Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 9 °C | Kaldast 1 °C Austan og norð- austan 15-23 m/s, hvassast norðvestan til og við suðaust- urströndina. »10 KVIKMYNDIR» Asískar stjörnur skinu á PIFF í S-Kóreu. »53 Ljósmyndir banda- ríska tímaritsins Life má finna á Google og þar er mörg heimssöguleg gersemin. »49 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Heimsmynd í myndum TÓNLIST» Stuð hjá Skímó á tvítugs- afmælistónleikum. »48 FÓLK» Jackson þótti ekki líkleg- ur til stórræðanna. »48 Reynslan af Iceland Airwaves segir manni að bestu stundirnar eru oft þær sem maður bjóst ekki við. »52-53 Óvænt ánægja TÓNLIST» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nýtt gullæði á Íslandi? 2. Hærra lán ekki í boði 3. Maður stunginn í Sjallanum 4. Orkudrykkirnir nú bannaðir ’Margir telja að það að afnemagrunnlífeyri hjá fjölda lífeyrisþegasé eignaupptaka. Fólk hefur greitt allaævi til almannatrygginga. Þetta hefurverið sparnaður til efri ára og fólk hef- ur átt von á lífeyri á eftirlaunaárum. En síðan er þessi lífeyrir strikaður út með einu pennastriki. » 32 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON ’Það er fyrirséð að vaxandi fjöldiferðamanna, innlendra sem er-lendra, á eftir að sækja þjónustu og af-þreyingu til íslenskra ferðaþjónustu-fyrirtækja á næstu árum. Ef við byggjum ferðaþjónustuna upp af skyn- semi á vel ígrunduðum áætlunum, sem byggðar eru á grunnrannsóknum, getur íslensk ferðaþjónusta vaxið með sjálfbærum og varanlegum hætti. » 32 ELÍAS BJ. GÍSLASON ’Réttur manna til öruggs ogheilsusamlegs vinnuumhverfis erhluti mannréttinda, kveðið er á umhann í mannréttindasáttmála SÞ ogfélagsmálasáttmála Evrópu. Alþjóða- vinnumálastofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur gert fjölmargar samþykktir um vinnuverndarmál. » 33 KRISTINN TÓMASSON OG EYJÓLFUR SÆMUNDSSON ’Garðyrkjubændur telja að at-vinnugrein sem kaupir gríðarlegtmagn af rafmagni eigi að njóta þess íverði. RARIK, sem hefur einkaleyfi tildreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðin og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. » 34 BJARNI GUÐMUNDSSON ’Þegar við stöndum andspænismiklum atburði eins og sam-drættinum í dag höfum við tilhneig-ingu til að draga saman seglin í lífiokkar, fara inn á við og vera í varn- arstöðu gagnvart starfinu okkar. Þeir sem búa yfir seiglu átta sig á því að þetta eru alls kostar röng viðbrögð. » 36 INGRID KUHLMAN ’Það sem skiptir máli er það að súleið auki á hin raunverulegu lífs-gæði okkar; hamingju, frið, sjálfbærniog sjálfstæði. Hagvöxtur fer oft samanvið þessi lífsgæði, en það er mín sann- færing eins og fjölda annarra að hag- vöxtur sem byggist á þungaiðnaði geri það ekki. » 36 ÓLAFUR HEIÐAR HELGASON ’Þess er hér með krafist að rík-isstjórn Íslands taki tillit til íbúavið Þjórsá. Við ætlumst til þess að tek-ið sé mark á þeirri ósk okkar að fá aðbúa á jörðum okkar með þá starfsemi sem þar er. Verði ráðist í gerð orkuvera við neðanverða Þjórsá eru yfirvofandi slíkar breytingar á umhverfi okkar að óviðunandi er. Nú vilja bændur fá frið fyrir ágangi Landsvirkjunar. » 37 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR OG KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR Skoðanir fólksins Morgunblaðið/RAX Í myndlistinni Anna Flosadóttir kennir fyrst og fremst myndlist í Hlíða- skóla en nýtur þess að samþætta ólíkar listgreinar fyrir nemendur. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞAÐ er svo gaman að sjá krakkana vaxa í gegnum þessa sýningu og það er stórkostlegt að geta boðið þeim upp á þetta í skólastarfinu,“ segir Anna Flosadóttir, myndlistarkenn- ari við Hlíðaskóla, sem hefur staðið fyrir uppfærslu á tveggja og hálfs tíma löngum frumsömdum söng- leikjum í unglingadeild skólans frá árinu 1994. Síðan þá hafa um 600 nemendur notið leiðsagnar hennar á sviðinu. Ráðist er í svo stóra uppfærslu á þriggja ára fresti, þannig að allir nemendur fá einu sinni tækifæri til að taka þátt í slíkri sýningu á meðan þeir eru í unglingadeildinni. Og árið sem söngleikurinn er settur á fjal- irnar verður mikil breyting í sam- skiptum krakkanna. „Við sjáum að unglingadeildin þjappast saman því þau verða svo meðvituð um að einn veikur hlekkur getur eyðilagt allt. Allt í einu fara þau að hafa áhyggjur hvert af öðru, t.d. af heilsufari hvert annars. Við höfum líka séð að krökk- um, sem hafa ekki átt upp á pall- borðið hjá hinum, tekst að sanna sig í hópnum – þeir eru kannski frábær- ir í að skrifa, leika á hljóðfæri eða jafnvel frábærir leikarar, þannig að okkur finnst einelti minnka og sam- kenndin verður miklu meiri en áð- ur.“ Skiptir sköpum Leikarinn Björn Thors er meðal þeirra sem tóku þátt í fyrstu upp- færslu Önnu árið 1994, en það vakti athygli þegar hann tók við Grímu- verðlaunum sínum í vor að hann til- einkaði Önnu verðlaunin. „Margt af því sem hún sagði og gerði í skól- anum hefur fylgt manni alla ævi, sem innlegg í lífið. Þannig eiga kenn- arar að vera, veita manni innblástur jafnvel í eitthvað allt annað en stend- ur í bókinni fyrir framan mann. Þeg- ar mér verður hugsað til Önnu finn ég hvað sköpunin skiptir miklu máli. Hún skiptir sköpum í lífinu.“ | 12 Innblástur sem endist allt lífið  Anna Flosadóttir hefur stýrt um 600 unglingum í frumsömdum söngleikjum í Hlíðaskóla  Verkefnið dregur úr einelti og samkennd nemenda eykst „ALL we are saying, is give peace a chance,“ sungu Yoko Ono, sonur hennar Sean og fjöl- mennur hópur íslenskra söngvara fyrir fullu Hafnarhúsi í fyrrakvöld, á tónleikum sem haldn- ir voru til heiðurs Bítlinum John Lennon sem átti afmæli í gær, 9. október. Fyrr um kvöldið var kveikt á Friðarsúlunni úti í Viðey, Imagine Peace Tower, í vonskuveðri og kann það að vera táknrænt fyrir þá friðarbaráttu sem Ono og Lennon háðu á sínum tíma og Ono enn; að sama hversu slæmt útlitið er þá lifir vonin og bænin fyrir friði líkt og ljós í myrkrinu. Tónleikagestir tóku að sjálfsögðu undir, friðarmerkjum var haldið á lofti og litlum vasaljósum frá Ono var beitt sem agnarsmáum friðarsúlum. | 50-51 Mögnuð stemning var á tónleikum til heiðurs John heitnum Lennon Morgunblaðið/Ómar Beðið fyrir heimsfriði í Hafnarhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.