Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 • Heildverslun með stórmarkaðsvörur (ekki matvæli). Ársvelta 120 mkr. • Rótgróið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. RÍKISSTJÓRNIN er týnd í málflutningi sínum, aðgerðum og jafnvel aðgerðarleysi. Þessi ríkisstjórn hangir saman fyrir það eitt að ríkisstjórnarflokkarnir neita að horfast í augu við landsmenn og þann vanda sem steðjar að í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Enginn, eða í það minnsta fáir, ráð- herrar vissu nákvæmlega hvernig fjárlagafrumvarpið leit út fyrir birt- ingu þess. Hálfvandræðalegt, eða hvað? Ráðherrar berja í borð og á brjóst sér en það er enginn sam- hljómur með þjóðinni enda hvernig má það vera? Þegar ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna vita ekkert hvað er verið að fjalla um eða leggja til. Úrræðin eru þannig að það er einhverju hent fram og svo er verið að laga, endurskoða og sauma við eft- ir á. Heimili og fyrirtæki eru að brenna upp í þessu landi. Það eina sem heyrist frá VG og Samfylking- unni er að vandinn sé gríðarlegur og stórkostlega hafi tekist til við að bjarga málum. Hverju er búið að bjarga? Það er miður þegar þingmenn tala um að nauðsynlegt sé að hafa gegnsæi á hlut- unum en viðhafa svo allt aðra hluti sjálfir. Hvernig má það vera? Hvað var Samfylkingin að gera þegar hún var í ríkisstjórn með sjálf- stæðismönnum? Ber þessi flokkur enga ábyrgð á einu eða neinu? Umskipti þeirra í erfiðum mál- um, allt eftir því hverjir sitja með þeim í ríkisstjórn, eru þvílík að líklega er flokkurinn stefnulaus. Fyrir utan að vilja sitja við stóra borðið í Brussel. Enn er hamrað á auðlindaskatti, orkuskatti og Guð einn má vita hvað annað er verið að skattleggja. Eru þingmenn stjórnarflokkana al- gjörlega týndir í tilverunni. Það er tönglast á aðgerðum og nefndur fjöld- inn allur af verkefnum sem koma á til framkvæmda. Flest þessara verkefna komast á í fyrsta lagi eftir nokkur ár. Til að tryggja að hér brenni allt er svo stígið fyrir fjárfesta sem þegar hafa unnið að sínum verkefnum í mörg ár. Þessum aðilum er bara ýtt til hliðar, nú eða skattpíndir. Umræða um stór- iðju, orkuver og virkjanakosti eru á svo miklum villigötum að stundum mætti halda að fólk hefði ekki búið á þessu landi. Á að byggja upp þetta land allt eða bara suðvesturhorn landsins? Er ekki skynsamlegt að efla atvinnulíf á landsbyggðinni og ná ein- hverju jafnvægi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins? Eflaust, en þessi ríkisstjórn hefur bara ekki áhuga á því, þor eða dug. Þess vegna verður ríkisstjórninni tíðrætt um „eitthvað annað“ sem gæti hugnast til atvinnuuppbyggingar á landsbyggð- inni og það algjörlega í óþökk íbú- anna, sem eru jú hluti þjóðarinnar. Hver man ekki olíuævintýrið hans Össurar Skarphéðinssonar? Hvar er það statt? Þetta einstaka verkefni sem átti að bjarga þjóðinni. Verkefni Verne um gagnaver á Suðurnesjum. Hvar er það statt? Og enn frekar hvaða breytingar hafa verið gerðar við það frá upphaflegu kynningunni sem þeir stóðu fyrir Össur Skarphéð- insson og Björgvin G. Sigurðsson? Eru áformin ekki meira og minna gengin til baka og niðurstaða í því verkefni allt annað en upphaflega var kynnt? Álver á Bakka við Húsavík er verkefni sem fór í undirbúning á sama tíma og