Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GÍSLASON, Fjólugötu 14, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri sunnudaginn 4. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. október kl. 13.30. Sveinn Heiðar Jónsson, Erla Oddsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Stefán G. Jónsson, Sæbjörg Jónsdóttir, Jón Hlöðver Áskelsson, Karl Jónsson, Helga Kristrún Þórðardóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR M. HALLGRÍMSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 12. október kl. 13.00. Margrét Ragna Jóhannsdóttir, Reynir Óskarsson, Berglind Guðmundsdóttir, Hróbjartur Æ. Óskarsson, Lilja Arnardóttir, Kristín Óskarsdóttir, Agnar Ívar Agnarsson, Gunnar Óskarsson, Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Ragnar B. Bjarnarson, Hallgrímur Óskarsson, Gyða Árný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frænka okkar, VIGDÍS ÁRNADÓTTIR SHOOK, ættuð frá Sóleyjartungu, Akranesi, Allentown, PA, Bandaríkjunum, lést mánudaginn 5. október. Fyrir hönd aðstandenda, frænkur og frændur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, ÁSGEIR KR. SÖRENSEN, Háholti 16, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 13. október kl. 13.00. Renate Scholtz. ✝ Ástkær faðir okkar, GÍSLI BERG JÓNSSON, Gísli frá Ási, Silfurgötu 40, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítala Stykkishólmi þriðju- daginn 6. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sævar Berg Gíslason, Hafdís Berg Gísladóttir, Ragnar Berg Gíslason, Hlíf Berg Gísladóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANNES EGGERTSSON bóndi, Þorkelshóli, Víðidal, lést á heimili sínu laugardaginn 3. október. Útförin fer fram frá Víðidalstungukirkju föstudaginn 16. október kl. 14.00. Sigríður Sigvaldadóttir, Sigríður Valdís Jóhannesdóttir, Marteinn Þór Arnar, Eggert Jóhannesson, Alda Mjöll Sveinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR JÓNASSON, Hlynsölum 1, Kópavogi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík mánudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. október kl. 15.00. Rósa Steingrímsdóttir, Stefán Hjörleifsson, Jón Þór Steingrímsson, Sheida Keshtkar, Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir, Tryggvi Garðarsson, Rebekka Stella, Tryggvi Þór, Ástþór, Silja, Harpa, Steingrímur Kolbeinn, Róbert Ingi og Andri Snær. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. október. Jón Kristjánsson, Runólfur Ómar Jónsson, Arndís Jóna Jónsdóttir, Þórdís María Runólfsdóttir, Eva Rós Runólfsdóttir, Þorleifur Stefán og Sigmundur Anton. Hjörtur Guðmundsson ✝ Hjörtur FrímannGuðmundsson fæddist á Þorkelshóli Breiðabólsstað- arsókn, V-Hún, 15. júlí 1918. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 4. október 2009. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 28. júlí 1892, d. 6. apríl 1936 og Helga Theodóra Gísla- dóttir, f. 1. ágúst 1875, d. 13. febrúar 1923. Hjörtur kvæntist hinn 1. maí 1960 Ágústu Sigurðardóttur, f. 17. júní 1933. Þau slitu samvistum. Börn Hjartar og Ágústu eru 1) Jóna Sigrún, f. 12. maí 1959. Maki Ólafur Jónasson, f. 12. októ- ber 1960. Börn þeirra eru a) Hulda Sig- ríður, f. 7. september 1981. b) Arnar Már, f. 3. apríl 1988. c) Hjördís Ósk, f. 14. júní 1994. 2) Hjörtur, f. 23. júlí 1960. Maki Guðný Þórarinsdóttir, f. 13. október 1956. Barn þeirra er Þórarinn, f. 30. mars 1991. Guðný átti fyrir Guðrúnu Dal- íu, f. 8. janúar 1981. 3) Ingibjörg Halla, f. 12. október 1962. Maki Heimir Bjarna- son, f. 7. júní 1960. Börn þeira eru a) Hildur, f. 23. september 1988. b) Halla, f. 5. september 1997. 4) Sigurður, f. 15. nóvember 1966. Maki Ingibjörg Gunn- arsdóttir, f. 24. september 1967. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Gunnar Sigurður, f. 31. ágúst 1987. b) Matthías Máni, f. 31. ágúst 1991. c) Krist- ján Freyr, f. 14. október 2002. Ágústa átti fyrir tvö börn. 1) Guðmunda Kristjáns- dóttir, f. 21. nóvember 1952. Börn hennar eru a) Ágústa, f. 7. maí 1972. b) Valgeir, f. 2. desember 1980. Maki Guðmundu er Páll Jóhann Pálsson, f. 25. nóvember 1957. Þeirra börn eru c) Páll Hreinn, f. 20. október 1983. d) Eggert Daði, f. 5. nóvember 1985. 2) Helgi Kristjánsson, f. 4. janúar 1954. Maki Kristín Helgadóttir, f. 24. desember 1954. Þeirra börn eru a) Aníta Björk, f. 1. mars 1974. b) Hrafnhild- ur, f. 29. desember 1977. c) Fjóla Kristín, f. 25. maí 1981. Börn, barnabörn og barnabarnabörn eru alls 33. Fyrri hluta ævinnar starfaði Hjörtur við almenn sveitastörf, bæði hjá öðrum og með eigin bústofn, lengst af á Geita- skarði í Langadal. Árið 1955 fluttist hann suður í Garð og vann þar ýmis verka- mannastörf. Upp úr 1960 gerðist Hjörtur leigubifreiðastjóri, fyrst hjá Steindóri og síðar hjá Bæjarleiðum, þar sem hann starfaði óslitið til 75 ára aldurs. Allt fram undir nírætt hélt Hjörtur hross og starf- aði við gegningar fyrir aðra. Útför Hjartar var gerð frá Fossvogs- kapellu 7. október, í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var að Útskálum í Garði 8. október. Meira: mbl. is/minningar Óli Kristjánsson ✝ Óli Kristjánssonfæddist í Haga- nesi í Mývatnssveit 16.04. 1920. Hann lést miðvikudaginn 30. september 2009 á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Foreldrar Óla voru Kristján Helgason, bóndi í Haganesi, fæddur 5.8. 1882, d. 26.8. 1966, og kona hans Árnína Soffía, fædd 5.11. 1881, d. 4.12. 1964, frá Klömbrum í Aðaldal. Bræður Óla voru Jón, f. 10.12. 1910, d. 11.10. 1995, og Yngvi, fæddur 17.3.1916, d. 9.4. 1999. Kona Yngva var Ingveldur Björnsdóttir frá Ósi í Skil- mannahreppi, fædd 10.2. 1919, d. 9.1. 2005. Óli kvæntist aldrei og eignaðist engin börn. 10 ára gamall fluttist Óli með fjöl- skyldu sinni frá Haganesi í Skútustaði. Skólaganga Óla var stutt. Óli var bóndi á Skútustöðum alla sína ævi. Hann var dýravinur mikill og oft var leitað til hans þegar lækna þurfti skepnur, t.d. doða- kýr, einnig beinbrot o.fl. Löngum voru þarfanaut sveitarinnar í fóðri í fjósi Óla. Það vakti athygli nágranna hversu gott lag Óli hafði á þessum stóru gripum sem margir hræddust og ekki að ástæðulausu. Óli var mikill áhugamaður um alla ræktun, ræktaði ber og græn- meti í gróðurhúsi, þekkti mikið af blóm- um og trjárækt var mikið áhugamál. Óli var mjög félagslyndur maður, gekk ung- ur í ungmennafélag Mývetninga og var þar gerður að heiðursfélaga á efri ár- um. Hann var mjög virkur í leiklistarlífi Mývetnings og ófáar voru þær sýningar sem hann tók þátt í á langri ævi. Hann var einn af stofnendum Leikfimifélags Mývatnssveitar og var þar mjög virkur meðan það starfaði. Óli var list- hneigður. Kominn á efri ár fór hann að mála myndir, aðallega af blómum og landslagi sem í dag prýða mörg heimili. Einnig fékkst hann nokkuð við vísna- gerð þótt ekki færi það hátt. Kirkjan var honum mjög kær og var hann með- hjálpari í Skútustaðakirkju í full 40 ár. Hann var í stjórn Lestrarfélags Mý- vatnssveitar um árabil, einnig í stjórn mjólkurdeildar KÞ í Mývatnssveit. Útför Óla fór fram frá Skútustaða- kirkju í Mývatnssveit laugardaginn 10. október sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Okkar ástkæri, GUÐJÓN MAGNÚSSON, læknir og prófessor Stórási 11, Garðabæ, sem varð bráðkvaddur í Kaupmannahöfn, sunnu- daginn 4. október, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 15. október kl.15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða kross Íslands. Sigrún Gísladóttir, Alma Einarsdóttir, Hjörtur Guðmundsson, Arnar Þór Guðjónsson, Áslaug Árnadóttir, Halldór Fannar Guðjónsson, Lára Guðrún Sigurðardóttir, Heiðar Guðjónsson, Sigríður Sól Björnsdóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.