Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 10

Morgunblaðið - 11.10.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 AÐVENTA 2 Nú er tími aðventunnar að ganga í garð, sá tími þegar allar borgir og bæir skarta sínu fegursta og ilmur frá jólaglöggi og smákökubakstri liggur í loftinu. Í þessari ferð ætlum við að láta fara vel um okkur á heimilislegu hóteli í Stühlingen sem er syðst í Svartaskógi, þar sem dekrað verður við okkur í mat og drykk og ekki lætur jólastemmingin á sér standa. Ferðin byrjar á flugi til Frankfurt en síðan verður ekin falleg leið um Svartaskóg til Stühlingen sem er rétt hjá landamærum Þýskalands og Sviss. Hluti Klukkuvegarins verður ekinn og farið í skoðunarferð til Freiburg, sem hefur að geyma eitt af meistaraverkum gotneska tímans. Einnig verður ekið inn í Alsace héraðið í Frakklandi, komið til Colmar með Litlu Feneyjar og Riquewihr sem er með mjög skemmtilegan jólamarkað. Á prógramminu hjá okkur er síðan Strassborg, sem er mjög lífleg og fögur borg og Zürich, sem er stærsta borg Sviss. Síðustu 2 næturnar verða í Wiesbaden, en þaðan verður farið í skoðunarferð til Rüdesheim sem er einn þekktasti bærinn við Rín. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Verð: 144.700 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 4. - 11. desember Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R HálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldarAðventuferð Íslensk umræða hefur verið veikfyrir því að fagfólk taki sem flestar ákvarðanir því fagfólk sé svo faglegt og óspillt og láti ekki glepjast af annarlegum sjónar- miðum svo sem eins og hinum póli- tísku.     Hjá fagmönn-um sé ver- öldin önnur, tær og heiðarleg. Í þeirra höndum verði einnig all- ur klíkuskapur á bak og burt eins og menn sjá svo vel í háskóla- samfélaginu.     Ótrúlegustu menn eru sjálfskip-aðir siðvæðingarmenn fagiðn- aðarins. Jafnvel menn sem voru aldir upp í aftursætinu á ráðherra- bílum og nutu síðar óverðskuld- aðra launalegra fríðinda af þeim sökum og fella síðar meir dóma á báðar hendur undir þeim for- merkjum.     Nú sitja ráðherrar í ríkisstjórn,sem enginn hefur nokkru sinni kosið, og eru í ójöfnum leik við ráðherra, sem hafa bakstuðning í flokksbræðrum og systrum, en hafa á hinn bóginn þau forréttindi að bera enga ábyrgð, ekki einu sinni pólitíska. Sú ábyrgð felst í því að viðkomandi og flokkur hans sæta refsingu kjósandans í næstu kosningum.     Og nú eru sagðar fréttir af því aðpeninganefnd Seðlabankans hafi klofnað við ákvörðunartöku um vexti og bankastjórinn orðið undir en hann hafi viljað lækka vexti „í ljósi umræðunnar í þjóð- félaginu“.     Einhvern tíma hefðu þessi rökþótt eiga lítið skylt við faglega og vísindalega nálgun en þau þurfa ekki að vera verri fyrir það, eða hvað? Már Guðmundsson En faglegt Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 léttskýjað Lúxemborg 12 þoka Algarve 19 heiðskírt Bolungarvík 3 rigning Brussel 15 skýjað Madríd 13 heiðskírt Akureyri 5 rigning Dublin 11 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 5 rigning Glasgow 10 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 léttskýjað London 13 léttskýjað Róm 17 þrumuveður Nuuk -2 léttskýjað París 15 skýjað Aþena 17 heiðskírt Þórshöfn 9 skúrir Amsterdam 11 alskýjað Winnipeg -2 skafrenningur Ósló -4 léttskýjað Hamborg 6 heiðskírt Montreal 9 skúrir Kaupmannahöfn 8 skúrir Berlín 6 heiðskírt New York 16 alskýjað Stokkhólmur -2 þoka Vín 11 alskýjað Chicago 5 léttskýjað Helsinki -3 heiðskírt Moskva 2 þoka Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 11. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.54 1,3 11.27 3,3 17.56 1,4 8:07 18:23 ÍSAFJÖRÐUR 0.55 1,5 7.08 0,7 13.37 1,8 20.19 0,7 8:17 18:22 SIGLUFJÖRÐUR 3.35 1,1 9.16 0,6 15.38 1,2 22.16 0,4 8:00 18:05 DJÚPIVOGUR 1.53 0,7 8.29 1,8 14.58 0,8 20.50 1,5 7:38 17:51 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Suðaustan 13-20 m/s, hvass- ast við suðurströndina og rign- ing sunnan- og vestanlands, en annars hægari vindur og úr- komuminna. Hlýnandi, hiti 2 til 9 stig síðdegis, hlýjast syðst. Á þriðjudag Suðvestan 5-10 m/s og stöku skúrir, en bjart á austanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Útlit fyrir suðlægar áttir og fremur vætusamt, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 15-23 m/s, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. Rign- ing norðan- og austanlands og slydda til fjalla og mikil úrkoma á Austfjörðum. Léttir til suðvestanlands. Fer smám saman að draga úr vindi og úr- komu síðdegis. Fremur hæg austlæg átt á og birtir víða til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast suðvest- antil. ALÞJÓÐLEGUR dagur líknar var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, laugardag. Í tilefni dagsins fékk Sveinn Magnússon, yfirlæknir í heilbrigðisráðuneytinu, afhent meistaraverkefni Ásdísar Þórbjarn- ardóttur, hjúkrunar- og lýðheilsu- fræðings hjá hjúkrunar- og ráðgjaf- arþjónustunni Karítas. Ber verkefnið yfirskriftina „Líknarþjón- usta á Íslandi í alþjóðlegu ljósi. Grasrótin var upphafið – næsta skref er stefnumótun.“ Leiðbeinandi verkefnisins var dr. Guðjón Magn- ússon er féll nýlega frá. Verkefnið er unnið sem undirbúningsvinna fyrir væntanlega stefnumótun íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi líknar- þjónustu á Íslandi. Sveinn þakkaði framtakið og sagði það mikilvægt í ljósi sparnaðar og samdráttar heilbrigðiskerfisins. Líkn í stefnumótun Meistaraverkefni afhent heilbrigðis- ráðuneyti á alþjóðlegum degi líknar Afhending F.v. Ásdís Þórbjarnardóttir, Sveinn Magnússon, Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir og Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.