Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 45
Dagbók 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Sudoku Frumstig 2 5 3 8 4 9 5 7 8 7 2 9 9 6 5 7 3 1 9 6 4 8 7 4 3 5 4 8 1 3 2 4 2 4 6 5 8 7 7 6 3 6 9 1 2 2 1 7 8 9 6 1 8 5 7 4 8 6 3 2 3 9 7 5 9 4 6 2 7 2 6 9 5 3 7 8 4 1 7 5 4 1 8 6 9 2 3 1 8 3 4 9 2 6 7 5 6 4 2 7 5 9 3 1 8 5 3 1 6 2 8 7 9 4 8 9 7 3 4 1 2 5 6 4 7 5 9 6 3 1 8 2 3 1 8 2 7 4 5 6 9 9 2 6 8 1 5 4 3 7 6 3 4 7 9 1 8 2 5 8 1 2 6 4 5 7 3 9 5 9 7 2 3 8 4 1 6 7 2 8 4 6 9 1 5 3 9 6 1 5 8 3 2 4 7 4 5 3 1 7 2 6 9 8 2 7 6 9 5 4 3 8 1 1 8 9 3 2 7 5 6 4 3 4 5 8 1 6 9 7 2 3 2 1 4 5 7 9 8 6 5 4 8 1 9 6 2 7 3 7 6 9 8 2 3 1 4 5 8 1 3 5 6 2 4 9 7 4 7 6 3 1 9 8 5 2 2 9 5 7 8 4 6 3 1 1 5 4 6 7 8 3 2 9 9 3 7 2 4 1 5 6 8 6 8 2 9 3 5 7 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 11. október, 284. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverja finnst orðið „fyrirgefðu“eitt fallegasta orð íslenskrar tungu. Þess vegna er synd hversu lít- ið það er notað í daglegu tali. Fólk kemur sér iðulega hjá því að nota orðið, sennilega vegna þess að því um leið og það segir það þá er það að opinbera eigin veikleika. Það er að segja að því hafi orðið á mistök og mistök er erfitt að viðurkenna. Sá sem notar þetta fallega orð er samt um leið að sýna sína góðu hlið. Hann gerði eitthvað sem hann sér eftir og segir því „fyrirgefðu“. x x x Víkverji hefur oft og iðulega viljaðnotað þetta orð þegar hann hef- ur hlaupið á sig en komið sér undan því. Víkverji getur nefnilega stund- um verið ansi merkilegur með sig og þá lætur hann eins og hann sjái ekki eftir neinu, jafnvel þótt hann viti upp á sig skömmina. En þegar Víkverji hefur notað orðið og viðmælandinn hefur sagt afar blíðlega: „Þetta er allt í lagi“ þá finnur Víkverji til vellíð- unar. Allt er orðið gott að nýju. Já, „fyrirgefðu“ er fallegt orð. x x x Jólaskreytingar eru byrjaðar aðsjást í einstaka búð. Örugglega finnst einhverjum það gerast of snemma. Víkverji er ekki einn af þeim. Jólin eru hans tími og strax í byrjun október er hann farinn að hlakka til þeirra og velta fyrir sér skreytingum, jólagjöfum og mat. Þannig að Víkverji er byrjaður að telja vikurnar til jóla. Hann veit að þær verða fremur fljótar að líða. Þjóðin hefur svo gott af því að fá jólin til sín. Vonandi mun hún taka friðar- boðskap jólanna fagnandi. x x x Víkverji er orðinn óendanlegaþreyttur á bölmóðinum í þjóð- félaginu og ekki síður leiðist honum hatrið og heiftin sem ríkir í garð ákveðinna manna. Það útheimtir mikla orku að vera reiður. Þá orku er betra að nota í uppbyggingu en í niðurrif. Það er svo margt í lífinu sem hægt er að gleðjast yfir. Og við eig- um að gleðjast meðan við getum því við erum ekki eilíf. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flík, 4 grasflöt, 7 vesöldin, 8 hyggur, 9 skepna, 11 bráðum, 13 spotta, 14 sé í vafa, 15 þorpara, 17 sáru, 20 borðandi, 22 róin, 23 svæfla, 24 málmurinn, 25 hæsi. Lóðrétt | 1 svengdar, 2 land í Asíu, 3 brún, 4 vex, 5 bátagálginn, 6 veiða, 10 stundum þessi, stundum hinn, 12 veið- arfæri, 13 borða, 15 gagnslítil, 16 miskunnin, 18 sárum, 19 úrana, 20 atferlið, 21 keyrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mergjaður, 8 rófur, 9 aldin, 10 ill, 11 sárar, 13 linna, 15 krans, 18 andar, 21 vin, 22 latti, 23 getan, 24 barningur. Lóðrétt: 2 elfur, 3 gerir, 4 aðall, 5 undin, 6 hrós, 7 enda, 12 ann, 14 inn, 15 köld, 16 aftra, 17 svinn, 18 angan, 19 duttu, 20 rann. