxið með sjálfbærum
og varanlegum hætti. Það er
mikilvægt að rannsóknir í ferða-
þjónustu verði efldar til muna
frá því sem nú er til að greinin
uppfylli þær væntingar sem til
hennar eru gerðar í nýju um-
hverfi íslensks efnahagslífs.
Rannsóknir í ferðaþjónustu –
grunnur að framförum og
farsælli auðlindanýtingu
Eftir Elías Bj.
Gíslason »Hægt er að full-
yrða að þeir sem
starfa að rann-
sóknum í ferðaþjón-
ustu í dag að há-
skólafólki meðtöldu
séu því miður ein-
ungis um eða innan
við 15 manns.
Elías Bj. Gíslason
Höfundur er forstöðumaður
upplýsinga og þróunarsviðs
Ferðamálastofu og stjórnarmaður
í Rannsóknamiðstöð ferðamála.
MIKIL umræða
hefur verið undanfarið
um stofnanavistun
barna sem síðar risu
upp og sögðu sögu sína
af langvarandi skað-
legum áhrifum dval-
arinnar á líf þeirra og
geðheilsu. Líf fólks
með geðfötlun ein-
kennist af lang-
tímavistun á viðeig-
andi stofnunum og áhrif þess koma
fram á margvíslegan hátt, meðal
annars í ótta við annað fólk og við
samfélagið. Margir missa trú á eigin
getu og treysta á meðferðaraðila
sína til allrar ákvarðanatöku um
daglegt líf. Reynsla þeirra af sam-
félaginu er oft slæm og einkennist
af ónógum stuðningi til athafna dag-
legs lífs og fordómum annarra. Álag
er oft mikið á aðstandendur sem
telja hag sinna nánustu jafnvel best
borgið inni á stofnun þar sem þjón-
ustu er að hafa allan sólarhringinn.
Akureyri hefur til langs tíma ver-
ið tilraunasveitarfélag um þjónustu
við geðfatlað fólk í sveitarfélaginu
og þar er gert ráð fyrir mismunandi
þörfum allra fyrir búsetu og stuðn-
ingi í daglegu lífi. Geðdeild FSA er
hugsuð sem stuðningur til skamms
tíma ef nauðsyn krefur. Í Reykjavík
hefur einnig verið öflug uppbygging
í búsetumálunum undanfarin ár og
heimili þar sem þjón-
usta er til staðar allan
sólarhringinn og rekin
eru á vegum SSR og
Reykjavíkurborgar
eru til fyrirmyndar.
Unnið er að því að
þeir sem þurfa mestan
stuðning hafi eigin
íbúð til umráða í svo-
kölluðum þjónustu-
kjörnum.
Einnig hefur mark-
visst verið unnið að
samhæfingu þjónust-
unnar og þeir aðilar
sem annast þjónustu við fólk með
geðfötlun starfa nú í auknum mæli
saman að því að efla og treysta
stuðningsnet þess. En betur má ef
duga skal og þörf er á hraðri upp-
byggingu þannig að allir hafi jafnan
rétt til búsetu og þjónustu eins og
gert er ráð fyrir í lögum um mál-
efni fatlaðra. Staðan núna er þann-
ig að einungis brot af þeim sem
þurfa hafa aðgang að þessari þjón-
ustu í Reykjavík og fjölmargir eru
enn vistaðir á stofnunum. Efla þarf
markvissan stuðning innan hverfa í
borginni því segja má að stuðning-
urinn sé miðlægur og fremur bund-
inn við ákveðnar stofnanir en
hverfið þar sem einstaklingurinn
hefur lögheimili. Við höfum til-
hneigingu til að leggja áherslu á
þjálfun og meðferð en þörfin er
ekki síðri fyrir félagslega afþrey-
ingu og aðlögun að samfélaginu.
