Morgunblaðið - 11.10.2009, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.10.2009, Qupperneq 56
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 9 °C | Kaldast 1 °C Austan og norð- austan 15-23 m/s, hvassast norðvestan til og við suðaust- urströndina. »10 KVIKMYNDIR» Asískar stjörnur skinu á PIFF í S-Kóreu. »53 Ljósmyndir banda- ríska tímaritsins Life má finna á Google og þar er mörg heimssöguleg gersemin. »49 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Heimsmynd í myndum TÓNLIST» Stuð hjá Skímó á tvítugs- afmælistónleikum. »48 FÓLK» Jackson þótti ekki líkleg- ur til stórræðanna. »48 Reynslan af Iceland Airwaves segir manni að bestu stundirnar eru oft þær sem maður bjóst ekki við. »52-53 Óvænt ánægja TÓNLIST» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nýtt gullæði á Íslandi? 2. Hærra lán ekki í boði 3. Maður stunginn í Sjallanum 4. Orkudrykkirnir nú bannaðir ’Margir telja að það að afnemagrunnlífeyri hjá fjölda lífeyrisþegasé eignaupptaka. Fólk hefur greitt allaævi til almannatrygginga. Þetta hefurverið sparnaður til efri ára og fólk hef- ur átt von á lífeyri á eftirlaunaárum. En síðan er þessi lífeyrir strikaður út með einu pennastriki. » 32 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON ’Það er fyrirséð að vaxandi fjöldiferðamanna, innlendra sem er-lendra, á eftir að sækja þjónustu og af-þreyingu til íslenskra ferðaþjónustu-fyrirtækja á næstu árum. Ef við byggjum ferðaþjónustuna upp af skyn- semi á vel ígrunduðum áætlunum, sem byggðar eru á grunnrannsóknum, getur íslensk ferðaþjónusta vaxið með sjálfbærum og varanlegum hætti. » 32 ELÍAS BJ. GÍSLASON ’Réttur manna til öruggs ogheilsusamlegs vinnuumhverfis erhluti mannréttinda, kveðið er á umhann í mannréttindasáttmála SÞ ogfélagsmálasáttmála Evrópu. Alþjóða- vinnumálastofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur gert fjölmargar samþykktir um vinnuverndarmál. » 33 KRISTINN TÓMASSON OG EYJÓLFUR SÆMUNDSSON ’Garðyrkjubændur telja að at-vinnugrein sem kaupir gríðarlegtmagn af rafmagni eigi að njóta þess íverði. RARIK, sem hefur einkaleyfi tildreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðin og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. » 34 BJARNI GUÐMUNDSSON ’Þegar við stöndum andspænismiklum atburði eins og sam-drættinum í dag höfum við tilhneig-ingu til að draga saman seglin í lífiokkar, fara inn á við og vera í varn- arstöðu gagnvart starfinu okkar. Þeir sem búa yfir seiglu átta sig á því að þetta eru alls kostar röng viðbrögð. » 36 INGRID KUHLMAN ’Það sem skiptir máli er það að súleið auki á hin raunverulegu lífs-gæði okkar; hamingju, frið, sjálfbærniog sjálfstæði. Hagvöxtur fer oft samanvið þessi lífsgæði, en það er mín sann- færing eins og fjölda annarra að hag- vöxtur sem byggist á þungaiðnaði geri það ekki. » 36 ÓLAFUR HEIÐAR HELGASON ’Þess er hér með krafist að rík-isstjórn Íslands taki tillit til íbúavið Þjórsá. Við ætlumst til þess að tek-ið sé mark á þeirri ósk okkar að fá aðbúa á jörðum okkar með þá starfsemi sem þar er. Verði ráðist í gerð orkuvera við neðanverða Þjórsá eru yfirvofandi slíkar breytingar á umhverfi okkar að óviðunandi er. Nú vilja bændur fá frið fyrir ágangi Landsvirkjunar. » 37 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR OG KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR Skoðanir fólksins Morgunblaðið/RAX Í myndlistinni Anna Flosadóttir kennir fyrst og fremst myndlist í Hlíða- skóla en nýtur þess að samþætta ólíkar listgreinar fyrir nemendur. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞAÐ er svo gaman að sjá krakkana vaxa í gegnum þessa sýningu og það er stórkostlegt að geta boðið þeim upp á þetta í skólastarfinu,“ segir Anna Flosadóttir, myndlistarkenn- ari við Hlíðaskóla, sem hefur staðið fyrir uppfærslu á tveggja og hálfs tíma löngum frumsömdum söng- leikjum í unglingadeild skólans frá árinu 1994. Síðan þá hafa um 600 nemendur notið leiðsagnar hennar á sviðinu. Ráðist er í svo stóra uppfærslu á þriggja ára fresti, þannig að allir nemendur fá einu sinni tækifæri til að taka þátt í slíkri sýningu á meðan þeir eru í unglingadeildinni. Og árið sem söngleikurinn er settur á fjal- irnar verður mikil breyting í sam- skiptum krakkanna. „Við sjáum að unglingadeildin þjappast saman því þau verða svo meðvituð um að einn veikur hlekkur getur eyðilagt allt. Allt í einu fara þau að hafa áhyggjur hvert af öðru, t.d. af heilsufari hvert annars. Við höfum líka séð að krökk- um, sem hafa ekki átt upp á pall- borðið hjá hinum, tekst að sanna sig í hópnum – þeir eru kannski frábær- ir í að skrifa, leika á hljóðfæri eða jafnvel frábærir leikarar, þannig að okkur finnst einelti minnka og sam- kenndin verður miklu meiri en áð- ur.“ Skiptir sköpum Leikarinn Björn Thors er meðal þeirra sem tóku þátt í fyrstu upp- færslu Önnu árið 1994, en það vakti athygli þegar hann tók við Grímu- verðlaunum sínum í vor að hann til- einkaði Önnu verðlaunin. „Margt af því sem hún sagði og gerði í skól- anum hefur fylgt manni alla ævi, sem innlegg í lífið. Þannig eiga kenn- arar að vera, veita manni innblástur jafnvel í eitthvað allt annað en stend- ur í bókinni fyrir framan mann. Þeg- ar mér verður hugsað til Önnu finn ég hvað sköpunin skiptir miklu máli. Hún skiptir sköpum í lífinu.“ | 12 Innblástur sem endist allt lífið  Anna Flosadóttir hefur stýrt um 600 unglingum í frumsömdum söngleikjum í Hlíðaskóla  Verkefnið dregur úr einelti og samkennd nemenda eykst „ALL we are saying, is give peace a chance,“ sungu Yoko Ono, sonur hennar Sean og fjöl- mennur hópur íslenskra söngvara fyrir fullu Hafnarhúsi í fyrrakvöld, á tónleikum sem haldn- ir voru til heiðurs Bítlinum John Lennon sem átti afmæli í gær, 9. október. Fyrr um kvöldið var kveikt á Friðarsúlunni úti í Viðey, Imagine Peace Tower, í vonskuveðri og kann það að vera táknrænt fyrir þá friðarbaráttu sem Ono og Lennon háðu á sínum tíma og Ono enn; að sama hversu slæmt útlitið er þá lifir vonin og bænin fyrir friði líkt og ljós í myrkrinu. Tónleikagestir tóku að sjálfsögðu undir, friðarmerkjum var haldið á lofti og litlum vasaljósum frá Ono var beitt sem agnarsmáum friðarsúlum. | 50-51 Mögnuð stemning var á tónleikum til heiðurs John heitnum Lennon Morgunblaðið/Ómar Beðið fyrir heimsfriði í Hafnarhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.