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. c4 dxc4 7. Dc2 Bd7 8. Dxc4 Bc6 9. Rc3 a6 10. Dd3 b5 11. a3 Bb7 12. b4 Rbd7 13. e4 Rb6 14. Hd1 He8 15. Bg5 Ha7 16. De2 Da8 17. Rd2 Rfd5 18. exd5 Bxg5 19. f4 exd5 20. Dd3 Bf6 21. He1 Dd8 22. Rb3 c6 23. Rc5 Bc8 24. Hxe8+ Dxe8 25. a4 He7 26. Kf2 g6 27. Bf3 Rc4 28. Rd1 Df8 29. axb5 axb5 30. Ha8 He8 31. Ha7 Dg7 32. Rb3 Bf5 33. Dc3 Staðan kom upp í A-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana. Lenka Ptácníková (2285) hafði svart gegn Kristjáni Eðvarðssyni (2255). 33… Bc2! 34. Dxc2 Bxd4+ og hvítur gafst upp enda hrókurinn á a7 að falla í val- inn. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tveir möguleikar. Norður ♠83 ♥K4 ♦KG10983 ♣Á54 Vestur Austur ♠G75 ♠Á102 ♥D1052 ♥G9876 ♦D765 ♦42 ♣KG ♣D92 Suður ♠KD964 ♥Á3 ♦Á ♣108763 Suður 3G. Útspilið er smátt hjarta og sagn- hafi sér fram á erfitt verk. Hugsun hans snýst fljótlega um tígulinn, hvernig fría megi litinn og halda sam- bandinu við blindan lifandi. Með það í huga sýnist blasa við að taka fyrsta slaginn heima, leggja niður ♦Á, fara inn í borð á ♣Á og spila ♦K. Ekki kemur drottningin, en það má fríspila litinn, því enn er innkoma á ♥K. Þetta er gott og blessað, en dugir hins vegar ekki nema upp í átta slagi. Strax frá upphafi liggur ljóst fyrir að ♦D verður að koma niður önnur til að hægt sé að byggja á tíglinum einum. Þess vegna er sjálfsagt að taka spaðalitinn inn í heildardæmið. Drepa á ♥K blinds í byrjun og spila spaða að hjónunum í von um ás þriðja réttan. Tveir möguleikar eru betri en einn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það getur reynst erfitt að losa sig við gamla siði jafnvel þótt þeir reyn- ist manni dýrkeyptir. Gættu þess að misskilja ekki fyrirmæli sem þú færð frá yfirmönnum þínum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nú skaltu setjast niður og semja áætlanir um framkvæmd þeirra hluta, sem þú hefur hingað til aðeins látið þig dreyma um. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér finnast samstarfsmenn þín- ir halda aftur af þér og þig langar til að slíta þig lausan. Spallaðu við vini og fáðu viðbrögð við mikilvægum álitamálum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hver er sinnar gæfu smiður og því skalt þú grípa til þinna ráða. Reynd- ar líður þér eins og fjörugum krakka þessa dagana. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stundum eiga menn það til að mis- skilja góðsemi þína. Klæddu þig upp og heillaðu vini og vandamenn upp úr skón- um. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Notaðu daginn til þess að kynna hugmyndir þínar fyrir einhverjum. Vertu kurteis en ákveðinn og gefðu þér smátíma til að spjalla. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá út- rás. Styrkur þinn kemur vel í ljós og þú kannt jafnvel að yfirgnæfa aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú er rétt að þú snúir þér að verkefnum í vinnunni, sem krefjast einbeitingar, nákvæmni og rannsókna. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú mátt ekki vanmeta vin- sældir þínar en mátt heldur ekki mis- nota þér velvild annarra. Aðalmálið er að stefna í rétta átt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef breyting verður á viðhorfi þínu til vinnunnar er allt eins hugsanlegt að hún laði að sér áhugaverða mann- eskju. Njóttu þess sem að höndum ber. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Settu ekki upp hundshaus þótt þú verðir að taka þátt í því að vinna upp mistök sem þú átt enga sök á. Farðu þér hægt í kynnum við aðra og láttu þá sanna sig áður en þú treystir þeim. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Áttaskyn fisksins lætur truflast af glýjunni af því sem verður á vegi hans. Gott samtal við foreldri eða eldri og reyndari manneskju yrði áhrifaríkt. Stjörnuspá 11. október 1977 Opinberir starfsmenn í BSRB fóru í verkfall í fyrsta sinn. Samningar tókust hálfum mánuði síðar. 11. október 1986 Leiðtogafundurinn í Höfða hófst. Hann stóð í tvo daga. Þar ræddu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjof leiðtogi Sovétríkj- anna um afvopnunarmál. Margir telja að fundurinn hafi valdið straumhvörfum í samn- ingum um fækkun kjarn- orkuvopna. 11. október 1988 Við forsetakjör í Sameinuðu þingi gerðist það í fyrsta sinn í meira en þúsund ára sögu Al- þingis að kona var kosin for- seti þess. Það var Guðrún Helgadóttir. Salóme Þorkels- dóttir og Valgerður Sverris- dóttir voru kjörnar varafor- setar. 11. október 1991 Íslendingar urðu heimsmeist- arar í brids þegar þeir sigruðu á móti í Yokohama í Japan. Sigurlaunin voru hin fræga Bermudaskál. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Svavar Jó- hannsson fyrr- verandi skipu- lagsstjóri Búnaðarbank- ans, Brúnavegi 9, verður níræður þriðjudaginn 13. október. Svavar vonast til að hitta sem flesta samferðamenn sína um ævina þann dag í Sunnusal Rad- isson SAS Hótel Sögu milli kl. 17 og 19. Afmælisbarnið afþakkar vin- samlegast blóm og aðrar gjafir. 90 ára Ætli ég baki mér ekki súkkulaðiköku og heimti svo eitthvað gott í kvöldmatinn,“ segir Björgvin Ploder, tónlistarmaður og trommuleikari með meiru í Sniglabandinu, en hann fagnar 45 ára af- mæli sínu í dag, sunnudag. Að öðru leyti segist hann ætla að slappa af í dag með fjölskyldunni, eiginkonunni Svöfu Arnardóttur og drengjunum Fróða og Sindra Ploder. Björgvin hefur ásamt fé- lögum sínum í Sniglabandinu átt annríkt að und- anförnu, þar sem þeir luku við að taka upp jóla- plötu í Stúdíó Sýrlandi. Sköpuð var sannkölluð jólastemning í hljóðverinu, hengdar upp jólaserí- ur, soðið hangikjöt með laufabrauði og ein eiginkona hljóðfæraleikar- anna sendi þeim heimabakaðar smákökur. „Svo byrjaði að snjóa fyrsta tökudaginn þannig að þetta gat ekki orðið jólalegra,“ segir Björgvin en kveikjan að plötunni var jólalagið Jól meiri jól, sem sló í gegn fyrir síðustu jól. Sniglabandið verður 25 ára á næsta ári og af því tilefni verður efnt til stórtónleika í Borgarleikhúsinu í vetur. Björgvin hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi, ásamt Skúla Gauta- syni og Einari Rúnarssyni, og yngsti meðlimurinn er Pálmi Sigur- hjartarson sem „aðeins“ hefur verið 17 ár í sveitinni. bjb@mbl.is Björgvin Ploder tónlistarmaður 45 ára Með Sniglabandi í jólaskapi Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.