Fjármagn og stöðugildi starfs-
fólks til þjónustu utan sjúkrastofn-
ana þarf að vera tryggt til jafns við
stóru stofnanirnar en í dag er ein-
ungis til staðar lítið brot af nauð-
synlegum tilkostnaði í nærsam-
félaginu. Fullyrða má að aukin
áhersla á viðeigandi búsetu og þjón-
ustu skilar sér í ánægðari neyt-
endum, ánægðara starfsfólki og lág-
marksþörf á innlögnum á
sjúkrastofnanir. Slíkt hefur aug-
ljóslega aukinn sparnað í för með
sér þegar til lengri tíma er litið. Ég
tek undir orð forsvarsmanna
Landssamtakanna Þroskahjálpar og
formanns Geðhjálpar um að þrátt
fyrir niðurskurðaráform og sam-
drátt í velferðarkerfinu verður að-
gerðaleysi í þjónustu við fatlað fólk
ekki liðið. Aðstandendur og hags-
munasamtök þurfa líka að vera öfl-
ugur þrýstihópur sem knýr stöðugt
á um tilfærslu á þjónustunni af
stórum stofnunum og út í sam-
félagið.
Tökum stefnuna á samfélagið
Eftir Ingibjörgu
Hrönn
Ingimarsdóttur
» Staðan núna er
þannig að einungis
brot af þeim sem þurfa
hafa aðgang að þessari
þjónustu í Reykjavík og
fjölmargir eru enn vist-
aðir á stofnunum.
Ingibjörg Hrönn
Ingimarsdóttir
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur
með MA í fötlunarfræði.
SAMKVÆMT
frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 2010 verða
tekjur 468 milljarðar
en útgjöld 555,6 millj-
arðar. Ríkisútgjöld
verða skorin niður um
43 milljarða og beinir
skattar hækkaðir um
37,6 milljarða en óbein-
ir skattar hækkaðir um
25,5 milljarða. Þetta er
mikill niðurskurður og
miklar skattahækkanir en ætlunin er
að minnka fjárlagahallann um 100
milljarða. Það er samkvæmt sam-
komulagi við aðila vinnumarkaðarins
í stöðugleikasáttmálanum hvernig
sparnaðurinn skiptist í niðurskurð og
skattahækkanir.
Mörgum finnast skattahækk-
anirnar miklar en niðurskurðurinn er
einnig tilfinnanlegur og ef hann yrði
meiri þýddi hann miklar uppsagnir á
starfsfólki sem mundi leiða til auk-
inna útgjalda í formi atvinnuleys-
isbóta. Hér er því um erfiðan línu-
dans að ræða. Það er bankahrunið,
efnahagskreppan sem veldur hall-
anum á ríkissjóði og mikilli skulda-
söfnun. Ríkissjóður hefur orðið að
leggja bönkunum til mikla fjármuni
til þess að gera þá starfhæfa. Hann
þurfti að leggja Seðlabankanum til
300 milljarða þar eð bankinn var í
raun gjaldþrota. Og ríkissjóður hefur
lagt einkafyrirtækjum til fjármuni,
eins og Sjóvá. Síðan mun Icesave-
skuldin bætast við ef eignir Lands-
bankans duga ekki til.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa
lagt áherslu á það í þessum þreng-
ingum að allir verði að bera byrðar til
þess að koma Íslandi út úr kreppunni.
Það er að mestu leyti rétt. Ég tel þó
að aldraðir og öryrkjar eigi að vera
undanskildir. Aldraðir hafa skapað
það þjóðfélag sem við búum við í dag.
Þeir hafa gengið í gegnum margar
kreppur áður enda þótt sú sem nú
herjar á okkur sé sú versta síðan í
heimshreppunni. Ég fann fyrir
heimskreppunni hér á Íslandi þar eð
atvinnuleysi var hér á landi allt fram
til síðari heimsstyrjaldarinnar sem
afleiðing kreppunnar. Faðir minn var
lengi atvinnulaus og þá voru engar at-
vinnuleysisbætur. Eina ráð hans var
iðulega að fara niður á höfn og trolla
kol úr höfninni sem hann síðan seldi
fyrir mat.
