Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 18
18 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Með vinkonum „Þessar stelpur koma úr ýmsum áttum og hafa margvíslegar teng- ingar.“ Myndin var tekin á nýársdagskvöld fyrir nokkrum árum. „Það er alltaf mikið stuð í kring um þennan hóp.“ Nýfæddmeðmömmu Katrín Jakobsdóttir fæddist 1. febr. 1976 í Reykjavík.Hún er dóttir hjónanna Jakobs Ármannssonar heitins,bankamanns og kennara og Signýjar Thoroddsen sálfræðings. Katrín lauk BA-prófi í íslensku með frönsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2004. Hún hefur starfað sem málfarsráðunautur, við dagskrárgerð og ritstörf. Þá hefur hún starfað við kennslu og sinnt ritstjórnarstörfum. Katrín hefur alla tíð verið virk í pólítík og var formaður Ungra vinstri grænna áður en hún var kjörin varaformaður Vinstri grænna árið 2003. Hún hefur gengt formennsku í ýmsum nefndum á vegum borgarinnar og settist á Alþingi að loknum kosningum 2007. Frá því í febrúar í ár hefur hún gegnt em- bætti menntamálaráðherra. Katrín er gift Gunnari Erni Sigvaldasyni heimspekinema og eiga þau synina Jakob sem er þriggja ára og Illuga sem er eins árs. Katrín Jakobsdóttir Í eigin brúðkaupi „Þarna erum við Gunnar að rökræða eins og venju- lega. Við erum gjarnan kölluð Þöngull og Þrasi.“ Á níunda áratugnum Öll systkinin samankomin ein jólin, Sverrir, Katrín, Bergljót Njóla sem er elst og Ármann. Með Nóa-pillur „Ég var þekkt fyrir að vera dugleg að sníkja sælgæti og gat farið út í sjoppu og komið heim án þess að hafa eytt neinum pening. Bræður mínir voru hins vegar mjög duglegir að fá hluta í fengnum.“ Í Fljótshlíðinni „Við vorum alltaf í bíltúrum að skoða sögufræga staði þegar færi gafst og þegar við áttum bíl, sem var ekki alltaf.“ Með pabba sínum og bræðrunum Ármanni og Sverri. Katrín með sonunum Illuga og Jakobi í sumar. Í mömmuhlutverki Unglingurinn „Allar myndir frá þessum tíma eru frekar neyðarlegar. Hér er ég með grifflur og í leggings en það besta er að þetta var ekkert í tísku á þessum tíma enda vildi ég alltaf fara mínar eigin leiðir í fatavali.“ Um tíu áraÞvert á flokka Í ferð sem farin var á vegum Alþings þar semrússneska þingið var sótt heim. Hér er sendinefndin í Péturs- borg. „Þetta var ógleymanleg ferð,“ segir Katrín. Katrín er yngst fjögurra systkina en bræður hennar, tvíburarnir Ármann og Sverrir, munu hafa lýst því yfir þegar hún kom heim af fæðingardeildinni að hún væri allt of lítil til að leika við. „Ég hef sennilega gengið að flestum fossum landsins enda með sjúklegan áhuga á fossum.“ Þetta er við foss í Laxá í Kjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.