Morgunblaðið - 11.10.2009, Qupperneq 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
NÚ ÞEGAR þjóðfé-
lagið er hrunið standa
rústir eftir einar.
Segja má að ekki
séu neinar auðveldar
lausnir á þeirri þraut
sem við erum að kljást
við. Ein af þeim leið-
um sem við getur auð-
veldlega notað strax,
er að greiða stað-
greiðsluskatta af inn-
greiðslum í lífeyrisjóði, sjóði sem
eru misheppnuð dæmi og hefðu
aldrei átt verða til í núverandi
mynd. Ein af þeim leiðum er að
þjóðnýta sjóðina, sem hluta af
Tryggingastofnun (TR), allar inn-
greiðslur færu í TR sem væri veru-
legt hagræði, útgreiðslur yrðu allar
nokkuð jafnar til lífeyrisþega, sem
gætu þá verið verulega hærri en
þær eru í dag.
Staðgreiðsla við innborgun gæfi í
tekjur til ríkisjóðs um 35-40 millj-
arða á ári. Lífeyrisjóðir tapa árlega
stórum fjárhæðum, þeir eru með
stjórnarmenn á ofurlaunum sem
hafa urmul af sérkjörum, allt á
kostnað almennra launþega.
Lífeyrir til ráðherra og alþing-
ismanna á að vera hinn sami og til
annarra borgara, enda má reikna
með að framfærslukostnaður þeirra
sé svipaður og annarra, og mjólkin
á sama verði.
Það er ljóst að við, þessi fátæka
þjóð, munum aldrei vinna olíu á
Drekasvæðinu, við höfum hvorki
fjármuni, þekkingu né reynslu til
að vinna þarna olíu. Þess vegna
eigum við að bjóða olíusjóði eða
öðrum aðilum að kaupa olíuréttindi
á þessu svæði, verðið gæti verið 2-3
þúsund milljarðar. Noregur hefur
alla burði til að sækja olíuna með
skáborunum inn á
svæði sem tilheyrir
okkur og þurka upp
alla olíu ef einhver er
þar.
Icesave er okkur
óviðkomandi. Lands-
bankinn var hluta-
félag, eigur hans
ganga til þrotabúsins
því hann varð gjald-
þrota. Það á að skipa
honum skiptastjóra,
eignir eru þá for-
gangakröfur og al-
mennar kröfur.
Það á að virkja og opna fyrir
stóriðju, fjármagn til þeirra allt er-
lent.
Kvótinn eru sameign þjóð-
arinnar, úthlutun hans myndar ekki
eignarrétt. Leiguverð í dag er um
200 kr/kg af þorski. Fyrst hægt er
að leigja þetta af öðrum. Þá hlýtur
gilda það sama um að leigja af rík-
isjóð, t.d. ca. 50 kr/kg, það gera ca:
50 milljarða á ári.
Að hætta við lántöku frá AGS og
hætta strax samskiptum við þá.
Innganga í ESB er ótímabær og
ber að draga til baka umsókn okk-
ar. ESB reynir allt sem hægt er til
að knésetja okkur.
Nútímaviðskipti gera sendiráð
óþörf. Það á að hætta norrænni
samvinnu við svokallaðar vinaþjóðir
(Norðurlönd), sem eru það aðeins
þegar þeim hentar, hún skilar okk-
ur engu. Fækkun alþingismanna í
30 er raunhæf, fækkun ráðuneyta í
fimm. Það á að leggja niður Varn-
armálastofnun, hætta Natóflugi,
enda er aðalóvinurinn, Rússland, í
dag besti vinur Nató. Óvinurinn er
týndur. Dagpeningar til ráðherra
og alþingismanna má skera burt.
Öll verk skulu framkvæmd af ís-
lenskum fyrirtækjum og með ís-
lenskum starfsmönnum, svo lengi
sem menn sem hafa burði og getu
til þeirra starfa, ganga atvinnulaus-
ir.
Gera skal upptækar eignir útrás-
arvíkinga. Gera samninga við ríki
sem hafa verið okkur vinveitt þegar
hinir svokölluðu vinir hafa hunsað
okkur. T.d. keyptu Rússar megnið
af okkar fiski í þorskastríðinu og
seldu okkur olíu o.fl. Hjá þeim er
mikið af lausum rýmum í auðum
fangelsum eftir fall Sovét. Þeir
væru eflaust tilbúnir að gera hag-
stætt tilboð í að vista afbrotamenn
gegn vægu gjaldi.