Erfiðleikarnir í dag eru litlir í sam-
anburði við afleiðingar heimskrepp-
unnar á Íslandi. Öryrkjar eiga að
vera undanskildir þar eð þeir hafa
misst heilsuna og búa við svo erfið
kjör að þeir fara að mestu á mis við
þau lífsgæði sem aðrir njóta. Mann-
réttindasáttmálar, sem Ísland er aðili
að, gera ráð fyrir að leitað sé allra
annarra leiða áður en kjör aldraðra
og öryrkja eru skert. Þetta gerði rík-
isstjórn Íslands ekki. Hún skellti á líf-
eyrisþega kjaraskerðingu fyr-
irvaralaust. Hún valdi það að skerða
kjör aldraðra og öryrkja vegna þess
að það var fljótvirk leið. Það er mann-
réttindabrot.
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir því að ellilífeyrir ( grunnlífeyrir)
verði á árinu 2010, 8,7 milljarðar,
tekjutrygging aldraðra 15,7 millj-
arðar, örorkulífeyrir 5
milljarðar og tekju-
trygging öryrkja 13,4
milljarðar. Þetta er eftir
niðurskurð. Ekki eru
þetta það háar tölur, að
þær setji þjóðarbúið á
hliðina. Ellilífeyrir er
1,6% af heildar-
útgjöldum samkvæmt
frv. til fjárlaga. Það
hefði mátt sleppa því að
skera þessa hungurlús
niður eins og gert var 1.
júlí sl. Ríkisstjórnin
ákvað þá að skera ætti niður í öllum
málaflokkum á miðju ári. Sennilega
hélt stjórnin að ef hún yrði fljót að
skera niður mundi Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn verða jákvæður í garð Ís-
lands. Félagsmálaráðherra hljóp
fyrstur til og skar niður lífeyri aldr-
aðra og öryrkja með nokkurra daga
fyrirvara! Hann var einna fyrstur að
skera niður í stað þess að bíða átekta
og sjá fyrst hvað önnur ráðuneyti
gerðu. Það var jú búið að segja að
hlífa ætti velferðarkerfinu. En þrátt
fyrir niðurskurðinn hreyfði AGS sig
ekki.
Við niðurskurð lífeyris aldraðra og
öryrkja 1. júlí sl. var í fyrsta sinn farið
inn á þá braut að skerða grunnlífeyri
vegna tekna úr lífeyrissjóði. Svo langt
er gengið í því að fjöldi lífeyrisþega er
með öllu sviptur grunnlífeyri. Margir
telja það að afnema grunnlífeyri hjá
fjölda lífeyrisþega sé eignaupptaka.
Fólk hefur greitt alla ævi til almanna-
trygginga. Þetta hefur verið sparn-
aður til efri ára og fólk hefur átt von á
lífeyri á eftirlaunaárum. En síðan er
þessi lífeyrir strikaður út með einu
pennastriki.
Þegar alþýðutryggingar voru
stofnaðar hér 1936 kom það skýrt
fram að tryggingarnar áttu að ná til
allra, vera altækar. 1944 voru trygg-
ingarnar útvíkkaðar og sett lög um
almannatryggingar að kröfu Alþýðu-
flokksins. Þá lýsti Ólafur Thors for-
sætisráðherra því yfir að hér á landi
skyldi komið á svo fullkomnu kerfi al-
mannatrygginga sem næði til allra án
tillits til stétta eða efnahags, að Ís-
land yrði á þessu sviði í fremstu röð
nágrannaþjóða. Þarna fór ekki á milli
mála, að almannatryggingar áttu að
ná til allra, án tillits til efnahags.
Stjórnmálamenn geta ekki breytt
þessu með einu pennastriki. Í fyrstu
leit út fyrir að íslenska almanna-
tryggingakerfið yrði í fremstu röð en
síðan dróst það aftur úr. Og í dag
stöndum við langt að baki hinum
Norðurlöndunum á sviði almanna-
trygginga. Það hefur ekki verið staðið
við það að verja velferðarkerfið. Og
enn síður hefur verið staðið við það að
koma á norrænu velferðarkerfi. Rík-
isstjórnin verður því að taka sig á.
Mannréttindabrot
að skerða lífeyri
aldraðra og öryrkja
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin
Guðmundsson
» Það hefur ekki
verið staðið við
það að verja velferð-
arkerfið. Og enn síður
hefur verið staðið við
það að koma á norrænu
velferðarkerfi.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins
eða á vefnum mbl.is.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of-
arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein.
Móttaka aðsendra greina