Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 22
22 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is L aufey Ólafsdóttir knatt- spyrnukona í Val sýndi í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi að enn lifir í glæðunum, þótt hún hafi áður reynt, tilneydd, að slökkva eld- inn. Þessi fyrrverandi landsliðskona sat á varamannabekknum framan af en kom inná í síðari hálfleik og skipti sköpum; gerði jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, mark sem tryggði liðinu framlengingu og þegar í hana kom, gerði hún eitt fjögurra marka Vals og fagnaði stórum sigri, 5:1. Þrefaldur meistari Á vordögum hvarflaði ekki að Laufeyju að hún ætti eftir að leika með meistaraflokki á ný. Það hefði líklega hljómað eins og hvert annað rugl. Hún lagði skóna nefnilega á hilluna í ársbyrjun 2006, fyrir drjúg- um þremur árum vegna erfiðra meiðsla og hélt þá að hún væri hætt! Annað kom á daginn. Nú í lok sumars er hún tvöfaldur meistari; Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistara- titlinum áður en þeir hömpuðu bik- arnum um síðustu helgi. Laufey segist raunar þrefaldur meistari eftir sumarið: „Ekki má gleyma Pollamótinu á Akureyri þar sem ég lék með old girls-liði Vals. Við unnum mótið léttilega og það var þá sem neistinn kviknaði á ný: þegar ég fór í Valsbúninginn og spilaði aft- ur fótbolta á grasi.“ Laufey á alls 50 landsleiki að baki, þar af 23 með A-landsliðinu. Hún var kjörin besti leikmaður Íslandsmóts- ins 2004 af mótherjum sínum í deild- inni. Hugleiddi að hætta eftir það sumar vegna meiðslanna en hélt áfram og var aftur kjörin best ári seinna en neyddist síðan að leggja keppnisskónum eftir keppnis- tímabilið. Krossband í hægra hné Laufeyjar slitnaði árið 1999 og eftir fimm að- gerðir vegna þessa hætti hún, að læknisráði. Hafði þó leikið sem aldr- ei fyrr eftir að bandið slitnaði, sem viðurkenningarnar tvær og 21 lands- leikur frá 1999 til 2005 bera vitni. Hún var sem sagt frábær þrátt fyrir meiðslin, en sá sig tilneydda að fara að ráði læknanna. Segir brjósk- skemmdir hafa verið orðnar svo miklar að hún yrði að hugsa um heilsuna. Fljótlega eftir að Laufey meiddist fyrst söðlaði hún um, lék í tvö ár með Breiðabliki og síðan eitt sumar með ÍBV, en gekk síðan aftur í raðir Valsmanna. Hjá Breiðabliki lék hún undir stjórn Jörundar Áka Sveins- sonar, uppáhaldsþjálfara síns. „Hann hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég var að byggja mig upp eftir meiðslin.“ Uppskeran var góð í Kópavogi; Íslandsmeistaratitill bæði árin og sigur í bikarkeppninni að auki það síðara. Gríðarlegt áfall Laufey var aðeins tæplega 25 ára, lykilmaður hjá Val og landsliðinu. Það var ekki uppörvandi þegar læknar upplýstu Laufeyju um að hún gæti átt erfitt með gang í fram- tíðinni ef hún minnkaði ekki álagið á hnéð. Hún segir það hafa verið gríðar- legt áfall að þurfa að hætta „og mér fannst sumarið 2006 mjög erfitt. Stelpunum gekk vel, urðu bæði Ís- lands- og bikarmeistarar, en mér fannst erfitt að fara á völlinn og horfa á þær spila. Kom oft ekki fyrr en í hálfleik.“ Eins og aðrir landsmenn hefur Laufey fylgst grannt með kvenna- landsliðinu upp á síðkastið og gleðst yfir góðu gengi. „Landsliðið er orðið þrumugott. Stelpurnar þora að sækja miklu meira en áður og vilja halda boltanum. Það er mikill metn- aður í liðinu, en mér finnst ekki mega gleyma þeim sem ruddu brautina; Ásthildi [Helgadóttur], Olgu [Færseth] og fleiri góðum. Þær eiga mikinn þátt í því hve liðið er gott í dag.