Bygging hátæknisjúkrahúss er
skekkja á meðan ekki er til fjá-
magn til að reka núverandi spítala,
svo sem LSH sjúkrahús. Starfsfólk
LSH er að gera frábæra hluti, það
hef ég reynt. Þar er unnið frábært
starf.
Fækka þarf bönkum og loka
þeim banka sem hefur sett okkur á
stærsta skuldaklafann. Sameina
hina tvo t.d. þannig að Ís-
landabanki tæki yfir rekstur Kaup-
þings, þeir virðast skilja hvað er að
gerast á Íslandi.
Fækka skal stofnunum s.s. Neyt-
endastofu, sem er dæmi um stofn-
um sem er fyrst og fremst fyrir
sjálfa sig, með ærnum kostnaði.
Svolítið dæmi reyndi ég sjálfur fyr-
ir nokkrum árum, þá var auglýst
hjá BT „Ef þú kemur með gamla
prentarann þinn upp í nýjan þá
tökum við hann sem innborgun á 5
þús., tilboðið í þrjá daga“. Ég fór
með gamlan prentara til BT , þá
var því borið við að þetta væri mi-
sprentun, sem var rangt, auglýs-
ingin var rétt, en það breytti engu
fyrir BT. Ég hafði samband við
Neytendasamtökin (sem eru óvirk)
sem vísuðu á Neytendastofu, sem
afgreiddi mig með því að ég yrði að
senda skriflegt erindi með afriti af
auglýsingunni, þeir myndu senda
erindið áfram til BT sem hefði einn
mánuð til andsvara, en að því loknu
myndi Neytendastofa taka málið til
efnislegrar meðferðar. Ég nennti
ekki að standa í viðskiptum við
þessa stofnun.
Þróunaraðstoð er ótímabær, við
höfum ekki efni á að veita aðstoð.
Framlög til landbúnaðar þarf að
skera niður um a.m.k. 4 milljarða.
Davíð Oddsons sagði skýrt og
greinilega, „Við greiðum ekki
skuldir óreiðumanna“. Þar var tal-
að af ábyrgð og betra að núverandi
stjórnarmenn, skríðandi niðurlútir
á hnjánum fyrir framan handrukk-
ara AGS, Englendinga og Hollend-
inga, hefðu þetta í huga. Við þurf-
um ekki að bæta við okkur
skuldum til að greiða óreiðuskuldir.
Það á að gera Ísland að einu
kjördæmi, með jöfnu vægi atkvæða,
þannig hættir kjördæmapot.
Ég tel að með ofangreindum til-
lögum sé hægt að loka fjárlagagat-
inu.
Leið út úr kreppunni
Eftir Guðjón
Jónsson » Það er ljóst að við,
þessi fátæka þjóð,
munum aldrei vinna
olíu á Drekasvæðinu...
Guðjón Jónsson
Höfundur er fyrrverandi
skipstjórnarmaður.
ÖGMUNDUR Jónasson segir að
Vinstri grænir séu einir til vinstri,
þeir séu flokkur málefna en hinir
flokkarnir flokk-
ar hagsmuna.
Sem sagt, vinstri
flokkar eru flokk-
ar málefna og
hafa ekki í
frammi neina
hagsmunabar-
áttu.
Ég á erfitt með
að skilja Ög-
mund, því ég hef
alltaf talið að í
siðrænu samfélagi sé hagsmunabar-
átta þeirra sem minna mega sín mál-
efnaleg barátta sem reynslan sýnir
að hefur skilaði betri árangri fyrir
þegnana um allan heim en hin blóð-
uga baráttuleið forgöngumanna
vinstri grænna og annarra slíkra
öfgamanna mannkynssögunnar.
Ofangreindir Georgs Bjarnfreð-
arsonar-komplexar Ögmundar segja
mér allt um hvers vegna stjórnmál
og stjórnmálamenn eru í miklu
gengissigi um þessar mundir þegar
slíkir „flækjufætur orðsins“ leiða
stjórnmálaumræðu í hrunadansi
þjóðarinnar.
Ögmundur segir í viðtali við
Morgunblaðið: „Samfylkingin hefur
ekki verið neinn vinstriflokkur. Hún
hefur verið afar höll undir frjáls-
hyggju og alltof leiðitöm erlendum
öflum. VG þyrfti að vera mun
ákveðnari leiðsögumaður ef við ætl-
um okkur að geta kallað stjórnina
vinstristjórn. En viðfangsefni okkar
í VG er að leysa hinn málefnalega
ágreining. Við erum flokkur málefna
og hugsjóna á meðan flestir aðrir
eru flokkar hagsmuna. Við erum
vinstrið í vinstristjórninni. Þegar við
göngum til samstarfs við aðra flokka
verðum við að tryggja að hugsjónir
okkar fái ráðið. Það hefur verið ein-
blínt á tæknilegar útfærslur á
tæknilegum lausnum. En allt er
þetta í raun stjórnmál. Hverjum er í
hag að halda vöxtum háum? Hverj-
um er í hag að taka hundraða millj-
arða gjaldeyrislán? Hverjum er í
hag að skera niður með því offorsi
sem lagt er upp með að kröfu AGS?