Helguvíkurverkefnið. En þessari ríkisstjórn finnst álver á Bakka ekki henta Norðausturlandi. Finnst það helst til of stórt og óttast að það hafi neikvæð árhrif á sam- félagið. Er ekki skynsamlegt að leyfa samfélaginu sjálfu að ákveða það? En það hefur enginn þingmaður rík- isstjórnarflokkanna rætt við fólkið – það er aðeins talað um það. Þetta er því miður orðin viðtekin venja og eng- um þingmanni stjórnarflokkanna finnst neitt athugavert við það. Ég man ekki betur en þjóðin hafi hálf í kulda barið potta og pönnur til að koma þjóðinni og lýðræðinu á þing. Eru þetta lýðræðisleg vinnubröð? Er ríkisstjórnin fulltrúi þess lýðræðis sem helfrosinn landinn barði inn á þing? Maður bara spyr. Ég taldi að ríkisstjórnin, hver svo sem hún er, ynni fyrir alla þjóðina en ekki bara suma landsmenn. Getum við ekki gert þá kröfu að ríkisstjórn hafi hag allra landsmanna að leiðarljósi óháð pólitískri skoðun eða stefnu. Þeir eru ekki fáir ráðherrarnir sem hafa nefnt til sögunnar meðalhóf, jafnræði og góða stjórnsýsluhætti. Fyrir hverja er stjórnsýslan? Fyrir hverja gildir meðalhófsreglan? Og í hverju liggur jafnræðið? Í dag þykir allt í lagi að ljúga að landsmönnum, þvæla um- ræðunni og kasta til hendinni við úr- lausn þeirra verkefna sem bíða okk- ar. Lífsafkoma okkar liggur undir og því er mikilvægt að þessi ríkisstjórn átti sig á því að hún situr ekki við rík- isstjórnarborðið í umboði eða í þágu einhverra sérhagsmunahópa. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagði eitt sinn „Minn tími mun koma“. Jú hann kom skyndilega, en bara allt allt of seint og er löngu lið- inn. Nú er tími annarra kominn. Þetta er orðið gott. Verkefni ganga ekki kaupum og sölum eftir vilja, stefnu og sérhagsmunum einhverra smáflokka. Það er miklu meira í húfi en svo. Minn tími mun koma – hann kom og hvað svo? Eftir Guðbjart Ellert Jónsson »Ég taldi að rík- isstjórnin, hver svo sem hún er, ynni fyrir alla þjóðina en ekki bara suma landsmenn. Guðbjartur Ellert Jónsson Höfundur er fjármálastjóri – stað- gengill sveitarstjóra Norðurþings. Vinnuvernd er mik- ilvægur samfélags- legur málaflokkur. Öryggi og heilbrigði við vinnu eru mikils- verð lífsgæði fyrir fólk á vinnumarkaði. Þá benda rannsóknir til þess að allt að 3-4% landsframleiðslu vestrænna ríkja glat- ist vegna slysa og heilsutjóns við vinnu. Þetta svarar til 44-58 millj- arða króna á árinu 2008 hér á landi eða sem svarar um helmingi af áætluðum niðurskurði í fjár- lagafrumvarpi 2010. Til mikils er því að vinna með öflugu vinnu- verndarstarfi. Dauðaslys við vinnu Á árbilinu 2001-2005 létust 10 einstaklingar í vinnuslysum eða að jafnaði tveir á ári. Árin 2006-2008 biðu 15 manns bana í slíkum slys- um eða 5 á ári að jafnaði. Á fyrra tímabilinu er tíðni slysanna 1,5 á hverja 100 þús. starfandi en 2,9 á því síðara. Tíðni dauðaslysa við vinnu tvöfaldaðist því á skömmum tíma. Á fyrra tímabilinu lést eng- inn útlendingur en á því síðara sjö. Flest þessara slysa urðu við verklegar framkvæmdir. Eftir bankahrunið hafa orðið fjögur dauðaslys við vinnu, einn lést í fyrrahaust og þrír hafa látist á þessu ári. Umfang vinnuslysa Í Slysaskrá Íslands er haldið ut- an um slys sem koma til opinberr- ar skráningar hér á landi. Á árinu 2008 eru skráð um 7.000 vinnuslys en skráningin er þá talin hafa náð til