Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 46
46 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Bórisfrísa
Eftir: Þorgrím Kára Snævarr
Kannist einhver við stúlkuna á þessari gömlu mynd sem tekin er af banda-
rískum herljósmyndara á stríðsárunum eða hafi vitneskju um hvar myndin
er tekin er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hafa samband við Sævar Þ.
Jóhannesson, s. 553-0717, eða senda upplýsingar á netfangið iceba-
com@mmedia.is.
Hver er stúlkan?
Hótel
NÚ vilja einhverjir
menn byggja hótel á
Hallærisplaninu, eða
Ingólfstorgi eins og
það heitir nú. Til þess
að þetta megi verða
þarf að rífa hinn
skemmtilega sal Sjálf-
stæðismanna sem
stendur þarna í
skugga gamals
kvennaskóla. Einnig
þarf að færa nokkur
gömul og friðuð hús
sem þarna eru. Ein
greiðasta leið Íslend-
inga er að fjölga
ferðamönnum og ein-
hvers staðar verða þeir að vera.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur
hefir sagt að landsmenn ætli að
verða rithöfundar í framtíðinni og
bendir á að mikið hafi verið byggt
af skrifstofuhúsum að undanförnu.
Við Borgartún stendur tuttugu
hæða glerturn sem lítur út að utan
eins og hótel í einhverri stórborg
úti í heimi. Þennan turn má vafalít-
ið innrétta sem hótel og leyfa
gamla miðbænum að lifa óbreytt-
um. Hvar á nú að fá peninga í það,
auðvitað í Seðlabankanum. Við eig-
um hann og bankinn er fyrir þjóð-
ina en ekki bankinn fyrir þjóðina. Í
kreppunni 68-71 var tveim hálf-
byggðum húsum í Reykjavík breytt
í hótel. Suðurlandsbraut 2 varð
Hótel Esja og Skipholt 21 hótel
Nes. Valdimar Kristinsson sá um
þetta mál fyrir Seðlabankann.
(Hótel Nes tengdist eitthvað Alfreð
heitnum Elíassyni og hans mönn-
um). Af einhverjum ástæðum lenti
hótel Nes í vandræðum og var selt
Rauða Krossinum. Svo lenti Fram-
sóknarflokkurinn í óreiðu, þá var
Krossinum skipað að kaupa Fram-
sóknarhúsið að Rauðarárstíg. Las
ég grein í Mogganum um þetta mál
þar sem sagt var frá því að mörgu
fólki batnaði heilmikið þarna í
Skipholtinu meðan það beið eftir
plássi á hátæknisjúkrahúsi, dæmi
voru um fólk sem fór bara heim
aftur albata og sá
aldrei risaspítalann.
þetta var m.a. þakkað
forstöðukonu sjúkra-
hótelsins og Arkitekt-
unum sem sáu um
breytinguna á sauma-
stofu í sjúkrahótel.
Hvar er þetta fólk?
Gestur Gunnarsson,
tæknifræðingur,
Flókagötu 8.
Óforskammaðir
viðskiptahættir
ÉG get ekki orða
bundist eftir að hafa
lesið grein eftir Jón
Þór Þorvaldsson í Vel-
vakanda 6. október sl. Málið er að
ég keypti sófa sem kostaði 249.000
krónur í þessari sömu verslun,
ILVA, 29. september. Ég spurði af-
greiðslukonuna hvort það væri af-
sláttur af sófanum eða hvort það
stæði til fljótlega, hún sagði að svo
væri ekki. Tveimur dögum síðar
fékk ég þennan fína bækling inn
um lúguna frá versluninni ILVA
þar sem boðinn var 20% afsláttur
af öllum sófum.
Því tek ég undir orð Jóns Þórs,
„hvar er manneskjulega hliðin á
þessu fólki?“, hún var klárlega ekki
til staðar þegar ég leitaði upplýs-
inga hjá búðinni eftir að ég fékk
bæklinginn frá þeim í hendur.
Ég mun allavega ekki mæla með
eða benda fólki á þessa verslun.
ILVA, nei takk.
Lilja Björg Gísladóttir.
Silfurnæla tapaðist
STÓR ílöng silfurnæla eftir Jens
Guðjónsson tapaðist 19. september
síðastliðinn í Súlnasal Hótel Sögu
eða á leiðinni frá Lindarbraut á
Seltjarnarnesi að Hótel Sögu.
Finnandi vinsamlega hringið í
Rósu í síma 562-4780 eða 898-5640.
Ást er...
...nayðsyn, ekki
munaður.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska - stærðfræði - enska - danska
franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði
þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl.
greining á lestrarerfiðleikum
Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Flutningur á starfsstöð
Hef flutt starfsstöð mína
að Tannlæknastofunni Réttarholtsvegi 3,
108 Reykjavík, sími 588 3030.
Ingibjörg S. Benediktsdóttir, tannlæknir