Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
Þ
að vekur nokkra eft-
irvæntingu vestra að
sögupersónurnar Jim
og Pam úr bandarísku
gamanþáttunum Office
hyggjast ganga í það heilaga á
þriðjudag. Lagt er upp með að það
gerist í við Niagara-fossa í klukku-
stundarlöngum þætti, þar sem allt
mun vísast ganga á afturfótunum.
Þetta varð til þess að LA Times
fékk álitsgjafa til að rifja upp þekkt
sjónvarpsbrúðkaup úr ólíklegustu
framhaldsþáttum. Hér getur að líta
brot af þeirri samantekt, sem ætti
að vera holl upprifjun íslenskum
sjónvarpsáhorfendum.
1. Stærsta brúðkaup ársins 1981,
kannski að undanskildu brúðkaupi
Karls og Díönu, var brúðkaup Luke
Spencer og Lauru Webber í sápunni
General Hospital. Hann hafði gerst
sekur um líkamsárás á hana tveim-
ur árum fyrr og þetta var formúla
sem féll í kramið hjá áhorfendum;
það forðaði því að þátturinn yrði
tekinn af dagskrá og hjónin urðu
ein þau langlífustu í sögu sápu-
ópera.
2. Nokkur eftirminnileg hjónabönd
urðu til í Vinum, svo sem þegar
Ross bað Emily fyrir misgáning og
þegar hann og Rachel giftu sig í
ölæði í Vegas. En brúðkaup Monicu
og Chandlers skar sig úr fyrir þær
sakir, að það fór næstum því eins og lagt hafði verið
upp með.
3. Blóðbaðið var mikið í brúðkaupi Amöndu og Mich-
aels í sápunni Dynasty árið 1985, þar sem flestir
virtust dauðir eða helsærðir í lokaþættinum eftir að
herinn reyndi valdarán. Framleiðendur þáttanna ku
hafa látið hart mæta hörðu í samningaviðræðum við
leikarana og vildu halda öllum kostum opnum.
4. Oft hafa verið sýndar glefsur úr brúðkaupi Hóm-
ers og Marge í Simpsons-þáttunum. Í einum þátt-
anna reyndi Simpson raunar að selja djöflinum sálu
sína, en gat það ekki, því hann hafði þegar lofað
Marge henni. Í þættinum „Ég giftist Marge“ frá árinu
1991 er nákvæm upprifjun á því þegar þau giftust í
spilavíti og greiddu fyrir brúðkaupið með ókeypis
spiladölum.
CR: FOX
Eftirminnileg
sjónvarpsbrúðkaup
4
1
2
3
Æ fleiri konur í Banda-ríkjunum velja að látafjarlægja heilbrigðabrjóstið líka þegar þær
greinast með krabbamein í hinu. Litl-
ar vísbendingar eru þó um að slíkt
auki lífslíkur þeirra. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem LA Times
greinir frá.
Niðurstöður hennar gefa til kynna
að þeim konum, sem greindust með
krabbamein í öðru brjóstinu og létu
fjarlægja heilbrigða brjóstið líka,
fjölgaði um meira en helming á tíma-
bilinu 1995 til 2005 í New York-ríki.
Fjöldi heilbrigðra kvenna sem létu
fjarlægja bæði brjóst sín hélst hins
vegar stöðugur á sama tíma. Slíkt er
þekkt, ekki síst meðal kvenna sem
hafa greinst með BRCA-1 og
BRCA-2 genastökkbreytingarnar,
sem taldar eru auka líkurnar á
brjóstakrabbameini verulega.
Sennilega liggja ríkar persónu-
legar ástæður að baki þeirrar
ákvörðunar konu að láta fjarlægja af
sér heilbrigt brjóst, eftir að hafa
greinst með krabbamein í hinu. Dr.
Stephen B. Edge skurðlæknir segir
hins vegar engin gögn benda raun-
verulega til þess að slíkt auki lífslíkur
kvennanna. Og hann lýsir aukning-
unni sem dramatískri. „Ég hef
áhyggjur af því að konur taki þessa
ákvörðun út frá tilfinningunni. Eng-
inn fræðir þær raunverulega í smáat-
riðum um hver hætta þeirra er á því
að fá krabbamein aftur. Þær eru í 10-
15% hættu á að fá krabbamein í hitt
brjóstið á 20 árum. Og líklegast
myndi slíkt mein uppgötvast mjög
snemma. Svo er það nægileg ástæða
til að láta fjarlægja heilbrigða brjóst-
ið?“
Dr. Todd m. Tuttle, sérfræðingur
við háskólann í Minnesota sem
stjórnaði svipaðri rannsókn árið
2007, segist ekki viss um hvers vegna
tilhneigingin virðist vera í þessa átt.
Ein ástæðan gæti verið aukin meðvit-
und kvenna um erfðatengda áhættu.
Sömuleiðis gætu verulegar framfarir
í tækni við að fjarlægja brjóst og end-
urbyggja þau haft þarna áhrif á.
Þessi tilhneiging helst einnig í
hendur við fjölgun þeirra kvenna sem
velja fremur að láta fjarlægja brjóst
með öllu þegar krabbamein greinist í
þeim, í stað þess að láta nægja að
nema meinið sjálft í burt með fleyg-
skurði. „Alls staðar í skurðlækn-
ingum er þrýstingur í þá átt að draga
úr örum, stytta aðgerðir og hraða
bata,“ segir Tuttle. „Alls staðar nema
þar sem brjóstakrabbamein er ann-
ars vegar.“ ben@mbl.is
Vilja líka losna
við góða brjóstið
Morgunblaðið/Þorkell
Brjóst Þeim konum fjölgar sífellt, sem láta fjarlægja bæði brjóstin með
skurðaðgerð, jafnvel þótt krabbamein finnst aðeins í öðru þeirra.
Morgunblaðið/Golli
Aðgerð Miklar framfarir í tækni við að endurbyggja brjóst gætu haft áhrif á ákvörðun kvenna um að fjarlægja þau.
*
M
.v
.1
5
0
þ
ús
un
d
kr
.i
nn
le
nd
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
uð
i,
þ
.a
.1
/3
h
já
sa
m
st
ar
fs
að
ilu
m
./
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
u
ka
kr
on
ur
.is
.
14 pizzurá ári
fyrirAukakrónur
Í hverjum mánuði geturðu fengið þér stóra og rjúkandi heita pizzu hjá Dominos
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað
sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
nn
),
kt
.4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
12