Er þetta að kröfu vinstrimanna?
Nei, þetta eru kröfur Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, fulltrúa frjálshyggju
og auðmagns“.
Útgefandi Morgunblaðsins sagði
við ritstjórnartímamótin: „Við mun-
um áfram flytja óhlutdrægar, heið-
arlegar og sanngjarnar fréttir af öllu
sem máli skiptir, eigendum Árvak-
urs jafnt sem öðrum. Í þeim efnum
mun ekkert breytast.“
Óskar hefur svo sannarlega staðið
við orð sín, það sýnir birting þessa
viðtals, svo ekki sé meira sagt um of-
urást sjálfstæðismanna á Ögmundi
um þessar mundir.
Þegar maður hefur fimm há-
skólagráður á ekki að einfalda mál
þegar hægt er að gera þau marg-
brotin, það segir líka allt um minn
stall miðað við aðra.
Með úrræði er ekkert spaug,
er æðir draugur á draug.
– Það skyldi þá vera að skyrpa í kross
og skvetta úr koppnum á þau.
(Jóhannes úr Kötlum.)
ERLING GARÐAR
JÓNASSON,
tæknifræðingur.
Hví að einfalda mál
þegar hægt er að
gera það flókið?
Frá Erling Garðari Jónassyni
Erling Garðar
Jónasson
BRÉF TIL BLAÐSINS
The roof,
the roof,
the roof is on fire
segir í smell sem heyrist oft á öld-
um ljósvakans.
Nú er okkur í fersku minni þegar
kviknaði í þakinu á Höfða. Skelfileg
tilhugsun þegar þakið brennur. Á
stuttri stundu getur allt húsið fuðrað
upp ef ekki tekst að slökkva eldinn
með snarræði.
Það fór allt vel með Höfða – sá
eldur var slökktur.
En okkur finnst að ríkið okkar sé
verr sett. Hér logar eldur, það er
eins og þakið brenni, og þetta er
ónotaleg tilhugsun. Við vitum ekki
hvernig úr þessu mun rætast, og það
fyllir okkur óhug. Kannski reynum
við bara að ýta þessari hugsun frá
okkur og segja nógu oft: Þetta
bjargast. Því áhyggjur gera okkur
ekkert gott.
Þakið,
þakið,
þakið það logar
sagði slagarinn.
En það merkilega er að skáldinu
finnst það bara gott. Vá! Hér er sko
eldur í lagi!
Er ekki allt í lagi með þennan
náunga? Datt hann á stein og rot-
aðist? Hvernig getur það verið gott
að þakið sé að brenna?
Í ljós kemur að skáldið hugsar sér
óeiginlegan eld, líkingin er: Hér er
sko líf í tuskunum.
Meira um það síðar. Næst veltum
við því upp hvort þessi eldur sé af
hinu góða.
EINAR SIGURBERGUR
ARASON,
guðfræðingur og býr á Blönduósi.
Þakið brennur
Frá Einari Sigurbergi Arasyni
VIÐ upphaf síð-
ustu aldar þegar
þjóðin var að brjótast
úr viðjum fátæktar á
leið til sjálfstæðis og
nútíma lifnaðarhátta
ortu þjóðskáldin
kvæði full af bjart-
sýni og framfarahug.
Nú, við upphaf 21.
aldar – eftir mesta
framfara- og þróun-
arskeið sögunnar – stendur þjóðin
enn á þröskuldi nýrra tíma. Að
þessu sinni frammi fyrir því að
endurheimta efnahagslegt sjálf-
stæði sitt, eftir óöld útrásartímans
og skefjalausrar frjálshyggju. Við
stöndum frammi fyrir því að verja
efnahagslegt sjálfstæði – þetta
dýrmæta fjöregg sem lagt var að
veði eins og þegar barn kastar á
loft sínu brothættasta gulli, í al-
gleymi leiksins.
Að auki stöndum frammi fyrir
því að endurreisa og endurmeta
allt sem núlifandi kynslóð hefur
gengið að sem vísu, þar á meðal
velferðarsjónarmið okkar og sið-
ferðisgildi.