um 85% skráningarbærra slysa. Samkvæmt því má áætla að um 8.200 einstaklingar hafi orðið fyrir vinnuslysi sem hefur leitt til þess að þeir hafi þurft að leita til op- inberra aðila á því ári. Þetta svar- ar til um 4.600 vinnuslysa á hverja 100 þús. starfandi. Hjá Vinnueftirlitinu eru skráð slys, sem talin eru alvarleg og stofnunin rannsakar, sem og slys sem atvinnurekendum ber að til- kynna. Undanfarin fjögur ár hafa tilkynningar til Vinnueftirlitsins verið sem hér segir: Slys/100 þús. starfandi 2005: 1627 slys (1009) 2006: 1709 slys (1008) 2007: 1828 slys (1031) 2008: 1758 slys ( 984) Atvinnusjúkdómar Erlendar rannsóknir benda til þess að atvinnusjúkdómar og önn- ur heilsufarsáhrif, sem tengjast aðstæðum á vinnustað, kosti fleiri mannslíf og meira heilsutjón en vinnuslys. Atvinnusjúkdómaskrán- ing er í reynd ekki til staðar á Ís- landi og sérstakar tryggingar vegna þeirra eru ekki virkar. Með hliðsjón af tölfræðilegum gögnum og rannsóknum, sem fyrir liggja, má þó benda á eftirfarandi: – 40,8% örorkutilfella hjá körl- um og 31,3% örorkutilfella hjá konum hér á landi hinn 1. desem- ber 2005 voru vegna geðsjúkdóma. Sálfélagslegt vinnuumhverfi er talið meðal orsakaþátta slíkra sjúkdóma. – 17,3% örorkutilfella hjá körl- um og 35,1% hjá konum voru á sama tíma vegna sjúkdóma í stoð- og hreyfikerfi. Áhrifaþættir í vinnuumhverfinu geta stuðlað að slíkum sjúkdómum og örorku. – Erlendar rannsóknir benda til þess að á Vesturlöndum megi rekja allt að 5% krabbameins- tilfella til áhrifa á vinnustöðum. – Frá 1981 hefur alls verið skráð 41 tilfelli fleiðruþekjuæxlis (mesóþelíóma) hér á landi, en sterkt samband er milli þessa banvæna krabbameins og vinnu við asbest. Vinnuvernd er hluti mannréttinda Réttur manna til öruggs og heilsusamlegs vinnuumhverfis er hluti mannréttinda, kveðið er á um hann í mannréttindasáttmála SÞ og félagsmálasáttmála Evr- ópu. Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert fjölmargar samþykktir um vinnu- verndarmál. Ísland hefur fullgilt nokkrar þeirra, m.a. samþykkt nr. 155 um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum og nr. 81 um vinnu- eftirlit. Ísland á aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hefur skuldbundið sig til að innleiða og framfylgja lög- gjöf Evrópusambandsins (ESB) á sviði vinnuverndar. Lagarammann er að finna í vinnuverndarlög- unum (lög nr. 46/1980 um aðbún- að hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum með síðari breyt- ingum) og ýmsum reglugerðum. En það sem mestu skiptir er að tryggja framkvæmd hans úti á vinnustöðunum. Verkefnin framundan Leiða má rök að því að við stöndum okkur ekki að öllu leyti jafnvel í forvörnum gegn slysum og sjúkdómum á vinnustöðum og þau lönd sem við helst berum okkur saman við. Mikill áhugi er á því hjá okkur í Vinnueftirlitinu að meiri árangur náist í þessum málum og hafa verið gerðar um það metnaðarfullar áætlanir. Markviss vinnuvernd – hagur samfélagsins Eftir Eyjólf Sæmundsson og Kristin Tómasson » Allt að 3-4% lands- framleiðslu glatast vegna slysa og heilsu- tjóns við vinnu. Þetta svarar til 44-58 millj- arða króna á árinu 2008 hér á landi. Kristinn Tómasson Eyjólfur er forstjóri Vinnueftirlitsins og Kristinn yfirlæknir þess. Eyjólfur Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.