Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 spjalda leikmann bara til að ná and- anum sjálfur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Ferguson við BBC. Íþrótta- fréttamenn Dail Mail fóru á stúfana og rýndu í gögn frá ProZone, sem heldur til haga margvíslegum upplýsingum um leikmenn og dómara. Í ljós kom að Wiley þarf ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna á Old Trafford. Þvert á móti. Til dæmis hljóp hann meira í leiknum en allir leikmenn liðanna að sjö und- anskildum! Þrír leikmanna United og fjórir hjá Sunderland hlupu lengri vegalengd en dómarinn í leiknum og þá kemur í ljós að þegar Wiley dæmdi aukaspyrnu var hann að meðaltali 15,6 metra frá atvikinu, sem ku mjög við- unandi. Enskir dómarar eru gjarnan milli tannanna á fólki eins og annars staðar og ekki dró úr því eftir að launin urðu prýðileg. Þeir starfa alla jafna ekki lengur í úrvaldeildinni en til 48 ára aldurs en Wiley, sem er orðinn 49 ára, fékk starfsleyfið framlengt um eitt ár síðasta sumar, m.a. vegna þess hve vel hann stóð sig í marg- víslegum lík- amlegum próf- um. Ekkert skal fullyrt, en gæti hugsast að Ferguson hafi skammast út af dómaranum til þess að beina athyglinni frá því hve illa lið hans lék í 2:2 jafntefli gegn Sunder- land? Spyr sá sem ekkert grunar... skapti@mbl.is Sir Alex Ferguson, hinn magnaði stjórnandi enska knattspyrnuliðsins Manchester United, úthúðaði dómara leiksins gegn Sunderland um síðustu helgi. Skotinn sigursæli er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, en að þessu sinni þykir hann hafa farið yfir strikið; vísindin sanna einfaldlega að Sir Alex fór með staðlausa stafi. Ferguson hélt því fram að Alan Wi- ley, einn kunnasti knattspyrnudómari á Bretlandi, væri ekki í nógu góðri æf- ingu til að dæma á þessum vettvangi. „Þessi leikur var svo hraður að það hefði þurft dómara sem væri í standi. Hann var ekki í ástandi til að dæma leikinn. Erlendis geta dómararnir hlaupið eins og hundar. Þessi eyddi 30 sek- úndum í að Reuters Bless! Alan Wiley rekur Kieran Richardson, leikmann Sunderland, af velli gegn United um daginn. Ef til vill gerði hann það til þess að kasta mæðinni... Ferguson yfir strikið? Sir Alex Liggur ekki á skoðunum sínum fremur er endranær. eldrar. „Við eignuðumst strák á að- fangadag. Þegar við gengum af fæð- ingardeildinni yfir í Hreiðrið heyrðum við klukkurnar hringja inn jólin, það var yndislegt. Við fengum lang bestu jólagjöf sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki víst að son- urinn verði mjög ánægður með af- mælisdaginn þegar hann verður eldri en mestu máli skiptir að hann er heilbrigður.“ Sonurinn, Daníel Máni, er þegar farinn að hafa gaman af boltaleikjum í stofunni. „Vinir okkar segja að hann verði líklega sá fyrsti sem prjónar á mótorhjóli og skallar bolta á sama tíma. Þannig nái hann að sameina helstu áhugamál foreldr- anna.“ Laufey er nýfarin að vinna á ný eftir fæðingarorlof, drengurinn kominn á leikskóla og hún segir það mikil viðbrigði. „Mér fannst æðislegt að geta alltaf verið með strákinn.“ Nú reynir hún að nýta tímann vel þegar þau eru heima. Hún starfar í fyrirtækinu Gæða- fæði. Eigandi þess er Vilmundur Jósefsson, sem nýlega varð formað- ur Samtaka atvinnulífsins. „Það er mjög gott að vera hér og aðeins tvennt að Vilmundi; hann er KR- ingur og heldur með Manchester United!“ segir Valsarinn og Liver- pool stuðningsmaðurinn Laufey og hlær. Af öllum sigrunum, öllum glæsi- legu afrekunum, stendur eitt upp úr; fæðing sonarins. „Það var æðislegt. Ólýsanleg tilfinning. Ég fékk hann strax í fangið og hann fór beint á brjóst. Ég hafði oft heyrt um hve mikil upplifun það væri að eignast barn en það jafnast ekkert á við það að eignast barn sjálfur. Þvílíkt af- rek! Ég er mjög montin og stolt og á örugglega eftir að eignast fleiri. Að eignast barn er best í heimi.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bjóðum upp á gistingu á besta stað í Bangkok, Hua Hin og Phuket. Nóttin frá 5.000 kr. á mann í tvíbýli á 4 stjörnu hóteli. Fjölmargir aðrir gistimöguleikar í boði. Ferð.is býður upp á ferðir til Tælands, alla daga, allt árið, á frábæru verði. Sjá nánar á www.ferd.is 149.990 kr. flug á mann, fram og til baka með flugvall arsköttum Verð frá ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 47 38 7 09 /0 9 ferd@ferd.is • 570 4455 Skútuvogi 13A • 104 Reykjavík Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur. Tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Glæsilegur salur sem tekur 10-70 manns og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Ráðstefnur og fundarhöld á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Pöntunarsímar: 6180083 & 4370083 www.grimsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.