“ Eftir Pollamótið á Akureyri í sum- ar byrjaði hún að æfa aðeins með meistaraflokknum. Hún var vel á sig komin líkamlega, hefur stundað ýmsar æfingar og þegar Valsliðið lenti í erfiðleikum vegna meiðsla og veikinda spurði þjálfarinn, Freyr Al- exandersson, sína gömlu skólasystur úr Fellaskóla hvort hún gæti ekki hugsað sér að byrja að æfa lítillega og vera til taks á varamannabekkn- um. Hún ákvað að slá til og fyrr en varði var hún komin í byrjunarliðið! En nú er Laufey líklega komin á endastöð. Hún átti erfitt með svefn nóttina eftir Evrópuleik Vals í vik- unni, vegna verkja í fætinum. Meiðslin eru svipaðs eðlis og þau sem bundu endi á glæstan feril ann- ars knattspyrnumanns, landsliðs- fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur. „Þegar við vorum yngri var mikið æft á malarvöllum, jafnvel á malbiki og inni á hörðu gólfi og ég spilaði líka á sama tíma í 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki. Álagið á fæturna var mjög mikið.“ Meira en góðu hófu gegnir. Spilaði með strákunum Laufey var „strákastelpa“ eins og hún tekur til orða. „Þegar ég ólst upp í Breiðholtinu var ég í Leikni, æfði fótbolta með strákunum og var í A-liðinu í 5. og 6. flokki. Það var Valur Gunnarsson vinur minn, sem er markmaður í Leikni, sem dró mig upphaflega á æfingu. Ég horfði reyndar bara á en byrjaði svo að æfa með þeim og fannst það ægilega gaman. Ég á enn marga vini í Leikni og er meira að segja með þeim í fótbolta einu sinni í viku. Hún fór á mörg mót með Leiknis- strákunum. „Það var ekkert mál; ég fékk bara sér búningsklefa – t.d. áhaldageymsluna – og svo var keppt. En þegar kom upp í 4. flokk mátti ég ekki vera með þeim lengur.“ Þá varð hún að finna sér nýtt lið. „Ég gat labbað á Leiknisvöllinn að heiman, líka í ÍR og Fylki en í þess- um félögum var enginn stelpufót- bolti.“ Segja má að leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur hafi ráðið úrslit- um um það að hún fór í Val. „Ég þurfti að taka tvo vagna til að fara á æfingar hjá Breiðabliki, það var of langt vestur í KR en stysta strætó- ferðin var að Hlíðarenda.“ Skipulag leiðakerfisins var happ Valsmanna. „Það var ekkert verið að skutla manni eins og algengt er í dag. Fyrst ég vildi æfa, bjargaði ég mér bara sjálf.“ Viðbrigðin voru töluverð. „Stelp- urnar voru miklu lélegri en strák- arnir og ég var vön meiri hörku. Svo fannst mér skrýtið þegar ég ætlaði að taka horn frá venjulegum stað var mér sagt að taka það frá víta- teignum – sem er helmingi nær markinu. Ég skyldi varla hvað var verið að tala um.“ Ekki við eina fjölina felld Laufey varð Íslandsmeistari með 3. flokki Vals og spilaði fyrst með meistaraflokki 15 ára gömul. Hún hefur verið á fullu í fótbolta meira en hálfa ævina, en hefur nóg fyrir stafni þótt keppnisferlinum sé lokið. Enda sú manngerð sem verður að hafa nóg að gera. Áhugamálin eru mörg og þeim þarf að sinna af krafti. Hún kann ekki við hálfkák. Þess vegna þarf þróunin í sumar í sjálfu sér ekki að koma á óvart. „Ég verð að hafa nóg að gera,“ segir hún. Það nýjasta er mótorkross. Unn- usti Laufeyjar, Ólafur Ragnar Ólafs- son, er mótorhjólamaður og ekki er langt síðan hann gaf kærustunni hjól. „Ég fór á námskeið og fékk strax mikinn áhuga á mótokrossi. Hef meira að segja keppt og fengið verðlaun!“ Það virðist sama hvar Laufey ber niður; alltaf fær hún verðlaun. Hún rifjar upp Íslandsmeistaratitil með Val í 4. flokki í handbolta. „Það vant- aði einhvern í markið og ég sagði strax já.“ Svo varð hún fyrir margt löngu Ís- landsmeistari í tvenndarleik í borð- tennis með engum öðrum en Guð- mundi Stephensen, lang frægasta borðtennismanni Íslands fyrr og síð- ar. „Ég var aðallega í því að ná í boltann. Hann sá um allt hitt!“ Laufey fer líka oft á snjóbretti, á línuskauta, hefur verið í Boot Camp og svo mætti áfram telja. Þau Ólafur Ragnar hafa verið saman í tíu ár og eru nýorðnir for- Meistarar Glaðar Valsstúlkur eftir sigurinn í bikarkeppninni. Frá vinstri: Rakel Logadóttir, Laufey Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Ekkert jafnast á við barn Hún kom öllum á óvart inn í Valsliðið á ný í sumar. Laufey Ólafsdóttir lagði knattspyrnuskóna á hill- una fyrir nokkrum árum vegna meiðsla en var hetja Valsmanna í bikarúrslitunum fyrir viku Morgunblaðið/Ómar Best í heimi Laufey stolt með soninn Daníel Mána Ólafsson sem fæddist á aðfangadegi jóla í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.