Já, hrævareldar frjálshyggj-
unnar blekktu, og þjóðin uggði
ekki að sér. Á mesta góðæristíma
sögunnar jókst misskiptingin í
samfélaginu og stjórnviskan brást.
Sú alþekkta hagstjórn að ríkið eigi
að halda að sér höndum þegar vel
árar, en auka svo umsvif sín og
næra þannig atvinnulífið og hag-
kerfið þegar illa árar – var að
engu höfð. Jöfnunarhlutverki
skattkerfisins var raskað. Sköttum
var létt af hátekjufólki og skatt-
byrðin flutt yfir á lágtekjufólkið.
Mikilvæg fyrirtæki í eigu al-
mennings voru færð fáum útvöld-
um: Bankarnir seldir fyrir slikk í
hendur manna sem ekki kunnu
með að fara. Fisk-
veiðiauðlind þjóð-
arinnar var færð í
hendur fárra útgerð-
armanna, endurgjalds-
laust. Í kjölfarið fylgdi
alvarleg byggð-
aröskun, kvótabrask
og geigvænleg skulda-
söfnun af sama toga
og þeim sem olli efna-
hagshruninu síðast-
liðið haust.
Allt voru þetta mis-
tök. Rangar ákvarð-
anir teknar af þeim sem láta sér
jöfnuð og félagslegt réttlæti í léttu
rúmi liggja.
Verkefni okkar framundan er að
leiðrétta þessi mistök og sú veg-
ferð er þegar hafin.
Þjóðin lyfti sjálf því grettistaki
að knýja fram kosningar nýliðið
vor og fá um leið fram þá mestu
endurnýjun sem orðið hefur á Al-
þingi með 27 nýjum þingmönnum
og jafnara kynjahlutfalli en
nokkru sinni fyrr á þeim vett-
vangi.
Í fyrsta skipti í sögu okkar voru
félagshyggju- og velferðaröflin
leidd til öndvegis við stjórnun
landsins. Það var ósk þjóðarinnar
að sjónarmið jafnaðar og fé-
lagshyggju yrðu höfð að leiðarljósi
við uppbygginguna framundan.
Undir því trausti verða stjórnvöld
að rísa, og vinna sitt starf í anda
jafnaðarstefnu og velferðarhug-
sjóna. Það hefur aldrei verið
brýnna en einmitt nú.
Eitt af þeim mikilvægu skrefum
sem stíga þarf um þessar mundir
er að leiðrétta ójöfnuð og virða
þjóðarhag ofar þröngum sérhags-
munum. Sú ríkisstjórn sem nú sit-
ur tók þá tímamótaákvörðun í vor
að vinna bug á því óréttlæti sem
innleitt var í sjávarútveginum
þegar núverandi kvótakerfi var
komið á. Í stjórnarsáttmála var
þjóðinni heitið því að afnema þetta
kerfi á tuttugu árum og færa auð-
lindina með óyggjandi hætti í
forsjá þjóðarinnar á ný. Fyrsta
skrefið í þá átt að opna kvótakerf-
ið var stigið með strandveiðum
sumarsins. Sú tilraun gefur góðar
vonir um framhaldið.
Aftur iðuðu hafnir og bryggjur
landsins af lífi. Aftur heyrðist
vélahljóð báta í fjörðum kvölds og
morgna og fiskur spriklaði í kör-
um. Það líf færði byggðum lands-
ins von og jók þeim bjartsýni.
Já, starfið er hafið og stjórnvöld
sitja ekki auðum höndum. Það má
þjóðin ekki gera heldur – því að
endurreisn samfélags þurfa allir
að koma: Stjórnvöldin, almenn-
ingur, atvinnulífið, fræða-
samfélagið, fjölmiðlarnir – allir
þegnar landsins.
Endurreisn samfélags krefst
ekki aðeins fjármuna, eins og
stundum mætti ætla af um-
ræðunni. Hún krefst hugsjónar,
siðferðis og ábyrgðar.
Við Íslendingar erum kraftmikil
þjóð sem hefur brotist úr viðjum
fátæktar og hugarhelsis, og lifað
af áföll aldanna. Nú, eins og oft
áður, bíður okkar ærinn starfi:
Það er sókn til betra samfélags,
velferðarsamfélags á grundvelli
jafnaðarstefnu. Og það er nú sem
reynir á siðferði okkar, þraut-
seigju og styrk.
Höfum við gengið til góðs?
Eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
Ólína Þorvarðardóttir
»Eitt af þeim mikil-
vægu skrefum sem
stíga þarf um þessar
mundir er að leiðrétta
ójöfnuð og virða þjóðar-
hag ofar þröngum sér-
hagsmunum.
Höfundur er alþingismaður.